Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Njála Guðjóns-
dóttir fæddist á
Oddsstöðum í Vest-
mannaeyjum 22.
desember 1909.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir 16.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðjón
Jónsson, f. 1874, og
Marthea Guðlaug
Pétursdóttir, f.
1877. Af ellefu al-
systkinum Njálu er
Osk, f. 1915, ein
eftirlifandi. I æsku
létust Árni, Guðrún, Njáll og
óskírt sveinbarn. Einnig eru
fallnir frá fimm bræður og ein
systir: Kristófer, f. 1900, Pét-
ur, f. 1902, Jón, f. 1903, Her-
jólfur, f. 1904, Fanný, f. 1906,
og Guðmundur, f. 1911. Hálf-
systkini Njálu samfeðra eru:
Ingólfur, f. 1917, Guðlaugur,
f. 1919, Árni, f. 1923, og Vil-
borg, f. 1924. Fósturbörn Guð-
jóns og seinni konu hans, Guð-
rúnar Grímsdóttur, eru: Hjör-
leifur Guðnason, f. 1925, syst-
ursonur Guðrúnar, og Jóna
Pétursdóttir, f. 1933, sonar-
dóttir Guðjóns.
Njála giftist 24.10. 1930
Tómasi Bjarnasyni, f. 17.7.
1908, d. 13.9. 1950, bifreiða-
stjóra frá Grindavík. Dóttir
þeirra er Jóhanna Guðbjörg,
f. 13.7. 1931, húsmóðir, maki
Nú er hún farin heim til Drottins
hún Njála okkar. Fréttin um andlát
hennar barst okkur hjónunum þann
sextánda april og kom sú frétt okk-
ur ekki á óvart. Amma Njála var á
88. aldursári. Það er svo margt sem
kemur upp í huga mannns þegar
minnast á jafn stórbrotinnar mann-
eskju og hún amma var. Á henni
sannaðist best að aldur einstaklings
er afstæður og fer fremur eftir
ástandi hugans en fjölda ára. Amma
varð aldrei gömul í þeim skilningi.
Hún lifði í nútíðinni og fyrir atburði
líðandi stundar. Við nutum þeirrar
gæfu að fá að eiga samleið í gegn-
um árin með ömmu. Þær stundir
sem við áttum með henni verða
okkur ávallt í minni, sér í lagi þessi
mikla trúfesti og heiðarleiki sem hún
bjó yfír og þetta bjarta yfirlit sem
ávallt mætti manni. Í augum hennar
leyndi sér ekki sá mikli kærleiki sem
hún bjó yfir. Engum gat leiðst í
návist ömmu, hvort heldur þeir voru
ungir eða eldri, enda skarpgreind
og kunni þá list að halda uppi
skemmtilegum samræðum. Svo
sannarlega verður okkur lengi í
minni sú mikla gestrisni sem amma
sýndi okkur og öllum þeim sem
hana sóttu heim, maður fékk það á
tilfinninguna að maður væri mikil-
vægastur í heimi. Börnin voru ávallt
í miklu uppáhaldi hjá henni ömmu
og aldrei man maður eftir að börnin
hafi farið frá henni, án þess að
hafa verið leyst út með einhveijum
smágjöfum, enda eftirsótt og meira
en venjuleg amma.
Árið 1978 heimsótti amma okk-
ur, þegar við bjuggum í Svíþjóð, þá
sextíu og átta ára gömul. Var hún
þá komin alla þessa leið til að sam-
gleðjast dótturdóttur sinni við fæð-
ingu okkar fyrsta barns. Hún gat
engan veginn til þess hugsað að
dótturdóttir sín þyrfti að standa í
þeim undirbúningi sem því fylgir
án þess að vera viðstödd og rétta
til hjálparhönd, enda var hún sam-
einingarafl og verður skarð hennar
vandfyllt. Þetta litla dæmi lýsti
ömmu mjög vel, hún var ávallt boð-
in og búin að hjálpa til alls staðar
þar sem hjálpar var þörf. Nú er hún
amma, þessi mikla heiðursmann-
eskja, farin heim til fundar við Frels-
arann okkar. Það hefur verið okkur
dýrmæt reynsla að fá tækifæri til
að kynnast jafn stórkostlegri mann-
eskju og hún amma var. Elsku
Þorsteinn Laufdal,
f. 8.11. 1930,
bankastarfsmaður,
búsett í Reykjavík.
Þeirra dætur eru:
1) Njála, f. 21.1.
1954, maki Friðrik
Baldursson, f. 19.6.
