Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 31
AÐSENDAR GREINAR
Hvemig biskup vilium við?
FYRIR skemmstu stóð Félag
guðfræðinema fyrir fundum vegna
komandi biskupskosninga. Þau
fjögur sem opinberlega hafa lýst
áhuga á embættinu fluttu þar fram-
söguerindi og svöruðu fyrirspurn-
um. Auk þess var rætt um stöðu
og hlutverk biskups. Þessir fundir
voru um margt áhugaverðir og
staðfestu brýna þörf fýrir umræðu
um þessi mál.
Við kjör á nýjum biskupi Islands
stendur þjóðkirkjan á ákveðnum
tímamótum. Þessi tímamót ætti hún
að nýta sér með því að hvetja til
umræðu um embætti biskups og
raunar um þjóðkirkjuna í heild.
Biskup er á vissan hátt sameining-
artákn þjóðkirkjunnar og andlit
hennar út á við. Það skiptir því
máli hver gegnir embættinu og
hvernig því er sinnt. Biskupinn þarf
að vera andlegur leiðtogi prestanna
og raunar þjóðarinnar allrar. í
þessu felst m.a. að hann sé fremst-
ur meðal jafningja í guðfræðilegum
efnum og að hann tali því máli sem
þjóðin skilur. Hann þarf að vera
vakandi fyrir trúarlegri þörf fólks-
ins í landinu, virkja hana og hvetja
til dáða. Þó má ekki skilja sem svo
að biskupinn eigi að vinna einn að
þessum málum, auðvitað þurfa
starfsmenn kirkjunnar og allir með-
limir hennar að leggjast á eitt. En
biskupinn hefur þó ákveðna sér-
stöðu vegna forystuhlutverks síns
og því ber honum að gefa tóninn
og vera góð fyrirmynd. Til þess að
mögulegt sé að rækta hinar andlegu
skyldur sem embættinu fylgja þarf
að veita gott svigrúm og losa bisk-
up undan öllu því er lýtur að dagleg-
um rekstri, fjármálum o.þ.h.
Næsti biskup þarf að benda á
skýrar leiðir til að taka á ýmsum
álitamálum sem upp kunna að koma
hjá kirkjunni. Alltof lengi hefur
kirkjan velt á undan sér mikilvæg-
um málum án þess að taka á þeim.
Ég nefni sem dæmi málefni sam-
kynhneigðra. Það er kominn tími
til að kirkjan skýri opinberlega frá
því hvernig hún hyggst taka á
móti þessu fólki. Einnig hefur verið
bent á, með nokkrum rétti, að kirkj-
an sé karlaveldi og er þá vísað til
prestastéttarinnar og hins karlmið-
læga tungutaks í Biblíunni.
Kvennaguðfræði hefur verið í mik-
illi sókn nú að undanförnu og þar
hafa komið fram sterkar ábending-
ar um það hvernig kirkjan geti opn-
að sig betur í átt til kvenna, eflst
og orðið trúverðugri í samfélaginu.
-kjarni málsins!
Og hvernig ætlar kirkj-
an að bregðast við nýj-
um straumum í guð-
fræði yfirleitt? Biskup
þarf að hafa bein áhrif
í guðfræðilegum og sið-
ferðilegum álitamálum
og beina þeim í farveg
þar sem hægt er að
taka á þeim á ábyrgan
hátt. í krafti embættis
síns má hann og á að
hafa skoðanir á mikil-
vægum málum í samfé-
laginu og láta þær í
ljós.
Það hefði sannarlega
verið við hæfi nú við
m
Oskar Hafsteinn
Oskarsson
komandi biskupskjör
að kirkjan sneri sér í
átt til lýðræðislegri
vinnubragða. Biskup
ætti ekki að vera kjör-
inn ævilangt (þ.e. til
sjötugs) eins og nú er,
heldur til skemmri
tíma. Sjö til átta ár í
senn væri mjög hæfi-
legur tími til setu í
embættinu. Eins er
afar ólýðræðislegt
hvernig staðið er að
vali á nýjum biskupi.
Einungis prestar og
kennarar guðfræði-
deildar hafa þar kosn-
Kirkjan verður ávallt,
------3---------------
segir Oskar Hafsteinn
—^--------------------
Oskarsson, að laga sig
að breyttum aðstæðum.
ingarétt. Á þessu þarf að gera veru-
lega bragarbót. Fyrsta skrefið í þá
átt væri að leikmenn fengju helm-
ings vægi á við atkvæði prestanna.
En síðan mætti velta því alvarlega
fyrir sér hvort ekki ættu allir með-
limir þjóðkirkjunnar að velja sér
biskup. Um slíkt kjör þyrfti auðvit-
að að setja skýrar reglur. Biskup
sem væri kjörinn með þessu móti
yrði að sönnu biskup allrar þjóðar-
innar. Með því að opna valið á þenn-
an hátt yrði að einhveiju leyti kom-
ið í veg fyrir óæskilega flokka-
drætti sem oft vilja myndast meðal
presta við val á nýjum biskupi.
Að lokum vil ég óska þjóðkirkj-
unni okkar alls hins besta en hvet
hana um leið til að vera ófeimna
við að fara nýjar leiðir og nýta þau
sóknarfæri sem gefast. Kirkjan
verður ávallt að laga sig að breytt-
um aðstæðum í samfélaginu. Að-
eins þannig getur hún orðið mátt-
uga röddin sem talar til fólks á öll-
um tímum. Sú rödd er boðberi
kærleika og umburðarlyndis í anda
þess sem til hennar stofnaði, í anda
Krists.
Höfundur er formaður
Félags guðfræðincma.
ÍSLEMSKU BARMABÓKAVERÐLAUMIM1997
MOG SPEMMAMDIVERÐLAUNABÓH
„Margt býr í myrkinu er ein-
staklega vandað verk þar sem
höfundi tekst að skapa heillandi
söguþráð og eftirminnilega
spennu úr óvenjulegum efniviði"
segir í umsögn dómnefndar sem
valdi þetta verk eftir Þorgrím
Þráinsson úr liðlega fjörutíu
handritum, sem bárust í sam-
keppnina um íslensku barna-
bókaverðlaunin 1997.
Hér segir frá undarlegum atburðum á Snæfellsnesi þar
sem Gabríel stendur skyndilega frammi fyrir dularfullum
og ógnvekjandi ráðgátum sem virðast tengjast mögnuðum
atburðum sem áttu sér stað í myrkri fyrri alda.
Þorgrímur Þráinsson er landskunnur fyrir ritstörf sín en
alls hafa komið út eftir hann níu bækur fyrir börn og
unglinga. Bækur hans hafa notið einstakra vinsælda og
hlaut hann verðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur
árið 1991.
Þetta er bó\sem lesendur leggja etyi
frá sérfyrr en að lestri lotyiuml
*
VAKA-HELGAFELL
REYKVÍKINGAR
BORGARSTJÓRINN í
REYKJAVÍK
Minni mengun
Minni hávaöi
Minni gatnaskemmdir