Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
í ju/hoó'. Þ<J E/zr 7
aðsvína úr !
VATNSBÓueJ j
£<S EfZ EkXJ
SVÍNJ E6EP.
F/LL,2rONNA£>
l'þYNSP 03 A1£B>
JVÆK. BBtTTXÆ.
f T&MNUK SB/H
GBTA RtF/O p/G
/TÆTLUR!
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
Nei, kennari, en ég get Sebradýr! Ég segi Herra, svarið er tólf... Tólf sebradýr!
giskað út í bláinn ... sebradýr!
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Þjóðlagamessa í
tilefni Jónsmessu
Frá Þórhalli Heimissyni:
HELGIHALD í kirkjum í hinum vest-
ræna heimi er á margan hátt að taka
miklum breytingum og hefur verið
að því á undanfömum árum. Auðvit-
að er hefðin sterk víða en stöðugt
háværari kröfur eru uppi um breytt
helgihald og breytt messuform, kröf-
ur um að hleypa lifandi tónlist sam-
tímans inn í kirkjuna. Margar kirkju-
deildir hafa brugðist við þessu með
því að semja upp á nýtt guðsþjón-
ustuna og heimfæra þætti hennar
upp á þá tónlist sem fólk þekkir úr
samtíma sínum og talar beint inn í
aðstæður safnaðarins á hveijum
tíma. Sérstaklega hefur þessi þróun
verið ör í Suður-Ameríku, Afríku og
Asíu. Lítið hefur farið fyrir messum
er tengjast norrænni hefð í tónlist
og túlkun. Fyrir nokkrum árum
samdi sænska tónskáldið og prestur-
inn Per Harling messu er fékk nafn-
ið „messa i viston“ á sænsku eða
„þjóðlagamessa" á íslensku. Þjóð-
lagamessan er byggð á samnorrænni
þjóðlagahefð þar sem taktur og tónar
tengjast vísnasöng eins og hann ger-
ist bestur. Vísan og vísnasöngurinn
er eitt aðal einkennið á norrænni al-
þýðusönghefð. Um öll Norðurlönd eru
sungnar vísur oft við undirleik harm-
onikku eða fiðlu. Vísumar segja sög-
ur af venjulegu fólki og hetjum og
tónlistin á sér ævafornar rætur í
dölum og skógum Svíþjóðar, Noregs
og Finnlands. í þjóðlagamessunni er
vísan og vísnatónlistin gerð að undir-
stöðu helgihaldsins í kirkjunni. Allir
hinir hefðbundnu messuliðir eru á
sínum stað, en þeir hafa verið endurs-
amdir að hætti vísnamenningarinnar.
í stað hefðbundinnar miskunnarbæn-
ar, dýrðarsöngs, undirbúnings undir
altarisgönguna og annarra liða, hefur
Per Harling samið nýja tónlist og
nýjar vísur. Auk þessa tengjast nýir
sálmar messunni, sálmar sem að
sjálfsögðu byggja á vísnahefðinni.
Þjóðlagamessan var sungin í fyrsta
sinn hérlendis í Hafnarfjarðarkirkju
í febrúar síðastliðnum í þýðingu und-
irritaðs. Nú verður hún á ný flutt í
kirkjunni í tilefni Jónsmessunnar,
sunnudaginn 22. júní kl. 20.30. Þjóð-
lagahljómsveit undir stjóm Amar
Arnarsonar leikur og syngur.
Allir sem áhuga hafa fyrir nýsköp-
un í helgihaldi kirkjunnar eru hvattir
til þess að mæta og taka þátt.
SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON,
prestur við Hafnarfjarðarkirkju.
Opið bréf til formanns
Alþýðuflokksins
Frá Albert Jensen:
ÞEGAR menn ætla að koma ein-
hveiju í verk verður að hugsa fyrst.
Það vill gleymast hjá þér Sighvatur.
