Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 26.04.1997, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aðalfundur Slippstöðvarinnar hf. Hagnaðurjókst um helming HAGNAÐUR Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri nam tæpum 48 milljónum króna á síðasta ári, eða sem nemur 6,1% af veltu félags- ins. Þetta er aukning um rúm 50% frá árinu 1995 en þá nam hagnað- ur félagsins tæpum 32 milljónum króna. Heildarvelta félagsins nam um 789,3 milljónum króna ogjókst hún um 193 milljónir króna á milli ára eða um 32,4%. Rekstrargjöld námu um 739 milljónum króna og hagn- aður af reglulegri starfsemi, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, nam um 50,8 milljónum króna. í frétt frá Slippstöðinni kemur fram að meginástæður tekjuaukn- ingarinnar eru þær að félaginu auðnaðist að halda góðri verkefna- stöðu allt árið og hægt var að brúa álagstoppa með tímabundinni ráðn- ingu pólskra járniðnaðarmanna. Þetta fyrirkomulag gerði m.a. mögulegt að vinna tvö stór verkefni sem að öðrum kosti hefðu ekki fengist. Góðar horfur fyrir yfirstandandi ár í fréttinni kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir stórvægilegum breytingum í rekstri Slippstöðvar- innar á yfirstandandi ári. Gert er ráð fyrir að meginstarfsemin verði sem fyrr almennar slipptökur og viðhald og viðgerðir fiskiskipa, ásamt smíði og uppsetningu fisk- vinnslubúnaðar. Fyrirsjáanlegt sé að verkefni fyrir erlenda aðila auk- ist frá því sem verið hefur vegna samnings um umfangsmiklar breytingar á tveimur rússneskum togurum og þess sé vænst að fram- hald geti orðið á þjónustu við rúss- nesk fyrirtæki á næstu árum. Ekki er þó gert ráð fyrir umtalsverðri veltuaukningu milli áranna 1996 og 1997 og markast það m.a. af því að skortur er á járniðnaðar- mönnum hér innanlands. Auk þess þurfi Slippstöðin að laga sig að nýjum reglum á vinnumarkaði, sem þýðir að yfirvinna verður að minnka. I ávarpi fráfarandi stjórnarfor- manns Slippstöðvarinnar, Birgis Ómars Haraldssonar, í ársskýrslu félagsins kemur m.a. fram að félag eins og Slippstöðin eigi fullt erindi á hlutabréfamarkað og myndi eflaust kæta markaðinn. „Markaðs- virði félagsins er verulegt ef tekið er mið af þeim kennitölum sem markaðurinn notar til að mæla verðmæti þess.“ I árslok voru hluthafar félagsins 14 talsins og áttu fjórir stærstu hluthafarnir; Burðarás hf., Jöklar hf., Málning ehf., og Marel hf., 24,84% hlut hver. Slippstoðin hf. Úr ársreikningi 1996 Rekstrarreikninqur 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 789,3 596,3 32,4% Rekstrargjöld 719,1 549,1 31,0% Hagnaður fyrir afskriftir 70,3 47,1 49,0% Fjármagnstekjur og (-gjöld) 0,4 (3,3) Skattar (2,8) (2,2) 26,1% Hagnaður ársins 48,0 31,7 51,6% Efnahagsreikningur 1996 1995 Breyt. 1Eignir Veltuf jármunir Milljónir króna Fastafjármunir 319,9 215,7 261,7 129,1 22,3% 67,0% Eignir samtals 535,6 390,8 37,0% 1 Skulclir on eigið fé: 1 Skammtímaskuidir 159,1 107,1 48,5% Langtímaskuidir 196,0 141,9 38,2% Eigið fé 180,5 141,9 27,2% Skuldir og eigið fé samtals 535,6 390,8 37,0% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 33,7% 36,3% Veltufjárhiutfall 2,01 2,44 Stefna félagsins er að eiga gott samstarf við önnur fyrirtæki í sömu grein og tengdum greinum þannig að í stað þess að fjölga eða fækka starfsmönnum í takt við skamm- vinnar sveiflur í verkefnastöðu, er haft samstarf við önnur fyrirtæki um ákveðin verkefni. Á árinu var mikið um slíkt samstarf við fyrir- tæki á Eyjafjarðarsvæðinu og á Húsavík og nokkuð við fyrirtæki í öðrum landshlutum, segir ennfrem- ur í frétt. Á aðalfundi Slippstöðvarinnar í gær voru þeir Geir