Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný björgunarskip með
haffærniskírteini tii bráðabirgða
Siglingastofnun
vill breytingar
HAFFÆRNISKÍRTEINI björgun-
arbátanna tveggja sem keyptir hafa
verið til íslands seinustu mánuði
voru gefin út tímabundið til eins
mánaðar áður en bátarnir komu til
landsins. Skírteini bátsins sem stað-
settur verður á ísafírði gilti til 16.
júní sl., en þá var gefíð út nýtt bráða-
birgðaskírteini til 16. júlí næst kom-
andi.
Guðmundur Guðmundsson for-
stöðumaður skipaskoðunarsviðs seg-
ir að leigðir hafi verið gúmbjörgun-
arbátar ytra áður en skipin sigldu til
lands, þar sem gerð sé krafa um
fleiri slíka báta um borð í skipunum
hérlendis en víðast hvar annars stað-
ar í heiminum.
„Siglingastofnun gerði ákveðnar
athugasemdir við nokkra þætti og
UNGUR, íslenskur maður, Sig-
urður Örn Arnarson, lést af
slysförum í Manchester í
Englandi 17. júní síðastliðinn.
Maðurinn starfaði hjá flugfélag-
inu Atlanta og dvaldist í
Manchester þegar slysið varð.
skírteinin eru til bráðabirgða þangað
til þessum hlutum hefur verið kippt í
liðinn, en almenn skírteini eru til eins
árs í senn. Skipin fengu leyfi til að
sigla til landsins, en síðan á endanleg
skoðun eftir að fara fram. Hins vegar
voru flest þessara atriða minniháttar,
en skírteini til lengri tíma verða hins
vegar ekki gefín út fyrr en sérís-
lenskum kröfum er fullnægt.
Við lítum í raun ekki svo á að þetta
sé alvarlegt mál, því mjög eðlilegt er
að skip sem keypt er erlendis frá
uppfylli ekki allar kröfur og það tek-
ur tíma að laga þau að íslenskum
lögum,“ segir Guðmundur.
Hann kveðst telja víst að það sé
kappsmál SVFÍ og björgunarsveita
að þessi mál séu með felldu en ýmis-
legt geti tafið framkvæmd lagfær-
inga. „Ég held að það sé ætlun slysa-
varnamanna að þessi mál séu í lagi,“
segir hann.
Björgunarskip eru nýkomin til
Siglufjarðar, Neskaupstaðar og ísa-
fjarðar. Næsta skip sem væntanlegt
er frá Hollandi fer til Hellissands.
Varðar ekki öryggi
„Með þeim skipum sem eru til
staðar verða björgunarskipin um 16
talsins. Ég veit ekki annað en þau at-
riði sem athugasemdir voru gerðar
við séu annaðhvort komin í lag eða
um það bil að komast í lag. Þessi
skip eru búin að fara í útköll eftir að
þau komu hingað og þau fara ekki af
stað án heimildar,“ segir Þórir
Gunnarsson deildarstjóri hjá SVFÍ.
Halldór Halldórsson formaður
Björgunarbátasjóðs á Vestfjörðum
segir að skipið á ísafírði sé fullkom-
lega haffært, en hins vegar séu kröf-
ur ólíkar á milli landa.
„Á hsta Siglingastofnunar er m.a.
kveðið á um sérstakan lit á sumar
lagnir innanborðs, að frágangur í
kringum kveikju verði annar en nú
er, meiri kröfur verði gerðar um raf-
magnsmál o.s.frv. Þarna eru engar
kröfur sem varða öryggi eða sjó-
hæfni skipsins. Okkur gengur ágæt-
lega að lagfæra þau atriði sem um
ræðir og ég vænti þess að við fáum
langtíma haffærniskírteini í næsta
mánuði," segir hann.
Mikil áhrif á ferðaþj ónustu
verði af verkfalli Sleipnis
TALSMENN ferðaskrifstofanna eru
afar uggandi vegna yfírvofandi verk-
falls Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis
og segja að verkfallið geti haft mjög
alvarleg áhrif fyrir ferðaþjónustuna í
heild. I júnímánuði 1996 voru 28 þús-
und erlendir ferðamenn á íslandi og
búast má við svipuðum fjölda nú auk
innlendra ferðamanna.
