Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 49
I DAG
Árnað heilla
Q/"|ÁRA afmæli. Níræð-
íJUur er í dag, föstudag-
inn 20. júní, Jóhann Ingi-
bjartur Guðbjartsson, frá
Flateyri, Önundarfirði,
fæddur í Reykjavík. Hann
býr ásamt konu sinni Guð-
rúnu Guðbjarnadóttur á
Hlíf, heimili aldraðra á
ísafirði. Þau eru að heiman
á afmælisdaginn.
BRIDS
llmsjón Guðmundur Páll
Arnarson
ÞÚ ERT í norður og ákveð-
ur að láta hindrun í tvö
hjörtu duga yfir opnun vest-
urs á tígli sem er skynsam-
legt á hættunni með svo
götóttan lit. En svo virðist,
sem hindrunin hafi heppn-
ast nokkuð vel:
(3) Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ 54
V D1076432
♦ 103
+ K7
Vestur Norður Austur Suður
- - Pass
1 tígull 2 hjórtu 2 spaðar * Pass
2 grönd Pass 4 tiglar Pass
5 tíglar Pass Pass Pass
* Krafa, en ekki
geimkrafa.
Hvert er útspilið?
Tveggja granda sögn vest-
urs lofaði fyrirstöðu í hjarta,
en var ekki krafa. Samt
reynir austur við slemmu
með stökki í fjóra tígli, sem
vestur afþakkar snarlega
með hækkun í fimm. Aug-
ljóslega eiga AV styrk í geim,
og ef einhvers staðar er veik-
ur blettur á spilum þeirra,
er það í laufi. Sagnir nánast
hrópa á laufútspil og þú legg-
ur kónginn á borðið:
Norður
♦ 54
V D1076432
♦ 103
♦ K7
Vestur Austur
♦ 10 ♦ ÁKDG8
V ÁK98 llllll *G
♦ K854 111111 ♦ AD72
♦ D653 ♦ 942
Suður
♦ 97632
f 5
♦ G96
♦ ÁG108
„Þetta er ekki gott,“ segir
austur um ieið og hann legg-
ur spilin á borðið. „Nei, satt
segirðu, makker," samsinnir
vestur um leið og hann horf-
ir á andstæðingana taka þijá
fyrstu slagina.
Lærdómur: Þegar and-
stæðingamir stansa í geimi
eftir slemmuhugleiðingar
hafa þeir oft afhjúpað veik-
leikann. Þá er um að gera
að nýta sér upplýsingamar
og ráðast á þann lit. Annars
er spilið þungt í meldingum.
Austur gat ekki sagt þijá
tígla við tveimur gröndum
því það hefði ekki verið krafa.
Hann gat hugsanlega meldað
þijú hjörtu og látið segjast
við þremur gröndum, en hon-
um er nokkur vorkunn að
reyna við slemmuna. Annar
möguleiki er að vestur segi
fjögur grönd við fjórum tígl-
um en er það örugglega eðli-
leg sögn?
GULLBRUÐKAUP. Á morgun, laugardaginn 21. júní,
eiga fímmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Valgerður Jó-
hannesdóttir og Helgi Vilhjálmsson, Stórholti 28,
Reykjavík. Þau taka á móti vinum og ættingjum milli kl.
15 og 18 á afmælisdaginn í Drangey, Stakkahlíð 17.
ÞESSIR duglegu krakkar héldu tombólu nýlega í Leið-
hömrum til styrktar Rauða krossi íslands og varð
ágóðinn 1.195 krónur. Þau heita Elvar Þór Karlsson,
Heiðdís Ósk Pétursdóttir, Halldóra Ársælsdóttir, Guð-
björg Erla Ársælsdóttir, Guðný Klara Bjarnadóttir og
Ingibjörg Karlsdóttir.
ÞESSAR ungu stúlkur héldu tombólu í maí sl. og færðu
Barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur myndbandsspólur,
sem þær keyptu fyrir ágóðann. Frá vinstri eru Ragn-
hildur Guðmannsdóttir, Alida Ósk Smáradóttir, Ingi-
björg Guðmundsdóttur á myndinni ásamt Steinunni
Bragadóttur, leikskólakennara.
ÞESSAR stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar
Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.882 krónur.
Þær heita Sif Elíasdóttir og Hildur Jakobína
Tryggvadóttir.
HÖGNIIIREKKVÍSI
STJÖRNUSPA
eftir Franccs Drakc
TVIBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert kraftmikill,
vinsæll og hæfileikaríkur.