1956. Þeirra dætur
eru Jóhanna, f.
8.11. 1978, og
Fanný, f. 13.10.
1986. 2) Helga, f.
27.10. 1956, maki
Hans Ragnar Þor-
steinsson, f. 27.7.
1958. Þeirra börn
eru: Tómas, f. 31.7.1981, Heba,
f. 17.1. 1985, og Geir, f. 25.7.
1991. Dóttir Helgu og Jóns
Hrólfs Gunnarssonar, f. 27.5.
1952, er Linda, f. 14.11. 1974,
í sambúð með Hauki E. Jóns-
syni, f. 1.10.1972. Þeirra sonur
er Guðmar, f. 4.6 1994. 3) Ósk,
f. 14.4. 1958, maki Ólafur Kol-
beins Júlíusson, f. 29.1. 1957.
Þeirra sonur er Þorsteinn, f.
14.7. 1984.
Síðari maður Njálu var
Hrólfur Kr. Sigurjónsson, f.
30.9. 1911, d. 6.5. 1991, verka-
maður frá ísafirði. Þau giftust
30.12. 1956.
Njála vann ýmis verslunar-
störf og bjó bæði í Vestmanna-
eyjum og í Reykjavík.
Útför Njálu fer fram frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
amma, blessuð sé minning þín um
aldur og ævi, minning þín situr
ávallt eftir í hjörtum okkar. Með
fullvissu um endurfundi, langar okk-
ur að vitna í orð frelsara okkar,
Jesú Krists.
„Jesús mælti: Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa
þótt hann deyi. Og hver sem lifir
og trúir á mig, mun aldrei að eilífu
deyja.“ (Jóh. 11. 25-26.)
Njála og Friðrik.
Elsku amma lang mín.
Þó að ég viti að þinn tími hafi
verið kominn er samt svo sárt að
kveðja þig. Sorgartárin sem ég græt
eru einnig grátin af gleði yfir því
að hafa kynnst þér. Þér sem átt
alltaf eftir að lifa í minningunum.
Ég get huggað mig við þá hugsun
að nú hefur þú öðlast friðinn, ert
hjá Guði og englunum.
Er ég hugsa til þín get ég ekki
annað en brosað því þú varst alltaf
svo glaðlynd. Það var alltaf hægt
að gera gott úr hlutunum. Þú skild-
ir okkur langömmubörnin þín líka
svo vel. Alltaf ef við gerðum eitt-
hvað af okkur eða vildum fara öðru-
vísi leiðir heldur en foreldrarnir,
sagðir þú alltaf: „Maður var nú einu
sinni ungur sjálfur og ég skil þetta
alveg.“ Svona varst þú, komst alltaf
fram við okkur sem jafningja. Þegar
ég hugsa til baka er hægt að fínna
svo margar góðar minningar. Lang-
amma sem gerði aldrei neitt upp á
milli okkar og öll vorum við jöfn í
hennar augum. Eins og þegar þú
varst á Eir fyrir síðustu jól og varst
að mála englana, þér fannst svo
gott að geta klárað nógu marga til
þess að geta gefið okkur hveiju sinn
engil. Enginn útundan og það var
einn af þínum góðu eiginieikum og
áttirðu þá marga. Blessuð sé minn-
ing þín.
Ég bið góðan Guð að styrkja alla
ættingjana í þessari sorg og sökn-
uði, ömmu, afa, mömmu, Helgu,
Ósk og okkur langömmubörnin.
Þín
Jóhanna.
Elsku amma lang.
Ég sakna þín svo mikið. Ég mun
aldrei gleyma þér.
Þín
Fanný.
Nú er hún Njála frænka dáin.
Auðvitað vissi ég að, að því kæmi,
því að árin hennar voru orðin mörg.
Þó er erfitt að hugsa sér lífið án
hennar.
Njála hefur alla tíð verið stór hluti
af lífi mínu og minna nánustu. Þeg-
ar ég var lítil stelpa, þá var hún ein
af fáum móðurættingjum mínum
sem bjó í Reykjavík og samgangur-
inn á milli fjölskyldnanna var mik-
ill. Hún og Hrólfur komu oft að
passa okkur systkinin, þegar
mamma og pabbi skruppu á manna-
mót, og það voru góðar kvöldstund-
ir. Njála vann nefnilega lengi í
sjoppu og vissi hvað krökkum þótti
best. Já, það voru miklar nammi-
veislur þegar Njála kom í heimsókn.