Þú átt til að vera mjög duglegur og
verður því að gæta þess að fara ekki
fram úr sjálfum þér. Mér er kunnugt
að aldraðir og öryrkjar hugsa til þess
með ótta ef þú yrðir aftur heilbrigðis-
ráðherra og munu setja þér stólinn
fyrir dymar í kosningum. Þú hugsað-
ir ekki fram í tímann. Aldraðir og
öryrkjar eru afl sem stjómmálamönn-
um er ekki hollt að segja stríð á
hendur. Enginn, Sighvatur, er svo
smár að ekki sé betra að hafa hann
með sér en móti. Hafðu það í huga
ágæti félagi og trúðu mér, því það
máttu vita að ég vil þér vel. Vil gjarn-
an leiðbeina þér, þvi eins og þú veist
er mjór oft mikils vísir.
Núverandi kynslóð aldraðra hefur
aukið stjómmálaþroska sinn og
flokkstrú vikið fyrir skynsemi. Nú
er að líða sú tíð að mönnum nægi
tal um svikin kosningaloforð. Þeir
munu skipa sér um menn og málefni.
Þú talar mikið um og hvetur af
óskiljanlegri bjartsýni, miðað við að-
stæður, til sameiningar jafnaðar-
manna. Engin vitræn rök em lögð
fram. Enda ekki von, meðan A-flokk-
amir og Kvennalisti em misvísandi
í stærstu málunum. Hugsaðu Sig-
hvatur, það hefur sýnt sig að þú
getur það, ef þú leggur þig fram. Og
í þessu má!i þarftu á öllu þínu að
halda. Gerðu þér grein fyrir, að þjóð-
hagslega vond mál verður að slá af.
Það er vitað að þjóðin stendur með
Alþ.fl. í að gjald komi til hennar fyr-
ir auðlindanotkun. Þar þarf Alþ.band-
al. að breyta. Stjórnmálamenn komu
aftan að þjóðinni í E.E.S. málinu.
Hún fékk ekki að kjósa um málið.
Var ekki_ talin hæf til þess. E.S.B.
inganga íslands er mál sem Alþýðu-
flokkurinn er með á heilanum. Það
er að segja, endanlegt sjálfstæðisaf-
sal. Ég þekki engan sem kysi flokk
með slíka stefnu. Ég hef reyndar les-
ið um einstaklinga sem halda að ís-
lensk áhrif skili sér betur í alþjóðleg-
um hrærigraut. Þetta mál verður
Alþ.fl. að nema burt.
í umhverfis- og stóriðjumálum eru
A.-flokkamir öndverðir. Alþ.fl. er til
í að fóma landi, láði og hreinu lofti
fyrir stóriðju sem útlendingar nær
ráða hvar verður. Nokkuð sem íslend-
ingar munu ávallt tapa á meðan út-
lendingar græða. Það er okurverð á
rafmagni til íslenskra heimila og fyr-
irtækja, en erlendum selt undir kostn-
aðarverði. Augnablikið er krötum
dýrmætara en framtíðin. A þessu
máli verður að taka, Sighvatur.
Á þessari stundu er Alþýðuflokk-
urinn ekki á þeim nótum sem hann
var stofnaður til. Hann snýr baki við
alþýðunni og landinu hennar. Sig-
hvatur, þegar flokkamir hafa sam-
ræmt stefnuna þá er kominn grund-
völlur til sameiningar jafnað-
armanna. Þá verða kosningadagar
þægilegri þeim sem lengi hafa þvælst
á miili flokka í leit sinni að réttlæti.
Sighvatur, réttu flokkinn af. Þú átt
að vita að þetta gengur ekki lengur.
Sömu tugguna áfram og flokkurinn
jarðar sig.
Jafnaðarmannaflokkur verður til.
En þú ert að tefja þróunina.
Það er ekki til að ergja þig, að ég
tel að eina stjórnmálaaflið sem kemur
til dyranna eins og það er klætt, sé
kvennalistafólkið. Aðeins að vekja
athygli þína á því.
ALBERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129, s-5537009.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.