Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 43
FRÉTTIR
Ungri
mennirn-
ir að taka
völdin
HESTAR
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Á MYND frá vinstri: Höskuldur Jónsson, Sigurbjörn Bárðarson, Páll Bragi Hólmarsson,
Logfi Laxdal og Sigurður Sigurðsson.
Varmárbökkum,
Mosfellsbæ
LANDSLIÐ ÍSLANDS
VALIÐ
Úrtökukeppni vegna vals á landsliði
íslands í hestaíþróttum fer nú fram
á félagssvæði Harðar í Kjósarsýslu
en keppninni lýkur síðdegis á sunnu-
dag og liggur þá ljóst fyrir hverjir
fimm af sjö keppendum munu vinna
sér sæti í liðinu en alls fara sjö Liðs-
menn utan. Sigurður Sæmundsson
liðsstjóri mun velja tvo knapa í liðið.
LÍNUR eru farnar að skýrast nokk-
uð eftir fyrri umferð úrtökukeppn-
innar en leikurinn þó aðeins hálfn-
aður og spennan í hámarki. Páll
Bragi Hólmarsson sem keppir á
Hrammi frá Þóreyjarnúpi er efstur
í töltkeppninni með 7,63. Kandídat-
inn í fjórgangssætið Höskuldur Jóns-
son á Þyti frá Krossum kemur næst-
ur með 7,60 en stór hluti yfirferðar-
töltsins misfórst hjá þeim. Halldór
Svansson á Ábóta frá Bólstað er þriðji
með 7,50, Trausti Þór Guðmundsson
á Funa frá Hvítárholti fjórði með
7,17 og Vignir Jónasson fimmti á
Þokka frá Bjarnanesi með 7.
Allt samkvæmt
áætlun hjá Loga
í skeiðinu fóru leikar eins og búist
hafði verið við, Logi Laxdal og
Sprengju-Hvellur frá Efstadal eru
þar öruggir í fyrsta sæti á 21,75
sek. Sigurður Marínusson á Hátíð
frá Hóli kemur næstur með 22,07,
Sigurbjörn Bárðarson á Gordon frá
Litlu-Ásgeirsá er með 22,10 sek. og
Adolf Snæbjörnsson á Pistli frá Bú-
landi er fjórði á 22,6 sek. Með þess-
um árangri í skeiðinu virðist fátt
geta komið í veg fyrir að Logi og
Sprengju-Hvellur vinni sér sæti í lið-
inu. Möguleikar Sigurðar Marín-
ussonar virðast þeir einir að
Sprengju-Hvellur forfallist óvænt.
Sigurbjörn tryggði sér efsta sætið í
stigasöfnunarkeppninni með þessum
árangri í skeiðinu og má segja svip-
að um hans stöðu og Loga að þar
séu möguleikar annarra á að skáka
honum í síðari umferðinni þeir einir
að þeim verði á mistök. Árangur
Adolfs í skeiðinu er nokkuð óvæntur
en með honum tryggði hann sér
annað sætið í stigakeppninni, eitt-
hvað sem fáir reiknuðu með í upp-
hafi annars dags úrtökunnar. Sigur-
björn er með 24,314 stig, Adolf með
23,636; munar aðeins 0,678. Næstur
kemur Atli Guðmundsson með
22,756. Auðunn Kristjánsson er með
tvo hesta, Njörð frá Áðalbóli og Ask
frá Djúpadal, nákvæmlega jafna í
ijórða og fimmta sæti, 22,694. Erl-
ing Sigurðsson á Feng frá Skörðu-
gili er í sjötta sæti með 22,590 og
munar því aðeins 1,724 stigi á fyrsta
og sjötta knapa. Hér getur að sjálf-
sögðu ailt gerst í seinni umferð en
ætla má að þá snúist hlutirnir að
mestu um að gera ekki mistök í
neinni af þeim þremur greinum sem
stigasöfnunarkeppendurnir þurfa að
mæta í.
