Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 60

Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 60
 Jiewiiát -setur brag á sérhvern dag! grventu gnein 0 BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FOSTUDAGUR 20. JUNI1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Arni Sæberg Kinkel segir að Schengen- vandamál fái sérstaka meðferð KLAIJS Kinkel, utanrikisráð- herra Þýskalands, kom í gær í stutta heimsókn til íslands og sagði meðal annars að eftir að Schengen-samstarfíð hefði verið fellt inn í stofnskrá Evrópusam- bandsins myndu Islendingar og Norðmenn geta leitað sérstakrar meðferðar á hugsanlegum vanda- málum. „Máiið virðist þannig vaxið að öll þau vandamál, sem gætu skotið upp kollinum við það að Schengen var fellt inn í ESB, verða tekin til umræðu í sérstök- um samningum milli Noregs, ís- lands og bandalagsins.“ Kinkel og starfsbróðir hans, Halldór Ásgrímsson, brugðu sér i Bláa lónið i lok íslandsheim- sóknar þýska utanríkisráðherr- ans í gær. Hann staldraði stutt við, dagstund, en héðan hélt hann í gærkvöldi til Denver í Bandarikjunum, þar sem hann situr fund leiðtoga sjö helstu iðnrikja heims. Kinkel átti fundi með utanríkisráðherra og Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra, sem hann gerði grein fyrir stöðu mála eftir Amsterdam- fund Evrópusambandsins og ræddi málefni Atlantshafs- bandalagsins. Þá átti hann stuttan fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands. Þetta er í annað sinn sem Kink- el kemur til Islands en hann hreifst mjög af beislun vatns- orkunnar og hverum og lýsti yf- ir áhuga á að koma við í Bláa lóninu. Var brugðist skjótt við þeirri ósk, ráðherranum útveg- uð sundskýla, og var ekki annað að sjá en hann væri hæstánægð- ur með að fá tækifæri til að baða sig í lóninu. ■ Sjávarútvegsmál/22 Samningar Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Jökuls á Raufarhöfn Rækjuvinnsla og skip skipta um eigendur FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hf. og Jökull hf. á Raufarhöfn hafa gert með sér samninga um kaup FH á rækjuverksmiðjunni Geflu á Kópaskeri af Jökli og kaup Jökuls á rækjufrystitogaranum Júlíusi Hav- steen ÞH og rækjubátnum Kristey ÞH af Fiskiðjusamlaginu. Þá hefur Jökull fest kaup á rækjufrystitogar- anum Brimi SU. Veiðar og vinnsla styrkt Kaupin á Júlíusi Havsteen, Krist- ey og Brimi SU, 300 tonna rækju- frystitogara með kvóta upp á 600 þorskígildistonn, eru liður í nýrri stefnumótun stjórnar Jökuls um að styrkja rækjuveiðar og sjóvinnslu og veiðar og vinnslu á uppsjávar- fiski. Júlíus Havsteen er keyptur án kvóta en Kristey með kvóta, tæp- lega 440 þorskígildistonnum af rækju í Öxarfirði. Fyrir á fyrirtækið Arnarnúp ÞH, sem er fjölveiðiskip, og Öxarnúp ÞH sem gerður er út á rækjuveiðar á Öxarfirði. Þá hefur Jökull fest kaup á nýrri vinnslulínu í frystihús- ið fyrir loðnu og síld. Hægt verður að frysta 150 t á sólarhring en fyrir- huguð er stækkun í 300 t. Jökull hefur nú 3.400 þorskígildistonna kvóta en með kaupunum og aukn- ingu á nýju fiskveiðiári fer hann í tæplega 5.000 þorskígildistonn. Jafnframt kaupum FH á Geflu á Kópaskeri hefur verið gert sam- komulag við hina nýju eigendur Júl- íusar Havsteen um að togarinn landi um 800 tonnum af iðnaðar- rækju á Húsavík á ári. FH festi á dögunum kaup á rækjutogaranum Pétri Jónssyni RE og þýða kaup hans og samningarnir nú að FH verður stærsti rækjuframleiðandi landsins, með um 10 þús. tonn á ári. Hlutafjárútboð 1 sumar Jökull hf. er skráður á Verðbréfa- þingi og stjórn FH hefur samþykkt að stefna einnig að skráningu fyrir- tækisins þar. Bæði félögin hafa ákveðið hlutafjárútboð að nafnvirði 100 milljónir króna síðar í sumar. Þá hefur stjóm Jökuls ákveðið að selja