Þegar ég svo fullorðnaðist og eign-
aðist mína stráka, tóku þeir við
nammigjöfunum frá Njálu. Þessi
mikla gjafmildi Njálu varð til þess
að bróðir minn gaf henni nafnið
„Gefinskona", nafn sem Njála stóð
svo sannarlega undir. Þegar ég
dvaldist með fjölskyldu mína í
Bandaríkjunum um margra ára
skeið, bættust við í jólagjafabunk-
ann gjafir frá Njálu og Hönnu. Þá
kom líka alltaf kærkomið íslenskt
sælgæti upp úr kössunum. Henni
fannst við eitthvað svo langt í burtu,
að það yrði að gleðja okkur sérstak-
lega. Og um síðustu jól bað hún
Hönnu að sjá til þess að senda strák-
unum gjafir.
Þegar ég man fyrst eftir Njálu
og Hrólfi, þá bjuggu þau í Álftamýr-
inni. Þar bjó líka Hanna „hennar
Njáiu“ með sína fjölskyldu. Þau
bjuggu þá í hvort í sinni íbúðinni á
sama stigapallinum. Svona var það
oftast hjá þeim mæðgum á meðan
Hrólfur lifði. Oftast nær bjuggu þær
með fjölskyldurnar í sama húsi, svo
það var hægt að heimsækja þau öll
í einu. Eftir að Hrólfur dó, bjó Njála
í nokkur ár hjá Hönnu og Steina.
Njálu einkenndi það, að hún flutt-
ist oft á milli íbúða, eitthvað sem
hún og fólkið okkar gerði oft góðlát-
legt gaman af. Hún hélt alltaf áfram
að lesa íbúðarauglýsingarnar meðan
heilsan leyfði, og þekkingu hennar
á fasteignamarkaðinum hefði hver
sölumaður mátt vera ánægður með.
Á tímabili fluttust þau til Eyja.
Þá varð tómlegt í Reykjavík, en
gaman að bæta Njálu og Hönnu og
ijölskyldum við heimsóknarlista
ættingjanna í Eyjum. Svo kom gos-
ið og þau komu suður eins og allir
hinir og fóru ekki aftur til Eyja.
Njála var höfðingi heim að sækja,
og alveg var öruggt að ekki voru
rykkorn á leirtauinu hjá henni. Hún
hafði nefnilega þann sið að þurrka
af diskum og bollum, sem hún tók
niður úr skáp og hafði örugglega
notað og þvegið upp deginum áður.
Oft hlógum við saman að þessum
sið hennar.
Heimsóknir á heimili Njálu og
Hrólfs voru alltaf yndislegar stund-
ir, borðin hlaðin kræsingum og glatt
á hjalla. Njála var skemmtileg
frænka, með stóran skammt af
Oddsstaðahúmornum og hafði mjög
gaman af bröndururn, og þá fylgdi
þessi dillandi hlátur. I fjölskyldunni
er nú komin upp ný tegund af máli,
svokölluð „Njálíska" Njála, þín verð-
ur lengi minnst á góðum stundum
í ljölskyldunni.
Elsku Njála, ég, Gunnar Ingi og
Stefán Oddur, þökkum hjartanlega
fyrir allar ánægjustundirnar og
gjafírnar. Elsku Hanna, Steini,
Njála, Helga og Ósk og fjölskyldur,
við vottum ykkur innilegustu samúð
Sía.
Mig langar að skrifa nokkrar lín-
ur um ömmu Helgu konu minnar,
tengdaömmu mína. Ég kynntist
henni fyrir 16 árum þegar við Helga
byijuðum búskap. Okkar fyrsta
heimili var í Eyjabakka 22, í næstu
íbúð við hliðina á Njálu og Hrólfi.
Þannig að stutt var að fara í heim-
sókn og strax kom mjög gott sam-
band og vinátta á milli okkar.
Alltaf þegar okkur bar að garði
var boðið upp á kaffisopa og þá
brást það ekki að það var dekkað
fullt borð með kræsingum og afsak-
að lítilræðið eða eins og hún sagði
alltaf „þið verðið að afsaka hvað
þetta er ómerkilegt“. Umræðuefnin
yfir kaffíborðinu yfirleitt grín og
njálíska, en oft var rætt um íbúðir
vegna áhuga Njálu á þeim og alitaf
þegar ég var með teikningar að
húsum, sem er algengt vegna vinnu
minnar, vantaði ekki áhugann hjá
Njálu að fá að sjá þær, enda þekki
ég engan sem hefur búið í jafnmörg-
um íbúðum og Njála, gott ef þær
voru ekki að nálgast hundrað, a.m.k.
tugir.
