Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Sólstöðu-
ganga og
Jóns-
messuvaka
FERÐAFÉLAGIÐ Hörgur efnir
nú næstu daga til tveggja ár-
legra viðburða. Um er að ræða
Sólstöðugöngu og Jónsmessu-
vöku.
Sólstöðugangan verður á
Staðarhnjúk í Möðruvallafjalli
laugardaginn 21. júní. Lagt
verður af stað frá Möðruvöllum
3 kl. 19.00 ogeru allir velkomn-
ir.
Jónsmessuvakan verður í
Baugaseli í Barkárdal mánu-
daginn 23. júní. Upp í Baugasel
fara menn gangandi, ríðandi
eða á jeppum. Hittast menn við
Bug í Hörgárdal kl. 21.00 og
þar verður sameinast í jeppa. I
Baugaseli verður svo dvalið
fram yfir miðnætti við spjall og
leiki. Allir eru velkomnir í ferð-
ina og eru þátttakendur beðnir
að taka með sér nesti og góðan
klæðnað.
Þá fer Þorvaldsdalsskokkið
fram laugardaginn 5. júlí en
það er ætlað göngumönnum,
skokkurum og hlaupurum.
Norðanpiltar
í Deiglunni
N ORÐ ANPILTAR efna til
fjáröflunartónleika í Deiglunni
á Akureyri í kvöld kl. 22.00
vegna fyrirhugaðrar Færeyja-
ferðar þeirra.
Að þessu sinni verða á efnis-
skrá piltanna ný lög og gömul
í nýjum búningi. Meðal laga
sem flutt verða ná nefna:
Pjallasýn, í dögun og hið sívin-
sæla lag Skáldskapur og rósir.
Ný lög bera nöfn eins og
Vænfríður, eftir Kristján Pét-
ur, Ónytjungur Guðbrands og
Hríseyjarfeijan í flutningi
Jóns.
Kvenfélagasam-
band Islands
Landsþing
LANDSÞING Kvenfélagssam-
band íslands, hið 31. í röð-
inni, verður sett á Akureyri í
dag og stendur fram á sunnu-
dag. Kvenfélagasambandið
eru stærstu heildarsamtök
kvenna á íslandi með liðlega
20.000 konur innan sinna vé-
banda.
Landsþing samtakanna er
haldið þriðja hvert ár og að
þessu sinni er yfirskrift þings-
ins; „Menntun forsenda framf-
ara.“ Um 150 konur víðs veg-
ar af landinu sitja þingið á
Akureyri.
Sumarleikhúsið
Frumsýnir
tvo einþátt-
unga
SUMARLEIKHÚSIÐ á Akur-
eyri frumsýnir í kvöld tvo ein-
þáttunga, eftir þá Valgarð
Stefánsson og Öm Inga Gísla-
son, sem jafnframt er leik-
stjóri, á Renniverkstæðinu við
Strandgötu.
Einþáttungamir verða
sýndar saman og heita „Sum-
arið sem aldrei kom,“ eftir
Valgarð og „Sumarferð með
Sóloni," eftir Örn Inga. Sum-
arleikhúsið er skipað áhuga-
leikurum víðs vegar af landinu
og koma þeir m.a. frá Hafnar-
firði, Hólmavík, Raufarhöfn,
Neskaupstað, Blönduósi, Ak-
ureyri og úr Eyjafirði.
Stjórnarformaður KEA um hugmyndir um samvinnu og sameiningu afurðastöðva
Skynsamlegast að
sameina KE A og KÞ
UMRÆÐA um sameiningu eða
samvinnu afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði hefur venð nokkuð hávær
síðustu misseri. Á ársfundi Mjólkur-
samlags Kaupfélags Eyfirðinga í
vikunni kom málið til umræðu, enda
flestir sammála um nauðsyn þess
að leita leiða til hagræðingar í
greininni.
Töluvert hefur verið rætt um
möguleika á samvinnu og jafnvel
sameiningu Mjólkursamlaga KEA á
Akureyri og KÞ á Húsavík. Aðal-
fundur KÞ ályktaði um að skoðuð
yrði náin samvinna KÞ og KEA á
sviði afurðavinnslu en ekkert form-
legt erindi þar um hefur enn borist
KEA.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður KEA, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið það sýna
skoðun að skynsamlegasta leiðin
væri að stíga skrefið til fulls og
sameina Kaupfélag Eyfirðinga og
V erðlaunatillaga um heildarskipulag Naustahverfis
Kaupfélag Þingeyinga. „Ég veit
hins vegar ekki hvort menn hafa
kjark til að taka svo stórt skref í
dag. Búnaðarsamböndin í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslu hafa einnig skor-
að á afurðastöðvarnar að vinna
meira saman, með hugsanlega sam-
einingu í huga. Við svöruðum bún-
aðarsamböndunum og lýstum yfir
vilja til viðræðna um þá hugmynd,"
sagði Jóhannes Geir.
