Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 45 Jónsmessu- hátíð og úti- vist í Viðey HEFÐBUNDIN gönguferð verður farin á laugardagsmorgun kl. 10. Þá hefst annar hringur raðgangn- anna en sá sem kemur 5 laugar- dagsmorgna eða þriðjudagskvöld í göngu í Viðey sér alit hið helsta í eynni. Nú verður farin falleg Ieið um norðurströnd Heimaeyjarinnar austur á Sundbakka. Rústirnar af þorpinu sem þar var fyrr á öldinni verða skoðaðar. Síðan verður farið inn í Viðeyjarskóla en þar er áhuga- verð ljósmyndasýning um lífið í þorpinu. Þaðan verður svo gengið heim að Stofu aftur og komið í land um kl. 12. Eftir hádegi verður svo Jóns- messuhátíð Viðeyingafélagsins. Hún hefst með helgistund í kirkj- unni. Þar prédikar Guðbjörg Jó- hannesdóttir guðfræðingur en org- anisti verður Sighvatur Jónasson. Síðan verða Viðeyingar með sína samkomu í „Tanknum" á Sund- bakkanum, fyrrum 150 tonna vatnsgeymi Miiljónafélagsins. Eftir helgistundina verður svo staðarskoðun heima við. Hún hefst að venju í kirkjunni. Á sunnudag verður svo aftur staðarskoðun sem hefst í kirkjunni kl. 14.15. Hestaleigan verður að starfi báða dagana og veitingar til sölu í Viðeyj- arstofu. Bátsferðir verða á klst. fresti frá kl. 13. Alþýðubanda- lagsfólk hittist í Hrísey FÉLAGAR og stuðningsmenn Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra ásamt fjölskyldum sínum ætla að eyða saman degi í Hrísey við leik og störf laugardaginn 21. júní. Kl. 13 hefst fundur sem sérstak- lega verður helgaður sveitarstjórn- armálum og undirbúningi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að ári, vorið 1998. Ekki er reiknað með að fundurinn standi lengur en til u.þ.b. 15.30 en fyrir utan sveitar- stjórnarmál verður rætt um annað sem er efst á baugi í stjórnmálum eftir því sem tími leyfir. Fundurinn er sérstaklega ætlaður áhugafólki um sveitarstjórnarmál, formenn flokksfélaga og öðru forystufólki í flokksstarfinu. Eftir fundinn verður farin skoð- unarferð en margt kemur á óvart í náttúruperlunni Hrísey. Farið verður í leiki, hægt er að komast í sund o.s.frv. og loks er gert ráð fyrir að þeir sem vilja snæði saman kvöldverð. Geta menn hvort heldur sem er keypt máltíð á staðnum eða haft með sér nesti. Aðstaða verður til að grilla. Þeir sem vilja panta mat eða gistingu snúi sér til veit- ingahússins Brekku. Höfðaborg- arafélagið í Skagafjörð HÖFÐABORGARAFÉLAGIÐ efnir til tjölskylduferðar í Skagafjörð helgina 20.-22. júní. Gist verður á bænum Lónkoti og getur fólk valið um gistingu í tjöldum eða í gömlum fjárhúsum sem breytt hefur verið í gistihús. Stærsta tjaldi landsins hefur ver- ið komið fyrir á túninu og þar munu ýmis skemmtiatriði fara fram. Á dagskránni er m.a. rokk- keppni, bjórkeppni, fjöldasöngur og hljómsveit André Bachmann mun spila. Einnig verður grillað og möguleiki á golfi og veiði er fyrir hendi. FRÉTTIR Morgunblaðið/Björn Björnsson MYNDIN var tekin á æfingu á Glöðum txðum. Glaðar tíðir frum- sýnt á Sauðárkróki Sauðárkróki. Morgunblaðið. ITILEFNI90 ára afmælis Ung- mennafélagsins Tindastóls fékk félagið Jón Ormar Ormsson til þess að skrifa leikverk sem væri einhverskonar upprifjun á revíu- sýningum félagsins en þær voru löngum á árum áður snar þáttur í félagsstarfinu og voru það fé- lagsmenn sjálfir sem sóttu efnið í revíurnar í daglegt líf bæj- arbúa. Frumsýning verður í kvöld, föstudaginn 20. júní, og fleiri sýningar síðan næstu daga. Þekktustu höfundar frá þess- um árum voru Valgarð Blöndal og Guðjón Sigurðsson sem þóttu einkar fundvísir á hið skoplega í bæjarlífinu. Til að rifja upp þessa tíma fór höfundur leik- verksins, Jón Ormar, þá leið að flétta saman söngvum úr göml- um uppfærslum og