Morgunblaðið - 20.06.1997, Page 24

Morgunblaðið - 20.06.1997, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 LISTIR f- íslenskir tón- leikar í Flórens Kór íslensku óperunnar fór í söngferðalag * til Norður-Italíu. Guðrún Guðlaugsdóttir hlustaði á tónleika kórsins í Flórens. Spæjar- inn og spillingin KVIKMYNDIR Háskólabíó Alain Dclon hátíö Löggumorð „Pour la peau d’un flic“ Leikstjóm og framleiðsla: Alain Delon. Handrit: Catharine Prevert. Aðalhlutverk: Alain Delon, Anne Parillaud. Frakkland 1981. Enskur texti. FRANSKI leikarinn Alain Delon er allt í öllu í myndinni Löggu- morði, sem sýnd er á forvitnilegri hátíð honum til heiðurs í Háskóla- bíói. Hann leikstýrir og framleiðir og fer með aðalhlutverkið í mynd- inni en hann leikur einkaspæjara er rannsakar dularfullt hvarf blindrar stúlku. Delon er mjög í essinu sínu í Löggumorði og tekur hlutverkið mátulega alvarlega enda varla annað hægt. Það er einhver alvörulaus bragur yfir henni, furðuleg blanda af spennu og gamni, sem gerir hana léttvæga afþreyingu. Einkaspæjárinn, rétt eins og myndin öll, er mjög sniðin að amer- ískri fyrirmynd. Hann er eitilharð- ur í viðskiptum sínum við misindis- menn, ekur um á mótorhjóli, káfar á einkaritaranum sínum (sefur reyndar hjá henni fyrir rest) og situr stundum íbygginn og hugsar. Myndin er frá árinu 1981 og hefur elst með nokkru hraði. Delon, sem stýrir henni sjálfur, á mjög erfitt með að halda samhengi í frásagn- arstílnum. Markmiðið hefur verið að gera hressilega og sportlega glæpamynd þar sem ekki er dauð- ur punktur og viðleitnin er allat- hyglisverð. Þá hefur tilgangur Delons ekkert síður verið sá að fá tækifæri til þess að njóta sín til fulls sem hetja í löggumynd og það tekst honum sem hjartaknúsari bæði og harðnagli; stundum fer hann á kostum. Skemmtilegur viðvaningsbragur er á slagsmálasenum og skotbar- dögum miðað við það sem gengur og gerist en í myndinni er ansi fagmannlegur bflaeltingaleikur, að amerískum hætti auðvitað, og handritið er lunkin spennusaga um spillingu, mannrán og dópinnflutn- ing, sem Delon og félagar flétta ofan af. Senuþjófur myndarinnar er án nokkurs efa hin kornunga Anne Parillaud, sem leikur einka- ritarann unga með glæsibrag. Of- notkun Delons á dúndrandi tónlist- arinnskotum milli atriða vekur ómælda kátínu. Arnaldur Indriðason KÓR íslensku óperunnar hélt tónleika í L’Orat- orio dei Vanchetoni kirkjunni við Via Palazzolo í Flórens mánudags- kvöldið hinn 16. júní sl. Sljórn- andi var Garðar Cortes, ein- söngvari Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, undirleikari John Beswick. Þau Alda Ingibergs- dóttir og Eiríkur Hreinn Helga- son sungu einsöng í einu verki. Kirkjan sem tónleikarnir voru haldnir í er gömul, byggð árið 1602 af Matteo og Giovanni Ni- getti til vegsemdar Ippolito nokkrum Galatini sem Leon páfi 12. hafði gert að dýrðlingi vegna starfa hans meðal fátækra. Byggingarf ramtakið var styrkt af ríkum fjölskyldum á svæðinu. Kirkjan er í lofti og á veggjum skreytt fagurlega máluðum freskum og innanstokks eru fornfálegar timburinnréttingar, stólar og bekkir. Þegar blaða- maður mætti á staðinn, eftir nokkra leit í 33 stiga hita að kirkjunni, voru kórfélagar að tín- ast inn. Þetta voru fjórðu og síð- ustu tónleikar kórsins á ferð hans um Norður-Italíu. Aður hafði kórinn sungið í bæjunum Riva del Garda við Garðavatnið, í Bassano del Grappa og Bologna. Að sögn Garðars Cortes kór- sljóra voru þeir tónleikar fjöl- sóttir og kórnum mjög vel tekið. „ Aheyrendur þar kunnu greini- lega vel að meta alla efnisskrá okkar, ekki síst ítölsku óperutón- listina, en það er erfitt að fara til Italíu og syngja ítalska óperu, rétt eins og það væri erfitt fyrir italskan kór að koma til Islands til þess að syngja íslensk þjóð- lög,“ sagði Garðar þegar