Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJANA KRISTINSDÓTTIR + Kristjana Krist- insdóttir fædd- ist í Sandgerði 26. desember 1946. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Steinunn Eyjólfs- dóttir, f. 23.9. 1916, og Kristinn Hjör- leifur Magnússon, f. 13.4. 1984. Krisljana var önnur elst í hópi sex systkina, sem eru Hrefna, Hjördís, Sigrún, Magn- ús og Sólveig. Hinn 14. nóvember 1971 gift- ist Kristjana eftirlifandi eigin- manni sínum, Randveri Ár- mannssyni, og eignuðust þau þijú börn. 1) Steinunn Yr, f. 16. júlí 1971, 2) Erla Hrönn, f. 7. október 1973, og 3) Pálmi Freyr, f. 15. ágúst 1975, unn- usta hans er Guðbjörg Björns- dóttir. Útför Kristjönu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Görðum, Álftanesi. Hver var þessi stúlka frá Sand- gerði sem sóst var eftir að fá í síld- arsöltun á Norðfjörð sumar eftir sumar. Hún var fljótust að salta á Sæsilfursplaninu, og það var til þess tekið, hve falleg hún var, góð og létt í skapi. Ég átti eftir að kynnast þessari stúlku vel því hún varð mágkona mín. Hún giftist Randver, yngsta bróður mínum, og varð það mikið gæfuspor fyrir þau, okkur systkinin og fjölskyldur okkar, því svo sam- taka hafa þau verið í að taka þátt í allri gleði og raunum sem yfir hafa gengið í gegnum árin. Kristjana var einstök mannkosta- kona sem alltaf var reiðubúin að rétta hjálparhönd. Bömin þeirra þijú fóru ekki varhluta af umhyggju hennar og ást og bera þau þess öll glöggt vitni í dag. Móðir okkar öldr- uð og lasburða, sem nú er látin, og systir okkar, sem átt hefur við veik- indi að stríða, fluttust suður til Reykjavíkur fyrir ellefu árum. Randver og Kristjana reyndust þeim einstaklega vei, og fyrir það vil ég nú færa fram sérstakar þakkir. Elsku Randver, reynsla þín nú er ekki sú fyrsta í óblíðum örlögum sjúkdóma og slysa. Þú hefur þurft að standa frammi fyrir þeim of oft og of snemma á ekki langri ævi. Ég veit að missir þinn nú er án efa sá sárasti, þegar þú þarft að sjá á eftir þinni ástkæru Sjönu. Það er sorglegra en tárum taki, hve lengi hún þurfti að beijast við þann ógn- vekjandi sjúkdóm, sem svo marga leggur að velli. En hún stóð sig sem hetja í þessu stríði, og það gleymist ekki, hve fimlega hún gat slegið á létta strengi í hveiju upprofí. Og það var í senn ánægjuiegt og að- dáunarvert að sjá hve vel þið stóðuð ykkur allan þennan tíma, samhent sem ávallt fyrr með bömin ykkur við hlið. Minning um mæta konu lifir. Hafi hún þökk fyrir allt það sem hún hefur fyrir okkur gert. Samúð- arkveðjur og Guðs blessun sendi ég Randver og börnunum, dáðri móður Kristjönu í Sandgerði og systkinum hennar. Hvíl í friði. Kolbrún. Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. (St. St.) Mig skortir orð til þess að lýsa samúð minni og sorg, enda eru orð- in lítils megnug á þessari stundu. Dauðinn fellir jafnt og þétt blóm vallarins. Þau falla oft nokkuð langt í burtu, og stundum finnst okkur val hans næsta handahófskennt. I þetta sinn var dauðinn að verki miklu nær og valdi sér stilk, sem við væntum að mætti standa og njóta sín miklu lengur. En lög- mál lífsins er jafnan þungskilið. Örlögin leika sér að gersemum okkar, stundum án þess að tilgangurínn sé ljós. Kristjana hefur nú háð sitt lokastríð, sem enginn fær vikizt und- an. Stríð hennar var langt, en hún barðist af miklum hetjuskap og æðruleysi og naut einstakrar umhyggju eigin- manns og barna, sem iéttu henni án efa þungbærar stundir. En