Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 36

Morgunblaðið - 26.04.1997, Page 36
36 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sameignarlífeyris- sjóðir og skylduaðild Hvar liggja hagsmunirnir? FAGNA ber frumkvæði Morgun- blaðsins að málefnalegri umræðu um lífeyrismál sem nú þessa dag- ana fer fram á síðum blaðsins. Greinafiokkur um lífeyrismál, sem hófst sl. sunnudag, 20. apríl, á umfjöllun um sameignarlífeyris- sjóðina, lofar góðu og sýnir hug biaðsins til þess að upplýsa fólk um þessi mikilvægu mál. Verður ekki sérstaklega fjallað um einstök atriði í þeim skrifum á þessu stigi. Leiðarahöfundur/ar undanfarna daga og höfundur Reykjavíkur- bréfsins sl. sunnudag, 20. apríl, hafa hins vegar, að mínu mati, farið full geyst í ályktunum um nokkur atriði í lífeyrismálum. í Reykjavíkurbréfi 20. apríl sl. segir: „Aðstæður fólks geta verið og eru mismunandi. Það sem einum hentar í lífeyrismálum samræmist ekki hagsmunum annars. Þess vegna er það grundvallarmisskiln- ingur að ætla að þvinga alla til þess að borga af öllum launum sín- um í sameignarsjóði. Hins vegar hefur Morgunblaðið lýst stuðningi við það sjónarmið, að allir lands- menn eigi að vera skyldaðir til að vera í sameignarsjóðum og borga iðgjald af ákveðnum grunnlaunum í þá sjóði. En blaðið hefur jafnframt krafizt þess að fólk hafi frelsi til þess að velja sér lífeyrissjóð. í því , felst að sjálfsögðu að lífeyrissjóðir eigi að hafa frelsi til þess að hafna slíkum umsóknum. Þá spyija menn hvað gera eigi við þá, sem enginn lífeyrissjóður vill taka við og svarið er að þeir verða ekki svo margir að erfitt verði að finna lausn á því.“ Við ofangreindan texta ber að gera nokkrar athugasemdir: Það er mjög ánægjulegt að Morgunblaðið lýsi nú yfir „... stuðn- ingi við það sjónarmið, að allir landsmenn eigi að vera skyldaðir til að vera í sameignarsjóðum ...“ En það er að mínu mati mjög sér- kennilegt að vera fylgjandi skyldu- aðiid í einu orði en í hinu orðinu að krefjast „að fólk hafi frelsi til þess að velja sér lífeyr- issjóð“. Það gengur einfaldlega ekki upp, því eins og ég benti á í grein minni í Morgun- blaðinu 17. apríl sl. þyrfti valfrelsið að vera á báða bóga. Og svarið fæst svo áþreifanlega í næstu setningu í of- angreindu Reykjavík- urbréfi, þar sem öllu er slegið á frest: „Þá spyija menn hvað gera eigi við þá, sem enginn lífeyrissjóð- ur vill taka við og svarið er að þeir verða ekki svo margir að erf- itt verði að finna lausn á því.“ Ja hérna, á lausnin að vera sú Þvingun til greiðslu í sameignarsjóð er eina leiðin til að tryggja rétt starfandi fólks. Þórólf- ur Árnason telur það hornstein sameignarlíf- eyrissjóðanna. að „þeir verði ekki svo margir“? Hvað með barnmarga foreldra? Hvað með fólk í áhættustörfum? Hvað með helming þjóðarinnar, konurnar, sem lifa lengur en karl- arnir? Gerir Morgunblaðið því skóna að þetta fólk eigi að greiða hærri iðgjöld eða að sjóðirnir hafi valfrelsi til að skerða réttindi þeirra, umfram réttindi annarra sjóðfélaga sinna? Mér þykir það ekki góð latína þegar grundvallar- atriði gengur ekki upp í röksemda- færslu, að slá því á frest að takast á við það. Þvingun til greiðslu í sameignar- sjóð er eina leiðin til að tryggja Þórólfur Arnason Viliu vinna við tölvnr? Tölvunarfræðingar /forritarar v”i‘ “ ** ‘ ■ -•v' Laus störf ' 1 LénuMJ*,. Ö(ínu*la v,4 storfi. Starf ið i m«nn tjrr •rOryBgi Offco Tölvuháskóli VI er með opið hús laugardaginn 26. apríl 1997, kl. 14-18 í Verzlunarskólanuni, Ofanleiti 1. rétt starfandi fólks og er hornsteinn sam- eignarlífeyrissjóð- anna. Því hærri sem slík greiðsla er, því meiri lífeyrisréttindum er unnt að lofa. Hvort 10% af heildarlaunum er hin eina rétta upp- hæð má vissulega ræða, en því má ekki rugla saman við grundvallaratriði sameignarlífeyris- sjóðanna. Réttindi sjóðfélaga eru í hlut- falli við iðgjöld og ef fólki finnst