bæta inn í nýjum textum við lög frá þessum tímum og tengja saman með stuttuin leiknum atriðum. Leiksljóri er Edda V. Guð- mundsdóttir en um tónlistina sjá Rögnvaldur Valbergsson, Stefán R. Gíslason, Gísli Þór Ólafsson og Jóhann Friðriksson. Opinn fundur AA í Keflavík 25 ÁR eru liðin frá því að reglubund- in starfsemi AA-samtakanna í Keflavík hófst. í tilefni af því verður haldinn opinn afmælis- og kynning- arfundur í félagsbíói, þar sem AA- félagar og Alanon-félagar segja frá reynslu sinni. Eru allir velkomnir á fundinn sem verður haldinn klukkan 14 á laugar- dag og verður boðið upp á afmæli- skaffí að honum loknum í fundarað- stöðu AA-samtakanna að Klappastíg 7 í Keflavík. Fyrsta Keflavíkurdeildin var stofnuð sumarið 1960 og rúmu ári síðar eða 4. nóvember 1961 fékk deildin Túngötu 8 fyrir fundarað- stöðu. Var deildin starfandi í nokkur ár, en lognaðist út af. Það var síðan 22. júní 1972 að 27 karlar og kon- ur, sem áttu við áfengisvandamál að stríða, komu saman í Kirkjulundi í Keflavík og stofnuðu Keflavíkur- deild AA-samtakanna. Frá 8. desember 1977 hefur hún verið staðsett að Klappastíg 7. Þar eru haldnir 11 fundir á viku. Jónsmessu- hátíð við Nor- ræna húsið JÓNSMESSAN verður haldin hátíð- leg að norrænum sið við Norræna húsið laugardaginn 21. júní kl. 20. Að hátíðinni standa norrænu vina- félögin og Norræna húsið. Skemmtunin hefst kl. 20 er Einar Karl Haraldsson, formaður sænsk- íslenska félagsins, býður gesti vel- komna og sænski sendiherrann á Is- landi Pár Kettis heldur stutta tölu. Því næst verður hin blómum og birki skrýdda maístöng reist með tilheyr- andi dansi og söng. Pokahlaup og reiptog ásamt öðrum leikjum verða fyrir börn á öllum aldri og þjóðdansa- félagið sýnir íslenska og norræna dansa. Kveikt verður á Jónsmessu- bálkestinum er líða tekur á kvöldið og hressilegur fjöldasöngur mun óma um Vatnsmýrina í takti við fuglak- vak, segir í fréttatilkynningu. Grettir Björnsson leikur á nikk- una. Grillaðar verða pylsur á úti- grilli og kaffistofa hússins verður opin allt kvöldið. Allir velkomnir. * Oska úrbóta vegna verk- smiðju SR UM 400 íbúar Siglufjarðarkaupstað- ar hafa undirritað bréf sem sent hefur verið Hollustuvernd ríkisins þar sem þeir óska eftir að ákveðnum atriðum tengdum starfsleyfi SR- mjöls á Siglufirði verði fylgt eftir og þau framkvæmd innan þeirra tímamarka sem starfsleyfi verk- smiðjunnar kemur til með að gilda. Það sem íbúarnir óska eftir er m.a það að hreinsibúnaður sé ávallt í gangi meðan bræðsla fer fram og að launaður eftirlitsmaður verði í bænum meðan á henni stendur. Einnig óska þeir eftir að fram- kvæmdum við frárennsli vegna vít- issóda- og grútarmengunar ljúki á næsta ári. Hærri aðalútblástursskorsteinn, flotgirðing við athafnasvæði verk- smiðjunnar og að hreinsibúnaður á olíubrennsluútblæstri verði full- komnaður eru einnig atriði sem bæjarbúar. vilja að eitthvað verði gert í. Er það ósk þeirra að þessum úrbótum verði lokið árið 2000. Tónleikar á Ingólfstorgi Á VEGUM Hins hússins verða haldnir síðdegistónleikar á Ingólfs- torgi í dag, föstudaginn 20. júní, kl. 17. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Soðin fiðla, sigursveit Músíktil- rauna Tónabæjar 1997, og kynnir hún efni af væntanlegri smáskífu sinni sem er hluti af smáskífuseríu Smekkleysu og Soma sem kynnir efni af breiðskífunni Fös sem kom út fyrir skemmstu, en hljómsveitin sigraði Fjörungann 1996, sem er hljómsveitarkeppni á Akureyri. ■ HÁRGREIÐSL US TOFAN Jói & félagar á Skólavörðustíg 8 (Bergstaðastrætismegin), nudd- stofa Stellu á sama stað auk heild- verslunar fyrir hinar amerísku Paul Mitchell hársnyrtivörur, halda upp á eins árs afmæli veru sinnar