Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 26. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 33 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. S AMEININ G AR- HUGMYNDIR ÞAÐ LÁ sameiningarvilji í loftinu á 38. þingi BSRB í gær. Ögmundur Jónasson, formaður sambandsins, sagði í setn- ingarræðu: „Hér mun verða borin fram tillaga um undirbúning að sameiginlegu þingi, eins konar allsherjarþingi verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi, þar sem skipulag hennar og baráttu- markmið verði tekin tii skoðunar og endurmats ..." Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, komst og þannig að orði: „Því tel ég rétt að á næstu misserum tökum við upp viðræður um grundvöll fyrir frekara samstarfi og jafnvel sameiningu þessara heildarsamtaka.“ Kostir samstillingar eða sameiningar launþegasamtaka eru ýmsir. Þróun í þessa veru gæti t.d. leitt til þess að opinberir starfsmenn öðluðust betra „jarðsamband“ við undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar, þar sem þjóðartekjurnar - skiptahlutur- inn í þjóðarbúskapnum - verður að stærstum hluta til. Hún gæti og stuðlað að því, sem á hefur skort, að heildarsamtök launþega móti heildstæða launastefnu, sem tæki m.a. á því, hver sé „sanngjarn“ launamunur í landinu, með hliðsjón af arðsemi og ábyrgðar- og menntunarkröfum mismunandi starfa. Það er á hinn bóginn hægara um að tala en eftir að fylgja sameiningu af þessu tagi. Það eru Þrándar í Götu. Mikil hags- munagjá virðist á milli opinberra starfsmanna og annarra laun- þega t.d. í lífeyrismálum, en á þeim vettvangi er mismunun hvað mest í samfélagi okkar. Hugsanleg úrsögn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur úr Landssambandi verzlunarmanna og þar með úr Alþýðusambandi íslands vekur og spurningar um framtíðarþróun launþegasa.mtakanna. Það er líka rétt, sem fram kom hjá forseta ASÍ í ávarpi hans, að „meginstarfsvettvangur verkalýðshreyfingarinnar færist í tvær áttir samtímis; hann verður annars vegar almenn- ari, þar sem átakalínur þjóðfélagsins í heild liggja hverju sinni; hins vegar sértækari, nær hverjum einstökum félagsmanni, inni á hveijum vinnustað ...“ Tæpast fer á milli mála, að starfshættir launþegasamtak- anna hafa staðnað og verkalýðshreyfingin í heild þarf að ganga í gegnum endurnýjun. En það er ekki endilega víst, að sú endurnýjun eigi að byggjast á því að stefna svo ólíkum hags- munahópum saman í ein allsheijarsamtök. Rökin með og móti þurfa að skoðast mjög vandlega. ÁFRAM STEFNT Á MYNTBANDALAG LJÓST er af fréttum undanfarinna daga að ráðamenn í Evrópusambandinu stefna áfram að því að taka upp sam- eiginlegan gjaldmiðil Evrópuríkja, evró, í ársbyijun 1999 þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífi sumra aðildarríkjanna. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins telur raunar meirihluta aðildarríkjanna eiga góða möguleika á aðild að myntbandalag- inu, EMU. Athyglin beinist ekki sízt að Frakklandi og Þýzkalandi. Framkvæmdastjórnin spáir því að í báðum ríkjum verði fjár- lagahalli á næsta ári nákvæmlega 3% af landsframleiðslu, sem er leyfilegt hámark, samkvæmt Maastricht-sáttmálanum. Hins vegar spá ýmsir hagfræðingar því að hallinn verði meiri í báðum ríkjunum. Pólitískur vilji leiðtoga Frakklands og Þýzkalands fer hins vegar ekki á milli mála. Með því að boða til kosninga ári á undan áætlun hefur Jacques Chirac, forseti Frakklands, aukið líkurnar á að hann verði i aðstöðu til þess síðar á árinu að beita frekara aðhaldi í ríkisfjármálum til að tryggja Frakk- landi EMU-aðild. Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, stefnir jafneinarðlega að EMU-aðild lands síns. Hann hefur ákveðið að gefa kost á sér til endurkjörs til að fylgja þessu helzta pólitíska baráttu- máli sínu eftir og lýsti því yfir í gær að Þýzkaland myndi ekki undir neinum kringumstæðum sætta sig við að gildistöku myntbandalagsins yrði seinkað. Efnahags- og myntbandalagið er því raunveruleiki, sem blas- ir við. íslenzk stjórnvöld og íslenzk fyrirtæki verða að átta sig á þeim raunveruleika og búa sig undir hann. Nú er aðeins háift annað ár til stefnu. Sameiginleg Evrópumynt mun hafa mikil áhrif á íslenzka hagsmuni. Það er því brýnt að niðurstöður þeirra athugana á áhrifum EMU á ísland, sem nú fara fram á vegum fjármála- ráðuneytisins, lánasýslu ríkisins og Seðlabankans, líti dagsins ljós sem fyrst. í þeim athugunum er ekki nóg að vega og meta hvaða áhrif Evrópumyntin hefur á íslenzka hagsmuni miðað við núverandi stöðu, þar sem ísland er utan ESB og þar með utan EMU. Jafnframt þarf að spyija þeirrar spurning- ar, hvaða áhrif það hefði ef ísland ætti aðild að myntbandalag- inu. Landlæknir segir biðlista lengjast og varar við háum þjónustugjöldum OLAFUR Ólafsson land- læknir flutti erindi á þingi BSRB í gær og fjallaði þar um heilbrigðisþjón- ustuna, skipulag og árangur í nútíð og framtíð. „Kröfur um hækkandi þjónustu- gjöld berast oft með morgunblöðun- um og gjarnan lagt til að fólk spari við sig sólarlandaferðir og hár- greiðslu. Gjalda ber varhug við frek- ari hækkun gjalda eða verulegum þjónustugjöldum, því í óbirtri rann- sókn landlæknisembættisins kemur í ljós að meðal barnafólks, sem hef- ur lægstar ráðstöfunartekjur á mán- uði, er allstór hópur sem hefur frest- að eða hætt við að leita læknismeð- ferðar og taka út lyf vegna fjár- skorts. Ekki virðist vera munur varðandi aðsókn að aðgerðum á læknastofum en mikill munur varð- andi tannlæknameðferð, sem reynd- ar hefur borið á áður. Flest bendir til þess að rekja megi þetta ástand til hækkandi þjónustugjalda siðast- liðin átta ár. Állar götur eru þjón- ustugjöldin of há fyrir þá lægst laun- uðu. Hér hefur orðið grundvallar- breyting á, því að fyrri rannsóknir benda ekki til misræmis í aðgengi eftir stéttum og efnum," sagði Ólaf- ur. Skv. rannsókninni höfðu rösklega 20% fullorðinna í barnafjölskyldum, sem hafa undir 130 þúsund kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði, frestað eða hætt við að leita læknismeðferð- ar á seinasta ári og tæplega 20% frestuðu eða hættu við að taka út lyf. Hlutfallið fer síðan lækkandi eftir því sem tekjurnar aukast. Yfir 50% fólks sem er í lægsta tekjuhópn- um frestaði eða hætti við tann- læknameðferð á sama ári. „Há þjónustugjöld má rekja til áhrifa markaðsaflanna. Þessar óheppilegu breytur í átt til misræm- is og ójafnræðis í þjónustu má einn- ig greina á öðrum Norðurlöndum. Tími jafnræðis virðist vera liðinn og er það mikil afturför," sagði Ólafur. 