Ekki má gleyma ást hennar á
börnum okkar, sem hændust að
henni, og alltaf var þeim gefið gott-
erí eða peningur fyrir því ef ekkert
sælgæti var til.
Eg er mjög þakklátur fyrir að
hafa fengið að kynnast henni því
að mér þótti innilega vænt um hana.
Guð blessi minningu frú Njálu Guð-
jónsdóttur.
Hans Ragnar Þorsteinsson.
Elsku amma lang, alltaf varstu
góð við alla, unga sem gamla. Þú
vildir gefa manni allt sem þú áttir
en eitthvað varðst þú að eiga sjálf.
Maður labbaði til þín og maður fann
hlýjuna koma á móti sér. Þú varst
svo veik en samt vildirðu gera allt.
Við viljum hafa þig hjá okkur. Ég
sakna þín, amma lang.
Heba.
Elsku amma, sagt er að kötturinn
hafi níu líf, og hélt ég það stundum
um þig líka. Undanfarin ár hefur
amma fengið misalvarleg áföll, en
staðið upp aftur, en að síðustu lagð-
ist hún til hinstu hvíldar og hefur
það verið henni kærkomið. Mamma
og pabbi önnuðust ömmu af alúð í
veikindum hennar á meðan hún var
ennþá heima og naut hún aðstoðar
yndislegrar hjúkrunarkonu, Maríu,
frá Heilsugæslustöðinni í Efra
Breiðholti og var hún í mikiu uppá-
haldi hjá henni.
Síðustu mánuði dvaldist amma á
Hjúkrunarheimilinu Eir og reyndum
við flölskyldan sem oftast að heim-
sækja hana og naut hún þess að fá
okkur í heimsókn og best þótti henni
að fá stóran koss og mikið knúserí
frá börnunum og alltaf átti hún
sælgæti í efstu skúffunni handa
þeim.
Amma, ég vil þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig og
ekki munaði þig um að koma og
aðstoða mig þegar börnin mín fengu
flensu eða annað, og gott fannst
þeim að sitja í kjöltu þér.
Ég mun alltaf minnast þess þegar
þú svæfðir mig og systur mínar með
fallegum söng þegar við vorum litl-
ar og er Ó, faðir gjör mig lítið ljós
mér minnisstæðast.
Nú kveð ég þig að sinni, elsku
amma, ég veit að við hittumst síðar.
Helga.
Mig langar að þakka allar stund-
irnar með ömmu lang, eins og við
krakkarnir kölluðum hana.
Hún var alltaf óþreytt að spila
við mig, og færði mér sælgæti eða
aura þegar ég hitti hana. Hún fylgd-
ist vel með öllu því sem ég hef áhuga
á, og þó svo að amma væri orðin
veik, gleymdi hún aldrei okkur börn-
unum og sá til þess að við fengjum
allt, eins og hún var vön.
Élsku amma mín, takk fyrir allt.
Þorsteinn.
Hinn 16. þ.m. lézt mágkona mín,
Njála Guðjónsdóttir, sem ég tel mér
bæði ljúft og skylt að mæla eftir
nokkur orð, þótt miklu verði þau
fátæklegri en hún á reyndar skilið
frá minni hálfu.
Þeim fækkar nú að vonum óðum
Oddsstaðasystkinum, sem ég var
svo lánsamur að kynnast og eiga
samleið með nú í tæpa hálfa öld.
Ættboginn er þegar orðinn stór, og
upp af meiði Guðjóns á Oddsstöðum
og tveggja eiginkvenna hans hefur
vaxið upp hópur mannvænlegs
fólks, sem óhætt er að fullyrða, að
hefur sett svip á umhverfi sitt, hvar
sem það hefur setzt að.
Þau eru orðin rúm fjörutíu árin,
síðan fundum okkar Njálu bar fyrst
saman á heimili hennar hér í Reykja-
vík. Kom ég þangað með Vilborgu,
NJÁLA
G UÐJÓNSDÓTTIR
hálfsystur hennar, en þá höfðum
við ákveðið að rugla saman reytum
okkar. Var þetta fyrsta heimsókn
okkar Villu til hennar og einkadótt-
ur hennar, Jóhönnu, en ekki hin síð-
asta. Þessi heimsókn varð mágkonu
minni hugstæð, eins og hún minnt-
ist oft á og kímdi þá gjarnan að.
Okkur var tekið með kostum og
kynjum, og síðan hefur aldrei borið
skugga á samleið okkar við Njálu
og hennar fjölskyldu.