A. Gunnlaugs- son, Valdimar Bergstað, Gylfi Þór Magnússon, Hjörleifur Jakobsson og Hólmsteinn Hólmsteinsson kjörnir í stjóm. Stjórnin hefur skipt með sér verkum og var Geir kjörinn formaður og Valdimar varaformað- ur. Sameining Þormóðs ramma og Sæbergs Áætluð velta um 3,4 milljarðar AÐALFUNDUR Þormóðs ramma hf., sem haldinn var í gær á Siglu- firði, samþykkti sameiningu við Sæberg hf. á Ólafsfirði frá og með 1. janúar 1997. Nafni félagsins var jafnframt breytt í Þormóður rammi - Sæberg hf. Hið sameinaða félag verður eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum á landinu. Velta Þormóðs ramma - Sæbergs á þessu ári er áætluð 3,4 milljarðar. Áætlaður hagnaður er 322 milljónir. Samkvæmt samruna- efnahagsreikningi eru eignir 4,2 milljarðar. Eigið fé er 1,8 milljarðar og jireinar skuldir 1,3 milljarðar. Á fundinum kom fram að reikn- að er með því að áhrif af sameining- unni muni auka framlegð um 100 milljónir. Hið sameinaða félag á 9 togara, 5 frystitogara og 4 ísfisk- togara, og rekur rækjuverksmiðju og reykhús. Starfsmannafjöldi verður um 300. Framkvæmdastjórar verða Ólaf- ur Marteinsson og Gunnar Sig- valdason en gert er ráð fyrir því að Róbert Guðfinnsson verði starf- andi stjórnarformaður. Á fundinum var samþykkt að greiða 10% arð af nafnverði hluta- ijár. í stjórn voru kosnir: Marteinn Haraldsson, Gunnar Svavarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Þorvalds- son og Róbert Guðfinnsson. Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR Svavarsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar, veitti verðlaununum viðtöku en með honum á myndinni eru Bragi Hannesson, sýórnarformaður Hampiðjunnar, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, og Pétur Bjarnason, sem hannaði verðlaunagripinn í ár. Nefnist verðlaunagripurinn Fang og er hugmynd að verkinu fengin frá framleiðsluvörum Hampiðjunnar. Hampiðjan hlýtur útflutningsverðlaun Alpan með 22 milljóna tap HAMPIÐJAN hf. hlaut Útflutn- ingsverðlaun forseta íslands 1997 sem afhent voru á sumar- daginn fyrsta við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum. Útflutningsverðlaun forseta íslands eru veitt í viðurkenning- arskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðar- innar. Úthlutunarreglur kveða á um að verðlaunin skuli veitt fyr- irtækjum og einstaklingum, ís- lenskum eða erlendum, fyrir ár- angursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum og á þjónustu til annarra landa. Veiting verð- launanna tekur mið af verðmæt- isaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, mark- aðssetningu á nýjum mörkuðum, ásamt fleiru, segir í frétt. í ávarpi Páls Sigurjónssonar, formanns úthlutunarnefndar, kom m.a. fram að verðlaunin eru veitt Hampiðjunni fyrir frum- kvæði í útflutningi á ísienskum iðnvarningi í stöðugri sam- keppni við erlenda aðila, þar sem vöruvöndun og vöruþróun hafa skapað fyrirtækinu sér- stöðu á markaðnum. „Þá hóf Hampiðjan hf. fyrst íslenskra iðnfyrirtækja framleiðslu á vör- um sínum erlendis. Á síðari árum hefur Hampiðjan hf. mætt vaxandi samkeppni með því að auka þróunarstarf og fram- leiðslu á fullbúnum veiðarfær- um. Megináherslan hefur verið lögð á þróun stórra flottrolla og hafa þau tekið við af troilnetum sem helsti útflutningsvarningur- inn.“ Ennfremur kom fram í ræðu Páls að vörur fyrirtækisins eru seldar til fjölda landa um allan heim, frá Nýja-Sjálandi og Ástr- alíu í austri til Bandaríkjanna og Kanada I vestri, og frá Falk- landseyjum í suðri til Rússlands í norðri. „Hampiðjan er dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt þá þróun og þekkingu sem orðið hefur til í viðskiptum á heima- markaði til að stækka markað sinn langt út fyrir landsteinana. Reynsla Hampiðjunnar getur kennt okkur Islendingum að all- ur heimurinn er okkar markað- ur og það er nauðsynieg for- senda fyrir vaxandi hagsæld í landinu að íslenskum fyrirtækj- um sé gert kleift að keppa á heimsmarkaði á jafnréttis- grundvelli við aðra.