4.500 á biðlistum í verulegri þörf fyrir þjónustu Landlæknir fjallaði einnig um árangur og gæði heilbrigðisþjón- ustunnar og sagði íslendinga stand- ast fyllilega samanburð við háþróað- ar nágrannaþjóðir hvað það varðaði. Fram kom í máli Ólafs að fjar- vistum heilbrigðisstarfsfólks á sum- um bráðadeildum sérgreinasjúkra- húsa fjölgaði um 50-100% á árun- um 1992-1994 og eru orsakirnar aðallega streita og þreyta skv. könnunum. Þá hefur aðbúnaður sjúklinga á bráðasjúkrahúsum að mörgu leyti versnað á síðustu 6-8 árum. „Sjúklingar fylla ganga, eru útskrifaðir of fljótt, endurinnlögn- um hefur fjölgað og fólk með lang- vinna sjúkdóma er ekki lagt inn fyrr en það bráðveikist," sagði Ólaf- ur. Hagræðing og sparnaður síðustu ára hefur hins vegar valdið því að fjármögnun til þjónustunnar er of rýr til að standa undir þeim kröfum sem tækniþróun hefur skapað og því hafa langir biðlistar myndast. „Ætla má að 4.500 einstaklingar á biðlistum séu í verulegri þörf fyrir þjónustu. Alls biðu 6.900 á biðlist- um 1. febrúar sl.,“ sagði Ólafur. Er það mikil fjölgun frá árunum á undan. Vék landlæknir einnig að niður- stöðum kannana á líðan fólks sem er á biðlistum. Skv. könnun frá 1994 hafa hjartasjúkdómar áhrif á vinnu og daglegt líf 90% fólks sem er á biðlistum eftir krans- ------- æðaaðgerð. Mikill meiri- hluti þess þjáist af þreytu, 76% hafa áhyggjur af §ár- hag og 87% segjast fínna fyrir sting. Landlæknir sagði það mikinn misskiln- “”” ing að sjúklingar sem bíða eftir gerviliðaaðgerð væru eingöngu gamalt fólk, heldur væru um 70% þeirra á vinnufærum aldri. Ólafur tiltók dæmi um líf sjúkl- Morgunblaðið/Halldór ÓLAFUR Ólafsson landlæknir fjallar um heilbrigðismál og aðbúnað sjúklinga á þingi BSRB. Tímijafnræðis virðist liðinn Um 20% bamafólks með lægstu laun fresta eða hætta við að leita læknis og leysa út lyf af fjárhagsástæðum. Félags- og efnahagsleg staða öryrkja, samanboríð við aðra, hefur ekki batnað frá því fyrir 1970. 6.900 sjúkling- ar vom á biðlistum 1. feb. sl. Aðbúnaður sjúkl- ■ — inga á bráðadeildum hefur versnað. Omar ^ * Friðriksson hlýddi á erindi Olafs Olafssonar landlæknis á þingi BSRB í gær. Hlutfall barnafjölskyldna þar sem einhver fullorðinna frestaði eða hætti við nota ákveðna þætti heilbrigðisþjónustu árið 1996 Eftir ráðstöfunar- tekjum á mánuði I l Minni en 130 þús. kr. 3 130 -169 þús. kr. ■ 170 - 200 þús. kr. Wk Meiri en 200 þús. kr. Læknis- meðferð Tannlæknis- meðferð i' —- “ " i fXlfc. Aðgerðir á stofu Lyfjaávísun Margir tekju- lágir f resta tanniækna- meðferð inga, sem bíða eftir aðgerðum, úr gögnum landlæknisembættisins. -------- Um 70% sjúklinga sem bíða eftir gerviliðaaðgerð þurfa mikla verkjameð- ferð og ná ekki hvíld á nóttunni. Tæp 60% þeirra geta ekki bjargað sér sjálfír. „Löng bið er eftir hryggspengingu og sjúklingar eru oft illa þjáðir af sársauka. Sjúkling- ar á biðlistum sem þarfnast sterkra Iyfja, oft ávanabindandi, hafa jafn- vel framið sjálfsmorð. Mikil þrengsli eru á suraum deildum sérgreina- sjúkrahúsa. Algengt er að mjög veikir sjúklingar verði að liggja á göngum allan vist- unartímann. Jafnvel fólk sem liggur sína hinstu legu,“ segir m.a. í þeim dæmum sem landlæknir greindi frá. Að mati Ólafs má ætla að 200-300 milljóna kr. auknar fjár- veitingar dugi til að koma helstu biðlistum í sæmilegt horf en því til viðbótar þarf að fjölga starfsfólki á sérgreinasjúkrahúsum og