Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 03.05.1997, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ 4 40 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 V4 k Kol«,Porti?i * ÖFatnadur á karlmcnn Buxur kr. 1100, jakkar kr. 2500 og skyrtur kr. 900 Það er nýkominn lager af fallegum fatnaði á karlmenn á einstöku verði. Sem dæmi má nefna buxur frá kr. 1100,-, skyrtur frá kr. 900,-, jakkar og sportjakkar frá kr. 2500,- og uliarffakkar ffá kr. 5000,- Sjón ersögu ríkari. Pfididas skór frd CJSfi Frábærir Adidasskór á kr. 3990,- beint frá USA Skóútsalan í Kolaportinu var að taka upp nýja sendingu af Adidasskóm beint frá Bandaríkjunu. Verðið slær allt út sem sést hefur hér á landi á þessum vönduðu íþrótta og -sumarskóm. Láttu þetta ekki fram hjá þér fara. OBarnavörar á tilbodi Bílstólar, skiptitöskur, kerrur og fl á sprengiverði I bamavörubásnum hjá Önnu og Fannari er mikið af vandaðri vöru á algjöru tombóluverði. Upplagt að ná sér í fyrsta flokks bamavöru, en þetta er síðasta helgin sem þessar vömr em í sölu. Láttu sjá þig um helgina. KOLAPORTIÐ ^ Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11 >17 Framhaldsnám i Damnörku Horsens Polytechnic, býður uppá framhaldsnám fyrir iðnaðarmenn, og stúdenta. Námið býður uppá hönnun, tæknilegar lausnir, og samskifti inna byggingaiðnaðarinns. Nám sem byggingarfræðingur er hægt að taka bæði á dönsku og ensku ( einnig þýsku). Horsens Polytechnic er alþjóðlegur skóli með námsvænlegt umhverfi. Kynningarfundur Jýrir félagsmenn Samiðnar verður haldin Mánudaginn 5 mai, kl: 1700 að Suðurlandsbrauí 30, 2 hœð. Veittar verða upplýsingar um: # Kort- og landmálstekniker # Byggetekniker (bygge/anlæg) # Bygningskonstruktor (byggeri/anlæg, dansk,engelsk,tysk) Með á kynningunni er íslenskur nemi sem segir ffá því hvemig sé að vera nemandi í Horsens, Danmörku. Horsens Polytechnic Slotsgade 11 DK-8700 Horsens TeL +45 75 62 50 88 Fax. +45 75 62 01 43 E-mail: horstek@horstek.dk http://www.horstek.dk AÐSEIMDAR GREINAR Er einhvers virði að taka strætó? ÞAð ER stefna SVR að útfæra þjónustu sína með þarfir viðskipta- vinanna að leiðarljósi. Þarfir þróast og einnig er mikilvægi þeirra mis- munandi. Það sem ein- um þykir mikilvægt, kann öðrum að þykja léttvægt. Ef við tökum dæmi af manni sem þarf að fara 10 km til vinnu daglega, þá koma ýms- ar leiðir til greina. Hann gæti farið á reiðhjóli, í einkabíll, með leigubíl eða strætisvagni. Allir þessir kostir hafa eitt- hvað til síns ágætis. Þörfin „að kom- ast á milli staða“ er hér n.k. grunn- þörf, en nú kann svo að vera að við- komandi hafi ýmsar aðrar þarfir sem hann vill einnig fullnægja á leið sinni til vinnu. Hér gæti verið um að ræða þörf fyrir hraða, öryggi, þæg- indi og hagkvæmni, svo eitthvað sé nefnt. Lausnirnar sem að framan eru taldar fullnægja þessum þörfum misvel. Ferð á hjóli er hægari og mun erfiðari en ferð með einkabíl. Hins vegar er slík ferð fjárhagslega hagkvæmari. Með svipuðum hætti má bera saman ferð með strætis- vagni annars vegar og einkabíl hins vegar. Með einhverjum hætti þarf einstaklingurinn að velja þann ferða- máta sem þjónar þörfum hans best og víst er að hann, sem og aðrir þjóðfélagsþegnar, mun velja þá lausn sem felur í sér mest VIRÐI. Einkabíllinn er þægilegur Ljóst er, ef marka má þá aukn- ingu sem orðið hefur á fjölda einka- bíla á íslandi, að flestir leggja mikið upp úr þeim þægindum sem fylgir því að eiga og nota einkabíl. Einka- bílnum fylgir mikið frelsi. Þarna stendur hann, reiðubúinn að flytja eiganda sinn hvert sem er, hvenær sem er. Þessi gæði eru að sjálfsögðu mikils virði og engin ástæða til að vera án þeirra ef viðkomandi hefur á annað borð efni á því. Bíll er nauð- synlegt tæki á flestum heimilum, rétt eins og þvottavél, eldavél, ör- bylgjuofn o.s.frv. Þegar hins vegar talið er nauðsyniegt að eiga 2 og jafnvel 3 slíka gripi, vakna upp spurningar. Umferð einkabíla er alls ekkert einkamál þess sem ekur þar sem hún hefur veruleg áhrif á aðra og er á mörgum stöðum í Reykjavík orðin alvarlegt vandamál. Er umferð vandamál? Allt er einhverjum takmörkunum háð. Sé farið út fyrir þau takmörk, hljóta að koma upp vandræði fyrr eða síðar. Oheft aukning umferðar einkabíla í Reykjavík