Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Oft voru vetrardagarnir langir og dimmir og við systkinin sátum við gluggann og horfðum eftir gestum. Það var alltaf mikið gleðiefni ef sást til Þuríðar í Pálmholti með börn sín því bæði voru börnin góðir leikfélag- ar og svo þótti okkur afskaplega vænt um Þuríði. Hún hafði til að bera þann sjaldgæfa eiginleika að öll börn elskuðu hana og dáðu. Þeg- ar 12 ára bróðir okkar lá banaleguna á Landspítalanum, spurði hann mik- ið um íjölskyldu sína og einnig um Þuríði í Pálmholti. Það sýnir best hvað hún var honum kær. Sá eigin- leiki að laða að sér börn er ekki öll- um gefinn og aðeins fáum í þeim mæli sem Þuríður hafði. Áreiðanlega hefur bróðir okkar nú fagnað vin- konu sinni vel og innilega er hún barst til hans heima við brottför sína héðan. Oft lágu leiðir okkar barn- anna á milli Reistarár og Pálmhoits og eins þótt veðrið væri slæmt, það var þess virði að hitta vinina í Pálm- holti. Þótt við værum aðeins börn að aldri gerðum við okkur grein fyr- ir því að þessi vinátta var einlæg og af þeirri gerð er staðist hefur tímans tönn þótt áratugir hafi liðið. Eftir að Þuríður missti mann sinn og börnin farin að heiman, þótti henni ekki síður vænt um að sjá okkur. Gleðin og ánægjan skein af andliti hennar þegar við komum í heimsókn. Allir dagar sem við vorum samtíða Þuríði, bæði sem börn og fullorðnar konur, eru bjartir í minn- ingunni. Hún var bara þannig mann- eskja að öllum leið vel í návist henn- ar. Nú er lokið samverudögunum hér á’jörð og við systkinin frá Reist- ará kveðjum Þuríði með eftirsjá og þakklæti fyrir allt sem hún var okk- ur. Þegar aldurinn er orðinn hár og heilsan þrotin er áreiðanlega betra að skipta um tilverustig. Vonandi eigum við eftir að hittast þar og rifja upp fyrri kynni. Börnum Þuríðar sendum við innilegar samúðarkveðj- ur og þökkum liðna tíma. Snjólaug og Áslaug Jóhannsdætur frá Reistará. ELENA sumarlínunni. Afgreiðslutími Mán.-föstud. 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00 Fyrir alla snjalla ÞURIÐUR JÓNSDÓTTIR Góðir nágrannar eru ómetanlegir - * og söknuður kemur upp í hugann Þegar þeir hverfa af sjónarsviðinu. + Þuríður Jóns- dóttir frá Pálm- holti, Arnarnes- hreppi, var fædd að Hálsi í Svarfaðardal 12. ágúst 1907. Hún lést á dvalarheimil- inu Hlíð, Akureyri, 16. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og skipstjóri á Hálsi, og Elín Þorsteins- dóttir frá Rauðuvík. Jón á Hálsi var son- ur Jóns Hallgríms- sonar á L-Hámundarstöðum og konu hans Þuríðar Helgu Stef- ánsdóttur. Jón á Hámundar- stöðum var sonur Hallgríms Þorlákssonar á Hámundarstöð- um Hallgrímssonar bónda og dbr. í Skriðu, en Þorlákur í Skriðu var bróðir sr. Gunnars á Upsum, afa Tryggva Gunnars- sonar og langafa Hannesar Hafstein. Þuríður Helga var dóttir Stefáns Jónssonar í Hraukbæ en alin upp hjá sr. Krisljáni Þorsteinssyni á Tjörn í Svarfaðardal. Elín var dóttir Þorsteins Vigfússonar útvegs- bónda á Rauðuvík (Krossaætt) og Áslaugar Guðmundsdóttur, bónda í Fagraskógi og víðar, Guðlaugssonar, og Elínar Sigf- úsdóttur í Fagraskógi Eyjólfs- sonar bróður Þorvalds í Skóg- um föður Þorvaldar Skógalín. Þuríður giftist 13. apríl 1930 Kjartani Ólafssyni í Pálmholti. Foreldr- ar hans voru Ólafur Ólafsson, smiður og skipstjóri í Pálm- holti, og Ágústa Jónsdóttir frá Syðribakka. For- eldrar piafs voru Ólafur Ólafsson, og Guðrún Halldórs- dóttir sem fóru til Ameríku árið 1876 með börn sín önnur en Ólaf. Foreldrar Ágústu voru Jón Jónsson á Syðri- bakka og f.k.h. Margrét Björns- dóttir, bónda í Fornhaga Þor- lákssonar og konu hans Guð- rúnar Gamalíelsdóttur, prests á Myrká Þorleifssonar. Kjartan og Þuríður bjuggu í Pálmholti frá 1930 þar til Kjart- an lést 20. janúar 1972. Börn þeirra eru fjögur: 1) Jón frá Pálmholti, f. 25.5. 