Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ > > m > HÓLMFRÍÐUR SIG URJÓNSDÓTTIR + Hólmfríður Sig'urjónsdótt- ir, píanókennari, fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1925. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík Laugarásvegi 44 13. júní síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðfinna Vigfús- dóttir húsmóðir og Sigurjón Jónsson, verslunarstjóri í verslun Geirs Zo- ega í Reykjavík. Systir hennar er Dóra Sigur- jónsdóttir, ekkja Richards The- ódórs, skrifstofustjóra. Hólm- fríður lauk námi frá Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga 1941. Árið 1942 innritast hún í Tón- listarskólann í Reykjavík til náms í píanóleik og lauk burtf- ararprófi þaðan 1947, og átti því 50 ára útskriftarafmæli nú í vor. Næsta vetur, eða árið 1948, er hún ráðin til skólans sem píanókennari. Árið 1956-57 nam hún við The Guildhall School of Music and Drama í London. Píanó- kennaraprófi lauk hún frá The Royal College of Music í Lond- on (A.R.C.M.). 1958-59 dvaldist hún í Bandaríkjunum á vegum Fulbright stofnunarinnar og ferðaðist á milli tónlistarskóla og nam aðallega við University of Kansas, Laurence. Hún sótti mörg námskeið fyrir píanó- kennara hjá þekkt- um erlendum pró- fessorum er héldu námskeið á Islandi. Einnig sótti hún námskeið fyrir píanókennara bæði í Salzburg og Eng- landi. Hólmfríður var einn af stofnendum Félags píanókenn- ara og í fyrstu stjóm þess, meðlimur í Félagi íslenskra tón- listarmanna og I stjóm þess um skeið. Jafnframt kennslunni í Tón- listarskólanum vann hún við stjórnun skólans til margra ára, m.a. var hún skólastjóri í fjarveru Jóns Nordal árið 1989-90 og hún var einnig yfir- kennari til fjölda ára. Hólmfríður var einn stofnfé- laga Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur árið 1959, 1961- 1963 var hún varaformaður klúbbsins, 1963-1965 formað- ur, 1965-1967 varasendifull- trúi, 1970-74 sendifulltrúi klúbbsins og 1974-1976 í fyrstu stjórn Soroptimistasambands Islands, hún var varaforseti sambandsins 1976 og síðan for- seti Soroptimistasambandsins 1978-1980. Hún var fulltrúi ís- lenskra Soroptimista á Evrópu- og alþjóðaþingum. Útför Hólmfríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vinimir kveðja og tómarúmið stækkar. Hólmfríður Siguijónsdóttir var heilsteypt kona til orðs og æðis. Eg minnist langrar og traustrar vináttu við hana og íjolskyldu henn- ar. Dóra systir hennar var fyrsta vinkona mín, þegar við byijuðum 7 ára gamlar í skóla, svo löng tengsl skapa nána tryggð og vináttu. Heimili þeirra systra og foreldra þeirra á Öldugötu 12 stendur mér ennþá ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Allt var þar svo gegn- umfágað og sviphreint. Fríða varð snemma listfeng og gerðist hljómlistarkennari megin- hluta ævinnar við góðan orðstír. Einnig var henni trúað fyrir ýmsum vandasömustu störfum Tónlistar- skólans. Hólmfríður var vel greind og gegnumsamviskusöm, mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hún hafði skemmtilega ákveðnar skoðanir á lífinu. Ég kveð hana með söknuði og efast um að margir hafi átt betri systur en Dóra. Ólöf Pálsdóttir. Skólinn var stór hluti af lífi Hólmfríðar og vann hún honum af mikilli samviskusemi. Hóimfríður var einn af stofnendum Félags píanókennara og í fyrstu stjórn þess. Þá var hún meðlimur í Félagi íslenskra