Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslensku Everest-fararnir sameinaðir á ný á morgun eftir aðskilnað síðustu vikna Spáð óhag- stæðu veðri næstu daga ÍSLENSKU Qallamennimir á Everest verða á morgun samein- aðir á ný eftir aðskilnað síðustu vikna þar sem þeir gátu ekki fylgst að í aðlögun sinni vegna veikinda. Fyrsti hópurinn í leið- angri þeirra leggur í lokaáfang- ann á sunnudag ef veður leyfir og annar hópurinn tveimur dög- um síðar og eru íslendingamir í honum. Það er ljóst að íslendingarnir verða allir í einum hóp og sagði Björn Ólafsson í gær að fyrri hópurinn færi af stað á tindinn á sunnudag ef veður yrði hag- stætt og íslendingamir tveimur dögum síðar. Bjöm sagði spána hins vegar ekki alltof góða næstu þijá dagana og því gæti þessum ráðagerðum seinkað um nokkra daga. Dagurinn hefur annars farið í umræður um stórsigur Verkamannaflokksins í Bretlandi og era sumir íhaldsmennirnir hér heldur rislágir, sögðu fjallagarp- amir í gær. Hallgrímur og Hörður Magnússynir fengu að kynnast því í fyrradag í návígi hversu nálægt ystu mörkum 5.200 m hæð er, bæði fyrir vélar og menn og sendu leiðangursmenn eftir- farandi frásögn um það: Þeir bræður fóra með pakka sem þeir ætluðu að koma á þyrlu sem von var á frá Katmandú. Meðan þeir biðu kom þyrla frá nepalska flughernum með banda- ríska blaðamenn sem ætluðu að taka hér viðtöl við bandaríska fjallgöngumenn. Flugmaðurinn misreiknaði að- flugið og rak stélið niður rétt áður en hann komst inn á lend- BÚÐIR þrjú eru í um 5.300 metra hæð þar sem verulega reynir á þol manna og véla eins og frásögn dagsins ber með sér. ingarstaðinn. Munaði aðeins sentimetram að hann ræki aftur- spaðana í metraháan stein og þá hefði ekki þurft að að spyija að leikslokum. En honum tókst að lenda vélinni og blaðamennimir stigu út. Annar þeirra, stúlka, hneig þegar niður meðvitundar- laus af súrefnisskorti pg lá í hrúgu undir spöðunum. Á meðan komið var í hana súrefni úr kút og henni komið á fætur, var elds- neyti hellt á vélina úr brúsa og úðinn stóð í allar áttir því hér era vélarnar látnar ganga á með- an þyrlumar staldra við. Björgunarsveitarmenn ofan af íslandi, vanir fumlausum og fag- mannlegum vinnubrögðum flug- manna Landhelgisgæslunnar, stóðu gapandi í hæfílegri fjarlægð og horfðu á aðfarir Nepalbúanna. Það var líka sláandi að sjá hvem- ig óaðlagað fólk bregst við hér í þessari hæð. Blaðamennimir vora svo sóttir klukkustund síðar af sömu þyrlu og vora búnir að fá nóg. Everestsíða Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/everest/ Anna Mjöll syngur með Julio Iglesias Talsmenn sveitarfélaga á Reykjanesi um kostnað vegna tvöf öldunar Reykjanesbrautar Vegtollur kemur ekki til greina ANNA Mjöll Ólafsdóttir var valin úr hópi rúmlega hundrað kvenna til að syngja dúett með hinum þekkta söngvara Julio Iglesias á fimm tónleikum sem haldnir verða á virtu hóteli í Las Vegas í Bandaríhjunum í næstu viku. Anna Mjöll er nú stödd á Miami þar sem hún er að æfa fyrir tón- leikana og sagði hún að tilboðið um að syngja með söngvaranum hefði komið sér allsendis á óvart. „Það var hringt í mig fyrir nokkr- um vikum og ég spurð hvort ég hefði áhuga á að syngja í Las Vegas. Ég spurði fyrir hvem það væri. Og þá var mér sagt að það væri fyrir Julio Iglesias," sagði hún. Anna Mjöll sagði að Julio og starfsmenn hans hefðu verið að leita að ljóshærðri stúlku til að syngja með honum á tónleikunum og að vinur henn- ar hefði komið henni á framfæri við umboðsmann Julios. Eftir að hún hefði sent þeim myndband af sjálfri sér, hljóðsnældur og geisladiska, fékk hún boð um að koma til Miami þar sem fram færi eins konar prufa. „Þegar ég kom hingað til Miami vom þar fyrir nokkrar stelpur sem komu einnig til greina, en alls hafði verið valið úr um hundrað stúlkum. Fyrr í vikunni hlustaði Julio á okkur allar og sungum við með honum dúettana tvo. Hann endaði með því að biðja mig um að vera eftir en sendi allar hinar heim,“ sagði hún. TALSMENN sveitarfélaga á Reykja- nesi segja að ekki komi til greina að innheimta vegtoll, verði af tvö- földun Reykjanesbrautarinnar. Þeir segja ekki hægt að ætlast til að Suðurnesjamenn, einir landsmanna, borgi sérstaklega fyrir endurbætur á vegakerfínu. Kristján Pálsson alþingismaður sagði í viðtali við Morgunblaðið á fímmtudag að ef ekki næðist sam- komulag um að