Nýliðarnir
aðgangsharðir
Nú þegar fyrri umferðin er afstað-
in eru inni í liðinu Höskuldur og
Þytur, Sigurður Sigurðarson og
Prins frá Hörgshóli, Páll Bragi og
Hrammur, Sigurbjörn og Gordon og
Logi og Sprengju-Hvellur. Fjórir
knapar sem aldrei hafa keppt fyrir
hönd íslands á erlendum vettvangi
og einn þrautreyndur refur sem er
nauðsynleg kjölfesta þegar mikið
reynir á taugastyrk og reynslu. En
leikurinn er aðeins hálfnaður og alls
ekki öruggt hvernig lokastaðan
verður. Það er þó skoðun margra
að staða Höskulds og Loga sé mjög
trygg. Hart er sótt að Sigurbirni en
hann er hvað sterkastur undir slíkum
kringumstæðum og gerir ákaflega
sjaldan mistök. En verulega mun
reyna á þá Sigurð og Pál Braga í
seinni umferðinni því hart verður
sótt í sætin sem þeir verma. Báðir
eru þetta ungir knapar sem hafa
verið að hasla sér völl sem knapar
í fremstu röð og eru á góðri leið
með að tryggja sér sæti í íslenska
landsliðinu í fyrsta sinn. Keppnin
hefst klukkan tíu á laugardag og fer
fram eins og áður hefur komið fram
á Varmárbökkum í Mosfellsbæ.
Valdimar Kristinsson
Náttúran
við Mývatn
kynnt í máli
og myndum
GESTASTOFA Náttúruverndarráðs
hefur tekið til starfa í Grunnskóla
Skútustaðahrepps í Reykjahlíð. í
Gestastofu Náttúruverndarráðs er
sýning þar sem íjallað er um jarð-
fræði og lífríki Mývatnssveitar í
máli og myndum en einnig gefst
gestum kostur á að kynnast ýmsum
náttúrufyrirbærum með áþreifanleg-
um hætti. Aðgangur er ókeypis.
Fræðagarður við Mývatn mun í
sumar starfa í sama húsnæði. Meðal
fastra liða í starfsemi Fræðagarðs
verða fyrirlestrar og gönguferðir sem
heQast um komandi helgi. í fyrirlestr-
inum verður sérkennum Mývatns-
sveitar lýst í máli og myndum en
fyrirlesarar munu koma úr ýmsum
áttum. í gönguferðunum verða ýmsar
minna þekktar slóðir Mývatnssveitar
kannaðar.
Föstudaginn 20. júní heldur Bjami
Bjarnason, forstjóri Kísiliðjunnar, er-
indi sem nefnist: „Krafla - nauðsyn-
legur andskoti". Bjarni mun spjalla
um einkenni Mývatnssveitar frá sjón-
arhóli jarðfræðinnar og jarðsögu þess
frá síðustu ísöld. Ennfremur Ijallar
hann um þýðingar jarðhitans fyrir
starfsemi Kísiliðjunnar. Erindið sem
flutt verður á ensku hefst kl. 20.30.
Aðgangseyrir er 500 kr.
Sunnudaginn 22. júní verður
gengið í Seljahjallagil og Bláhvamm
frá Grænavatni. Þessi leið býður upp
á stórbrotna náttúru þar sem sjá
má hvernig kraftar náttúrunnar
hafa mótað landslagið á margvísleg-
an hátt, segir í fréttatilkynningu.
Fararstjóri verður Ólöf Ýr Atladóttir
og þátttökugjald er 600 kr. Gangan
tekur 5 klst. og eru þátttakendur
beðnir um að búa sig eftir veðri og
mæta með gott nesti og fróðleiks-
fýsnina. Lagt verður af stað frá
Grænavatni kl. 10.30.
ísland berst um efstu sætin á EM í brids
Rúmenar lagðir á
lúmsku bragði
ÍSLAND var í 4. sæti eftir 11
umferðir af 35, en fimm efstu
sætin gefa keppnisrétt á Heims-
meistaramótinu í brids í Túnis
síðar á árinu. Þrátt fyrir það hafa
íslendingarnir ekki verið að spila
eins og þeir geta best og þurfa
að fækka villunum aðeins ætli
þeir að halda sér á toppnum.
Leikirnir í 10. og 11. umferð
unnust báðir, annar 20-10 gegn
Slóveníu og hinn 23-7 gegn Rúm-
eníu. Guðmundur Páll Arnarson
og Þorlákur Jónsson voru í góðu
formi gegn Rúmeníu og í þessu
spili féll einn rúmenski spilarinn
á lúmsku bragði.