tónlistarmanna og í stjórn þess um skeið. Hólmfríður var mjög vel menntaður tónlistarkennari og margt ung- mennið sló sína fyrstu nótu á píanó- ið undir hennar leiðsögn. Hún var nákvæm og kröfuharður kennari. Hún hafði mikinn metnað og bar umhyggju fyrir nemendum sínum. Fyrir skömmu heyrði sá sem þessar línur setur á blað píanóleikara sem náð hefur lengra en margur annar í þeirri list segja í útvarpsviðtali að hann byggi að þeim grunni er hann hefði hlotið hjá Hólmfríði Siguijóns- dóttur. Er svo um marga nemendur hennar. Þó svo að tónlistin ætti hug Hóimfríðar allan þá var sjóndeildar- hringur hennar mjög víður. Hún fylgdist mjög vel með þjóðmálum og var mikill íslendingur í sér. Hún var sjálfstæð í hugsun og gaman var að ræða við hana um stjórnmál svo og heimsmálin. Félagi í Soroptimista-klúbbi Reykjavíkur gerðist hún árið 1959. Hún gegndi mörgum embættum inn- an klúbbsins og sambandsins. Hún var m.a. forseti sambandsins 1978- 1980. Auk þess sat hún í ritnefnd og ýmsum nefndum á vegum klúbbs- ins. Hún þótti tillögugóð og hvert það verk sem hún tók að sér var vel og samviskusamlega af hendi leyst. Kynni mín og fjölskyldu minnar af Hólmfríði hófust er ég og maður Dóru, systur hennar, unnum hjá sömu stofnun. Ég tók að venja kom- ur mínar á Öldugötu 12, en þar stofnuðu þau sitt heimili Dóra og Richard. Það var alltaf svo gott að koma á Öldugötuna. Þar mætti mér svo mikil hlýja og velvild. Móðir systranna, Guðfinna, var alveg ein- stök gæðamanneskja. Siguijón, fað- ir þeirra, hafði Iátist nokkrum árum áður en hann hafði verið þekktur gæðamaður og höfðingi í lund. Dóra og Richard fluttu af Öldugötunni en komui' mínar þangað héldu áfram og vináttan við þær Guðfínnu og Hólmfríði efldist mjög og náði bæði til okkar hjóna og bama okkar. Við höfum átt með þessu góða fólki margar ánægju- og sorgarstundir og ein slík er nú upprunnin er við kveðjum Hólmfríði hinstu kveðju. Þar fór göfug kona er hafði mikla réttlætiskennd og hreinskiptin var hún. Hún var sjálfri sér samkvæm og prýddi ávallt hvem þann hóp er hún fylgdi. Hún var sjálfri sér nóg um flesta hluti. Umhyggjusöm og skyldurækin var hún við foreldra sína, systur, mág og vini. Hún var einlæg og viðkvæm, en duldi það vel. Eftir lát eiginmanns Dóm bjuggu þær systur á Laugarásvegi 44. Það er skarð fyrir skildi í okkar hópi þegar slík kona og góður vinur kveður þessa jörð. Hafðu þökk fyr- ir þín spor, Hólmfríður. Það besta er: Að gott mannorð deyr aldrei. Ása, Sverrir Axelsson og fjölskylda. Þótt dauðinn sé jafn eðiislægur og fæðingin ber hver og einn beyg af honum, sem þann teiginn skárar og því ónotalegar sem nær er múg- að. Þó býður „kallið" oft betri tíðir. Við fráfall sifjabundinnar vin- konu hverfur hugurinn fyrst rúman aldarhelming aftur í tímann, til sumarsins 1944, þegar ég tíu ára snáði mætti til að taka á móti tveim- ur ungum Reykjavíkurdætrum, sem komnar voru í heimsókn með strandferðaskipinu Esjunni, að ég minnist þess fyrst að hafa séð þær systur, Dóru og Fríðu, báðar. Þær þá í blóma lífsins, sú yngri réttra 19 vetra, hin röskum fimm árum eldri. Þær á leið umhverfis landið, sjóleiðina, til að sjá og nema byggð, fólk og sögu, en ég, sýnisgripur úr stórfjölskyldu, sem, seinna átti eftir að mægjast þeirri eldri í gegn um systkinung þessara eftirmæla. Þeim hefír vafalaust þótt strák- urinn eitthvað