1930, Ólafur Anders, f. 2. ágúst 1931, bóndi í Pálmholti, Elín, f. 13.9. 1934, var gift Sigmundi Benedikts- syni, bónda á Vatnsenda í Eyja- fjarðarsveit, og Guðrún Þóra, f. 4. okt. 1937, ekkja Friðjóns Eyþórssonar, bílstjóra á Akur- eyri. Barnabörn Þuríðar og Kjartans eru þrettán, barna- barnabörnin tuttugu og eitt barnabarnabarnabarn. Útför Þuríðar verður á Möðruvöllum í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margar minningar bijótast fram í hugann frá þeim tíma er við systk- inin vorum að alast upp á Reistará. Það er heldur betur líflegt í verslun IKEA þessa dagana því nú er nýja ELENA sumarlínan / komin í hús. Þar ráða glaðlegir litir og fjölbreytni rikjum. Lifgaðu upp á umhverfið með vörum úr 1 Sumar sirmi RAGNAR FRIÐRIKSSON + Ragnar Frið- riksson fæddist í Keflavík 16. maí 1927. Hann lést á heimili sínu 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Þor- steinsson, f. 1.9. 1900, d. 1968, og Sigurveig Sigurð- ardóttir, f. 2.1. 1905, d. 26.6. 1981. Ragnar var elstur sex systkina. Þau eru Þorsteinn, f. 24.11. 1928, Björg Erna, f. 5.12. 1931, Sigurður, f. 1.6. 1938, Friðrik, f. 22.9. 1933, og Birgir, f. 23.7. 1939. Ragnar kvæntist hinn 20. maí 1950, Ásdísi Guðbrandsdóttur, frá Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Foreldrar Elsku besti afi minn. Mig langat' til að kveðja þig með nokkrum orð- um. Eg sá þig síðast sunnudaginn áður en þú kvaddir þennan heim en þá var ég á leið minni á Laugar- vatn í skólann. Mér datt aldrei í hug að þú værir á leiðinni að fara frá okkur þótt þú hafir verið orðinn mikið veikur. Þú faldir það svo vel að ekkert okkar í fjölskyldunni gerði sér í raun grein fyrir því hve veikur þú varst. Þótt þú hafir stundum kvartað yfir ýmsum hlut- um kvartaðir þú aldrei yfir veikind- unum þínum. Alla tíð ríkti mikill kærleikur og skilningur á milli okk- ar og ef mér leið eitthvað illa, fór ég bara til þín og ömmu og þið komuð mér alltaf til að brosa á ný. Ein af fyrstu minningum mínum frá bernskuárunum var þegar ég var fjögurra ára gömul. Það var sunnudagsmorgunn og það var verið og laga sunnudagsmatinn, annaðhvort hrygg eða læri og rófu- súpu að sjálfsögðu. Við mamma bjuggum hjá ykkur og ég vaknaði við það að ég hafði engar tilfinning- ar í fótleggjunum. Ég kallaði niður i eldhús á þig og ég man eftir svipn- um sem kom á þig er þú komst til mín. Þér var svo brugðið að þú vissir varla í hvorn fótinn þú áttir að stíga, þótt allar tilfinningar væru í lagi þínum fótleggjum. Málið var að ég hafði farið að hlaupa með mömmu daginn áður í maraþonhlaupi í fyrsta skipti, enda ekki nema fjögurra ára og ég hljóp alla leiðina. Litli líkaminn þoldi ekki alveg álagið enda sagði hann bara „stopp, hingað og ekki lengra“. Ég man eftir því að þú barst mig á herðum þér allan dag- inn og gerðir allt fyrir mig. Máttur- inn kom smátt og smátt aftur seinni part dags þannig að það varð mik- ill léttir að sjá að allt yrði í lagi. Við barnabörnin vorum á hvetj- um degi hjá ykkur á Faxabrautinni og lékum okkur mikið saman. Inn á milli leikja var svo farið til að fá sér ristað brauð og kakó sem var nokkuð vinsælt og svo var haldið áfram leiknum. Við áttum þar öll yndislegar stundir saman. Árlega fórum við íjölskyldan í Munaðarnes ÞAK-OG VEGGKLÆÐNINGAR HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 hennar voru Guð- brandur Magnússon og Bjargey Guð- mundsdóttir. Börn Ragnars og Ásdísar eru: 1) Hörður, f. 4.12. 