nóg að gert, þá er vissulega hægt að ræða lækkun á þessu hlut- falli. Mér sýnist hins vegar að al- mennt hafi menn efasemdir um að lífeyrisréttur þeirra sé nægilegur og því ekki rétti tíminn nú að lækka þetta iðgjald. Ég tel það einnig órökrétt sem kemur fram í leiðurum Morgun- blaðsins 12. apríl og 18. apríl sl. að telja það „óþolandi forsjár- hyggju" að sjá til þess að fólk eyði ekki lífeyrissparnaði sínum á 10 ára tímabili eftir starfslok. Ég spyr: Hvað á að gera við þann einstakl- ing sem lifir lengur en þau 10 ár sem hann hefur sjálfur áætlað? Vandinn er jú að enginn veit fyrir- fram hve lengi hann lifir. í ofangreindu Reykjavíkurbréfi er varað við því ef „Umræðurnar um lífeyrismálin eru að þróast upp í skotgrafahernað á milli talsmanna sameignarsjóða og séreignarsjóða og pólitískar víglínur eru að mynd- ast...“ Ég tek þetta ekki til mín en hérna tel ég að vanti að nefna til sögunnar mestu hagsmuna- aðilana, sem teiknarinn Sigmund sýndi á svo skemmtilegan hátt í Morgunblaðinu laugardaginn 19. apríl sl. eltast við lífeyrissparnað landsmanna. Langmestu hags- munirnir eru vitanlega hjá verð- bréfafyrirtækjum, fjárfestinga- sjóðum, vátryggingafélögum og auglýsingamarkaðnum að kom- ast í þessa fjármuni. Það eru þessir aðilar sem munu hagnast mest, ef vegið verður að sam- eignarlífeyrissjóðunum. Athugasemd við leiðara í leiðara Morgunblaðsins þriðju- daginn 22. apríl sl. er rætt um lýð- ræði í sameignarlífeyrissjóðunum og m.a. eftirfarandi fullyrt: „Um- ræðum að undanförnu um lífeyris- sjóðina hafa sjónir manna m.a. beinzt að því fyrirkomulagi, sem er við stjórnun þeirra. Nú eru það verkalýðsfélögin og vinnuveitend- ur, sem skipa stjórnir sameignar- sjóðanna svonefndu. Sjóðfélagar, eigendur íjármagnsins, koma þar hvergi að með beinum hætti og hafa því engin áhrif á fjárfestingar- stefnu eða mótun starfsemi sjóð- anna að öðru leyti. Því hafa verið uppi kröfur um, að skipan stjórna lífeyrissjóðanna verði lýðræðislegri en nú er og sjóðfélagar komi að stefnumótun með beinum hætti, m.a. verði stjórnir kjörnar á aðal- fundi.“ Þetta á ekki við um alla sameign- arsjóðina. Sums staðar er ákveðið fulltrúalýðræði við skipun í stjórnir sjóðanna og í öðrum, t.d. Lífeyris- sjóði Verkfræðingafélags íslands eru stjórnarmenn kosnir á aðal- fundi. I þeim sjóði er það fyrir- komulag, skv. reglugerð sjóðsins, að kjörtímabil stjórnarmanna er þrjú ár og eru ýmist einn eða tveir stjórnarmenn kosnir á hveijum aðalfundi. í stjórninni sitja fimm menn. Höfundur er stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verkfræðingafélags Islands. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 898. þáttur NÚ KEMUR ný ætt í rímna- bragfræði, stafhenduætt. Þar er ekki víxlrím eins og í fer- skeytluættinni, heldur ríma braglínur hlið við hlið, stundum allar. í dæmunum hér á eftir hagar svo til; það er stafhendu- ætt II, samhenda. Samhendan hér á eftir er bæði hringhend og oddhend, og heitir þá átt- þættingur. Vísan er úr Pontus- rímum eftir Magnús Jónsson prúða, og er hann áður kynntur: Líður á nátt, en laukagátt lætur dátt til sængur brátt. Lykla ég þátt á þennan hátt. Þiggja mátt, og ger þér kátt. Og svo skulum við gaumgæfa muninn á áttþættingi og hag- kveðlingahætti, sem hér kemur á eftir: Ei sig lengi bráður býr, í burtu gengur iyndishýr, nóg harðfengur nadda Týr, norður drengur á eyna snýr. (Rímur af Katli hæng). Munu margir kannast við þennan hátt í Rímum af Oddi sterka eftir Örn Arnarson. En höfundur erindisins hér á undan er Magnús Jónsson á Kvenna- brekku (1635-1684). Hann var gáfaður, drykkfelldur og kven- samur og missti embætti fyrir hórdóm. Hann var bróðir Leiru- lækjar-Fúsa og faðir Árna pró- fessors Magnússonar. Leiru- lækjar-Fúsi (Vigfús Jónsson) var hið besta skáld, en oft ógæt- inn í orðum og gerðum. Sóknar- prestur hans hélt langar stól- ræður, og þurfti Fúsi