Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 43

Morgunblaðið - 26.04.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 43 Jón Karlsson ■ var fæddur á Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi 18. ágúst 1912. Hann lést á Blöndu- ósi 20. apríl síðast- liðinn, sonur hjón- anna Karls Jóns- sonar, bónda, og Guðrúnar Sigurð- ardóttur frá Hamri í sömu sveit, fóstur- foreldrar hennar voru Halldóra Run- ólfsdóttir og Egg- ert Eggertsson, Vatnahverfi. Karl var sonur hjónanna Jóns Hróbjartssonar, bónda og smiðs á Gunnfríðar- stöðum, og konu hans Onnu Einarsdóttur Andréssonar kenndan við Bólu. Systkini Jóns voru Halldóra, f. 15. okt. 1906, Anna f. 23. feb. 1908, Jón ólst upp í foreldrahúsum og var fjórða barn sinna foreldra og þurfti því snemma að taka til hendi við bústörf. Hann naut stuttrar menntunar en hann stundaði sjálfsnám með miklum árangri, sem hann naut er heilsan bilaði úr lömunarveiki. Hann þótti nákvæmur og ábyggilegur í öllum sinum störfum. Hann var mikill starfsfræðingur og hafði fagra rithönd, sem kom sér vel í þátíð. Þegar ég kveð frænda minn og nafna, verður mér hugsað til okk- ar fyrstu kynna sem voru er hann átti við sín veikindi að stríða sem voru fyrst lömunarveiki sem köll- uð var Akureyrarveikin og svo berklar upp úr því. Minnisstæðastur er sá atburður er Jón kom norður, nýútskrifaður af Vífilsstöðum, hvað allir voru ánægðir og honum var fagnað mikið. Þá hóf hann störf hjá föður mínum og bjó á heimilinu mestan part nema á sumrin er hann fylgdi vegavinnuflokkunum um sveitirn- ar og var þá í tjöldum með sín skriffæri. Á Héraðshælið á Blönduósi fór hann 1988, þrotinn að kröftum til að hugsa um sig sjálfur. Þar hitti ég hann oft, þar var föðursystir hans, Helga, móðir mín, og var kært á millum þeirra. Ég heyrði oft setninguna, „ertu búinn að heimsæka Jón?“ Ég vil þakka því yndislega fólki á Héraðshælinu á Blönduósi sem annaðist hann og sýndi honum og móður minni þá mestu hlýju sem ég hef séð. Ef prúðmennska, drenglyndi, heiðarleiki gagnvart mönnum og málleysingjum skipta máli hinum megin, veit ég að vel verður tekið á móti þér, Jón. Guð blessi þig. Jón Pálmi Steingrímsson og Brynhildur Sigtryggsdóttir. Jón Karlsson var fæddur að Gunnfríðarstöðum 18. ágúst árið 1912. Foreldrar hans, Guðrún Sig- urðardóttir, f. að Hamri í Svína- vatnshreppi, og Karl Jónsson, f. á Sölvabakka. Jón Karlsson var fjórða barn foreldra sinna. Um hann segir svo í niðjatali Einars Andréssonar í Bólu í Blönduhlíð, útgefið 1993: „Var alls 8 mánuði í farskóla á 4 árum að Grund, Ljótshólum og Stóradal. Var á Gunnfríðarstöðum til ársins 1921, að Mosfelli frá 1921-1926, að Kirkjuskarði 1926-1931, að Refsstöðum 1931-1934, að Holtastaðakoti 1934-1946 og var heimilisfastur á Holtastöðum frá 1946-1960. Veiktist af svokallaðri lömunar- veiki 15. ágúst 1935 og var það örlagavaldur í lífi hans og starfi upp frá því. Fékk berkla í vinstra lunga árið 1938 og dvaldi á Vífils- Katrín, f. 6. ágúst 1909, Herdís Gróa, f. 23. júlí 1915, Björn, f. 23. mars 1917, Ingibjörg, f. 16. apríl 1919, Guðni f. 9. maí 1920, Jón Pálmi, f. 9. jan. 1922, Júlíus, f. 20. okt. 1923. Jón sat í hrepps- nefnd Engihlíðar- hrepps um árabil, var bókari KAH og afurðasölunnar, hann var bókari og gjaldkeri Vega- gerðar ríkisins til 1988 að hann lét af störfum vegna ald- urs. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Hún- vetninga. Utför Jóns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. stöðum um nokkurra mánaða skeið. Fékk berkla í hægra lungað 1948 og dvaldi þá á Vífilsstöðum í tæpt ár. Vann almenn sveita- störf meðan geta ieyfði og auk þeirra á vertíð í Grindavík árin 1933-1935. Sem unglingur fór hann að vinna í sláturhúsi SAH að haustinu og eftir 1936 við ýmiss konar störf er reyndust honum meðfærileg, m.a. við vigt- un á gærum og innmat. Var vörð- ur við Blöndu í Langadal sumrin 1937-38. Eftirlitsmaður naut- gripa- og fóðurbirgðafélags Engi- hlíðarhrepps árin 1939-46 og ann- aðist aldursmerkingar á sauðfé í hreppnum á mæðiveikisárunum. í hreppsnefnd og skattanefnd Engi- hlíðarhrepps á annan áratug. Gjaldkeri Sjúkrasamlags Engi- hlíðarhrepps frá árinu 1949- 1969, eða allan starfstíma sam- lagsins. Fór á árunum 1940-1944 söluferðir með hesta allt austur í Hjaltastaðaþinghá. Hóf störf fyrir Vegagerð ríkisins árið 1946. Sá fyrst um aðdrætti og uppgjör mötuneytis, um fimm ára skeið, auk almenns reikningsuppgjörs til ársins 1959, en eftir það gjaldkeri til 1988 er starfstíma lauk. Árið 1951 gerðist hann skrif- stofumaður hjá Kaupfélagi Hún- vetninga. Varð það eftir það hans aðalstarf, en önnur störf s.s. fyrir Vegagerðina, unnin í aukavinnu. Varð því starfsdagur æði oft nokkuð langur. Honum lauk með öllu er hann vegna sjúkleika, varð að fara á Héraðshælið á Blöndósi 17. apríl 1988, fyrstu þijá mánuð- ina á sjúkradeild, en síðan á elli- deildina þar sem hann er nú. Hann er ógiftur og barnlaus.