Þegar ég kynntist Njálu, hafði
hún verið ekkja í nokkur ár, en fyrri
mann sinn, Tómas Bjamason, missti
hún í Vestmannaeyjum. Fiuttist hún
þá hingað til Reykjavíkur með dótt-
ur sína og tók að stunda ýmis þjón-
ustustörf. Einkum áttu verzlunar-
störf vel við hana, en þeim hafði
hún kynnzt snemma í Vestmanna-
eyjum. Þótti hún lipur og þægileg
við viðskiptavini, enda eftirsótt af
vinnuveitendum sínum. Skömmu
eftir að við Njála tengdumst íjöl-
skylduböndum, gekk hún að eiga
seinni mann sinn, Hrólf Siguijóns-
son frá ísafirði. Tókst góður kunn-
ingsskapur milli okkar svilanna.
Hrólfur lézt árið 1991. Ritaði ég
þá nokkur kveðjuorð um hann og
sagði þá m. a. eftirfarandi orð, sem
eru í fullu gildi, nú þegar mágkona
mín er einnig kvödd. Báðir tengd-
umst við Hrólfur stórri og mann-
vænlegri fjölskyldu frá Oddsstöðum
í Vestmannaeyjum um svipað leyti.
Eftir þann tíma hafi leiðir okkar
Hrólfs mjög oft legið saman, bæði
á gleði- og alvörustundum innan
fjölskyldunnar. Sama gilti að sjálf-
sögðu um Njálu, enda átti hún ekki
ólítinn þátt í þeim stundum með
myndarskap sínum á fallegu og
notalegu heimili, þar sem ríkti mik-
il gestrisni, sem allir nutu, sem
þangað komu.
Þau Njála og Hrólfur bjuggu hér
í Reykjavík frá því þau giftust árið
1956, þar til þau fluttust árið 1968
heim í átthaga Njálu í Vestmanna-
eyjum og ætluðu að setjast þar að
til frambúðar. En Heimaeyjargosið
1973 breytti öllum þeirra fyrirætl-
unum sem og svo margra eyja-
skeggja. Sneru þau því aftur hingað
til Reykjavíkur og áttu hér heima
upp frá því og alltaf í næsta nábýli
við dóttur Njálu og mann hennar,
Þorstein Laufdal bankastarfsmann,
og fjölskyldu þeirra. Reyndist Þor-
steinn sem tengdasonur henni frá-
bærlega vel og var ævinlega búinn
til að veita henni alla þá aðstoð, sem
hún þurfti. Dvaldist Njála svo alveg
á heimili þeirra, eftir að Hrólfur fél!
frá, nema síðustu mánuði, þegar hún
var á Hjúkrunarheimilinu Eir, þar
sem hún lézt. Ljóst var, að samband
var einkar kært með öllu þessu fólki
og áfram með börnum og barnabörn-
um, svo að til fyrirmyndar var.
Vissulega missti mágkona mín mik-
ið, þegar Hrólfur féll frá, því að
samband þeirra var mjög kært og
hann reyndist henni góður eiginmað-
ur og tillitssamur, en hún átti oft
við veikindi að stríða á langri ævi.
Þegar litið er yfir farinn veg, er
vitaskuld margs að minnast úr fari
samferðamanna, þótt ekki sé
ástæða til að bera allt slíkt á torg.
Eins og ég hef þegar tekið fram,
var mikið og gott samband okkar
við Njálu og hennar fólk. Engan
veginn má því feila undan að geta
þess sérstaklega, hversu gott var
að leita til þeirra, þegar við þurftum
á barnagæzlu að halda á fyrstu
búskaparárum okkar. Þá var ekki
úfurinn á, enda Njála og þau bæði
einstaklega barngóð og það svo, að
öll börn hændust að þeim. Mér finnst
einmitt það að muna eftir smáfólk-
inu, sem eðlilega vonast oft eftir
einhveiju munngæti, lýsa góðum
mannspörtum, eins og oft er sagt.
Þó að ekki væri fyrir annað en þenn-
an þátt í fari genginnar mágkonu
minnar, má gjarnan minnast henn-
ar. þegar leiðir skilur.
Ég færi þeim Jóhönnu og Þor-
steini og fjölskyldu þeirra samúðar-
kveðjur okkar Villu og fjölskyldu
okkar á þessari skilnaðarstundu.
Við minnumst öll góðrar konu, sem
nú er gengin. Ég veit, að allir þeir,
sem kynntust Njálu Guðjónsdóttur
frá Oddsstöðum á langri ævi, gera
slíkt hið sama.
Jón Aðalsteinn Jónsson.