vá- gesturinn mikli reiddi hátt til höggs, og þar kom, að ekki varð lengur undan vikizt. Kristjönu var búið gott veganesti úr foreldrahúsum, og að því hefur hún búið til hinzta dags. Með lífi sínu og störfum hefur hún sýnt og sannað, hvert það veganesti var. Slík rós sem hún sprettur ekki úr harðhnjóskumold, heldur aðeins af traustum og sterkum stofni, sem mótast hefur af gjöfulli jörð og not- ið hefur sólar himins, teygað hreint loft og storkað stormunum. Sannar- lega er það gæfa að verða aðnjót- andi slíkra erfða og eðliskosta og bera þeim vitni ævilangt. Það eru fegurstu eftirmæli, sem flytja má foreldrum sínum. Kristjönu kynntist ég fyrst fyrir rúmum aldarfjórðungi. Það var á heimili hennar í Sandgerði. Ég fékk það verkefni að aka konuefni mínu þangað í þeim tilgangi að líta fyrsta barn Kristjönu og Randvers augum, en jafnframt gafst tækifæri til þess að kynna ökumann fyrir frænda og unnustu hans, sem mikið mark var tekið á. Því skal ekki neitað, að harla þótti mér þetta undarleg ráðs- mennska í frumbernsku tilhugalífs- ins. En strax og fundum okkar bar saman varð mér ljóst, að það var einlæg virðing og væntumþykja, sem var kveikjan að þessari Suður- nesjaferð; hughrif, sem ég átti brátt eftir að finna og oft að sjá, að Krist- jönu og Randver var einstaklega eiginlegt að kalla fram. Upp frá þeirri stundu hafa ég og mínir notið vináttu þeirra, umhyggju og fjöl- margra samverustunda í blíðu og stríðu, á heimilum okkar og á ferða- lögum innanlands sem utan. Hefur sú samfylgd verið ómetanleg og án efa skilað meiru en hugurinn grein- ir og orð fá lýst. Á fallegu og hlýlegu heimili Kristjönu og Randvers hefur jafnan verið gestkvæmt mjög. Þar hefur Kristjana án efa hlaðið sínar beztu vörður. Alúðin, umhyggjan oggest- risnin hefur ávallt verið í fyrir- rúmi, og gleði, uppörvun og velvild hefur óspart verið látin í té. Krist- jana var ímynd alls hins bezta. Hún geislaði af lífi og gleði, nett og kvik, hógvær og hjartahlý, og hún lifði lífinu eins og bezt er hægt að hugsa sér. Hún var litfríð og ljós- hærð og létt undir brún, og það fór ekki á milli mála, að þeim fjöl- mörgu vinum hennar, sem í dauð- ans angist fylgdust með líðan henn- ar síðustu vikur, þótti vænt um hana og þeir óskuðu þess heitt, að hún fengi að horfa út í ljósið leng- ur en raun er orðin á. Það er þungbært, þegar slíkar gersemar falla í valinn á góðum aldri. Okkur munar svo um hveija slíka. Það skynjar höfuðið. Hjartað finnur til með öðrum hætti, og í svipinn er óbærileg sú tilhugsun ættingja og vina að eiga aldrei fram- ar eftir að hitta þessa öndveg- iskonu. Aldrei að setjast með henni og hlýða á dillandi hláturinn, aldrei að sitja að spjalli á góðri stund og aldrei að virða fyrir sér hýran og heiðríkan svip hennar og verða nýir og betri menn af því að skynja góð- mennsku hennar og hjartahlýju. Og þegar blær langra og góðra kynna hefur borizt með vorsólinni, þá leit- ar óneitanlega á hugann sú hugsun í öðru ljóði eftir Stein Steinarr: hvort erum við heldur hin, sem eftir lifa, eða hún, sem dó? Á sárri skilnaðarstund er efst í huga fjölskyldu minnar þakklæti fyrir einstaka vináttu, umhyggju og samfylgdina alla. Randver, börn- unum, móður og öðrum ástvinum sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur með ósk um að þeim veitist huggun og styrkur í þungum harmi. Megi bjartar minningar lýsa veginn úr dimmum dal. Ingimundur Sigurpálsson. Elsku hjartans vinkona, nú er komið