kyndugur, því fram eftir öllum aldri stökk þeim bros er þær minntust þessarar heim- sóknar að Djúpi. Röskum átta árum síðar end- umýjuðust fyrri kynni við skólanám undirritaðs í Reykjavík, - og við ótalin kærkomin matarboð hjá for- eldrum þeirra systra mátti ég glöggt sjá hversu mikið menningar- heimili að þeim stóð. Þær endur- spegluðu og þennan arf, enda fellur akamið sjaldan langt frá eikinni. Foreldrarnir voru höfðinglegir í sjón og raun og líktust mjög fyrirmönn- um breskum, eins og ég skynjaði þá síðar á ævinni, enda mátu þau breska menningu mikils, áttu safn enskra bókmennta og voru bæði allvel læs og mælt á þá tungu, sem ekki var algengt á þeirri tíð. Ættbogi þeirra systra var vel kunnur um Árness- og Rangárþing, en faðir þeirra, sem var yngstur fjögurra systkina, var sonur Jóns Éiríkssonar, bónda á Stóra-Ármóti í Hraungerðishreppi, upprunninn frá Kampholti, Helgasonar, Eiríks- sonar úr Bolholti, en móðir hans var Hólmfríður Árnadóttir, dannebrogsmanns, Magnússonar ríka úr Þorlákshöfn (dóttursonar Halldórs Hólabiskups), sonar Bein- teins lögréttumanns, en Hólmfríður - amman og nafngjafi þeirrar, sem hér er kvödd - bróðurdóttir lær- dómsmannsins Gísla Magnússonar, latínuskólakennara - var sonar- dóttir alnöfnu sinnar Hólmfríðar Árnadóttur, prests á Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar, prests á sama stað. Systkini Siguijóns voru þau Helga Zoéga og eldri bræður, Krist- ján, læknir í Clinton í Iowa-riki í Bandaríkjum Norður-Ameríku, og séra Halldór, sálma- og tónskáld, lengi prestur á Reynivöllum í Kjós. En báðir þeir bræður luku háskóla- prófum sínum með góðum einkunn- um, enda fann maður í viðræðum við heimilisföðurinn á Öldugötu 12 að þar fór einnig afburða skýr maður til hugsunar, fágaður í fram- komu og orðavali - en hlédrægur, sem var honum eðlislægt. Hálft í hvoru stafaði hún þó af þeim heimil- isaðstæðum, sem leyfðu ekki frek- ari námsútgjöld barnanna og hann - jafn eðlisgreindur - en lang- yngstur, því eftirbátur bræðra sinna að langskólalærdómi - og, ofan í kaupið, fellur móðir hans frá á við- kvæmum aldri barnsins, hann rétt um tíu vetra. Síðar aflaði hann sér þó viðbótarþekkingar bæði í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði, sem verslunarskólum í Danmörku og Bretlandi. Jafnoki eiginmannsins í allri kynningu, ásýnd og viðmóti var eig- inkona hans, Guðfinna Vigfúsdótt- ir, sem ættuð var frá Hlíð undir Eyjafjöllum - en systurnar tvær báru svipmót foreldra sinna beggja. Að afloknu hefðbundu skyldu- námi og framhaldsskóla hóf Hólm- fríður nám sitt í píanóleik við Tón- listarskólann, enda ekki á vísan að róa fyrir stúlkur á stríðsárunum síðari að afla sér sjálfstæðra at- vinnuréttinda, nema e.t.v. á svipuðu fagsviði. Hitt mun þó hafa ráðið meiru, þ.e. meðfædd tónlistargáfa, sem í þessari ætt leyndist, því tón- listargyðjunni helgaði hún líf sitt upp frá því og var kennari - og á stundum, í fjarveru skólastjóra - settur yfirmaður Tónlistarskólans í Reykjavík. Öll störf sín og kennslu annaðist hún af færni, alúð og sam- viskusemi og ávann sér bæði virð- ingu og vináttu fjölmargra nem- enda sinna, en aga hélt hún alla tíð, en þó lengst og best sjálfsaga. Utanferðir hennar urðu fjölmarg- ar í tímans rás, bæði til framhalds- náms í Englandi, sem og í Banda- ríkjum Norður-Ameríku, og eins til að hlýða á það í