Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 21

Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 21 ERLENT Einstæðir feður sagðir betri kostur en mæður BÖRN sem alin eru upp hjá feðrum sínum ná betri tengslum við hitt foreldrið, báða afa sína og ömmur, en börn sem alin eru upp hjá móður, samkvæmt danskri rannsókn. Það kemur fram að börn sem búa hjá feðrum sínum missa síður tengslin við móður sína, hitta afa og ömmur oftar og í mörgum tilfell- um er um sameiginlegt forræði að ræða. Einstæðir feður eru undir minna álagi, hafa meiri tíma og eiga við minni geðvefræn vandamál að stríða en einstæðar mæður. Hafa töluverðar deilur staðið um þessar nið- urstöður i Danmörku, að því er er segir í Aftenposten. Það er Mogensk Nygaard Christoffersen, hjá Rannsóknarmiðstöð í félagslegum mál- efnum í Kaupmannahöfn, sem tekið hefur saman skýrslu um 3-5 ára börn einstæðra foreldra. Rætt var við 478 feður og 532 mæður, ýmist í síma eða það var heimsótt. Svarhlutfallið var 89%. í heild búa um 6% danskra skilnaðarbarna hjá föður en 94% hjá móður. Þriðjungur feðranna sem tóku þátt í rannsókninni hefur forsjá barnanna vegna þess að móðirin er látin eða er ófær um að sinna þeim. Hálft ár er síðan skýrslan var fyrst birt og hafa staðið harðar deilur um hana. „Litið var á rannsóknina sem innlegg í umræðuna um hvar börn ættu að búa eftir skilnað og margir voru ósáttir við niðurstöðuna. Aðal- gagnrýnin á mig var sú að ég hefði tekið hluta viðtalanna í gegnum síma, en sagt var að það auðveldaði fólki að segja ósatt. Reynsl- an sýnir hins vegar að það er léttara að ræða viðkvæm mál í síma en augliti til auglit- is. Það eina sem er athugavert við niðurstöð- ur mínar er það að þær ganga í berhögg við hin hefðbundnu hlutverk kynjanna sem hafa verið efld og styrkt í samfélaginu," segir Nygaard Christoffersen. Færri vandamál hjá feðrum Á meðal þess sem skilur á milli einstæðra feðra og mæðra er að þeir eiga síður við að etja vandamál á borð við slæman fjárhag, að vera ekki metnir að verðleikum á vinnu- stað, að mæta neikvæðu viðmóti og geðræn- um erfiðleikum. „Maður skyldi ætla að þeim foreldrum sem einbeita sér að vinnunni kunni að finnast þeir klofnir á milli vinnunar og barnanna. Rannsóknin staðfestir hins vegar að þeir foreldrar sem finnst þeir metnir að verðleik- um í vinnunni hafa meira að gefa börnum sínum en þeir foreldrar sem ekki eru það, eða eru án atvinnu. Foreldrar sem eru ánægðir í vinnu eiga auðveldara með að komast hjá árekstrum við börnin og þurfa því síður að grípa til refsinga. Foreldrar sem ekki finnst þeir metnir að verðleikum sýndu um 40% oftar geðvefræn streitueinkenni en hinir. Líðan barnanna ræðst að miklu leyti af því álagi sem foreldrarnir eru undir,“ segir Nygaard Christoffersen. Hann bendir á að karlar og konur geri ekki sömu kröfur þegar þau hefji sambúð. Konur vilji helst karla sem standi sig vel á vinnumarkaði og séu vel launaðir. Karlar geri ekki sömu kröfur. Þegar foreldrar séu einir með börnum sínum skipti vinnan ótrú- lega miklu máli, og geti haft úrslitaþýðingu um hvernig fólki farnist, félagslega og fjár- hagslega. Einstæðar mæður standi verr fjárhagslega en einstæðir feður og það ýti undir streitu, sem aftur verði til þess að mæður grípi oftar til líkamlegra refsinga. Vilji samfélagið veita börnum vernd, verði að aðstoða þær mæður sem hafi lélegan fjárhag. ísrael Ovíst um líf sljórn- arinnar Jerusalem. Reuter RÍKISSTJÓRN ísraels undir forsæti Bemjamins Netanyah- us gæti misst þingmeirihluta sinn í kjölfar afsagnar Dan Meridor, fjármálaráðherra, á miðvikudag. í kjölfar afsagnarinnar gaf Natan Sharansky, iðnaðar- og viðskiptráðherra, í skyn að hugsanlegt sé að flokkur hans Ysrael Ba-Aliya, sem aðallega er flokkur rússneskra innflytj- enda, snúi baki við ríkisstjórn- inni í atkvæðagreiðslu um van- trauststillögu nk. þriðjudag. Sharansky sagði að auk þess sem Netanyahu hefði hvorki staðið við gefín loforð um úr- bætur í stjórnarsamstarfínu né í húsnæðismálum sé hann einmana innan stjórnarinnar eftir afsögn Meridors. Þó afsögn hans tengist