að kveðjustund og í hugann koma ljúfar minningar. Allar eru þær tengdar skemmtilegum stund- um er við hjónin áttum saman síð- astliðin 17 ár. Það eru 17 ár síðan við kynntumst fyrir alvöru en þá stofnuðum við okkar fyrirtæki. Það er erfitt í dag að sjá morgun- daginn án þín, því frítíma okkar eyddum við mikið saman. Þeir eru ófáir kílómetrarnir sem við höfum lagt að baki í göngum og ferðalögum innan lands og utan. Á milli íjölskyldna okkar sköpuð- ust sterk bönd, svo sterk að óijúfan- leg eru. Þín ljúfa lund, fallega bros og allt viðmót átti ekki síst þátt í því hversu náin tengsl voru á milli okkar. Við fórum okkar síðustu ferð til útlanda í lok nóvember. Við ætluð- um svo sannarlega að halda upp á lok lyfjameðferðar þinnar sem stað- ið hafði í eitt ár. En daginn áður komu vondu fréttimar, meinið hafði sáð sér víðar. Ferðin var farin, en undir öðrum kringumstæðum en fyrri ferðir okkar. Nú hafði sá dóm- ur fallið sem réð um ævilok. Með glæsileik og óbilandi lífsvilja gekkstu götuna alla fram veginn. En þú, Kristjana okkar, stóðst ekki ein, því við hlið þér var traustur og elskulegur maki, yndisleg böm og samstillt fjölskylda. Elsku Randver. Síðustu vikurnar, þegar þú vékst ekki frá sjúkrabeði konu þinnar, fundum við svo vel þá elsku og ást sem alltaf endurspegl- aði hjónaband ykkar. Nú kveðjum við þig að sinni, elsku besta vinkona, þín er sárt saknað en við munum ætíð minnast þín. Elsku Randver, Steinunn, Erla Hrönn, Pálmi, Guðbjörg og fjöl- skylda. Megi góður Guð hjálpa ykk- ur og styrkja í ykkar djúpu sorg. Elsku Kristjana, blessuð sé minn- ing þín. Edda og Eiríkur. Hvað er hægt að segja þegar kona í blóma Iífsins er hrifín frá fjölskyldu sinni og samferðafólki? Þegar við skólasystur Kristjönu fréttum um andlát hennar var okkur tregt tungu að hræra, en tárin sögðu sína sögu. Kynni okkar hófust haustið 1964, þegar 43 ungmeyjar hvaðanæva af landinu komu til náms við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfírði. Kristjana var lífsgleðin og heilbrigðin uppmál- uð, og ef kosin hefði verið vinsæl- asta stúlkan í hópnum hefði engin verið líklegri til að hljóta þann titil en hún. I hugum okkar var alltaf sólskin í kringum hana því útgeisl- unin, sem hún hafði, var einstök. Þegar skóla lauk skildu leiðir flestra og hver fór til síns heima. Kristjana giftist fljótlega æskuást- inni sinni og saman komu þau sér upp fallegu heimili og fljótlega voru þau orðin fimm. Það er eiginlega ekki hægt að hugsa sér meiri gæfu en að fá konu eins og Kristjönu. Glaðlyndi, fegurð, hjálpsemi og til- litssemi voru meðal vöggugjafa hennar enda gerði Randver eigin- maður hennar sér vel ljóst að hún var hans lífsakkeri. í móðurhlut- verkinu var höndunum ekki kastað til og bera systkinin þess glöggt merki að vel hafi verið að þeim búið og góðir eiginleikar þeirra ræktaðir af kostgæfni. Fljótlega eftir að skóla lauk stofn- uðum við skólasysturnar sauma- klúbb og lagði Kristjana þar ætíð gott til málanna ásamt því að vera hrókur alls fagnaðar. Kristjana átti góða ævi, en alltof stutta; hún var afskaplega þakklát fyrir að eiga einstakan eiginmann og yndisleg börn enda var hugur hennar bundinn þeim. Við skólasyst- urnar vottum þeim, svo og móður hennar og systkinum samúð okkar, en um leið leyfum við okkur að minna á að þeim hlotnaðist mikil gæfa með því að eignast hlutdeild í Kristjönu Kristinsdóttur. Skólasystur frá Varmalandi 1964-65. Á kveðjustundu langar mig að