stórborgum ytra, sem tónlistarheimurinn hefir best upp á að bjóða hveiju sinni, en næmi hennar á þessa list, sem er sögð öllum listum fremri, var bæði djúpstæð og einlæg og kom nem- endum hennar og orðstír skólans að ómældu gagni. Hún var að ætt- og Iunderni háttvís og ekki orð- mörg, en yfirveguð í hugsun, tók samt þátt í margvíslegum félags- málum, bæði sem starfsskyldur lögðu henni á herðar, sem og í al- þjóðahreyfingum, svo sem Sorop- timistasambandi íslands, sem hefir mannúðarmál að leiðarljósi, sótti ítrekað erlend þing á þeirra vegum og hafði orð fyrir íslenska flokkn- um. Hólmfríður giftist ekki, heldur bjó að list sinni, en þó er mér ekki grunlaust um að hún hafi átt sína „Galtará" sem Jónas. Hún kenndi - löngum - píanóleik á vegum Tónlistarskólans, bæði þar, sem í heimahúsum á Öldugötu 12 í Reykjavík, en aldrei heyrðist frá því heimili eða húsráðendum orði hallað, þótt áslætti, tónvitund eða kunnáttu nemenda væri áfátt. Létu húsráðendur það yfir sig ganga, enda komst margt ungmennið þar til agæts listamannsþroska. í heimahúsum bjó Hólmfríður, eftir fráfall föður síns árið 1953, og þá með móður sinni, allt þar til frú Guðfinna andaðist árið 1986, en þá seldu þær systur föðurleifð sína og fluttist hún, við þær aðstæð- ur, til systur sinnar, en eftir lát mágs síns. Við umönnum móður sinnar, bæði í ekkjudómi hennar sem elli, sýndi Hólmfríður og þær systur báðar, þvílíka ræktarsemi, alúð og kærleika að slíkt hefi ég ekki séð betra í annan tíma, en auk hennar varð föðursystir mín - og tengdamóðir eldri systurinnar - einnig aðnjótandi sömu hlýjunnar og nærgætninnar, uns hún lést 100 ára að aldri árið 1990, og vil ég hér, við dánarbeð þeirrar yngri, þakka systrunum báðum, heilshug- ar, allt það sem frændkonu minni var vel gjört af þeim á langri sam- vistarævi. „Hans skal ek í hvert sinn at góðu geta, þá er ek heyri góðs manns getið,“ mælti Jón biskup Ögmundsson um fóstra sinn ísleif biskup, og eins fer mér - að vart er unnt að nefna nafn Fríðu öðru- vísi en geta systur hennar Dóru í leiðinni, því svo voru þær samrýnd- ar allt sitt líf, að vart gætu tvíbur- ar verið hvor öðrum nánari en þær saman. Í uppeldi, lífsþroska, and- streymi og meðbyr öxluðu þær hvor annarrar byrði og heimili Dóru stóð yngri systurinni ávallt opið, enda deildu þær íbúð mörg síðustu miss- erin sem óaðskiljanlegir vinir og hjálparhellur í miklum veikindum þeirra beggja til skiptis - og þar kvaddi Fríða aðhlúandi systur sína, vakandi sér við hlið, um óttuskeið þann 13. þ.m., í ferð sem öllum er fyrirhuguð. Sú eldri hefir misst mikið nú síðustu árin eða móður, makann, tengdamóður og systur - meira en helminginn af sjálfri sér. Nú við þáttaskil kveð ég vinkonu mína til áratuga og bið henni bless- unar og velfarnaðar um ókunna stigu og Ijóssins heim. I leiðinni þakka ég henni trausta og einlæga vináttu á liðinni tíð. Eftirlifandi systur hennar votta ég dýpstu samúð okkar hjóna, dætra okkar og fjölskyldna, móður og ættmenna, og bið henni styrks og blessunar þess, sem sólina skóp. Farin er væn kona og drengur góð- ur. Kjartan P. Kjartansson. Að morgni 13. júní hringdi sím- inn. Var það Dóra, systir Fríðu sem lét mig vita að Fríða okkar væri öll. Alltaf kemur þessi frétt óvænt þrátt fyrir að ég vissi að Fríða mín væri búin að beijast við illvígan sjúkdóm undanfarin ár. Kynni mín af