Austur gefur, enginn á hættu
Norður
♦ G94
VG
♦ 1097642
♦ ÁD10
Vestur Austur
♦ D ♦ K76
¥ ÁD9853 ¥1062
♦ 83 ♦ ÁKDG5
+ 9653 +G4
Suður
♦Á10853
¥K74
♦-
+K872
Báðir austurspilararnir opnuðu
á 1 grandi, sem sýndi 15-17
ísland tekur af krafti
þátt í baráttunni um
efstu sætin í opna
fiokknum á Evrópu-
mótinu í brids, sem
haldið er í Montecatini
á Ítalíu. Guðmundur
Sv. Hermannsson
fylgist með mótinu.
punkta. Suður sýndi spaðalit og
vestur hjartalit og við annað borð-
ið voru Jón Baldursson og Sævar
Þorbjörnsson komnir í 4 spaða í
NS sem vestur doblaði eftir langa
umhugsun. Þá tók austur út í 5
hjörtu sem Jón og Sævar dobluðu
og vörðust af nákvæmni og upp-
skáru 500. En þar sem 4 spaðar
virtust vinnast auðveldlega köll-
uðu þeir á keppnisstjóra sem
dæmdi að eftir umhugsun vesturs
hefði austri ekki verið stætt á að
taka út úr doblinu. Skorinni var
því breytt í 4 spaða doblaða, slétt
unna, og 590 í NS.
Við hitt borðið endaði Rúmen-
inn Dobroiv í 4 spöðum í suður
sem Guðmundur Páll í vestur
doblaði. Hann spilaði út tígli og
þegar suður trompaði tígulás Þor-
láks virtist spilið snúast um hvort
sagnhafi fengi yfirslag eða ekki.
Þar sem laufagosinn kemur annar
niður gefur laufið 4 slagi og að
auki nær sagnhafi að trompa 1-2
hjörtu í borði eftir atvikum.
Sagnhafi spilaði hjarta að
heiman í öðrum slag og Guðmund-
ur Páll stakk upp drottningu og
skipti umsvifalaust í lítið lauf. Og
Dobroiv féll í gildruna. Hann vildi
vera heima til að trompa hjarta í
borði, og lét því tíuna og drap
gosa Þorláks með kóng. Síðan
trompaði hann hjarta í borði,
trompaði tígul heim og trompaði
hjartakónginn. Síðan spilaði hann
spaðagosanum.
Nú kom grandopnun Þorláks í
góðar þarfir, því strangt til tekið
þurfti hann að hafa spaðahjónin
til að eiga nógu marga punkta.
Sagnhafi lét því spaðagosann
fara og Guðmundur Páll fékk á
drottninguna og spilaði laufi, og
nú komst suður ekki hjá því að
gefa slagi á spaðakóng og lau-
faníu. Einn niður og 12 stig til
íslands.
Geim á fáa punkta
Guðmundur Páll og Þorlákur
bjuggu líka til geimsveiflu í þessu
spili gegn Slóvenum:
Morgunblaðið/GSH
ÍTALIR hafa tekið stefnuna á annan Evrópumeistaratitil sinn
í röð á Evrópumótinu í Montecatini. Á myndinni sjálst ítalirnir
Alfredo Versace og Lorenzo Lauria spila við Pólverjana Cec-
ari Balici og Adam Zmudzinski, en Italirnir unnu þessa við-
ureign auðveldlega.
Austur gefur, NS á hættu
Norður
+ 1053
¥ G10953
♦ -
♦ 86542
Vestur Austur
+ 64 ♦ G72
¥ ÁK7 ¥ 8642
♦ ÁG7632 ♦ K1098
♦ Á7 ♦ D10
Suður
♦ÁKD98
¥D
♦D54
♦KG93
í öðrum leikjum opnaði suður
oftast á 1 spaða og Iokasögnin
varð venjulega 4 tíglar í vestur
eftir að AV höfðu kannað mögu-
leika á 3 gröndum.
í leik íslands og Slóveníu opn-
aði Aðalsteinn Jörgensen í austur
á 2 laufum, sem á þessum hættum
sýnir 0-7 punkta og hvaða skipt-
ingu sem er! Suður sagði 2 spaða
og Matthías Þorvaldsson í vestur
sagði 3 tígla, sem hann fékk síðan
að spila. Hann hitti ekki í tígulinn
og fór því einn niður, en það gerði
lítið til, því við hitt borðið gengu
sagnir þannig, þar sem Guðmund-
ur og Þorlákur sátu NS og Gorazd
Klemencic og Milan Ambroz sátu
AV:
Vestur Norður Austur Suður
GK ÞJ MA GPA
pass 2 spaðar
dobl 3 spaðar pass 4 spaðar
Opnun Guðmundar sýndi 5-lit
í spaða og 4-lit í lauf og því taldi
Þorlákur óhætt að hækka í 3
spaða. Og Guðmundur Páll lyfti
í geimið með hámarkið og vann
spilið auðveldlega með því að
svína fyrir laufadrottningu.