Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 29 AÐSEIMDAR GREIIMAR Frelsi, ófrelsi og velferð ALLIR vilja tengja sig við Frelsið og helst leggja það undir sig. Og fáum hefur tekist betur í þeirri viðleitni en svonefndum fjár- festum. Nú síðast ber- ast fregnir af „frelsis- einkunn" sem kanadísk stofnun gefur ríkjum heims fyrir „ftjálsræði í efnahagsmálum". Það fylgir sögunni að ísland hafi klifrað hratt upp einkunnastigann og sé nú í 21-24 sæti en hafi áður verið með þeim neðstu og þykja þetta svo góð meðmæli með landinu og ríkisstjórn- inni að fregnin leggur undir sig opnu Morgunblaðsins á dögunum (28 maí). Er samneysla ófrelsi? Að vísu er tekið fram í athuga- semdum við þennan samanburð á frelsi í ríkjum, að hér sé ekki verið að gefa einkunn fyrir lýðræði og mannréttindi - enda hefur um helm- ingur þeirra ríkja sem fá hærri frelsis- einkunn en Island heldur auman orðstír í þeim efnum. Engu að síður er gengið út frá því sem vísu, að hér sé rætt um það frelsi sem máli skipt- ir, frelsi einstaklinga „ti! að ráðstafa sjálfír þeim verðmætum sem þeir skapa" eins og haft er eftir einum hagfræðingi. Formúlan er fullkom- lega jákvæð. Hún tengir allar tekjur við göfuga sköpun - hvemig sem þær eru fengnar. Um leið er látið að því liggja að greiðslur einstaklinga til samfélagsins (skattar o.fl.) séu frels- isskerðandi. Þær þýði, eins og sagt er í frásögn Morgunblaðsins, að „aðrir“ taki ákvarðanir um það hvernig verð- mætum er ráðstafað. í stuttu máli sagt: samkvæmt þessum samanburð- arfræðum er öll samneysla og þar með velferðarkerfí óvinur frelsisins. Á frelsislistanum lenti ísland fyrir ofan öll önnur Norðurlönd - vegna þess að hér er ekki eins mikil samneysla og þar. Ef íslendingar vilja komast enn ofar á listann (og þar með verða enn vænlegri kostur fyrir erlenda fjár- festa) - þá gætu þeir til dæmis einka- vætt spítala og skóla. Maður án milljónar í þessum frelsisútreikningi er hvergi vikið frá sjónarhóh peninga- manna. Það kemur hvergi fram, að aukið frelsi þeirra leiði til skerts frels- is annarra. Sé frelsi peningamanna aukið, með því til dæmis að lækka skatta þeirra, er um leið verið að taka fé af þeim sem minnst hafa og þar með skerða möguleika, fækka tæki- færum þeirra til að njóta lífsins. Bæði með niðurskurði á velferðarkerfum og með auknu „frelsi (eða ,,sveigjanleika“) á vinnu- markaði, sem hefur í reynd dregið niður lægstu tekjur í ýmsum ríkjum á undanfömum árum. Freisi hangir ekki í lausu lofti svo allir geti nartað í það. Það hafa menn lengi vitað. Rúss- neska stórskáldið Fjodor Dostojevskíj leitaði fyrir meira en 130 ámm að frelsi og jöfnuði í Frakk- landi, og fann hvoragt, hvað þá heldur bræðralag. Hann segir: „Hvað er liberté? Frelsi. Hvaða frelsi? Frelsi jafnt fyrir alla menn til að gera hvað sem þeim þóknast innan ramma laganna. Hvenær er hægt að gera það sem manni þóknast? Þegar maður á milljón. Gefur frelsið öllum Velferðarkerfi, segir Árni Bergmann, er í rauninni ekki velgjörð- arstarfsemi. sína milljónina hveijum? Nei. Hvað er maðurinn án milljónar? Maður án milljónar er ekki sá sem gerir það sem honum þóknast, heldur sá sem menn gera við hvað sem þeim sýnist“. Áróður og gleymska Þetta er semsagt ekki ný hugsun og hún er ekki einu sinni marxísk - Dostojevskíj var að sínu ieyti jafn- grimmur við sósíalista og kapítalista. En hún er fallin í gleymsku og dá, því þeir sem eiga landið og fjölmiðl- ana, fyrirtækin og heiminn, þeir ráða þvi í hvaða samhengi frelsið er sett. Þeir ráða því líka að velferðarkerf- ið er fyrst og fremst talið byrði á fyrirtækjum og samkeppnisstöðu. Þeir