minnast Kristjönu elskulegrar vin- konu minnar. Hetjulegri baráttu er lokið. Baráttu, þar sem þú gafst aldrei upp vonina. En Guð ræður og vegir hans eru órannsakanlegir. Hver getur verið tilgangurinn? Okk- ur finnst þetta óréttlátt og svo sárt. En hvílík hetja sem þú varst. Myndir liðinna ára streyma fram í hugann. Það var fyrir rúmlega 30 árum að við kynntumst. Við fórum saman á síld austur á Neskaupstað, fjórar ungar og ólofaðar. Auk okkar tveggja voru Hjördís systir þín og Ása Amlaugs. Þetta sumar var ekki mikil síldveiði, en við nutum dvalar- innar eystra. Við notuðum frítímann til hannyrða og spilamennsku og að sjálfsögðu sóttum við böllin. Við lögðum okkur fram um að vera fín- ar, settum í okkur rúllur og túberuð- um hver aðra. Á Neskaupstað kynntist þú draumaprinsinum honum Randver. Ég man gleði þína þegar hann kom suður og þið bundust tryggðarbönd- um. Fljótlega eftir þetta stofnuðum við báðar heimili. Við bjuggum báð- ar í Breiðholtinu og eiginmenn okk- ar fóru saman til sjós. Mikið voru þetta yndisleg ár. Börnin fæddust og allt lék í lyndi. Þú varst svo mynöarleg húsmóðir, snyrtileg og fær í öllum þínum verkum. Seinna fluttum við öll í Garðabæ og vorum áfram nágrannar. Þar uxu börnin okkar úr grasi og við nutum samvista. Þú helgaðir þig uppeldi og heimilisstörfum um árabil. Ég hef oft haft á orði hve börnin þín voru gæfusöm. Þau bera uppeldi og eiginleikum ykkar fagurt vitni. Heimilið og börnin voru ykkur allt. Margar samverustundir áttum við Dóri með ykkur Randver, á heimil- um okkar, einnig í göngu- og leik- húsferðum og minnist ég þeirra með þökkum. Við áttum því láni að fagna að vera samstarfsmenn í Hofsstaða- skóla síðastliðin þrjú ár. Þar starf- aðir þú í gæslunni og umvafðir börn- in með kærleika þínum. Þín mun verða sárt saknað af börnunum og samstarfsfólki. í Lionsklúbbnum Eik höfum við verið saman í mörg ár. Margar minningar tengjast því og ég er þér þakklát fyrir stuðning og hvatningu sem þú veittir mér ætíð. Við höfðum báðar tekið sæti í næstu stjórn og verður þín sárt saknað úr þeim hópi. Síðasti fundur sem við fórum saman á var jólafundur í Hallgrímskirkju. Hann verður mér ógleymanlegur. Elsku Kristjana, svo dundi ógæf- an yfír. Þú veiktist af krabbameini og fórst í erfiða meðferð. Þú varst alltaf bjartsýn, jákvæð og svo ein- staklega dugleg. Randver og börnin umvöfðu þig kærleika sínum. En þú hafðir svo mikið að gefa þeim og okkur ölium. Annað áfall reið yfir og baráttan þyngdist. En þú hetjan okkar stóðst meðan stætt var. Ég átti með þér ógleymanlegar stundir í veikindum þínum. Sá sál- arstyrkur sem þú sýndir, var mér oft óskiljanlegur. Þú varst alltaf bjartsýn og ætlaðir ekki að gefast upp. Þér fannst þú eiga svo mörgu ólokið. Það er mikil gæfa að eign- ast slíkan vin sem þú varst. Ég bið Guð að varðveita þig. Minning þín mun ylja okkur um ókomin ár. Megi Guð gefa Randver og börnum ykkar styrk í sorginni. Sigurveig Sæmundsdóttir. Við Kristjana hittumst fyrst fyrir 18 mánuðum, þá á 3. degi vorum við færðar saman á stofu. Kristjana reyndist við fyrstu kynni ákaflega hæg, hljóðlát og blíð kona og það breyttist ekki við nánari kynni. Svo einkennilega vildi til að saga okkar var í flestu lík, ástæða fyrir veru okkar þarna upp á dag (þó hennar bæri bráðar að), biðin eftir endan- legri niðurstöðu og loks niðurstaðan, allt það sama. Eg fann fljótt hve það er gott að eiga einhvem að tala við sem er í sömu aðstöðu og maður