“ TAP Alpan hf. nam um 22 milljón- um króna á síðasta ári en árið 1995 nam tap félagsins 6,5 milljón- um króna. I mars á síðasta ári missti fyrirtækið stærsta viðskipta- vin sinn og þar með 17% af veltu en velta þess var tæpum 80 milljón- um minni en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir, eða 276 milljónir króna á síðasta ári. í frétt frá Alpan kemur fram að á aðalfundi félagsins var samþykkt að færa niður nafnverð hlutaíjár um 35% til að skilja á milli fortíðar og framtíðar og gera félaginu kleift að vaxa eftir því sem aðstæður á mörkuðum þess gefa tilefni til. Einnig var samþykkt að heimila stjórn að auka hlutafé félagsins um 30 milljónir króna strax og um aðrar 30 milljónir síðar. Stjórn hef- ur ákveðið að nýta fyrri heimildina enda liggur þegar fyrir sölutrygg- ing á þeirri aukningu. Auk þess að tapa sínum stærsta viðskiptavini á síðasta ári gekk öðrum viðskiptavinum félagsins á þýskumælandi mörkuðum mjög illa m.a. vegna efnahagsástands þar, en Þýskalandsmarkaður var löng- um rúmlega helmingur af sölu fé- lagsins. Veltan áætluð 350 milljónir í ár Eftir heimilisvörusýninguna í Frankfurt í febrúar sl. sem Alpan tekur árlega þátt í, varð mönnum ljóst að eftirspurnin eftir vörum félagsins hafði stóraukist og gera rekstraráætlanir félagsins ráð fyrir um 350 milljóna króna veltu í ár en ljóst er að hún geti allt eins farið yfir 400 milljónir króna ef framleiðslugetan leyfir. Til þess að auka framleiðslugetu félagsins hafa því verið fest kaup á nýrri 340 tonna steypupressu með til- heyrandi útbúnaði, sem verður af- greidd í ágúst. „Hér er að skila sér árangur af markvissu markaðs- starfi undanfarin ár, auknum gæð- um vörunnar og sú staðreynd eftir okkar markaðshluta á eldunarvöru- markaði, þ.e. steyptum álílátum, er að hraðvaxa. Alpan selur orðið til 28 landa og er salan nú orðin mun dreifðari en áður sem minnkar áhættu vegna gengis- og efnahags- sveiflna í viðkomandi löndum,“ seg- ir í fréttinni. Framleiðsla Alpan var verðlaun- uð fyrir gæði, m.a. hjá Vár Bostad í Svíþjóð. Þó nokkur söluaukning var á flestum mörkuðum, þá sér- staklega á vörum undir vörumerk- inu Look, auk þess sem samningár náðust við tvö stórfyrirtæki um að framleiða inn í þeirra vörumerki, þ.e. Hackman í Noregi og Le Creus- et í Frakklandi. Félagið hóf einnig framleiðslu á frystipönnum fyrir sjálfvirkar frystivélasamstæður og seldi til Borgeyjar og Tanga hf. -----------»-»-♦----- Ferðamönn- um tjölgaði ERLENDIR ferðamenn sem komu til íslands fyrstu þijá mánuði ársins komu voru 28.519 talsins og fjölg- aði þeim um 11,5% frá sama tíma- bili í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. Áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu að ferðamönnum hafi fækk- að á milli ára á þessu tímabili og var þá stuðst við tölur frá Útlend- ingaeftirlitinu. Nú hefur komið í ljós að þær tölur voru ekki sambærileg- ar milli ára, þar sem hætt var að telja svonefnda „viðdvalarfarþega,, í heildarfjölda erlendra gesta 1. júní 1996. Viðdvalarfarþegar dvelja hér einungis hluta úr degi á leið sinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Að þeim frátöldum kom hingað til lands 22.701 farþegi fyrstu þijá mánuðina og er það sömuleiðis um 11,5% fjölg- un milli ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.