leggja fjármuni í breikkun Reykjanesbrautar, sem ella færa í lagfæringu á Reykjavíkur- flugvelli, þá gæti farið svo að menn neyddust til að skoða betur hug- myndir um að innheimta lágan veg- toll, t.d. liðlega 100 krónur, til þess að ná inn fyrir framkvæmdakostn- aði. Drífa Sigfúsdóttir, starfandi bæj- arstjóri í Reykjanesbæ, kvaðst ekki sjá nokkra ástæðu fyrir því að íbúar á Reykjanesi yrðu þeir einu á land- inu sem þyrftu að greiða vegtoll og það í annað skipti, en þar vísaði Drífa til þess að á 7. áratugnum var innheimtur vegtollur á Reykjanes- braut. „Breikkun Reykjanesbrautar- innar er brýn framkvæmd og sveit- arstjórnarmenn á Reykjanesi hafa verið sammála um þá nauðsyn. Umferð um brautina er mjög mikil og hana er auðvitað ekki eingöngu hægt að rekja til íbúa hér, heldur einnig flugvallarins." Drífa sagði að götulýsing við Reykjanesbrautina hefði verið mjög til bóta, en skynsamlegt væri að tvöfalda brautina. „Ef stjórnvöld taka almennt upp þá stefnu, að inn- heimta toll á vegum landsins, til dæmis þegar gerð eru göt í fjöll og lagðar brýr, geta íbúar Reykjaness ekki kvartað, en það er fáránlegt að ætla okkur að sitja við annað borð en aðrir landsmenn." Drífa sagði að sér þætti arðsemis- mat vegna vegagerðar ekki rétt. „Alvarleg slys virðast ekki vega þungt í slíku mati, sem er með ólík- indum miðað við kostnað samfélags- ins af þeim. Ég vil að þessu verði breytt og ég er sannfærð um að landsmenn yrðu sáttir við nýjar áherslur að þessu leyti.“ Búnir að greiða tollinn Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, sagði að ekki væri hægt að segja annað en þingmaðurinn væri vakandi í við- leitni sinni til að bæta Reykjanes- brautina. „Það verður þó að hafa í huga að íbúar hér eru búnir að greiða sinn toll vegna Reykjanesbrautar. Við höfum verið afskiptir í vegamál- um og mér þykir ástæða til að staldra við áður en þessi leið verður farin. Við ættum a.m.k. að láta fyrir- komulag vegtolla sanna sig í Hval- firðinum, áður en við veltum þvi meira fyrir okkur.“ Sigurður Valur vísaði til þess að ákveðið hefur verið að innheimta gjald fyrir hvern bíl, sem ekur Hval- fjarðargöngin. Þeir sem ekki vilja greiða geta eftir sem áður ekið fyrir fjörðinn. í ársbyijun 1992 lagði und- irbúningshópur Verktakasambands íslands, Atvinnuþróunarfélags Suð- umesja og Landsbréfa hf. fram til- lögu, sem gerði ráð fyrir að lögð yrði ný Reykjanesbraut á vegum sérstaks hlutafélags, sem ræki hana með tekjum af veggjöldum, en gamla Reykjanesbrautin yrði áfram skatt- laus. Þeirri hugmynd var hafnað og sagði samgönguráðherra, Halldór Blöndal, að ekki væri um að ræða neina stökkbreytingu í átt til sam- , göngubóta á leiðinni milli Hafnar- fjarðar og Keflavíkur og þetta yrði i eini vegurinn á íslandi þar sem inn- | heimtur yrði vegtollur. Öðru máli gegndi um Hvalfjarðargöng, sem styttu hringveginn um 40 kílómetra. Nær að leggja Suðurstrandarveg Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Grindavík, sagði að vegtollur á Reykjanesbraut kæmi ekki til I greina. „Fyrir stuttu var ákveðið að lýsa upp þennan svarta veg í hraun- l inu og sú framkvæmd var góður j áfangi í öryggismálum. Slíkri lýs- ingu þyrfti að koma upp víðar, en tvöföldun brautarinnar er enn ekki á dagskrá. Mér þætti nær að leggja Suðurstrandarveg frá Grindavík til Þorlákshafnar, því hann myndi létta mjög umferðarþunga af Reykjanes- brautinni. Vegtollur á íbúa þessa svæðis umfram aðra landsmenn er hins vegar alls ekki við hæfi.“ Jón Gunnar sagði að vegtollur á } Reykjanesbraut á 7. áratugnum j hefði verið óvinsæl ráðstöfun, en skiljanleg í ljósi þess að Reykjanes- brautin var fyrsti þjóðvegurinn sem lagður var á varanlegt slitlag. „Þeg- ar ráðist var i sams konar fram- kvæmdir vítt og breitt um landið stóðst vegtollurinn á Reykjanesbraut ekki lengur. Erlendis er þessum málum ávallt háttað á þann veg, að menn geta valið um að aka sein- farna vegi og greiða þá ekkert fyr- } ir, eða borga fyrir að nota hraðbraut- k ir. Það er aldrei eini kosturinn að borga vegtoll." fyóUatep/^ 897 5523 UPPBOÐ IDAG 897 5523 á antikmunum og öðrum verðmætum; silfur - húsgögn - teppi - postulín o.fl. Hlutirfrá 16., 17. og 18. öld. Uppboðið byrjar kl. 13 á Grand Hótel, Sigtúni, að hefur aldrei sést annað eins á íslandi! fe HOTEIy REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.