heimta niðurskurð á því og stjómmálamenn þora ekki annað en taka undir. Sóknin fer fram á öllum vígstöðvum. Því er lofað hástöfum að lægri útgjöld til félagsmála muni skapa bæði ný störf og sjálfsbjargar- viðleitni. Ráðist er hart að öllum vinstrisinnum fyrir að velferðarkerfí sé ekki annað en þeirra botnvarpa á atkvæðaveiðum og aðferð þeirra til að „sýnast góðir menn á kostnað skattborgaranna". En kannski verður það einna drýgst í baráttunni fyrir „efnahagsfrelsi" gegn velferðarkerfum, hve auðvelt menn eiga með að gleyma því hvað velferðarkerfí hafa gert fyrir þá sjálfa. Velferðarkerfi hafa haft þau Árni Bergmann óvæntu áhrif meðal annars að gera marga alþýðumenn, sem hafa spjarað sig sæmilega á hagvaxtartímabílum, veika í hnjánum fyrir röksemdum nýfijálshyggju. Margir trúa því að þeir hafí bætt sinn hag eingöngu af eigin rammleik og án þess að öll hin margþættu áhrif félagslegra réttinda og velferðarríkis kæmu til. Eins þótt þeir nytu sjálfír góðs af niðurgreiddu húsnæðiskerfí, ókeypis skólakerfí, námsaðstoð, og þyrftu ekki að hafa ijárhagsáhyggjur af öldruðum for- eldrum. Mönnum reynist auðvelt að trúa því að allt sem þeim hefur tekist sé þeim einum að þakka og komi andskotans samfélaginu ekkert við (og jafn þægilegt er fyrir þá að trúa því að allt sem miður fer sé öðram að kenna og einkum „þeim“ hjá ríkinu og í pólitíkinni). Hagnýt málamiðlun Skoðum eitt að lokum. Velferðar- kerfí er í rauninni ekki velgjörðar- starfsemi. Meira að segja vafasamt að hægt sé að kenna það við kristileg siðaboð, þótt prestar muni mæla með þvi. Það kemur oftast í hlut vinstri- flokka að ríða hin félagslegu öryggis- net, en sæmilega skynugir hægfy- menn, sem hafa ekki gleypt við mark- aðsréttrúnaði síðustu ára, vita vel að það kemur þeim best sjálfum að við- halda velferðarríkinu. Velferðarkerfið er í reynd fyrst og fremst samningur um sæmilegan frið í samfélögum. Það slær á uppreisnarhug og vilja til gjör- breytinga. Það fer langt með að sætta fólk við misrétti sem verður sífellt til í kapítalísku markaðsþjóðfélagi með því að bjóða mönnum nokkum veginn sanngjama meðferð á vissum mikil- vægum sviðum. Eins og kanadískur jafnaðarmannaforingi, Ed Broadbent, hefur nýlega komist að orði, þá munu menn taka ýmsum fágætari forrétt- indum þeirra ríku fremur með af- skiptaleysi en gremju og heift - ef þeir njóta nokkurra grandvallarrétt- inda. Broadbent bendir einnig á það, að velferðarkerfíð sé líka tilraun til að sætta andstæður í mannlegri nátt- úra - það er eins konar hjúskapur sem reynir að tryggja það réttsýni og eigin- hagsmunir geti búið undir sama þaki. Það er ijóst að slíkur hjúskapur geng- ur ekki eftir einni formúlu sem gefín er í eitt skipti fyrir öll. En þeir sem blindastir era í markaðsfrelsisofsa sín- um og hamast mest gegn þeirri sam- neyslu sem birtist í velferðarkerfum mættu hafa það í huga, að ef sífellt er þjarmað að réttsýni og sanngimi, þá er allur friður fljótt úti í þeirra „fj árfestingaramverfí “. Það kostar mikið að halda uppi velferðarkerfi, en það kostar kannski enn meira að hverfa frá því - með stórauknum opinberam útgjöldum og prívatútgjöld- um til lögreglu, fangelsa, öryggis- vörslu, vamarmúra um þá betur settu og annarrar heldur dapurlegrar starf- semi og framkvæmda. Það vita þeir í Bandaríkjunum, Brasilíu og Rússlandi - svo aðeins þijú dæmi séu nefnd. Höfundur er rithöfundur. Að loknu Kvennahlaupi ISI í Garðabæ I GARÐABÆ tóku tæplega 8.000 konur þátt í Kvennahlaupi ISÍ 15. júní sl. Frá því að Kvennahlaup ISÍ var fyrst haldið í Garðabæ í tengslum við íþróttarhátíð ÍSÍ 1990 hefur