er kostn- aður við það áætlaður 300-400 millj. kr. Örorkustyrkþegum fjölgar um 42% Ólafur vék einnig að framtíðar- horfum og fjallaði um framfarir við erfðagreiningar, lyflækningar og tækniþróun í skurðaðgerðum. Ef breytingarnar ná fram að ganga bendir allt til þess að kostnaður við heilbrigðisþjónustu muni fara lækk- andi, að sögn landlæknis. Ólafur fjallaði einnig um forvamir og sagði íslendinga í fararbroddi Evrópuþjóða í því efni. Vitnaði hann í ýmsar nýlegar rannsóknir sem bentu til heilsufarslegs stéttamunar. Þar kemur fram að þær stéttir sem hafa styttri skólagöngu að baki taka síður mark á forvarnaraðgerðum, m.a. gegn reykingum, en þeir sem em með lengri skólagöngu að baki. Þannig er reykingatíðni langhæst meðal fólks sem starfar í sjávarút vegi, en þar á eftir kemur fólk í verslunar- og þjónustustörfum. Þá sýndu rannsóknir að efnahagsleg misskipting hefði aukist í þjóðfélag- inu, þrátt fyrir mikla atvinnuþátttöku og langan vinnutíma. Vitnaði land læknir í áður óbirtar niðurstöður embættisins frá þessu ári, sem leiddu í ljós að styrkþegum sem þurfa fé- lagslega hjálp, örorkustyrk eða at- vinnuleysisbætur færi fjölgandi. T.d. hefur þeim sem taka örorkustyrk fjölgað um 42% frá 1990-94. „í of- análag kemur fram að félags- og efnahagsleg staða öryrkja hefur lítið batnað og í sumum tilfellum versnað í samanburði við aðra þjóðfélagshópa frá 1967,“ sagði Ólafur. Efnahagslegur aðbúnaður fólks hefur batnað mikið á undanförnum --------- áratugum, sagði Ólafur, en vinnutími kvenna hefur einnig lengst og vinnu streita hefur tvöfaldast. Þá hefur neysla geðlyfja aukist mikið á síðustu árum og er mun meiri hér en meðal nágrannaþjóða. „Mörgum finnst eflaust þessi lestur kaldur en við verðum að horfast í augu við raunveruleikann," voru lokaorð landlæknis. 2-300 millj. ef koma á bið- listum I sæmi- legt horf A' lþjóðaþingmannasambandið (Inter-Parliamentary Uni- on, IPU) var stofnað árið 1889 og er heimssamtök þjóðþinga fullvalda ríkja. Alls eiga 138 þjóðþing aðild að IPU. Á meðal þeirra málefna, sem IPU lætur einna helzt til sín taka, eru stuðningur við fulltrúalýðræði um allan heim, frið- ar-, afvopnunar- og öryggismál, jafn- réttismál og staða kvenna, sjálfbær þróun og mannréttindamál. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og utan- ríkismálanefndar Alþingis, var kjörinn þrettán manna framkvæmdastjórn IPU haustið 1994. Hann hafði þá starfað um tveggja ára skeið sem formaður ríkjahóps Vesturlanda í IPU, einmitt á því tímabili sem sá hópur stækkaði mikið með inngöngu fyrrverandi kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu. „í framkvæmda- stjórninni er óformleg skipting milli landahópa, þannig að hópur vest- rænna ríkja á alltaf 4-5 sæti,“ segir Geir. „Ég var valinn í stjórnina 1994 til fjögurra ára. Á sama þingi, sem var haldið í Kaupmannahöfn, var val- inn nýr forseti IPU til þriggja ára, A.F. Sorour, þingforseti í Egypta- landi. í framkvæmdastjórninni er ár- lega valinn staðgengill forsetans og ég hef verið valinn í það starf í tví- gang, í fyrra og nú í ár. Þetta þýðir að ég stjórna fundum í fjarveru forset- ans og geng í önnur störf hans, en jafnframt hef ég ýmsar sérstakar skyldur sem varaforseti." Norrænt þingmanna- samstarf hófst í IPU Geir er fyrsti íslendingurinn, sem er kosinn