Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvellur í Grímsá MJÖG góð veiði var í Grímsá í Borgarfirði fyrsta veiðidaginn. Veiði hófst þar eftir hádegi á þjóðhátíðardaginn og veiddust 15 laxar á vaktinni. Er rætt var við Þorstein Þorsteinsson á Skálpastöðum, formann Veiði- félags Grímsár, undir hádegi á miðvikudag var komið annað eins á land og mjög líflegt bæði á bökkum árinnar sem og í djúpum hennar. „Við litum í ána fyrir fáum dögum en sáum lítið. Þessi byrj- un kemur okkur því skemmti- lega á óvart, því Ijóst er að hörkuganga hefur komið í ána. Þetta er mest grálúsugur eins árs lax úr sjó, svona 5-6 pund. Einn og einn er allt að rúmum 10 pundum, en mest er þetta smálax," sagði Þorsteinn. Hann gat þess einnig, að mest hefði veiðin verið í Þing- nesstrengjum og einnig hefði Laxfoss verið sterkur. Lax veiddist allt upp í Strengi, en ekkert til þessa þar fyrir ofan. „ Ain er köld og lofthiti lítill, fiskur hefur því gefið sig lítið að flugu þó ég geti ekki sagt um að hún sé fullreynd. En þessi afli hefur næstum ein- göngu verið tekinn á maðk,“ bætti Þorsteinn við. Annað úr ýmsum áttum Opnunarhollið í Víðidalsá endaði með sex laxa í kæli- geymslunni og voru þeir frá 8 til 13 pund. Brynjólfur Markús- son leigutaki var eftir atvikum ánægður með framgöngu sinna manna. Nokkuð lífleg bleikju- veiði hefur verið í Eld- vatni á Brunasandi að undanförnu að sögn Jóns Marteinssonar, eins af leigutökum ár- innar. Fyrir skömmu komu t.d. 13 stykki á land, flestar 2-3 punda, en sú stærsta heil 8 pund. Þetta mun bæði vera staðbundinn fiskur svo og sjógeng- in bleikja sem er að byrja að ganga. Tveimur dögum seinna kom maður við á hraðferð, renndi að- eins skamma stund en hélt heim á leið með tvo fiska, 2 og 3 punda. Jón Marteins- son var á ferð við Eld- vatn fyrir skömmu við annan mann og slepptu þeir þá 10.000 sjóbirtingsseiðum í ána. Verslunin Útilíf hef- ur ákveðið að styrkja Norður-Atlantshafs- laxasjóð Orra Vigfús- sonar með því að greiða ákveðna pró- sentu af sölu á stanga- veiðivörum til sjóðs- ins. Vilja forráðamenn Útilífs með því sýna Orra og Iaxaverndun- arstarfi hans samhug í verki. ÞAU mistök urðu við myndbirtingu á 21 punds laxi úr Laxá í Kjós í Morgun- blaðinu á þjóðhátíðadaginn, að birt var mynd af röngum laxi og röngum veiði- manni. Skal úr því bætt hér með birt- ingu á réttri mynd, þar sem James Inglish hampar 21 punds hæng sínum. Á hinni myndinni var Norðmaðurinn Morten Bentzen með 16 punda lax sem hann veiddi í Laxá í Kjós. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir VIÐ afhendingu heiðursviðurkenningar Lýðveldissjóðs. Frá vinstri: Jón G. Friðjónsson prófessor, dr. Unnsteinn Stefánsson, fyrrv. prófessor, Þórunn Þórðardóttir, sviffræðingur, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, Sigrún Helgadóttur tölfræðing- ur og Rannveig Rist, forstjóri og formaður Lýðveldissjóðs. Tvær heiðursviðurkenn- ingar veittar á lýðveldisdag STJÓRN Lýðveldissjóðs veitti þeim Þórunni Þórðardóttur sviffræðingi og Sigrúnu Helgadóttur, tölfræðingi og formanni orðanefndar Skýrslutækni- félags íslands, heiðursviðurkenning- ar sjóðsins á þriðjudag og fór afhend- ingin fram í Alþingishúsinu. Að sögn Rannveigar Rist forstjóra og for- manns Lýðveldissjóðs fékk Þórunn viðurkenningu fyrir merkiiegt fram- lag til sjávarrannsókna, en Sigrún fyrir markverð störf að eflingu ís- lenskrar tungu. Þórunn er fædd í Reykjavík árið 1925 og er sérhæfð í líffræði svifþör- unga sjávar. Hún lauk prófi frá Há- skólanum í Ósló árið 1956 og er fyrsta konan sem hefur verið ráðin sem sérfræðingur á sviði hafrann- sókna hér á landi. Undir hennar stjórn hófust reglubundnar rannsókn- ir á svifþörungum á íslenskum haf- svæðum árið 1956 og var