Full þörffyrir
afurðastöðvarnar
Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur-
samlagsstjóri Mjólkursamlags KEA
segir nauðsynlegt að menn hætti
að tala um málið á þeim nótum að
leggja eigi ákveðnar afurðastöðvar
niður. „Það er full þörf fyrir afurða-
stöðvarnar og ég held að við getum
farið að gefa aðeins í aftur. Það
er ekkert víst að við náum fullvirðis-
réttinum í ár og því geti menn far-
ið að auka aðeins mjólkurfram-
leiðsluna. Þetta er hins vegar spurn-
ing um samvinnu og frekari hag-
ræðingu."
Þórarinn sagði skynsamlegra að
menn töluðu sameiginlega um að
innan fárra ára myndu framleiðend-
ur á svæðinu frá Holtuvörðuheiði
og austur í Þingeyjarsýslu fram-
leiða um 50 milljónir lítra af mjólk.
Það er um helmingur landsfram-
leiðslunnar.
„í dag eru allir að slást við sum-
artopp og vetrarlægð í framleiðsl-
unni. Með samvinnu á Norðurlandi
myndu við láta aðeins eitt samlag
slást við slíkt ástand og hin samlög-
in fengu þá jafn mikið mjólkurmagn
á hverjum degi, í samræmi við
þeirra framleiðslu," sagði Þórarinn.
Afkoman versnað mikið
Pétur Helgason, bóndi á Hrana-
stöðum í Eyjafjarðarsveit, og
stjórnarmaður í Bændasamtökun-
um, segir að hugmyndir um sam-
vinnu og sameiningarmál hafi verið
lengi til umræðu en hún sé alltaf
verða háværari. „Menn verða að
leita allra leiða til að hægt sé að
borga framleiðendum sem hæst
verð fyrir mjólkina, enda hefur af-
koma þeirra versnað mikið undan-
farin ár. Sameining er ekki endilega
það eina sem til greina kemur í því
sambandi. Ef hægt er að hagræða
í vinnslunni, t.d. með því, eins og
nú er rætt um, að færa hluta af
ostagerðinni til Húsavíkur, er það
hið besta mál.“
Nú standa yfir viðræður um nýj-
an búvörusamning varðandi mjólk
og hefur Pétur komið að þeirri
vinnu. Hann sagði lítið af frétta af
þeim málum en þó yrðu menn að
átta sig á því að ekki væru miklar
líkur á auknu fjármagni frá ríkinu
til þessara mála.
Gert ráð fyrir 6.000 manna byggð
Heildarkostnað-
ur við uppbygg-
ingu svæðisins
30 milljarðar
KANON arkitektar ehf., Reykja-
vík, sigruðu í hugmyndasamkeppni
um heildarskipulag Naustahverfis
á Akureyri sem er framtíðarbygg-
ingarland bæjarins. Ráðgert er að
byggingaframkvæmdir þar hefjist
upp úr aldamótum og að þar rísi
um 6.000 manna byggð í yfir 2.000
íbúðum, með tveimur skólahverf-
um. Heildarkostnaður við upp-
byggingu svæðisins er áætlaður
um 30 milljarðar króna.
Landkostir gefa
hverfinu sérstöðu
í greinargerð Kanon arkitekta
með tillögunni, segir að Nausta-
hverfi afmarkist af byggðinni að
norðan, golfvellinum og Nausta-
borgum að vestan, Kjarnaskógi að
sunnan og brekkubrúninni að aust-
an. Nýja hverfið verður því hlekkur
á milli bæjarins og útivistarsvæð-
anna í suðri. Landkostir og lega
hverfisins gefa því sérstöðu og
Naustahverfi verður sjálfstætt
framhald núverandi byggðar.
Skólar, leikvellir,
kirkja og útileikhús
Þau þijú atriði sem einkenna
tillöguna eru eftirfarandi: Megin-
leið um íbúðahverfið liggur að stór-
um hluta eftir núverandi vegi,
Kjamavegi óg þræðir sig í gegnum
reitina. Hún er lífæð hverfisins og
vaxtarbroddur. í byggðamynstri
er gert ráð fyrir að norðurhlið
hvers reits myndi samstæða röð
rað-, par-, keðju- eða fjölbýlishúsa
en að öðru leyti verði deiliskipulag
innan reita fijálst og sveigjanlegt.
í opnum geirum er meðal ann-
ars gert ráð fyrir grunnskólum,
leikskólum, hverfís- og boltavöll-
um. Þar myndast annars konar
bæjarrými en út með aðalgötu og
er gert ráð fyrir að yfirbragð mót-
ist t.d. af sléttum grasflötum,
hlöðnum görðum og ýmis konar
landslagsmótum við skóla- og leik-
skólalóðir, leikvelli, kirkju, útileik-
hús og fleira.
AKUREYRI
Lega Naustahverfis
Golfvöllur
Skipulagssvæði
Naustahverfis
Pollurinn
Flugvöllur
Útivistarsvæði/
.(bílastæði
NAUSTAHVERFI
Verðiaunatillagan
Skipulagssvæðið
Nausta
borgir
f lá-afa-
Golfvöllur
Að Hömrum
útivist/ ~j
tjaldsvæði
íliu 11 •']
UU J
Uthrtstar-J \
svæði/^r
bílastæðil
Kjarna-\
skóguri
^:ÞjÓhUÍ3tá
rptt^íböðlf;