hefur skapað margvísleg vandræði. Umferðin er víða í borginni frekar glundroðakennd, um- ferðartafir gjarnan miklar, mengun hefur aukist, þá sérstaklega hljóðmengun, og þann- ig má áfram telja. Hér er að sjálfsögðu engum um að kenna. Aðstæður leyfa einfaldlega ekki alla þá umferð sem skapast oft á tíðum í borginni. Allir virðast leggja sig fram við að reyna að greiða úr flækjunni en verður oft á tíðum lítið ágengt. Afram ólgar umferðin og í hugum margra hafa þau þægindi sem fylgja því að eiga og geta notað einkabíl, snúist upp í andhverfu sína. Spurningin er Með því að ferðast ein- göngu með strætis- vögnum, segir Þórhall- •• ur Orn Guðlaugsson, væri hægt spara um- talsverðar fjárhæðir. hvort ekki sé kominn tími til að staidra við og velta því upp hvert stefnir. Er t.d. hugsanlegt að sá hreinleiki sem nú einkennir borgina glatist á næstu 5 eða 10 árum? Er hugsanlegt að borgarbúar eigi eftir að eiga við heilsufarsvandamál að stríða í framtíðinni sem rekja má beint til umferðar og mengunar sök- um hennar? Þægindin kosta sitt Eins og áður var vikið að er sjálf- sagt og eðlilegt að einstaklingar og fjölskyldur eigi og eða hafi til um- ráða bifreið til að sinna ferðaþörfum sínum. Þó svo að til sé einkabíll á heimilinu er ekki þar með sagt að honum þurfi að aka hvert sem þarf að fara. Margar ferðir eru þannig að þeim má sinna mjög vel með öðrum hætti, t.d. strætisvagni. Á þetta ekki síst við um ferðir til og frá vinnu eða skóla. Ferð með stræt- isvagni tekur alla jafna lengri tíma en ferð með einkabíl. Lengri ferða- tími er þó ekki alltaf raunin ef dæm- ið er skoðað til enda. Sem dæmi þá vanmetur fólk gjarnan þann tíma sem fer í að koma bílnum í umferð- ina, t.d. moka af honum snjó og skafa rúður og ganga tryggilega frá honum á áfangastað. Ef tekið væri fullt tillit til þessara þátta er líklegt að bilið milli ferðatíma í einkabíl og strætisvagni myndi styttast. Miklar breytingar hafa átt sér stað í þáttum sem tengjast umferð og fólksbílaeign í Reykjavík sl. 35 ár. Af upplýsingunum sem fram koma í töflu 1 má draga margvísleg- ar ályktanir. Ljóst er að fólksbílaeign hefur stóraukist og langt umfram fjölgun íbúa og lengingu gatnakerf- isins. Afleiðing þessa er aukin um- ferð, mengun, slysatíðni og síðast en ekki síst fer stærri hluti ráðstöf- unartekna heimilanna til fjárfest- inga og reksturs á eigin bifreið nú en áður. Áætlað hefur verið að beinn kostnaður við rekstur meðal fólksbif- reiðar sé u.þ.b 380 þúsund kr. á ári. Taki heimilin ákvörðun um að eiga t.d. bara einn bíl, skipuleggja sig örlítið betur og nýta sér þjónustu almenningsvagna, gæti sparnaður orðið umtalsverður. Græna kortið, sem veitir ótakmarkað ferðafrelsi með almenningsvögnum á öllu höf- uðborgarsvæðinu, kostar 40.800 kr. á ári. Sparnaður heimilisins yrði því tæplega 340 þús. á ári. Þessa fjár- muni gæti fjölskyldan einfaldlega sparað sér eða varið til annarra hluta. Upphæðinni væri t.d. hægt að veija til greiðslna af 4,5 millj. kr. húsnæðisláni, sem menn eru væntanlega sammála um að sé mun varanlegri ráðstöfun fjármuna en rekstur fólksbifreiðar, eða veitt sér þann munað að fara til útlanda í frí. Það er því ljóst að sú ákvörðun að taka sér ferð með strætisvagni í stað þess að aka um á einkabíl, er mikils VIRÐI fyrir þann sem það gerir. I upphafi greinarinnar var komið inn á það að VIRÐI skiptir öllu máli þegar valið er milli hinna mörgu ólíku valkosta sem fyrir hendi eru til að fullnægja þörfum. Það er því með mikilli ánægju sem við hjá SVR óskum viðskiptavinum okkar til hamingju með val sitt og góðrar ferðar með strætó. Höfundur er markaðs- og tækni- fræðingur og veitir forstödu murkaðs- ogþróunarsviði SVR. Þórhallur Örn Guðlaugsson Lengd gatnakerfis Fj. fólksbifr. íbúafj. 1. des. Fjöldi íbúa um í km í Reykjavík í Reykjavík hverja fólksbifreii 1960 164 7.085 72.407 10.2 1995 365 46.272 104.258 2.3 Breyting 123% 553% 43,9% -77,5% Tafla 1: Þróun fólksbílaeignar og íbúafjölda í Reykjavík 1960-1995. Heimild: Árbók Reykjavikurborgar 1996 REYKVIKINGAR Sumardekkin á Gleðilegt sumar BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK Minni mengun Minni hávaöi Minni gatnaskemmdir i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.