Þú færð útrás í íþróttum.
Hrútur
(21. mars - 19. april)
Þú átt í einhveijum vand-
ræðum með samband þitt.
Vertu einlægur og talaðu
hreint út. Eitthvað kemur
þér skemmtilega á óvart
seinna í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí) (ffö
Gefðu þig allan í skapandi
verkefni og láttu ekki sær-
andi orð frá reiðum ættingja
hindra framtíðaráform þín.
Tvíburar
(21.maí-20.jún!) 5»
Hafðu ekki áhyggjur þó þú
fínnir ekki það sem þú leitar
að í dag og ásakaðu ekki
aðra. Það sem þú leitar að,
mun koma í ljós fyrr en varir.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí)
Þér gengur allt í haginn hvað
varðar fjölskyldu og vini, en
átt í einhveijum erfiðleikum
í vinnunni. Þá þraut vinnur
þú með þolinmæði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þó nú sé ekki alveg rétti
tíminn til að lána ættingja
eða vini peninga, skaltu gera
það, ef þú ert nauðbeygður
til. Eitthvað mun koma þér
skemmtilega á óvart.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú kynnist einhveijum í
gegnum starf þitt og skalt
gæta þess að halda þeim
kynnum utan við einkalíf
þitt. Vertu var um þig.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Slakaðu á þó einhver ættingi
þinn standi ekki við orð sín
gagnvart þér. Lausn er í
sjónmáli, varðandi ferðalag.
Sþorödreki
(23. okt. - 21. nóvember) ®)(j0
Þú hefur verið önnum kafínn
við að hugsa um velferð ann-
arra og er það vel, ef þú
gleymir ekki sjálfum þér.
Bogmaöur
(22. nóv. -21. desember) m
Þeir einhleypu gætu verið
að upplifa ást við fyrstu sýn.
Vilji þeir ganga inn um ham-
ingjudyr, skyldu þeir sýna
þolinmæði og hógværð.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Það reynir á taugar þínar
að vera návistum við þreyt-
andi ættingja í dag. Þú ættir
að geyma það til betri tíma
að tala hreint út.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar)
Þrátt fyrir að þú hafir yfrið
nóg að gera, er mikilvægt
að þú leggir þitt af mörkum
til góðgerðarstarfsemi, því
margir eiga um sárt að
binda.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ÍSZ
Ef þú átt erfitt með að
ákveða hvernig þú átt að
fjárfesta, skaitu skoða það
sem býðst og taka ákvörðun
í samráði við félaga þinn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Taktu Elizabeth Arden
með þér í ferðalagið
Þessar ferðaöskjur færðu í Hygea,
Laugavegi 23, sími 511 4533
í dag og á morgun. ^ÖÉ*
•ntrcnvcit
r\
H Y G E A
unyrtivöruverdlun
Austurstrœti 16, Laugnvegi 23, Kringlunni.
Askjan inniheldur:
Ceramide Time Complex Capsules 7 stk.,
Ceramide rakakrem 7 ml, Ceramide
hreinsimjólk 50 ml., Ceramide andlits-
vatn 50 ml., Ceramide næturkrem 4 ml.,
Exceptional varalit.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Sundtöflur
m/riflás
Tegund: 430104
Litur: Svartur
Stærðir: 36 — 49
POSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
STEINAR WAAGE
S K Ó V E
SÍMI 55
WAAGE rp , , .
rslun ý Ioppskorinn
1 8519 ^ JL VELTUSUNDI ■ INGÓIFSTOGI - SlMI; 21212
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
SÍMI 568 9212 ^
Góðurdaqur
Reykvískir sjálfstæðismenn efna til
sumarhátíðar í Heiðmörk, laugardaginn
21. j úní nk. frá kl. 14.00 - 17.00.
Komdu og eigðu góðan dag í
góðra vina hópi.
• Ávarp
• Fótboltakeppni
• Gönguferð og staðarskoðun
• Ratleikur
• Reiptog milli austur- og vesturbæjar.
• Leikir og blöðrur fyrir börnin og farið
á hestbak.
• Grillaðar pylsur og gos.
• Óvæntar uppákomur og ofankomur
• Verðlaunaafhending o.fl. o.fl
Nú mæta afi og amma, krakkarnir
og allir þar á milli.
Laugardagurinn 21. júní verður
góður dagur í Heiðmörk.
VÖT'ður - Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.