stöðug aukning orðið í hlaup- inu. Lovísa Einarsdótt- ir íþróttakennari og Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ önnuðust undirbúning og framkvæmd fyrsta Kvennahlaupsins sem tókst í alla staði mjög vel. Árið 1991 óskaði ÍSÍ eftir að íþrótta- og tómstunda- ráð Garðabæjar hefði umsjón með undirbúningi og framkvæmd Kvennahlaups ÍSÍ fyrir höfuðborg- arsvæðið. Sérstök framkvæmda- nefnd fyrir hlaupið í Garðabæ var skipuð en í henni eru Anna R. Möller, Laufey Jóhannsdóttir nú- verandi formaður, Lovísa Einars- dóttir og Ragna L. Ragnarsdóttir. Með framkvæmdanefndinni starfa starfsmenn íþrótta- og tómstunda- ráðs Garðabæjar. Síðar var gerður sérstakur samningur við samtökin íþróttir fyrir alla sem hafa fengið það verkefni frá ÍSÍ að hafa umsjón með Kvennahlaupi ÍSÍ á landsvísu. Nefndin heldur reglulega fundi þar sem farið er yfir ýmis atriði sem snúa að hlaupinu og teknar eru fýrir ábendingar um það sem betur má fara. Skipuleggjendur hlaupsins í Garðabæ hafa leitast við að varð- veita þann anda sem skapaðist í fyrsta hlaupinu. Fjöldi sjálfboðaliða Skipulagning hlaups fyrir 8.000 konur er heilmikið mál og þurfa margir að leggjast á eitt til að vel takist til. Huga þarf að hlaupaleið- um, forskráningu, kynningu, ör- yggismálum, styrktaraðilum, um- ferðarmálum, hátíðarsvæði, salem- um, snyrtingu, læknisþjónustu, veitingum, fjarskiptum, hljóðkerfí, æfíngum fyrir þátttakendur, sjálf- boðaliðum o.fl. Án velvildar bæjar- yfirvalda í Garðabæ og mikils fram- lags sjálfboðaliða er erfítt að hugsa sér framkvæmdina ganga jafn vel og raun ber vitni. Vinnuskóli Garðabæjar hefur að- stoðað við að fegra og snyrta um- hverfí það sem hlaupið er í og þrætt borða á verðlaunapeninga. Starfsmenn áhaldahúss bæjarins koma fyrir vegatálmum og gæta þess að götumar séu greiðfærar. Hjálpar- sveit skáta í Garðabæ aðstoðar lögreglu við að leiðbeina um bíla- stæði og veija hlaupa- leiðir bílaumferð. Um 50 sjálfboðaliðar frá Stjörnunni sjá um bola- sölu á hlaupadaginn, Gunnar afhenda verðlaunapen- Einarsson inSa °S annast veiting- ar. Starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs og framkvæmda- nefnd koma m.a. fyrir hátíðarpalli, flagga, sjá um forsölu, kynningu, samstarf við styrktaraðila, uppgjör, skipulag á dagskrá og margt fleira. Tuttugu þúsund tóku þátt í kvennahlaupi. Gunnar Einarsson segir hlaupið skref til betri lífshátta. Framkvæmdanefndin ásamt starfs- mönnum ber ábyrgð á að hátíðar- svæðið sé aðlaðandi og að skipulag sé hnökralaust. Bættir lífshættir Ástæða er til að þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir þeirra framlag til vel heppnaðs kvennahlaups í Garðabæ. Sjálfsagt hefur undirbún- ingur og framkvæmd verið með líku sniði á þeim fjölmörgu stöðum þar sem kvennahlaup fór fram. Sann- gjarnt er að hrósa öllu því fólki og geta um þeirra störf sérstaklega þegar fjallað er um kvennahlaupið í fjölmiðlum. Það vill á stundum gleymast. Störf heimamanna og velvild bæjaryfirvalda á hveijum stað skiptir máli hvemig til tekst. Mest um vert er þó þátttaka um tuttugu þúsund kvenna. Þeirra skerfur til bættra lífshátta og holl- ustu er ómetanlegur. Höfundur er forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Þessi niðurstaða er mikill styrkur fyrir fórystu félagsins í komandi kjarasamningsviðræðum. Hún end- urspeglar þann vilja og baráttuhug sem fram hefur komið hjá leikskóla- kennurum síðustu vikumar og varð upphafi. Kröfugerðin var sett fram í „alvöru“ og félagsmenn ítreka nú vilja sinn með því að samþykkja verkfalls- boðun með svo afgerandi hætti. Leik- skólakennarar ætla að sækja þessar