blaða- maður ræddi stuttlega við hann rétt áður en tónleikarinir í Flór- ens hófust. Ekki er nú hægt að segja að þessir tónleikar hafi verið ræki- lega auglýstir. Hjá upplýsinga- þjónustu fyrir ferðamenn við hið fræga Uffizisafn í Flórens kann- aðist starfsfólk ekki við þessa fyrirhuguðu tónleika, né heldur voru þeir auglýstir á tónleikasíð- um þeirra dagblaða sem blaða- maður skyggndist í til þess að fregna hvenær þeir ættu að hefj- ast. En á kirkjuhurðinni voru þeir auglýstir. Það er bæjarráð viðkomandi staða sem sér um auglýsingar vegna listamanna- heimsókna af því tagi sem þarna var um að ræða. Og vel má vera að tónleikarnir hafi verið aug- lýstir á öðrum vettvangi, í það minnsta fóru gestir sem óðast að koma sér fyrir á bekkjum og stólum meðan söngvararnir luku undirbúningi sínum og blaða- maður skoðaði efnisskrána. Fyrir hlé voru að mestu flutt- ar íslenskar söngperlur. Tón- leikarnir hófust á Gloría tibi Jóns Asgeirssonar, á eftir fylgdu Sofðu unga ástin mín og Maí- stjarnan. Þessum lögum skilaði kórinn þann veg að hugur blaða- manns fylltist stolti. A eftir fylgdu lög eftir Sigfús Einarsson og Jón Nordal sem kórinn skil- aði líka með ágætum. Næst voru verk Árna Thorsteinssonar og Sigvalda Kaldalóns sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng ein- söng í. Bæði voru þau afbragðs vel flutt, ekki síst Ave María sem hrærði hjarta blaðamanns og kom út tárum á sessusnaut hans. Söngur Ólafar Kolbrúnar var sannarlega með ágætum. Söng- ur hennar í þeim erlendum verk- um sem flutt voru fyrir og eftir hlé sannfærði greinilega við- stadda Itali um hæfileika og kunnáttu söngkonunnar. í sam- tali við blaðamann sagði Mr. Gianfranko Guiddboni, formað- ur menningarmálanefndar Flór- ens, að söngur Ólafur Kolbrúnar væri mjög góður, saman færi yndisleg rödd og góð söngtækni. Um kórinn sagði Mr. Guidd- boni að hann væri vissulega góð- ur en þyrfti helst að syngja í stærri sal, einkum taldi hann sópraninn fullháværan miðað við aðrar raddir kórsins. Um söng- stjórn Garðars Cortes sagði Gu- iddboni að hann væri hæfileika- maður, greinilega með næmar og ríkar tilfinningar, túlkun verkanna tæki mið af því. í sama streng tóku þau Mr. Pratezi Marco og Mrs. Calabri, en hann hefur yfirumsjón með því starfi sem fram fer í kirkjunni og hún hefur milligöngu í samskiptum opinberra aðila og þeirra lista- manna sem þarna koma fram. Þessi kirkja er ekki stór en þyk- ir gott tónleikahús og víst var að hljómburðurinn var þar góður. Það var afskaplega gaman að fylgjast með svipbrigðum Ital- anna þegar kórinn söng að lok- um verk eftir ítölsku meistarana Giuseppe Verdi og Pietro Mascagni. Þegar kórinn hóf að syngja Va pansiero úr Nabucco var í fyrstu vantrú í andlitssvip hinna ítölsku áheyrenda sem breyttist fyrr en varði í blítt bros og þeir vögguðu sér ánægð- ir eftir hljómfalli þessa greini- lega elskaða verks á Italíu. Þá var ekki síður athygli þeirra vakandi þegar Ólöf Kolbrún söng aríuna La vergine degli angeli úr Valdi örlaganna og var augljóst af viðtökunum að þeim þótti verulega til um frammi- stöðu hennar, sem og i lokaaríu tónleikanna Ineggiamo il Signor úr Cavalleria Rusticana. Eftir aukalagið, Ave Mariu Kaldalóns, söng kórinn íslenska þjóðsöng- inn og kallaði kórstjórinn þá við- stadda Islendinga í salnum með í sönginn sem kalli hans vildu hlýða. Þetta var hátíðleg stund enda nálgaðist nú óðum aðfara- nótt þjóðhátíðardagsins. Á sjóð- heitri erlendri grund verður ís- land með víðsýni sitt og kaldan andblæ æði ofarlega í sinni. Allt sem er okkar ágætu fóstuijörð til sóma í útlöndumgleður hjart- að og söngur Kórs íslensku óper- unnar er sannarlega af því tagi. Þar fer saman góðar og vel þjálf- aðar raddir og metnaðarfull og næm kórstjórn. KÓR íslensku óperunnar. Brotist út úr einhverfu BÆKUR Rcynslusaga HÉR LEYNIST DRENGUR eftir Judy Barron og Sean Barron. Mál & Menning, Reykjavík 1997.265 bls. EINHVERFA er þroskahömlun sem truflar getu einstaklings til tjáningar og félagslegra samskipta. Hegðunarmynstur þeirra sem greinast einhverfír brýtur oft ræki- lega í bága við það sem talið er eðlilegt. Algeng einkenni eru ástæðulaus æðisköst, óstjórnleg þörf fyrir endurtekningar og ýmis konar áráttuhegðun. Skilgreining á einhverfu er ekki einhlít og sérfræð- inga greinir á um þetta ástand og orsakir þess. Einhverfa er ekki geð- truflun heldur taugafræðileg brenglun sem hefur áhrif á starf- semi heilans, einkum á þær stöðvar sem lúta að rökhugsun, félags- þroska og tjáskiptum. Einhverfu er ekki hægt að lækna að fullu en hægt er að draga úr einkennum, jafnvel að miklu leyti, með sér- hæfðri meðferð, atferlismótun og þjálfun. Framan af var einhverfum oftar en ekki komið fyrir á hælum en ný vitneskja og breytt viðhorf hafa aukið til muna möguleikana á því að leysa einstaklinga úr viðjum einhverfu og gera þeim kleift að spjara sig í samfélagi við aðra. Sagan Hér leynist drengvr, sem mæðginin Judy og Sean Barron segja, lýsir baráttu við einhverfu hins síðarnefnda. Frásögnin fylgir Barronfjölskyldunni í nærfellt þijá- tíu ár, frá fæðingu Sean. Drengur- inn er fjögurra ára þegar hann er greindur einhverfur en þrátt fyrir það reynist hjónunum Judy og Ron vægast sagt torsótt að fá haldgóðar upplýsingar og hvað þá vitræna meðferð til handa einhverfum syni sínum. Þau reka sig hvarvetna á skilningsleysi, fordóma og nei- kvæðni, meira að segja í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Þetta umburðar- leysi kemur sjálfsagt fáum á óvart en er umhugsunarvert þegar aldur Sean er skoðaður. Hann fæddist 1961 og er því 36 ára í dag: þjóðfé- lag fordómanna sem um ræðir því bandarískt samfélag á sjöunda ára- tugnum og fram undir þann tíunda. Ástandið hefur varla verið skárra annars staðar í heiminum. Hegðun Sean er svotil stjómlaus fyrstu árin og skánar lítið fyrr en komið er vel fram í gelgjuskeið. Atferli hans tók á sig illskiljanlegar og ótrúlegar myndir. Tengsl drengsins við umheiminn voru ákaf- lega brengluð og framan af gat hann hvorki sýnt hlýju né þegið hana. Sean var meira eða minna ofvirkur og segist ekki hafa þekkt móður sína úr hópi annarra kvenna fyrr en á fimmta aldursári! Frásögninni er þannig háttað að móðirin skrifar formála, meginmál og eftirmála. Lýsingar sonarins á sama tímabili og af sömu atburða- rás, frá sjónarhorni hins einhverfa drengs, er síðan skotið inn í frásögn móðurinnar. Frásögn hans verður skiljanlega umfangsmeiri eftir því sem á líður. Þessi tvöfalda frásögn gefur lesanda skýrari mynd af at- burðum og því andrúmslofti sem ríkt hefur innan veggja heimilisins. Það má hins vegar velta því fyrir sér hversu sannferðug frásögn Sean, í fótsporum þrítugs manns, getur talist af hugsunum einhverfa og einangraða barnsins Sean. Stundum finnst manni skilgreining- ar Sean á eigin athæfi, á ástæðum fyrir skringilegri hegðun, einum of lærðar eða fullorðnislegar, og geti varla tilheyrt hugsunum barns, hvað þá barns sem hefur ekki náð tökum á tungumálinu (og þar með skilgreiningum). Túlkunin hlýtur að einhveiju marki að koma til eft- irá. Hugsanlega hefði mátt skerpa annars áhrifamikla frásögn eitt- hvað með því að fara örlítið hraðar yfir sögu á stöku stað. Vandamál sem upp koma eru keimlík og því e.t.v. óþarft að tíunda eins margar uppákomur og gert er. Uppbygging er þó góð og íslenski textinn ákaf- lega lipur og laus við allt tildur. Það er sneitt hjá óþarfa tilfinning- semi og væmni en áhersla lögð á opinskáa og ýkjulausa lýsingu á tilfinningum fjölskyldumeðlima og linnulausu stríði þeirra við erfiða fötlun. Geir Svansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.