Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Brunkild 6
nbach
° Morris . ö
AÆTLAÐ
FLÓÐA-
SVÆÐI
Winkler
JEmerson_
BANDA^ÍKIN
Winnipeg Free Press
UMFERÐ um 66 þjóðvegi í Manitoba-fylki í Kanada hefur stöðvast, eftir að flóðvatn Rauðár færðist
norður yfir landamærin. Hér sjást bílar, sem urðu strandaglópar á þjóðvegi 75 þegar hann fór á kaf í gær.
Mestu vatnavextir í Manitoba í 145 ár
Allt að 2.000 ferkíló-
metrar fara á flot
Winnipeg í Manitoba og Grand Forks í N-Dakóta. Reuter.
FLOÐIÐ í Rauðá, sem á upptök sín
í Minnesota og rennur í norður um
Suður- og Norður-Dakóta í gegn um
Manitoba-fylki í Kanada í Winnipeg-
vatn, hefur nú lagt mestallan Rauð-
árdal í Manitoba undir vatn. Flóðið
er nú að mestu gengið yfír í Grand
Forks í Norður-Dakóta, þaðan sem
langflestir íbúanna 50.000 þurftu að
flýja undan flóðinu um síðustu helgi.
Land er mjög flatt í kring um
Rauðá og færist flóðvatnið því hægt
eftir farvegi árinnar, en breiðist yfír
mjög stórt landsvæði. Óvenjumikil
snjóalög og snöggar leysingar hafa
valdið hinum miklu vatnavöxtum. Þar
sem frost er enn í jörðu sígur flóð-
vatnið ekki niður í jarðveginn heldur
flæðir líkt og stöðuvatn. Um 800
ferkílómetrar voru farnir undir vatn
í suðurhluta Manitoba, og að sögn
sérfræðinga má búast við að allt að
2.000 ferkm lands lendi undir flóðinu
þegar það nær hámarki, en spáð er
að það gerist við landamæri Norður-
Dakóta og Manitoba á mánudag, en
5. maí við suðurodda Winnipegborg-
ar, en þar búa 630.000 manns.
A landssvæðinu milli Winnipeg
og landamæranna hefur tæplega
20.000 íbúum þorpa og sveitabýla
verið gert að yfirgefa heimili sín og
66 þjóðvegum hefur verið lokað. I
gær rigndi á flóðahættusvæðinu, og
jók hún enn á áhyggjur íbúanna.
Hundruð hermanna hafa verið kall-
aðir út til að aðstoða við að hlaða
varnargarða úr sandpokum í kring
um mannvirki á flóðahættusvæðinu
sem og að aðstoða fólk við að kom-
ast_ þaðan.
Árið 1950 varð gífurlegt tjón í
Winnipeg af völdum stærsta flóðs,
sem orðið hafði í Rauðá á þessari
öld. 100.000 manns þurftu þá að
yfirgefa borgina. Eftir þetta voru
byggðir miklir flóðvarnargarðar
meðfram ánni, sem eru 47,3 km
langir og 9 metra háir. Við byggingu
garðanna á sjöunda áratugnum var
rutt til áiíka miklum jarðvegi og við
byggingu Panama-skurðarins.
Bygging garðanna kostaði um 3,2
milljarða króna að núvirði, en þeir
hafa margsinnis sannað gildi sitt
síðan, einkum í flóðunum 1979 og
1996, sem voru af svipaðri stærð-
argráðu og skaðræðisflóðið 1950.
Varnargarðurinn framlengdur
Fóðið, sem nú stefnir í átt að
borginni, er svo breitt að óttast er
að stór hluti flóðvatnsins fari fram-
hjá flóðvarnargörðunum, þar sem
þeir byrja fyrir sunnan borgina. Þess
vegna hefur verið brugðið á það ráð
að ryðja upp framlenginum á varnar-
garðinn mikla, sem líkt og trekt á
að beina flóðvatninu inn í varnar-
garðarennuna. Framlengingin er 24
km löng og tæplega tveggja metra
há. Hún verður að vera fullgerð á
morgun, sunnudag, og leggja menn
nótt við dag til að ná því takmarki.
Að sögn Larrys Whitney, yfirverk-
fræðings borgarinnar, verður með
þessum aðgerðum unnt að koma í
veg fyrir tjón. „99% borgarinnar
þarf ekkert að óttast," sagði Whitn-
ey í Wirmipeg Free Press.
Vatnshæðin í Rauðá jókst á
fimmtudag um hálfan metra, og
hefur þegar slegið fyrri mælingar-
met á þessari öld á svæðinu við
bandarísk-kanadísku landamærin.
Þegar flóðið nær hámarki má búast
við að rennslið í ánni verði meira
en 3.900 rúmmetrar á sekúndu við
Winnipeg 5. maí, miðað við að ekki
rigni meira. Leita þarf aftur til árs-
ins 1852 til að finna hærri rennslis-
tölur, en þá náði það í hámarki flóðs
um 4.670 rúmmetrum á sekúndu.
Árið 1826 varð mesta flóð í ánni,
sem sögur fara af, en þá náði rennsi-
ið um 6.370 rúmmetrum á sekúndu.