launahækkanir og munu nota verk- fallsvopnið ef á þarf að halda. Skammarlega lág laun í dag eru byijunarlaun leikskóla- kennara um 80 þúsund krónur á mánuði. Það er að mati stéttarinnar allt of lítið miðað við framfærslu- kostnað í landinu og menntun, ábyrgð og álag í leikskólum. Þessi lágu laun sýna virðingarleysi bæði gagnvart leikskólakennurum, bömum og starf- semi leikskólanna. Það er dapurlegt fyrir leikskólakennara að upplifa að það „borgi sig varla“ að vinna í leik- skóla, svo litlir era tekjumöguleikam- ir. Sú staðreynd sýnir hversu menntun er lftið metin til launa í íslensku nú- tímaþjóðfélagi. Slðustu árin hefur farið fram gíf- urleg uppbygging leikskóla og þvl ber að fagna. En það nægir ekki eitt og sér. Það vantar menntað fólk til að vinna í leikskólunum. Til að Það verður metnaðar- fullum sveitarstjóma- mönnum til skammar, segir Björg Bjarna- dóttir, ef þeir koma ekki í veg fyrir lokun leikskóla í september. laða að þá leikskólakennara sem gefíst hafa upp og farið í önnur störf verður að hækka launin. Það verður að vera samræmi milli orða og að- gerða sveitarstjómamanna. Leik- skólar standa ekki undir nafni ef þar vinnur ekki fagmenntað fólk. Nægnr tími Boðað verkfall á ekki að koma til framkvæmda fyrr en 22. september nk. Með því móti gefst viðsemjendum félagsins, þ.e. ríki, Reykjavíkurborg og öðram sveitarfélögum, tækifæri til að meta stöéuna og koma til móts við kröfur félagsina. Það verður metn- aðarfullúm sveitarstjómamönnum, sem staðið hafa myndarlega að upp- byggingu leikskóla síðustu árin, til skammar ef þeir koma ekki í veg ' fyrir lokun leikskóla í september. Ég trúi ekki öðra en að þeir verði tilbún- ir að rökstyðja það og veija að leik- skólakennarar eigi að hafa 110 þús- und krónur í byijunarlaun. Það er ekki með glöðu geði að leik- : skólakennarar velja þessa leið. Það er neyðin sem gerir það að verkum j að nú verður gripið til þess vopns sem j löggjafinn hefur heimilað að stéttarfé- i lög noti í þeim tilgangi að ná fram I kjarabótum. Miðað við stöðuna í dag j virðist annað óumflýjanlegt. Sterk staða Leikskólakennarar eru í sterkri stöðu. Leikskólinn er orðinn sjálf- sagður þáttur í lífi barna og fjöl- skyldna þeirra og er forsenda þess að báðir foreldrar geti stundað vinnu utan heimilis. Leikskólinn er fyrst og fremst ómissandi fyrir börnin, í öðru lagi er hann ómissandi fyrir foreldrana og í þriðja lagi er hann ómissandi fyrir atvinnulífið. Áhrifa verkfalls færi fljótt að gæta og það er styrkur leikskólakennara í þeirri baráttu sem framundan er; baráttu sem vonandi vinnst án átaka. Höfundur er formaður Félags islenskra leikskólakennara. Skýr skilaboð frá leikskólakennurum í NÝAFSTAÐINNI allsherj aratk væða- greiðslu um boðun verk- falls hjá Félagi íslenskra leikskólakennara kom það berlega í ljós að langlundargeð leik- skólakennara er þrotið. Rúmlega 80% leikskóla- kennara nýttu atkvæðis- rétt sinn og af þeim sam- þykktu 96,3% að boða til verkfalls, nei sögðu tæplega 3% og 0,7% skil- uðu auðu. Skýrari gæti afstaðan ekki verið. Baráttuhugur til þess að fulltrúaráð félagsins ákvað að efnt yrði til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Samningar félagsins hafa verið lausir frá sl. áramótum. Kröfugerð var lögð fram í lok nóv- ember 1996 þar sem aðaláherslan er lögð á hækkun grannlauna í 110 þúsund krónur. Við- semjendur hafa lagt fram hugmyndir að samningi sem hefur ver- ið hafnað af hálfu fé- Björg Bjarnadóttir lagsins vegna þess að þær koma ekki nægilega til móts við þær kröfur sem fram voru lagðar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.