Fríðu hófust fyrir um 30 árum, þar sem hún annaðist skrifstofuhald í Tónlistarskólanum í Reykjavík og ég sá um uppgjör skólans. Mikið þótti mér titþessarar stórkostlegu konu koma, sem hafði bæði mikla reisn og var sérlega myndarleg. Allt sem Fríða sá um var gert af reglusemi og snyrti- mennsku. Ég bar mikla virðingu fyrir Fríðu. Á þeim árum sem við störfuðum saman kynntist ég henni alltaf bet- ur og betur. Þó að mikill aldursmun- ur væri á milli okkar virtist það ekki skipta máli. Þegar Ólafur sonur minn fór að leika á píanó fylgdist Fríða vel með honum og kom á alla tónleika sem hann hélt, enda mikill píanóleikari sjálf. í hennar veikindum náðum við mjög vel saman og þá fann ég sérstaklega fyrir allri þeirri hlýju sem hún hafði til að bera. Það er mikill missir að Fríðu minni, en stærsti missirinn er fyrir Dóru systur hennar sem var Fríðu allt, enda voru þær systur sérstak- lega samrýndar. Ég bið góðan Guð að blessa þig, Dóra mín, í sorg þinni. Guðrún Ólafsdóttir. Enn og aftur erum við minntar á það hversu bilið er örstutt á milli lífs og dauða og áður en varir er kveðjustundin runnin upp. Sú systir sem í gær var meðal okkar er í dag horfin yfir móðuna miklu. Á slíkri stundu leitar hugurinn til hins liðna með þakklæti fyrir áratuga vináttu og árangursríkt starf að sameigin- legum áhugamálum. Hólmfríður Siguijónsdóttir var stofnfélagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur og tók frá upphafi virkan þátt í stjórn og var formaður árin 1963-1965. Hún var ætíð boð- in og búin til allra starfa fyrir klúbb- inn okkar bæði innanlands og utan. Má þar nefna fulltrúa- og sendifull- trúastörf. Hún sat afmælishátíð Alþjóða- samtaka soroptimista í Rómaborg sem eini fulltrúinn frá íslandi. Og einnig sat hún Alþjóðamót sorop- timista í Sheffield í Englandi. Þar voru íslenskir soroptimistar með sýningu frá Vestmannaeyjagosinu. Evrópusambandið hafði sent pen- inga úr Action Fund til aðstoðar við uppbyggingu Elliheimilisins þar. Það kom sér mjög vel í viðbót við eigið aflafé sem klúbburinn hafði lagt fram. Hólmfríður var forseti Soroptim- istasambands íslands árin 1978- 1980 og gegndi ýmsum störfum á vegum þess fram á síðasta aldursár. Hólmfríður var afar heilsteypt kona, skapföst, trygglynd og traustur vinur. Öll hennar störf voru unnin af sérstakri alúð og nákvæmni. Kærleiksþel hennar til náunga síns kom best í ljós þegar mest á reyndi. Við klúbbsystur kveðjum hana með þakklæti og söknuði og send- um eftirlifandi systur hennar, Dóru Siguijónsdóttur, innilegar samúð- arkveðjur. Guðrún og Halldóra. Við lát Hólmfríðar Siguijóns- dóttur hvarflar hugurinn aftur til þess tíma um 1960 er við hófum daglegt samstarf í Tónlistarskólan- um í Reykjavík, samstarf sem átti eftir að vara í meira en þijátíu ár. Ég hafði tekið við stjórn skólans skömmu áður og í kjölfar þess fengið því framgengt, að daglegur rekstur skólans og Tónlistarfélags- ins var aðskilinn og rekstur og fjár- reiður allar lagðar í hendur skóla- stjóra. Þessi skipan mála gerði það að verkum að ég þurfti að fá trausta aðstoð á skrifstofunni, þó aðeins einhvern í hlutastarf, því meira réð skólinn ekki við á þeim tíma. Varð það úr að ég fékk Hólm- fríði, gamla skólasystur mína úr Tónlistarskólanum, til þess að taka þetta starf að sér til bráðabirgða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.