1948, maki hans er Hulda Þor- kelsdóttir. 2) Frið- rik, f. 13.10. 1950, maki hans er Ma- retta Ragnarsson. 3) Ragnhildur, f. 8.10. 1955, maki hennar er Atli Ey- þórsson. 4) Guð- björg, f. 23.6. 1960, maki hennar er Þór Guðjóns- son. 5) Sigrún, f. 7.3. 1964, maki hennar er Gísli Heiðars- son. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabörn fimm. Útför Ragnars fór fram í Keflavíkurkirkju 25. apríl. í Borgarfirði í vikutíma með ykkur. Það var þér mjög mikilvægt að allir kæmu með og varðst voðalega sár ef einhver forfallaðist. Þetta var alltaf svo skemmtilegur tími og mér fannst alltaf svo gott að setjast þér við hlið eldsnemma á morgnana og fá mér morgunmat. Þar gátum við setið saman og horft út um gluggann á kyrrðina sem ríkti þar eða vorum með kíkinn á lofti að skoða eitthvað forvitnilegt sem bar fyrir augu. Nú á síðari árum varð það alltaf erfiðara og erfíðara fyrir mig að komast með ykkur út af knattspyrnunni en ég reyndi þó allt- af að komast til ykkar jafnvel bara í einn dag, því það gladdi þig svo mikið. Þú fyrirgafst mér þó alltaf að geta ekki komið því knattspyrnan var okkur báðum svo hugleikin að þú skildir mig alveg. Þú fylgdist alltaf með því sem var að gerast hjá mér og studdir mig í einu og öllu. Meira að segja þegar ég skipti yfir í KR í knattspyrnunni. Þú hafð- ir svo gaman af því að stríða mér með að vera í KR þar sem það var ekki alveg uppáhaldsfélagið þitt. Þú hélst að þú myndir aldrei koma til með að halda með því og þótt þú hafír verið nokkuð þijóskur fékk ég þig nú samt til þess. Hvað gerir maður ekki fyrir þá sem manni þykir vænt um, afi minn? Þú fylgd- ist grannt með leikjunum mínum og varst í stöðugu símasambandi við völlinn ef um spennandi leiki var að ræða. Elsku afi! Nú þarftu ekki lengur að nota símann til að fylgjast með mér í boltanum, því nú siturðu bara í þínum hægindastól og fylg- ist með öllu sem gerist úr fjarlægð og missir ekki af neinu. Heldurðu að sé nú munur. Þú sem varst allt- af svo hræddur um að missa af einhveiju að þú tímdir stundum ekki að taka þér miðdegislúrinn. Þar sem þú munt horfa á í sum- ar úr fjarlægð ætla ég að tileinka þér „öll“ mörkin mín í sumar, (þótt það verði ekki nema eitt) þar sem þú hafðir svo gaman af því ef ég skoraði. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér í lífinu og alla hjálpina. Mig langar að þakka þér fyrir lánið á bílnum þínum (mínum) sem hjálpaði mér að ferðast á milli Keflavíkur og Reykjavíkur á æfingar. Við bíllinn fengum að ganga í gegnum súrt og sætt saman. Þú veist nú allt um það. Þú varst ekkert voðalega kátur með að senda mig á honum í brjáluðu veðri, enda varstu fljótur að stöðva mig ef þér leist ekkert á blikuna. Elsku afi minn, það er svo margt sem mig langar að segja við þig en engin orð fá því lýst hversu sárt ég sakna þín. Þú áttir og munt alltaf eiga stóran hluta í hjarta mínu sem ég geymi vel og vandlega. Guð geymi þig, elsku afi minn. Ásdís Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.