í framkvæmdastjórn IPU. Alþingi hefur tekið þátt í starfi sam- bandsins með formlegum hætti frá árinu 1951, en á árunum fyrir seinna stríð sóttu íslenzkir þingmenn þing IPU sem hluti af dönsku sendinefnd- inni. „Norrænt þingmannasamstarf byijaði sömuleiðis fyrst innan vébanda IPU. Norrænir þingmenn hafa alla tíð borið saman bækur sínar á þeim vett- vangi og gera enn. Við undirþúum hvert þing, ræðumst við og skiptum með okkur verkum. Norræna sam- starfið í IPU mun vera fyrsti vísirinn að Norðurlandaráði." Geir segir að sambandið hafi alltaf verið öflugt, en því hafí vaxið enn fiskur um hrygg á undanförnum árum vegna mikils fjölda nýrra ríkja. „Skil- yrði fyrir aðild að IPU er að um sé að ræða þjóðþing með löggjafarvald í fullvalda þjóðríki. Það getur hins vegar verið vandasamt að skilgreina stöðu þjóðþinga og það eru ýmis dæmi þess að þingum hafi verið vikið úr sambandinu um stundarsakir, til dæmis ef þau hafa verið leyst upp í byltingu. Þjóðþing í útlegð eiga ekki rétt á að vera í IPU og ríkið verður að njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Víða eru lýðræðislega kjörnar full- trúasamkomur, sem ekíd uppfylla þessi skilyrði, til dæmis á Taiwan og á norðurhluta Kýpur." Viðkvæmar deilur um aðild Geir segir að deiiur um aðild að sambandinu séu ævinlega mjög við- kvæmt mál í IPU-ráðinu og svo hafí einnig verið á síðasta þingi, sem hald- ið var í Seoul í Kóreu fyrr í mánuðin- um, en þar stýrði Geir fundum að hluta til. „Á ráðsfundi í Seoul kom upp hörð deila um hvort þjóðarráð Palestínu (PNC) uppfyllti aðildarskil- yrðin. Palestínumenn hafa knúið á um aðild í mörg ár, en þeir hafa verið áheymaraðilar frá 1975. Núna finnst mörgum kominn tími tii að þeir fái fulla aðild. Að þessu sinni var tekizt harkalega á um þetta mál, en það end- aði með yfirlýsingu um að fulltrúar þings Palestínu væru velkomnir í samtökin jafnskjótt og aðildarskilyrðum væri fullnægt." Geir segir að við lausn þessa máls hafi farið fram flókin atburðarás á bak við tjöldin, sem hann hafí sem varaforseti orðið að taka frumkvæði að. „Forseti IPU er Egypti. Hann var í mjög viðkvæmri stöðu, bæði gagn- vart eigin ríkisstjórn, Palestínumönn- unum og ísrael. Næsta þing IPU verð- ur í Egyptalandi og það lá í loftinu að ísraelskir þingmenn kæmu ekki þangað ef málið fengi ekki farsælan endi. Hins vegar var mikil harka í málinu af hálfu margra arabalanda. Eins var áheyrnarfulltrúi Palestínu mjög virkur í málinu. Hann er ágætur Mikilvæg sam- skipti í breytt- um heimi Geir H. Haarde hefur um tveggja ára skeið verið varaforseti Alþjóðaþingmannasambands- ins (IPU). Olafur Þ. Stephensen ræddi við hann um starf IPU og nýafstaðið þing sam- bandsins í Kóreu. GEIR H. Haarde í ræðustól á þingi IPU í Seoul fyrr í mánuðinum. Vettvangur til að leiða menn saman kunningi minn en ég gat ekki komið til móts við hann í þessu máli núna. Finna þurfti texta, sem meirihlutinn gæti sætt sig við, og niðurstaðan varð sú að mikill meirihluti studdi tillög- una, sem varð ofan á.