hlut fyrirtækisins í Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna að nafnvirði 7,1 milljón króna fyrir 41 milljón. Handritin afhent REKTOR Kaupmannahafnarhá- skóla afhenti í gær rektor Háskóla Islands tvö síðustu handritin sem afhent verða Islendingum úr Kon- ungsbókhlöðunni og Árnasafni í Kaupmannahöfn. Á síðustu 26 árum hafa 1.807 handrit og skjöl verið flutt til landsins. Við afhendinguna sagði Björn Meint fölsun á 20 listaverkum í eigu safna og einstaklinga kærð til RLR Seld fyrir um 5 milljónir frá 1991 TUTTUGU verk, vatnslitamyndir og málverk, voru kærð til Rann- sóknarlögreglu ríkisins í gær vegna gruns um meinta fölsun, en í mars síðastliðnum voru þrjú verk eignuð þjóðkunnum listamönnum kærð til RLR af sömu ástæðu. Ellefu verkanna eru í eigu Kjar- valsstaða, eitt í eigu Listasafns Is- lands og átta í eigu fjögurra ein- staklinga. Flest verkanna eru eignuð Jó- hannesi Kjarval en aðrir listamenn sem verkin eru eignuð, eru Jón Stefánsson, Muggur, Svavar Guðnason, Nína Tryggvadóttir, Gunnlaugur Blöndal og Shorri Ar- inbjamar. Öll verkin hafa verið seld á uppboðum hérlendis frá ár- inu 1991, flest eftir 1993, og er samanlagt söluverð þeirra tæpar 5 milljónir króna. Ellefu verk af tuttugu eru vatns- litamyndir og tengjast tíu þeirra innbyrðis á þann hátt að þær eru unnar á sama pappír. Ólafur Jónsson, forvörður, sem ber fram kæruna, segir með öliu ljóst að eitt verkanna sem merkt er Jóni Stefánssyni sé fólsun, því það hafi verið keypt á uppboði í Dan- mörku árið 1986 og var þá eftir ann- an listamann, Vilhelm Wils, sam- tímamanns Jóns. Myndin var metin á 3.000 krónur danskar á þeim tíma, eða um 30 þúsund krónur. „Síðan var málað yfir undirskrift Wils í vinstra horni hennar og hermt eftir undirskrift Jóns í hægra hominu. Þetta verk var síð- an selt á uppboði hérlendis fyrir nokkrum misserum sem verk Jóns. Verðið var mjög lágt miðað við verð á verkum Jóns almennt, og miklu lægra en nokkur eigandi verks eftir Jón Stefánsson myndi sætta sig við. Ólafur kærir meinta fölsun verk- EITT verkanna sem eru kærð er eignað Gunnlaugi Blöndal og kallast Frá Reykjavíkurhöfn. anna sem eru í eigu listasafnanna með þeirra samþykki. Hann kveðst telja það sýna kjarkaða afstöðu. „Maður skyldi ætla að þeir aðilar sem t.d. koma að uppboðsmálum listaverka, myndu sýna jafnábyrga afstöðu og upplýsa af fúsum og frjálsum vilja um rétta eigendasögu verka, sem er lykilatriði í því að rekja uppruna þeirra." ■ Vísbending um tengsl/6 Slys í Vík- artindi VINNUSLYS varð um borð í flaki Víkartinds á Háfsfjöru á fimmta tímanum í gær, þegar hollenskur starfsmaður björg- unarfyrirtækis, sem vinnur að því að hluta skipið í sundur, féll ofan í lest. Hann var fluttur með þyrlu Gæslunnar á Sjúkra- hús Reykjavíkur. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli var verið að hífa upp stóran og þungan ketil með aftari krana skipsins. Aðstaða til þess var erfið út af hallanum sem er á skipinu og var átakið orðið það mikið að slynkur kom á keðj- urnar og kranann og keðjan slóst í manninn, sem féll niður í lestina. Maðurinn var talinn mikið slasaður. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var því kölluð út og var hann hífður frá borði. Að sögn læknis á vakt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur voru meiðsli mannsins þó ekki eins alvarleg og í upphafi var talið. Hann er rifbeinsbrotinn en ekki reyndist um meiriháttar áverka að ræða. Bjamason menntamálaráðherra að sæmd íslensku þjóðarinnar væri að veði við varðveislu handritanna. Næg verkefni væru framundan og hvatti hann til þess að reynt yrði að koma stafrænum myndum af hand- ritunum á alnetið. ■ Varnarveggur/30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.