Morgunblaðið - 03.05.1997, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Opinber heimsókn forseta íslands til Suður-Þingeyjarsýslu hófst í gær og stendur til sunnudags
Góðar viðtök-
u r og vegleg-
ar veitingar
Heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, for-
*
seta Islands, og frú Guðrúnar Katrínar Þor-
bergsdóttur til Suður-Þingeyjarsýslu hófst í
gær. Segja má að góðar móttökur og góður
matur hafí einkennt fyrsta daginn af þrem-
ur. Helgi Þorsteinsson og Asdís Asgeirs-
dóttir slógust í fylgd með forsetahjónunum.
UM MORGUNINN skoðuðu þau
Guðrún Katrín og Ólafur Ragnar
Safnahúsið á Húsavík þar sem
fímm söfn eru undir sama þaki.
Sigurjón Benedi'ctsson, varaforseti
bæjarstjómar, bauð þau Guðrúnu
og Ólaf velkomin með ávarpi en
Guðni Halldórsson, forstöðumaður
safnsins, leiddi þau um húsið og
sagði frá gripum þess.
Guðni sýndi forsetahjónunum
meðal annars málverk eftir Arn-
grím Gíslason, en það fann Krist-
ján Eldjám forseti í Kanada á sín-
um tíma og gaf safninu. Fleira
tengdist forsetum á safninu, því
þar er mynd af fyrsta fjölbýlishúsi
á Húsavík. Framhlið þess var
nefnd forsetahliðin, því hún var sú
eina sem var máluð.
Fimmtíu ára gamall ísskápur af
tegundinni Frigidaire sem er á
Byggðasafninu vakti athygli Ólafs
Ragnars. Hann sagðist eiga sams
konar ísskáp af sömu árgerð heima
hjá sér, sem ennþá gengur.
Hrátt hangikjöt með
melónukúlum
Klukkan tólf buðu Húsavíkur-
kaupstaður og Tjömeshreppur til
hádegisverðar á Hótel Húsavík.
Börkur Emilsson yfírkokkur og
aðstoðarmenn hans bám fram
þingeyska sérrétti, til dæmis hrátt
hangikjöt með piparrótarsósu og
melónukúlum, nagga með ananas-
sinnepssósu, ofnbakaða bleikju,
hunangslax og skyrtertu.
Eftir hádegismat gengu forseta-
hjónin frá hótelinu að Borgarhóls-
skóla þar sem nemendur fögnuðu
þeim veifandi fánum. „Litlikór"
yngri nemenda söng fýrir forset-
ann og nemendur Tónlistarskóla
Húsavíkur, sem einnig er til húsa
í grunnskólanum, léku á gítara og
blokkflautur. Árni Sigurbjarnar-
son, skólastjóri Tónlistarskólans,
sagði meðal annars frá því að þrír
árgangar nemenda væm í skyldu-
námi í hljóðfæraleik, og væri það
sennilega einsdæmi í grunnskólum
landsins. ■
Halldór Valdimarsson, skóla-
stjóri Borgarhólsskóla, leiddi for-
setahjónin um kennslustofur, með-
al annars þar sem nemendur voru
að vinna að málfræðiverkefnum,
og í tölvustofu. Umsjónarkennari
bamanna hafði á orð að hún hefði
aldrei séð bekkinn sinn jafnstilltan
og við þetta tækifæri.
Fagnað eins og íþróttahetjum
Frá Borgarhólsskóla var haldið
í íþróttahöllina þar sem KÞ-mótið
í handknattleik var að hefjast. Ól-
afi og Guðrúnu var fagnað eins
og íþróttahetjum með lófataki og
blístri þegar þau gengu inn í höll-
ina. Forsetinn setti hátíðina með
ræðu og fékk að launum blóm og
veifu með merki Völsungs.