“ Geir segir að IPU hafi beitt sér fyrir friði og framþróun í heiminum allt frá upphafi og lagt sérstaka áherzlu á aukið og bætt fulltrúalýð- ræði. „Sambandið hefur verið virkt á vettvangi mannréttindamála, ekki sízt varðandi réttindi þingmanna og ann- arra kjörinna fulltrúa. Það er víða þannig, þótt það sé óþekkt í okkar heimshluta, að þing eru leyst upp, þingmenn teknir af lífi án dóms og laga, pyntaðir eða ofsóttir. Sérstök nefnd vinnur samfellt að upplýsinga- öflun og að því að undirbúa ályktanir um mál þessara manna, sem því miður eru alltof margir í alltof mörg- um löndum. Að þessu sinni var íjallað um mál þing- manna í tólf ríkjum, til dæmis Alban- íu, Búrúndí, Myanmar, Nígeríu og Tyrklandi. Þingmenn búa víða við að mannréttindi þeirra sem kjörinna full- trúa þjóðar sinnar eru fótum troðin. Ég tel þennan þátt einn þann merki- legasta í starfi IPU og þau hafa víða komið þeim, sem beijast fyrir lýð- ræði, að gagni.“ Breytingar eftir að kalda stríðinu lauk Geir segir að talsverð breyting hafi orðið á störfum IPU á undanförnum árum eftir að kalda stríðinu lauk. „IPU var um árabil átakavettvangur austurs og vesturs, þar sem þing- mannasendinefndir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna mættust mjög harka- lega. Eftir að kalda stríðinu lauk hef- ur starfið tekið á sig annan blæ. Austur-Evrópuríkin starfa nú á vett- vangi lýðræðisríkja innan sambands- ins og Rússland einnig að mörgu leyti. Rússar tóku það hins vegar nærri sér á þessu þingi að Hvítarússlandi var vikið timabundið úr sambandinu vegna þess að þingið þar var nýlega leyst upp og forsetinn valdi sjálfur nýja þingmenn með vafasömum hætti, að því er talið var. Rússar mótmæltu þessu harðlega og gerðu mjög ákveðna kröfu til mín sem starfandi forseta um að ég gerði hlé á störfum í ráðinu og héldi stjórnarfund, í fjar- veru forsetans. Ég þurfti að hafna þeirri beiðni og lýsa yfir að ósk þeirra væri ekki tæk. Þeir tóku það óstinnt upp, en mér þótti vænt um að þegar þinginu var lokið og ég að pakka niður á hótel- “““““ herberginu, kom maður frá rússnesku sendinefndinni með kveðju frá for- manni hennar og færði mér gjafír í kveðjuskyni. Þrátt fyrir allt held ég því að Rússarnir hafi virt þær ákvarð- anir, sem ég þurfti að taka í krafti minnar stöðu. Rússland hefur boðizt til að halda IPU-þing á næsta ári og það er að mínu mati nauðsynlegt fyr- ir alla að gera þá sem virkasta í svona samstarfi. Með þeim hætti er hægt að hafa heppileg og jákvæð áhrif á þróunina í Rússlandi." Geir segir að önnur breyting, sem hafi orðið eftir að kalda stríðinu Iauk, sé að Bandaríkin sýni starfí IPU minni áhuga en áður. „Það er reyndar part- ur af þeirri viðhorfsbreytingu, sem hefur orðið á Bandaríkjaþingi og lýsir sér í afstöðunni til Sameinuðu þjóð- anna og ýmissa annarra alþjóðastofn- ana, sem Bandaríkjamenn hafa því miður sýnt minni áhuga og jafnvel algert skeytingarleysi, til dæmis að því er varðar fjárhagslegar skuldbind- , ingar. Við fórum fyrir ári, Sorour forseti, ég og framkvæmdastjóri IPU, til Bandaríkjanna og ræddum við Newt Gingrich, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og fleiri áhrifamenn í þinginu um þessi mál. Gingrich tók okkur vel og lofaði að taka á málinu. Síðan hefur hann reyndar haft um nóg annað að hugsa og við bíðum enn niðurstöðu. Það er hins vegar til vand- ræða ef Bandaríkin taka starf IPU ekki alvarlega, eins og öll önnur ríki, stór og smá, en flest nýfijáls ríki láta það verða eitt sitt fyrsta verk að r sækja um inngöngu í sambandið.