sjálfur. Svo hefur Kristjönu ef til vill fundist líka. Að minnsta kosti varð það svo að við hittumst viku- lega í eftirmeðferð í heilt ár. Við bárum saman bækur okkar, um heilsu, líðan og líðan fjölskyldunnar. Ætíð var létt yfir samræðum okkar þó innihald umræðunnar væri oft grafalvarlegt. Að mörgu leyti varð þetta góður tími. Sigurður, læknir- inn okkar og hjúkrunarkonurnar eru fagfólk fram í fingurgóma og léttu okkur meðferðina með tiltækum ráð- um og smám saman varð þessi rút- ína á vissan hátt heimilisleg. Við gáfum okkur tíma til að spjalla og sitt á hvað kláraði önnur sprautuna og skreið svo hin okkar undir heita sængina og sögðum að við værum að spara lín fyrir spítalann. Óþæg- indin af meðferðinni þarf ekkert að tíunda en við vorum sammála um að í annan tíma fengjum við ekki betri æfíngu í Poliíönnuleik. Það er svo skrítið og enn og aftur sannast það að sá sem er veikari og maður vill gera allt fyrir af van- mætti sínum reynist sá sem verður sterkari og sá sem gefur. Ég sagði Kristjönu að ég dáðist að henni fyr- ir að hætta ekki í meðferðinni þegar stóra áfallið kom. Hún sagði: Maður gerir þetta ekki fyrir sig, heldur sína nánustu. Þetta er ekki eitthvað sem maður vill, heldur verður. Kristjana sagði mér að í gegnum þetta hefði hún aldrei komist nema með hjálp mannsins síns sem hún sagði að hefði reynst sér allt. Þó sjúkdómur- inn hafi haft sitt fram má ekki gleyma því að þessi tími varð bæri- legur fyrir hjálp þeirra sem næst standa. Þegar fólk í blóma lífsins verður sjúkt, hendir marga að neita að horf- ast í augu við möguleikann á að allt tapist. Ég er ekki því sammála að best sé að láta sem ekkert sé. Við Kristjana ræddum þetta oft og við höfðum aflað okkur nákvæmra upp- lýsinga um það sem við var að eiga. Það var því með fullum kjarki sem Kristjana horfðist í augu við það sem framundan var og fór alveg _ rétta leið að því að afla sér hjálpar. Á hún virðingu mína alla fyrir það hvernig hún með sínu hæga og ljúfa lundar- fari vann úr þessari lífsreynslu. Björg Sveinsdóttir. í dag kveðjum við Kristjönu Kristjánsdóttur. Kristjana kom til starfa í Hofsstaðaskóla haustið 1994 og var starfsmaður í skólaathvarfi nemenda. Kristjana var okkur í skól- anum að góðu kunn því börn hennar höfðu verið í skóla hjá okkur. Þessi elskulega og vandaða kona féll öllum vel í geð og jákvæðir eig- inleikar hennar nýttust sérstaklega vel í starfi hennar með börnunum í Hofsstaðaskóla. Hún átti sinn þátt í því að gera athvarfið hjá okkur að hlýlegum og góðum viðverustað fyrir börnin. Kristjana var mikil útivistarkona og gott dæmi um „heilbrigða sál í hraustum líkama“. Það varð okkur samstarfsmönnum hennar því mikið áfall þegar í ljós kom að hún var með illvígan sjúkdóm og lengi vel trúðum við því að henni tækist að sigrast á honum. Þrátt fyrir mikið álag við meðferð sjúkdómsins stund- aði Kristjana vinnuna af alúð og kostgæfni meðan kraftar leyfðu. Hún hélt sínu striki og gerði sem alira minnst úr veikindum sínum. Síðasta vinnudag fyrir jólafrí kvaddi hún nemendur og samstarfs- fólk eðlileg og hress, en um nóttina var hún flutt fársjúk á sjúkrahús. Nú er þessi hugrakka kona fallin í valinn fyrir þessum skæða vágesti, krabbameininu. Ég sendi Randver eiginmanni hennar sem studdi hana á aðdáunarverðan hátt, börnum hennar og fjölskyldu mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hilmar Ingólfsson skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.