á nýjum stað í dag, föstudaginn 20. júní. Af því tilefni bjóða þau alla viðskiptavini sína velkomna að samfagna áfanganum í glæsilegum húsakynnum sínum í dag kl. 16-19. (ÉÍl ALDRAÐIR sjómenn sýna ýmis handbrögð við sjómennsku. Verkleg sjóvinna í Sjóminjasafni íslands ALDRAÐIR sjómenn sýna vinnu við lóðir, net, hnúta og splæsing- ar í Sjóminjasafni íslands, Vest- urgötu 8, Hafnarfirði, frá kl. 13-17. Gestum gefst kostur á að æfa handtökin. Verkleg sjó- vinna hefur verið fastur liður í starfsemi safnsins undanfarin sumur. Laugardaginn 31. maí var opnuð í forsal safnsins sýning á 20 olímálverkum eftir Bjarna Jónsson. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrri tíðar er sýna hákarlaveið- ar, skreiðarferðir, saltfisk- breiðslu, árabáta o.fl. Öll verkin eru til sölu. Þriðja hæð safnsins hefur ver- ið opnuð á ný og verða þar sýnd- ar heimildakvikmyndir af mynd- böndum í sumar. I safninu eru varðveittir mun- ir og myndir er tengjast sjó- mennsku og siglingum fyrri tíma, þ.á m. tveir árabátar, loft- skeyta- og kortaklefi af togara, gúmmíbjörgunarbátur, kafara- búningur, skipslíkön, ýmis veið- arfæri, áhöld og tæki. Sýning á annarri og þriðju hæð safnsins hefur verið endurnýjuð að mestu og að nokkur á þeirri fyrstu. Frá 1. júní til 30. september er Sjóminjasafnið opið alla daga frá kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára og eldri borgara. Sólstöðu- gangan 1997 í KVÖLD á miðnætti hefst hin árlega Sólstöðuganga. Að þessu sinni verður farið frá tveim stöð- um samtímis, Kjalarnestöngum og Hrakhólmum á Alftanesi og gengið með strönd Kollafjarðar og Skeijafjarðar í áföngum allan sólarhringinn. Hóparnir samein- ast á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi um miðnætti annað kvöld. Þeir sem koma í göngurnar verða á eigin vegum og geta því farið í þær eða úr þeim hvar sem er. Kl. 23.00 í kvöld verður hægt að fara með farþegabátnum Skúlaskeiði frá Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn upp á Kjalames og taka þátt í göngunni sem hefst þar á miðnætti. Á laugardaginn fer farþegaskipið Árnes í siglingu með strönd Kollafjarðar kl. 16.00 og kl. 18.00 og farþegabáturinn Kljéberg 7P Hofsvík % Mibnæturbrenna kl. 1.30 Sólstöbu- mínútan kl. 8.20 'Cróttaj e f / <í : Dagganga 'L i' / i' M kl. 12.00 Mibnætur- 1 brenna kl.1.30^ Kvöldganga kl. 20.00 Dagganga kl. 12.00 iklettar Sólstöbumínútan kl. 8.20 Skipib Árnes mun sigla mebfram strönd Kollafjarbar, en báturinn Skúlaskeib fer styttri siglingu útfyri Akurey. Víkingaskipib Islendingur siglir mebfram strönd Skerjafjarbar. 2 km Næturganga kl. 0.04 Sólstöbugöngunni lýkur á Valhúsahæb abfara- á Valhúsahæb abfara- nótt sunnudags meb mibnæturbrennu ki. 0.04 Skúlaskeið um Hólmasund og út fyrir Akurey og Engeyjarsund til baka á sömu tímum. Langskipið Islendingur verður í fömm með strönd Skerjafjarðar á klukku- tímafresti frá kl. 13.00. Brottför úr Kópavogshöfn. Gengið frá Messing á Kjalar- nestöngum og Hrakhólmum á Álftanesi kl. 12.00 á miðnætti. Miðnæturbrennur kl. 1.30 á Kljé- bergi í Kjalarneshreppi og á Breiðabólstaðareyri í Bessastaða- hreppi. Sólris er kl. 2.54 miðað við sjávarflöt. Sólstöðumínútunn- ar kl. 8.20 um morguninn verður minnst á Tungubökkum í Mos- fellsbæ og við Gálkakletta í Garðabæ. Morgungöngurnar hefjast kl. 8.00 við Lambhúsatjörn á Álftanesi og Leirvogsárósa. Daggöngurnar kl. 12.00 við Blika- staðakró og Kópavogslæk og kvöldgöngurnar kl. 20.00 á Laug- arnestöngum og við Fossvogslæk og þaðan gengið með strönd Reykjavíkurborgar og Selljarnar- nesbæjar og upp á Valhúsahæð þar sem Sólstöðugöngunni lýkur með miðnæturbrennu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.