Einar Sigurðsson, aðstoðarmaður
forstjóra Flugleiða, segir að verkfall-
ið muni trufla alla ferðaþjónustuna í
landinu. Nánast allir bílstjórar
Kynnisferða, sem annast akstur milli
Leifsstöðvar og Reykjavíkur auk
ferða um landið, eru félagar í
Sleipni.
„Það verður væntanlega mikið að
gera hjá leigubílstjórum. Ég á þó
ekki von á því að verkfallið beinlínis
stöðvi flug. Þetta verður mjög baga-
legt fyrir marga erlenda ferðamenn
sem þurfa að komast til og frá Leifs-
stöð. Einnig hefur þetta þung áhrif á
þær ferðaskrifstofur sem skipu-
leggja ferðir innanlands fyrir ferða-
menn,“ sagði Einar.
Einar segir að verkfall muni skaða
mjög ferðaþjónustuna en Flugleiðir
muni kappkosta að láta það ekki
trufla flugreksturinn. „Það eru aðrir
kostir á ferðum milli Leifsstöðvar og
Reykjavíkur og ég geri ráð fyrir að
þeir verði nýttir,“ sagði Einar.
Gunnar Rafn Birgisson, yfirmaður
innanlandsdeildar Samvinnuferða-
Landsýnar, segir að vegna verkfalls
geti erlendar ferðaskrifstofur, sem
kaupa ferðir af fyrirtækinu, allt eins
ákveðið að það sé ekki hægt að
senda fólk til íslands í framtíðinni.
Hann segir að ferðaþjónusta inn-
anlands sé að verða ein styrkasta
stoðin í íslensku atvinnulífi og verk-
fall hjálpi ekki upp á sakirnar. „Ég er
sannfærður um það að verkfall rútu-
bflstjóra kemur niður á þeim sjálfum
í framtíðinni," segir Gunnar Rafn.
Gunnar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Bifreiðastöðvar íslands, segir
að erlendir ferðamenn séu farnir að
spyrjast fyrir um áhrif hugsanlegs
verkfalls. „Áhrifín geta orðið afar
slæm. Þetta er fljótt að spyrjast til
útlanda og menn eru byrjaðir að
hringja og spyrja út í þetta mál,“
segir Gunnar.
Gunnar segir að á landinu séu til
um 700 hópferðabifreiðar. Félags-
menn í Sleipni séu um 150.
Stöðva bfla úti á landi
Óskar Stefánsson, formaður
Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, seg-
ir allt útlit fyiir að til verkfalls fé-
lagsins komi á morgun. í gær var
haldinn árangurslaus fundur og ann-
ar hefur verið boðaður í dag. Félagið
mun í dag eða á morgun senda al-
menningsvagna- og hópferðafyrir-
tækjum bréf þar sem fram kemur,
að það líti svo á að aðeins fram-
kvæmdastjórar fyrirtækjanna megi
aka í verkfalli ef þeir hafí sinnt
akstri rútubfla.
Óskar sagði að verkfallið kæmi til
með að hafa víðtæk áhrif á umferð
áætlanabfla til og frá höfuðborgar-
svæðinu. Áætlunarferðir til Selfoss,
Hvolsvallar, Hellu, Víkur og Hafnar í
Homafirði myndu falla niður. Ferðir
á Snæfellsnes, Vestfirði, til Akureyr-
ar, Mývatns og Egilsstaða stöðvuð-
ust einnig. Ennfremur stöðvuðust
ferðir allra almenningsvagna á höf-
uðborgarsvæðinu nema ferðir SVR.
Ferðir milli Reykjavíkur og Leifs-
stöðvar legðust af í verkfallinu.
,AHar hópferðir með ferðamenn á
þessa staði munu leggjast af. Við
munum mælast til að bflstjórar sem
staddir eru úti á landi með hópa
leggi niður störf strax eftir að hafa
komið farþegum í örugga gistingu,"
sagði Óskar.
Öskar sagði að félagið liti svo á að
aðeins framkvæmdastjórar fyrir-
tækjanna mættu keyra, en ekki böm
eða ættingjar eigenda þeirra. „Við
hleypum þeim ekki í okkar störf,“
sagði Óskar.
Langt bil á milli deiluaðila
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði við Morg-
unblaðið sl. mánudag, að Sleipnir
væri að fara fram á 100% hækkun á
grunnkaupi og að menn sem settu
fram slíkar kröfur væru ekki í
tengslum við raunvemleikann. ís-
lenski rútubílaflotinn væri einn sá
elsti í Evrópu og eigendur hans
væru ekki í neinni stöðu til að gang-
ast inn á launakröfur Sleipnis. Hann
sagði að verkfallið kæmi til með að
hafa alvarleg áhrif á ferðaþjónustu
sem unnið hefði verið að því að
byggja upp á landsbyggðinni.