hún meðal fýrstu sjávarlíffræðinga til að beita svokallaðri geislakolsaðferð til að meta framleiðni sjávar á víðáttumikl- um hafsvæðum. Rannveig sagði við afhendinguna á þriðjudag að Þórunn hefði stjómað ítarlegum framleiðnimælingum að vorlagi á íslenska hafsvæðinu í um það bil fjóra áratugi og að þær niður- stöður myndi einhver merkustu gögn á þessu sviði frá Norður-Atlantshafi. Þá sagði hún að störf Þórunnar hefðu einkennst af þrautseigju, nákvæmni og samviskusemi og þætti Lýðveldis- sjóði við hæfi að veita henni sérstaka viðurkenningu fyrir mikilvægt fram- lag til rannsókna á hafmu umhverfis ísland. Þórunn kvaðst í samtali við Morg- unblaðið vera þakklát fyrir það að hafa hlotið heiðursviðurkenninguna og segir að viðurkenningin sýni að störf hennar séu einhvers virði. Framlag til íðorða ómetanlegt Sigrún er fædd árið 1945 og lauk MS-prófi í töifræði frá Háskólanum í Liverpool árið 1976. Hún hefur m.a. starfað sem ráðgjafi um tölvu- orðaforða í ensk-íslenskri orðabók, Arnar og Örlygs sem út kom árið 1984, unnið við ritstjórn tölvuorða- safns íslenskrar málnefndar árin 1985 til 1986 og verið deildarstjóri við Hagstofu íslands undanfarin tíu ár. Sigrún var skipuð í ísienska mál- nefnd árið 1990 og var hún þegar kosin í stjórn málnefndarinnar þar sem hún situr enn. í máli Rannveigar á þriðjudag kom fram að framlag Sigrúnar á sviði íðorða væri einstakt og að ritverk hennar um þau efni væru miklu fleiri en svo að unnt væri að gera þeim skil á þessum vettvangi. Rannveig sagði ennfremur að vitaskuld hefðu margir lagt hönd á plóginn við þetta starf, en elja Sigrúnar og áhugi á verkefninu hefði verið ómetanlegt. Þá sagði Rannveig að Sigrún hefði unnið í ýmsum orðanefndum og flutt fjölmörg erindi á fundum og ráðstefn- um um íðorðamál og starfsemi orða- nefnda og að hún hefði verið virk í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði. Sigrún sagðist í samtali við Morg- unblaðið líta svo á að þetta væri ekki síður viðurkenning til þeirra sem væru með henni í orðanefnd Skýrslu- tæknifélagsins og annarra sem störf- uðu í slíkum orðanefndum. Þá benti hún á mikilvægi þess að koma ís- lenskum tölvuorðaforða á framfæri og hve brýnt væri að þýða þau stýri- kerfi sem væru notuð í tölvum frá ensku yfir á íslensku. Það ýtti ann- ars vegar undir íslenskukunnáttu tölvunotenda en hins vegar undir jafnrétti þeirra sem vinna við tölvur, því ekki væru allir jafnvígir á ensku. Lýðveldissjóður var stofnaður á fundi Alþingis á Lögbergi 17. júní 1994 í tilefni 50 ára afmælis lýðveld- isins. Hlutverk sjóðsins er annars vegar að stuðla að rannsóknum á líf- ríki sjávar og hins vegar að efla ís- lenska tungu. í stjórn Lýðveldissjóðs sitja auk Rannveigar Rist, dr. Unnsteinn Stef- ánsson, fyrrv. prófesssor, og Jón G. Friðjónsson prófessor. Þá hefur Helgi Bernódusson aðstoðarskrif- stofustjóri unnið með stjórninni sem ritari hennar. Héraðsdómur dæmir ríkissjóð o g Lífeyrissjóð sjómanna bótaskylda Lífeyrisskerðing skv. reglu- gerð stenst ekki sljómarskrá HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt fjármálaráðherra, f.h. rík- issjóðs, til að bæta sjóðfélaga skerð- ingu á lífeyrisréttindum, sem félag- inn varð fyrir vegna breyttra laga um sjóðinn og skv. reglugerð sem sett var með stoð í þeim lögum, og íslenska ríkið var dæmt bótaskylt gagnvart sjóðfélaganum fyrir að staðfesta reglugerðina. Málavextir eru þeir að um Lífeyr- issjóð sjómanna giltu lög nr. 49/1974 og þáði maðurinn lífeyri úr sjóðnum skv. þeim iögum frá því hann náði 60 ára aldri á árinu 1991. Þessi lög féllu úr gildi í maí 1994 þegar ný lög voru sett um sjóðinn, lög nr. 94/1994. Á grundvelli nýju laganna var sett reglugerð um starfsemi sjóðsins sem tók gildi 1. september 