“ Að sögn Geirs starfa á vegum IPU ýmsar sérnefndir, sem fylgjast með ákveðnum málum. Ein íjalli til dæmis einvörðungu um Kýpurdeiluna og önnur um ástandið í Mið-Austurlönd- um. „Menn nota þennan vettvang tii að leiða menn saman. Kýpurnefndin leiðir til dæmis saman Grikki, Tyrki og Kýpur-Grikki og þar mætir sem áhorfandi fulltrúi frá Kýpur-Tyrkjum. Menn hafa smám saman verið að reyna að fá menn til að sameinast um ákveðin atriði, en ekki síður að ræða saman, því að allt eru þetta áhrifamenn í sínum ríkjum, sem hafa átt mjög erfitt með að tala saman.“ Undir stjórn Geirs voru teknar til afgreiðslu tillögur frá Kýpur-nefnd- inni, sem Tyrkir gerðu breytingartil- lögur við. „Ég bar tillögur þeirra und- ir atkvæði. Því var mótmælt af hálfu Kýpurmanna en ég taldi það eigi að síður rétt og sá úrskurður var virtur. Ég vissi að tillögurnar myndu ekki fá nein atkvæði nema frá Tyrkjum sjálfum en ég taldi mig þurfa að sýna þeim sanngirni." Búum í breyttum heimi - Oft er talað um dvínandi áhrif* þjóðþinga gagnvart framkvæmda- valdinu, ekki sízt á sviði alþjóðlegs samstarfs, þar sem ríkisstjórnir semji sín á milli en þingin fái aðeins að stimpla þá samninga. Getur alþjóðiegt samstarf þingmanna orðið til þess að efla þingin? „Ég lít ekki á þingin og ríkisstjórn- irnar sem keppinauta, heldur sam- starfsaðila. Iðulega er það svo að mál eru tekin upp fyrst á vettvangi alþjóð- legs þingmannasamstarfs eða þá á meðan þau eru í vinnslu og fjallað sérstaklega um þau til að ýta á eftir því að ríkisstjórnirnar semji sín á milli. Ályktanir IPU fara auðvitað til ríkisstjórnanna, þar sem við getum ekki hrint þeim í framkvæmd. Ég nefni sem dæmi að í fyrra var ályktað á IPU-þingi um bann við jarðsprengj- um, í því skyni að ýta á eftir að gerð- ur yrði alþjóðlegur, bindandi sáttmáli um það. I slíkum tilvikum er jafnan safnað miklum gögnum, þannig að til verður mikilvægur upplýsingabanki, sem nýtist ekki sízt litlu landi eins og íslandi ef menn kunna að notfæra sér upplýsingarnar.“ - Þú ræddir um áhuga- og skiln- ingsleysi á starfi IPU í Bandaríkjun- um. Hvernig fínnst þér búið að al- þjóðlegu samstarfi þingmanna hér á Islandi? Utanlandsferðir þingmanna eru oft gagnrýndar og gefið í skyn að þær séu dýrar og óþarfar skemmtiferðir. „Ég þekki þessa gagnrýni vel, en ----------- hún er ekki á rökum reist. Þeir, sem hafa hana í frammi, átta sig ekki á því hvað við búum í breyttum heimi og hvað þessi sam- skipti öll eru orðin mikil- útbreidd. Menn ná engum Mannréttindi þingmanna víða skert væg og árangri með sín mál nema menn séu duglegir að fylgja þeim eftir og ræða þau við aðra. Við íslendingar höfum til dæmis náð fram samþykktum á vettvangi IPU um sjávarútvegsmál, þ.m.t. hvalveiðar. Slíkum samþykkt- um þarf að fylgja eftir. Alþjóðleglv þingmannasamstarf hefur farið hrað- vaxandi á undanförnum árum. Alþingi er til dæmis aðili að níu fjölþjóðlegum þingmannasamtökum. Menn skipta á milli sín að sinna þessu. Ég hefði gjarnað viljað að þeir, sem gagnrýna okkur fyrir þetta starf, hefðu verið í Seoul og fylgzt með því vinnuálagi, sem var á mannskapnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55740
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 93. tölublað (26.04.1997)
https://timarit.is/issue/129451

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

93. tölublað (26.04.1997)

Aðgerðir: