Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 17

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar RÁÐSTEFNUGESTIR hvaðanæva af Suðurlandi nutu veður- blíðunnar í fallegu umhverfi Kirkjubæjarklausturs. Sunnlenskar kvenfélagskonur gáfu á sjöttu milljón Hvolsvelli - Konur í kvenfélögum á Suðurlandi sem saman mynda Samband sunnlenskra kvenna hafa á síðasta starfsári gefið hátt á sjöttu milljón til líknar- og menn- ingarmála. Mest var gefið til Sjúkrahúss Suðurlands en á haustdögum var þangað gefinn mónitor og í janúar fullkomið fæðingarrúm. Báðir þessir hlutir voru keyptir fyrir fé úr Sjúkrahússsjóði sem meðal ann- ars er fjármagnaður með jólakorta- sölu. Þetta kom fram á 69. árs- fundi Sambands sunnlenskra kvenna sem haldinn var á Hvols- velli nýlega í boði kvenfélagsins Einingar á Hvolsvelli og Kvenfé- lags Fljótshlíðar. Á fundinum var einnig samþykkt að senda áskorun til stjórnvalda um að hraða fjárveitingu svo unnt yrði að manna stöðu svæfingar- læknis við Sjúkrahús Suðurlands. Innan sambands sunnlenskra kvenna starfa nú 28 kvenfélög með 1151 félagskonur og er Qölbreytt starfsemi innan félaganna. Gestir á fundinum voru forseti og gjaldkeri Kvenfélagasambands íslands, þær Drífa Hjartardóttir á Keldum og Halla Aðalsteinsdóttir. Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞORVALDUR Pálsson og Sarah Allard í söluturni sínum. Nýr söluturn opnaður Flateyri - Nýverið opnuðu hjónin Þorvaldur Pálsson og Sarah Allard söluturn í nýuppgerðu húsnæði. Húsið sem er næstelsta íbúðarhúsið á Flateyri, var byggt 1884, kennt við manninn sem byggði það, Kjart- an Rósinkrantsson skipstjóra. Hús- ið gegndi mörgum hlutverkum, bæði sem verslun og síðar meir sem bakarí en hafði staðið lengi ónotað og var illa farið að innan þegar Þorvaldur keypti það fyrir þremur árum. Það var svo í desemberbytjun á síðasta ári sem hann hóf að inn- rétta húsnæðið með söluturn í huga. Þorvaldur, sem er smiður, sá um alla smíðavinnu og innrétt- ingasmíði. í Kjartanshúsi, eins og söluturninn er kallaður, er einnig myndbandaleiga sem þau hjónin reka. Það var fullt hús þegar þau hjón- in luku upp dyrum nýja söluturns- ins enda hefur slíkur staður ekki verið á Flateyri síðan söluturninn Krían brann á síðasta ári. Ferðamálasamtök verði öflugri Selfossi - Ferðamálasamtök Suð- urlands stóðu fyrir ferðamála- ráðstefnu á Hótel Eddu, Kirkju- bæjarklaustri, nýlega. Þátttak- endur komu víða að af Suður- landi. Á ráðstefnunni var m.a. rætt um hlutverk samtakanna og voru ráðstefnugestir sam- mála um að gera samtökin að öflugum hagsmunasamtökum fyrir ferðaþjónustuaðila á Suð- urlandi. Að sögn Svans Gísla Þorkels- sonar stjórnarmanns í nýrri stjórn samtakanna tekur við mikil vinna við að undirbúa breytingar á starfsháttum sam- takanna. „Meiningin er að færa starfsemina úr grasrótinni og gera Ferðamálasamtök Suður- lands að hagsmunasamtökum, við munum breyta lögum félags- ins og auka upplýsingaflæði til þeirra sem starfa í ferðaþjón- ustu á Suðurlandi" sagði Svanur. Aðstandendur ráðstefnunnar voru ánægðir með þátttökuna og er að þeirra sögn mikil gróska í ferðamálum á Suður- landi, margar hugmyndir eru á sveimi sem bíða færis á að líta dagsins ljós. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir FRÁ ársfundi Sambands sunnlenskra kvenna. Á fundinn komu einnig þau Ragn- 70 ára og var kosin afmælisnefnd heiður ísaksdóttir og Ásmundur til að vinna að undirbúningi tíma- Sverrir Pálsson sem kynntu Far- mótanna. Formaður Sambands skóla Suðurlands. sunnlenskra kvenna er Guðrún Á næsta ári verður sambandið Jónsdóttir. SUMARHATIO ÉSlskylduhát^^pfT borgara verður haldin í Laugardalshöll sunnudaginn 4. maí n.k. kl. 13.30 DA6SKRA Ávamjjborgarstjóra Spaugstofan Kórar Félags eldri borgara og Leikhópurinn félagsmiðst. Reykjavíkurborgar „Snúður & Snælda" Þórarinn Eldjánfj^^-^P^^^'Egill Olafsson #§ Nýi Tónlistarskóliqj||fHM^^pLaddlÍÉÉ/ atriði úr Meyjarskemmunni Raggi Bjarna Árni Johnseru-^^^^^^i^^^^jómsveit Arngríms tel-v. &3Í \ saí ðv»sV e\t Stjórnandi Páll Gíslason formaður FEB Allir velkomnir húsið opnar kl. 12.30 - miðaverð kr. 300,- Félag eldri borgara í Reykjavík Félags- og þjónustumiðstöðvar í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.