Öskar sagði að Þórarinn mætti
reikna þessar kröfur eins og hann
vildi. Staðreyndin væri sú að grunn-
kaup Sleipnismanna væri 68-75 þús-
und krónur á mánuði. Bifreiðastjórar
þyrftu að vinna gífurlega yfirvinnu til
að fá laun sem hægt væri að lifa af.
Hann sagði að Þórarinn hefði gert
samning við rútubflstjóra sem starfa
hjá Landsvirkjun sem fæli í sér veru-
lega hækkun á grunnkaupi. Sá samn-
ingur lægi nokkum veginn á milli
þeirra krafna sem Sleipnir hefði sett
fram og þess sem VSÍ hefði boðið.
Fjórir
sigrar
íslands á
EM í brids
Montecatini. Morgunblaðið.
ÍSLENSKU liðin á Evrópumótinu
í brids unnu bæði leiki sína í gær,
og er ísland í 5.-6. sæti í opna
flokknum eftir 12 umferðir, og í 13.
sæti í kvennaflokki eftir 4
umferðir.
í opna flokknum vann Island
Rúmeníu 23-7 í 11. umferð og
Grikki 16-14 í 12. umferð og hefur
216 stig eins og Danir. ítalir hafa
enn forustuna með 248 stig,
Norðmenn eru í 2. sæti með 229
stig, Spánverjar eru í 3. sæti með
218 stig og Pólverjar í 4. sæti með
217 stig. í næstu sætum á eftir
íslandi eru Bretar með 215,5 og
Hollendingar með 212. í dag etja
íslendingar kappi við Hvítrússa og
Úkraínumenn.
í kvennaflokki vann íslenska
liðið Sviss í 3. umferð, 21-9, og
Portúgal í 4. umferð, 25-5. Liðið
hefur 59 stig í 13. sæti en efstir eru
Spánverjar með 86 stig. í dag
spilar ísland við Svía og Belga.
■ Rúmenar/43
Sigurður Örn
Arnarson.
Lést af slys-
förum í
Manchester
Morgunblaðið/Júlíus
ÞYRLA varnarliðsins tekur á loft eftir að hafa flogið með viðgerðarmenn á vettvang.
Þurfti að lenda
vegna vélarbilunar
ÞYRLA varnarliðsins lenti í
Arnarholtslandinu rétt við
Brekku á Kjalarnesi í gærdag
vegna vélarbilunar. Þurfti að
lagfæra gírkassa við stélskrúf-
una og kom önnur þyrla vamar-
liðsins með viðgerðarmenn í því
skyni frá Keflavík.
„Ljós í mælaborði kviknaði
þegar við vomm á flugi hér í ná-
grenninu," sagði Scott R. Swan-
son, flugstjóri þyrlunnar.
„Öryggisreglur kveða á um að
við eigum þá að lenda eins fljótt
og okkur er auðið svo ekkert
fari úrskeiðis. í þetta skipti var
um minniháttar viðhaldsaðgerð
að ræða.“
Swanson sagði að svona atvik
kæmu ekki oft fyrir. Þetta væri í
fyrsta skipti sem svona lagað
henti hann á því ári sem hann
hefði unnið á íslandi. „Annars er
þetta fallegur staður,“ sagði
hann brosandi og leit í kringum
sig. „Maður getur vart annað en
öfundað fólkið í sveitinni af út-
sýninu. Hér er mun fallegra en í
Keflavík."
LAGFÆRA þurfti gírkassa við stélskrúfu þyrlunnar.
Tilkynning um að þyrlan
þyrfti að lenda strax vegna vél-
arbilunar barst um eittleytið í
gær, samkvæmt upplýsingum
frá flugstjórn Reykjavíkurflug-
vallar. Lögregla, sjúkralið og
slökkvilið var þegar sent á vett-
vang.
Nokkmm mínútum síðar
barst tilkynning frá annarri
þyrlu varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, sem var á sömu
slóðum, um að lendingin hefði
gengið giftusamlega, allir væm
heilir á húfi og engrar aðstoðar
þyrftí með.
(
f
i
(
f
f
I
i
L
í
i
1
i
(
«
i
I
i
I
I
I
t
f
L
i
I
í
J