ósjaldan að bregða sér út úr kirkjunni að pissa. Að þessu fann prestur. En Fúsi lofaði öllu góðu. Næst þegar embættað var, hafði hann hlandkopp mikinn bundinn á herðar sér, en leysti hann ofan og hagnýtti um messutímann. Og líkaði nú presti verr en áð- ur. Fúsi kvað: (ferskeytluætt II, draghent, eða hrynjandi á máli Árna Böðvarssonar á Ökr- um): Inn ég bar svo hægt á herðum, hvergi raskast mátti, fallegt þing með fjórum gerðum. Faðir minn sæll það átti. Gerð er þarna eldri mynd orðsins gjörð, en vænir koppar hafa verið gyrtir sem tunnur. ★ „Orð mér af orði/orðs leitaði“, segir í Hávamálum, og er það gott. í 896. þætti var, að erindi Sverris Ragnars, nokkuð fjallað um orðtakið að vera með bögg- um hildar (Hildar), og þegar þetta er skrifað (17. apríl) hafa mér borist þijú bréf vegna þess sem í þættinum var. Fyrst kom mér í hendur bréf frá sr. Cecil Haraldssyni í Reykjavík. Efni þess er á þessa leið: í mínum huga hefur þetta orðtak átt sér myndræna skýr- ingu, því fyrst er ég heyrði það, var það sagt um á sem var nýbú- in að bera. Fylgjan var komin, en ekki laus og hékk við hækla. Reyndar var á mínum æskuslóð- um á Snæfellsnesi aldrei talað um fylgju spendýra, heldur hild- ir. Svo var og í Svarfaðardal. Umsjónarmanni þykir rétt að skýra frá efni þessa bréfs, þó að skýring sr. Cecils beri ólítinn keim af þjóðskýringu. Þær eru líka hluti máls okkar. Næst kom til mín svofellt bréf frá Árna Matthíassyni, sjá nánar þátt 896:^ „Ágæti Gísli! „Einkennileg þótti mér álykt- un þín að ég, höfundur greinar í Morgunblaðinu sem birtist í blaðinu 6. mars undir fyrirsögn- inni Microsoft með böggum hild- ar, skuli ekki sleipari í íslensku en að ég rugli saman íslenska orðinu baggi og enska orðinu bug. íslenska orðið böggur hefur verið víða notað meðal tölvu- manna í áraraðir um ágalla eða villu í hugbúnaði og á ekkert skylt við enska orðið bug nema hljóðlíkinguna. Ef flett er upp í íslenskri orðabók Menningar- sjóðs sést að þar er til orðið böggur og skýrt sem: mein, skaði. Betur hefði Sverrir Ragn- ars kaupmaður litið í orðabók en vekja athygli þína á téðri fyrirsögn og grein og best af öllu ef íslenskufræðingurinn Gísli Jónsson hefði flett upp í sömu bók og kynnt sér málið áður en hann gerði því skóna að pistilhöfundur kunni ekki ís- lensku betur en svo að hann beiti fyrir sig enskum slangur- yrðum. Með vinsemd.“ Umsjónarmaður bar erindi Sverris Ragnars undir lærða menn og glögga, hversu svara skyldi, en ber að sjálfsögðu einn ábyrgð á niðurstöðunni. Eftir að hafa fengið svo snaggaralegt bréf frá A.M., blaðamanni Mbl., dettur honum ekki í hug að hann greini ekki að íslenskt mál og ensk slanguryrði. Þá kom í þriðja stað bréf und- irritað Loftur Áltice Þorsteins- son, og er á höfði bréfsins letur- lína: ARYAN RESEARCH INSTITUTE. í bréfi þessu er reynt að tengja „böggum" í margnefndu orðtaki sem fastast við orðið beigur = ótti, sem sumir skrifa beygur. Bréf þetta er slungið svo mikl- um lærdómi, að umsjónarmaður ræður illa við það. Hann ráð- leggur ritara þess að koma efn- inu á framfæri við vísindatíma- rit í málfræði. Að svo mæltu þakkar umsjón- armaður bréfriturunum þremur alúð þá sem þeir hafa lagt við þáttinn. Eftir sem áður veit hann ekki til víss hver sé uppruni orð- taksins títtnefnda. Honum hefur aldrei þótt það viðfelldið og ræð- ur ekki til mikillar notkunar þess. Hlymrekur handan kvað: Það gætti svo vökullar vildar hjá Villa, og altækrar snilldar, að á götu upp fjallið hann gat ekki fallið, en gekk þó með böggum Hildar. Þá er þess að geta úr blaði einhvers félags, að menn „tóku sæti í skíðagöngu". Verður þá vonandi gott þaðan að frétta, „þegar upp er staðið“. Og sund- félagi minn einn heyrði mann segja við fréttamenn að hann og félagar hans hefðu „talað fyrir tómum eyrum“, hefur lík- lega ætlað að segja daufum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.