1994. Markmiðið með setningu regiugerðarinnar var að taka á fjárhagsvanda sjóðsins, en skv. tryggingafræðilegri úttekt átti sjóðurinn ekki fyrir skuldbindingum sínum skv. eldri lögum. Ákveðið var að mæta þessum vanda með því að draga úr ellilífeyrisgreiðslum til þeirra sem höfðu hafið töku lífeyris en voru yngri en 65 ára. Umboðsmaður taldi ekki rétt að staðfesta Manninum var tilkynnt um þetta með bréfi frá sjóðnum. í kjölfarið bar hann fram kvörtun til Umboðs- manns Alþingis vegna þeirrar eigna- og réttindaskerðingar sem hann taldi breytingarnar hafa í för með sér fyrir sig. Umboðsmaður Alþingis taldi að ekki hefði verið rétt af fjármálaráðuneytinu að stað- festa reglugerð fyrir sjóðinn og beindi þeim tilmælum til ráðuneyt- isins að það gengist fyrir breyting- um á reglugerðinni í samræmi við áiit sitt. Maðurinn fór bréflega fram á það við sjóðinn í ágúst 1995 að farið yrði að áliti umboðsmanns og að hann fengi greiddan þann lífeyri sem vangoldinn var á þeim tíma. Svar barst frá sjóðnum í desember sama ár þess efnis að beiðni um breytingu á reglugerð fyrir sjóðinn hefði verið hafnað. Um mitt síðasta ár stefndi mað- urinn Lífeyrissjóði sjómanna og fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, vegna málsins. I dómsniðurstöðu segir að þegar stefnandi hafi hafið töku lífeyris úr sjóðnum hafi um hann gilt lög nr. 49/1974. Stefnandi hafi þá upp- fyllt skilyrði laganna til að hefja töku óskerts ellilífeyris 60 ára að aldri. Það er álit dómsins að lífeyris- réttindi stefnanda, sem hann öðlað- ist skv. lögum nr. 49/1974, njóti verndar 72. gr. (eignarréttarákvæð- is) stjórnarskrárinnar. Þá segir að enda þótt talið hafi verið að fjár- hagsvandi sjóðsins ætti rætur að rekja til töku lífeyris sjóðfélaga á aldrinum 60-65 ára verði ekki litið svo á að það veiti stjórn sjóðsins heimild til að skerða lögbundin rétt- indi þessa hóps frekar en annarra. Sú ráðstöfun að skerða réttindi af- markaðs hóps lífeyrisþega til þess að bæta fjárhag sjóðsins fari í bága við gildandi jafnræðisreglu. Staðfesting reglugerðar bakaði ráðherra bótaábyrgð „Með vísan tii framanritaðs telur dómurinn því skerðinguna á lífeyr- isréttindum stefnanda frá 1. febrúar 1995, sem átti sér stað með setn- ingu fyrrgreindrar reglugerðar, ekki standast ákvæði 65. [jafnræð- isreglu] og 72. gr. stjórnarskrárinn- ar og ber stefndi, Lífeyrissjóður sjó- manna, bótaábyrgð gagnvart stefn- anda vegna þessa,“ segir orðrétt í dóminum. Þá segir að skv. 5. gr. núgildandi laga um sjóðinn skuli setja reglu- gerð um starfsemi hans og hún staðfest m.a. af ijármálaráðherra. Ákvæði um staðfestingu ráðherra hafi verið í lögum um sjóðinn frá upphafi án þess að þau hafi kveðið á um hveija þýðingu það hafi eða hvers ráðherra eigi að gæta við staðfestinguna. Þrátt fyrir þetta líti dómurinn svo á að með því að krefj- ast staðfestingar ráðherra á reglu- gerðinni sé löggjafinn að tryggja að með henni séu ekki sett ákvæði er gangi á svig við lög. „Hér að framan hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að skerðing lífeyris stefn- anda hafi verið ólögmæt og að hinn stefndi lífeyrissjóður beri bóta- ábyrgð gagnvart honum. Með því að staðfesta reglugerðina í hinum ólögmæta búningi bakaði stefndi, fjármálaráðherra, sér einnig bóta- ábyrgð gagnvart stefnanda. Það að ráðuneytið óskaði eftir því við stjórn Lífeyrissjóðsins, eftir að álit Um- boðsmanns Alþingis 17. ágúst 1995 lá fyrir, að reglugerðinni yrði breytt, hefur ekki áhrif á bótaskyldu ríkis- ins. Verða stefndu því dæmdir óskipt til að greiða stefnanda stefnukröfurnar,“ segir í dóminum. Lífeyrissjóður sjómanna hefur þegar ákveðið að áfrýja dóminum. + m t i i Q € V i ( ( ( ( I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.