“ Frásögn þessi er skrifuð árið 1993 en brátt kom að því að Jón varð að fara á sjúkradeild Héraðs- sjúkrahússins þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. Andlát Jóns bar að, án sýnilegs fyrirvara, að morgni sunnudags- ins 20. apríl. Rúmlega sex áratuga baráttu við lömun og allt sem henni var samfara var lokið. Þegar litið er yfir ofanritaða frásögn af lífsferli Jóns Karlsson- ar, sem var skrifuð að fyrirsögn hans sjálfs, má ljóst vera af hve miklum efnivið hefir verið að taka. Þrátt fyrir menntunarleysi og lík- amlega fötlun eru honum falin fjölmörg ábyrgðarstörf allt til loka starfsaldurs. Aldrei var dregið í efa um áreiðanleika hans og vel- virkni. Allir pappírar frá höndum hans voru vel frá gengnir og með fallegri rithönd. Síðustu misserin voru Jóni Karlssyni mjög erfið, er hann þurfti í rauninni allt að þiggja af öðrum. Aldrei heyrðist þó frá hon- um æðruorð yfir hlutskipti sínu eða óþol þótt honum væri orðin ofraun að hagræða sér í rúminu. Slík var sjálfsstjórn hans og karl- mennska. Til síðustu stundar fylgdist Jón með dægurmálum með lestri blaða og hlustun á út- varp og sjónvarp. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en sat á friðarstóli í þeim efnum, sem öðrum. Hann var bóndi að upplagi og mikill unnandi sveitalífs. Efalaust hefði hann orðið virkur í félagsmála- sögu Húnvetninga hefði honum auðnast að framfylgja hæfileikum sínum óskertum, en honum var það ekki ætlað. Um áratugalöng kynni okkar Jóns Karlssonar gæti ég margt sagt, og allt á einn veg, þótt trú- lega verði aldrei frá skýrt annað en það að þegar ég kom á Héraðs- sjúkrahúsið á Blönduósi þá heils- aði ég fyrst og síðast upp á Jón Karlsson. Alltaf var handtak hans jafn afgerandi, traust og hlýtt og þakklæti hans fyrir að líta til hans. Síðasta handtak hans er mér ljós- lifandi þótt sjálfsagt hvorugan, mig eða hann, óraði fyrir að það yrði það síðasta. Ég gleðst yfir því að vinur minn skuli vera laus úr sínum líkamlegu fjötrum og óska honum fararheilla inn á hin óþekktu framandi svið eilífðarinnar. Grímur Gíslason. + Föðurbróðir minn, SVEINN KJARTANSSON, Seli, Grímsnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 24. apríl. Þórunn Árnadóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, EIRÍKUR JÓNAS GÍSLASON brúarsmiður, Huldubraut 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 15.00. Þorgerður Þorleifsdóttir, Gísli Eiríksson, Björg Eiríksdóttir, Þorleifur Eiríksson, ívar Eiríksson, Flosi Eiríksson, Elín Eiríksdóttir. JÓN KARLSSON t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns mins, föður, stjúpföður og tengdaföður, ÞORSTEINS BJARNASONAR, Þelamörk 3, Hveragerði, og einnig hjúkrunar- og starfsfólki 12G, Landspítala. Guð blessi ykkur öll. Jóna María Eiríksdóttir, dætur og tengdasynir. t Sambýlismaður minn, sonur, faðir okkar, fóst- urfaðir og afi, JÓHANNES ÞÓR JÓNSSON, Hraunbæ 162, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. þ.m., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. apríl klukkan 13.30. Sæunn Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurveig Jóhannesdóttir, Jón Ólafur Jóhannesson, Hulda Sjöfn Kristinsdóttir, Helga Sólveig Jóhannesdóttir, Guðmundur Paul Jónsson, Jóhanna Steinunn Jóhannesdóttir, Gunnhildur Ásta Gunnarsdóttir, Bjarni Sveinn Kristjánsson, Guðrún Rósa Gunnarsdóttir, Einar Eggertsson og barnabörn. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN KÁRASON, Hrafnistu í Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 21. apríl sl., verður jarðsettur frá Garðakirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.30. Valur Sigurbjörnsson, Þór Sigurbjörnsson, Þuríður Björnsdóttir, Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Ottó Schopka, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, mágs og frænda, KRISTJÁNS VILHJÁLMSSONAR frá Stóru-Heiði, Mýrdal, Gaukshólum 2, Reykjavík. Jónína Vilhjálmsdóttir, Sveinn F Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Halldór, Bára Vilhjálmsdóttir, Gústav I Hjördís Vilhjálmsdóttir, Hálfdán Áslaug Vilhjálmsdóttir, Þórður £ Alda Vilhjálmsdóttir, Baldur C Kristín Hólmgrímsdóttir, Þórey Magnúsdóttir, Magnús og systkinabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Dalbraut 27, (áður Efstasundi 59). Bjarghildur Stefánsdóttir, Davíð Stefánsson og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar STEFANÍU SVEINSDÓTTUR frá Arnarbæli, Markarflöt 49, Garðabæ. Kristján Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.