Frá yngri Húsvíkingum var
haldið til hinna eldri, á Hvammi,
heimili aldraðra þar sem 99 manns
búa. Rétt eins og í Borgarhóls-
skóla var forsetahjónunum fagnað
með söng og sá Kór aldraðra fyrir
þeirri skemmtan.
Forsetahjónin litu upp í matsal
Hvamms þar sem heimilismenn
voru að gæða sér á tertum og
öðrum kræsingum en gáfu sér þó
tíma til spjalls. Þar á meðal var
Áskell Siguijónsson sem er elstur
Þingeyinga.
.. Morgunblaðið/Ásdís
BORN í Borgarhólsskóla mynduðu heiðursvörð, syngjandi og veifandi íslenskum fánum þegar for-
setahjónin gengu inn skólahúsið.
ÁSKELL Sigurjónsson er elstur Þingeyinga, 99
ára, og ræddu þeir ÓMur góða stund saman.
Ólafí fannst kenningar Áskels um Snorra Sturlu-
son áhugaverðar og cjjarfar, því þær gengju
gegn áliti sjálfs Sigurðar Nordal.
Að lokinni viðdvölinni í Hvammi
var haldið í heimsóknir til þriggja
fyrirtækja í bænum. Fyrst varð
fyrir rótgróið fyrirtæki sem þó
hefur verið að
brydda upp á
nýjungum að
undanförnu, en
það er Kjötiðja
KÞ. Sigmundur
Hreiðarsson
kjötiðnaðar-
meistari kynnti
þar ýmsar kræs-
ingar sem fyrir-
tækið framleið-
ir. Forsetahjón-
unum var boðið
að bragða
nauta- og
lambahráskinku
og smalaskinku.
Þeim leist vel á
og sagðist Ólaf-
ur vilja bjóða ít-
alíuforseta upp
á þetta þegar
hann kæmi í
heimsókn í sum-
ar.
Næst var
haldið í heim-
sókn til nýrra
fyrirtækis sem
mikið hefur ver-
ið til umræðu
upp á síðkastið,
en það er Aldin
hf. sem sagar
og þurrkar am-
erískt timbur og
selur til Evrópu.
Aldin hf. er eina fyrirtækið í heimi
sem þurrkar timbur með hjálp
jarðhita. Gunnlaugur Stefánsson
framkvæmdastjóri tók á móti
gestunum og sýndi tæki og fram-
leiðslu fyrirtækisins.
Rautt til heiðurs
forsetanum
Öllu hefðbundnari íslensk fram-
leiðsla fer fram í Netagerð Fisk-
iðjusamlags Húsavíkur. Kári Jón-
asson netagerðarmeistari og sam-
starfsmenn hans sýndu forseta-
hjónunum starfsemina og hand-
bragðið en tveir harmonikkuleikar-
ar léku undir sjómannalög. Mislitir
þræðir eru notaðir í netin til að
auðvelda eftirlit með veiðum og
var einn liturinn mest áberandi í
vinnunni meðan á heimsókninni
stóð. ívar Júlíusson netagerðar-
maður sagði að sett hefði verið
rautt í nál til heiðurs forsetanum.
Síðast á dagskrá dagsins var
stutt heimsókn í Húsavíkurkirkju.
Þar sagði séra Sighvatur Karlsson
sóknarprestur sögu kirkjunnar en
hún verður 90 ára á þessu ári.
Klakakvintettinn, sem skipaður er
tónlistarmönnum frá Húsavík,
Akureyri og Sauðárkróki, lék verk
eftir Haydn.
Um kvöldið var haldin almenn
samkoma í tilefni af heimsókninni.
Þar var leikin tónlist, sungið og
lesin ljóð og forsetinn flutti Hú-
svíkingum ávarp.
Á morgun munu forsetahjónin
halda í Reykja-, Aðaldæla- og
Skútustaða- og Ljósavatnshrepp
og heimsækja þar fyrirtæki og
skóla. Síðdegis verður samkoma í
íþróttahúsinu að Laugum en um
kvöldið verður kvöldverður í boði
Ljósavatns- og Hálshrepps.
I e f k u r e i n n l
o
O
| Það borgar sig að kunna skil á úrgangi.
I Kynntu þér breytta gjaldskyldu
| á endurvinnslustöðvum okkar.
íVelkomin á endurvinnslustöOvarnar
SGRfA
SORPEYÐING
HÖFUÐBORGARSVÆÐiSINS bs
TÓNLIST
Háskólabíó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru íslensk kvæðalög og verk
eftir Sigvalda Kaldalóns, Þorkel Sig-
urbjörnsson, Jón Leifs, Brahms,
Monti, Dvorák og Enesco. Fram
komu Steindór Andersen, Erla
Brynjarsdóttir og kynnir var Jónas
Ingimundarson. Stjómandi var Stef-
an Sanderling. Föstudagurinn
2. maí, 1997.
„Á ÞJÓÐLEGU nótunum" kynnti
Jónas Ingimundarson væntanlega
efnisskrá tónleikanna og hafði þá
verið leikin hljómsveitarútsetning
Páls P. Pálssonar á „Sprengisandi",
lagi Sigvalda Kaldalóns. Heldur var
leikur sveitarinnar óhaminn og á
köflum groddalegur, þó vel megi
„spretta úr spori“ við flutning þessa
lags.
Jónas fékk til liðs við sig kvæða-
mann úr Kvæðamannafélaginu Ið-
unni, Steindór Andersen, er kvað
Á þjóðleg-
um nótum
nokkrar stemmur mjög skemmti-
lega og í því sambandi var fiutt
hljómsveitarverkið Ríma, eftir Þor-
kel Sigurbjömsson en eitt af megin-
stefjum verksins er mjög áþekkt
stemmu, sem margir kunna og er í
safni Bjama Þorsteinssonar við
textann „Farðu“ að sofa fyrir mig“
en einnig við „Ljót mig naga leiðind-
in“. Ríma Þorkels var mjög vel flutt.
íslenska hluta tónleikanna lauk með
Geysi eftir Jón Leifs, mögnuðu
verki, sem var mjög vel flutt undir
stjóm Sanderlings.
Eftir hlé var tónlist sótt til Mið-
Evrópu og fyrst leikinn Ungverskur
dans eftir Brahms og var flutningur-
inn á köflum í nokkm ójafnvægi, í
hljómmestu köflunum, þar sem fá-
menn fiðlusveitin hafði ekki í „fullu
tré“ við blásarana. Sanderling hefði
mátt gæta þar ögn að, sem varðar
jafnvægi í hljóm. Hljómsveitin getur
vel leikið veikt og sýndi sérstaka
gætni í samleik sínum við níu ára
stúlku, er lék einleik í Zardas eftir
Monti. Erla Brynjarsdóttir lék þetta
vinsæla verk af öryggi en hún hefur
lært í Suzuki skólanum, undir leið-
sögn Lilju Hjaltadóttur. Óhætt er
að spá þessari ungu stúlku góðu,
því bæði var leikur hennar hreinn
og gæddur töluverðri reisn. í Slav-
neskum dansi eftir Dvorák voru fíðl-
umar of fámennar, þegar blásararn-
ir fengu frítt spil í sterkustu köflun-
um.
Tónleikunum lauk með Rúm-
enskri rapsódíu eftir Enesco, er
hefst á frægri drykkjuvísu, „Am un
leu“ en síðar í verkinu má einnig
heyra stef úr öðrum frægum dansi,
„hálsklútadansinum". Þessi rapsó-
día er glæsilega rituð fyrir hljóm-
sveit og var hún að mörgu leiti vel
leikin undir líflegri stjóm Stefan
Sanderlings.
Jón Ásgeirsson
I
I
I
I
I
I
I
í
<
\