gjaldmiðilsumbótum telja fréttaskýrendur að málið snú- ist í raun um valdabaráttu inn- an Líkudbandalagsins. London. Reuter. í AUGUM stuðningsmanna William Hagues er hann sú nýja ásjóna, sem hinn sundurlyndi íhaldsflokkur þurfti á að halda, undradrengurinn og svarið við „Blair-æðinu“, sem farið hefur sem logi yfír akur síðan Verkamannaflokkurinn komst til valda í Bretlandi. Efasemdamenn- irnir segja hins vegar, að íhalds- flokknum hafi orðið á skelfileg mi- stök, með kjöri Hagues sem leiðtoga hafi hann farið úr öskunni í eldinn. Hague, sem er 36 ára gamall, er yngsti leiðtogi íhaldsflokksins frá því seint á 18. öld og átta árum yngri en Tony Blair forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins. Þingmennirnir 92, sem tóku hann fam yfir Kenneth Clarke, fyrrver- andi fjármálaráðherra, í þriðju og síðustu umferðinni, sjá fyrst og fremst tvo kosti við kjör hans fyrir flokkinn, sem enn er í sárum eftir niðurlægjandi ósigur í kosningunum 1. maí. Fyrir það fyrsta vegi hann upp á móti unglegri ímynd Blairs og í öðru lagi marki kjör hans nýja byijun, sem eigi ekkert skylt við „gömlu“ íhaldsstjórnina. Vakti hrifningu Thatchers Hague, sem var yngsti ráðherra í Bretlandi í hálfa öld þegar hann William Hague, nýr leiðtogi breska íhaldsflokksins Hugsj ónamaður eða tækifærissinni? tók við málefnum Wales 1995, á ekki að baki langan feril í stjórnmál- unum en hann var ekki nema 16 ára gamall þegar hann vakti fyrst á sér ærlega athygli. Það var á landsfundi íhaldsflokksins 1977 en þá ávann sér mikla að- dáun Margaret Thatch- ers með þrumuræðu þar sem hann skoraði á þá- verandi ríkisstjórn Verkamannaflokksins að draga úr ríkisumsvif- um. Margar þeirra hægrisinnuðu hug- mynda, sem fram komu í ræðu Hagues, urðu síðar að hornsteinum í hugmyndafræði Thatchers og hún þakkaði fyrir sig með því að lýsa yfír ein- dregnum stuðningi við hann fyrir þriðju og síð- ustu umferðina í leið- togakjörinu. Hague lauk námi við Oxford með ágætisein- kunn í heimspeki, stjórnmálum og hag- fræði og fór fyrst til starfa sem blaðafulltrúi fyrir olíufélagið Shell en síðar hjá markaðs- ráðgj af arfyrirtækinu McKinsey. Stjórnmálin voru þó alltaf ofarlega í huga Hagues og því kom það engum á óvart þegar hann WILLIAM Hague bauð sig fram í Richmond-kjördæmi í Norður-Yorkshire 1989. Óljósar skoðanir Frami Hagues var skjótur og hann var orðinn ráðherra fyrr en varði. Samt höfðu fáir, utan þings og inn- an, mikla hugmynd um skoðanir hans eða hvorum flokksarminum hann fylgdi. í baráttunni fyrir leið- togakjörið var hann með almennar yfirlýsingar og margþvældar tuggur um flest mál nema Evrópumálin og þótti að því leyti minna á John Major. Fyrir leiðtogakjörið var Hague hvorki talinn til Evrópuandstæðinga né Evrópusinna í íhaldsflokknum en þegar hann hafði tilkynnt um fram- boð sitt skipaði hann sér óðara í hóp með þeim fyrrnefndu. Hann hnykkti síðan á því með því að útiloka aðild að EMU, myntbandalagi Evrópu- sambandsins. Hver er Hagne? Andstæðingar Hagues segja, að þetta sýni, að hann sé tilbúinn til að troða skoðunum sínum inn í hvaða spennitreyju sem er ef það geti orð- ið honum til framdráttar, hann sé bæði kjölfestu- og skoðanalaus eða með öðrum orðum, einræktað af- brigði af Major. „Hann er kænn en kostalaus; póli- tísk sannfæring hans er ekki aðeins óljós, heldur ósýnileg," segir George Walden, fyrrverandi þingmaður íhaldsflokksins. Stuðningsmenn Hagues segja, að hann sé hugsjónamaður, harður í horn að taka og sá, sem geti samein- að flokkinn. Sjálfur hlær Hague að þeim, sem líkja honum við Major, og segist ekki líkjast neinum nema sjálfum sér. Ætlar hann að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að koma á almennilegum húsaga í þessum flokki, sem reif sjálfan sig næstum á hol í innbyrðisþrætum fyrir síðustu kosningar. Hague er ókvæntur en á því ætlar hann líka að ráða bót innan skamms. Er heitkona hans Ffíon Jenkins, 29 ára gamall ríkisstarfsmaður, en þau kynntust þegar hún kenndi honum að syngja þjóðsöng Wales á velsku. MfTSUBBHl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.