Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deildarskiptingu Ríkisútvarpsins gerbreytt Störfum breytt og starfsfólki sagt upp STJÓRNENDUR Ríkisútvarpsins hafa tekið ákvörðun um endurskipu- lagningu á starfsemi stofnunarinnar, sem felur m.a. í sér uppstokkun deilda og breytingar á störfum. Pét- ur Guðfinnsson útvarpsstjóri segir að þessar breytingar miði að því að gera starfsemi Ríkisútvarpsins markvissari og hagkvæmari. Störf- um við stofnunina muni fækka eitt- hvað. Breytingarnar taka endanlega gildi 1. október nk. Öllum starfsmönnum Ríkisút- varpsins var sent bréf 9. júní sl. þar sem meginþættir í breytingunum voru kynntir. Síðustu daga hefur málið verið kynnt munnlega fyrir starfsmönnum sem vinna störf sem breytast eða verða felld niður. í gær voru uppsagnarbréf send til starfs- manna. Pétur sagði að flestir fengju vinnu aftur við önnur störf, en ekki hefðu allir fengið tryggingu fyrir endurráðningu. Forstöðumönnum Rásar 1 og 2 og tónlistarráðgjafa sagt upp Fram að þessu hefur Rikisútvarp- inu verið skipt í flórar deildir, Út- varp, Sjónvarp, fjármáladeild og tæk- nideild. Núna verða fjórar stoðdeildir undir Útvarpi og Sjónvarpi. Mestar breytingar verða hjá Útvarpinu, en deildaskipting milli Rásar 1 og Rásar 2 verður felld niður og einnig verður gerð breyting á tónlistardeild. í stað- inn verða stofnaðar þtjár framleiðslu- deildir sem sinna menningu, samfé- lagi og tónlist. Stöður framleiðslu- stjóra þessara þriggja deilda verða auglýstar lausar til umsóknar og einnig nokkrar fleiri stöður, að því er Pétur segir. Þetta þýðir m.a. að Jóni Karli Helgasyni, forstöðumanni Rásar 1, Sigurði G. Tómassyni, for- stöðumanni Rásar 2, og Guðmundi Emilssyni, tónlistarráðgjafa Útvarps- ins, verður sagt upp störfum. Starfsfólki fækkar „Við höfum orðið að tilkynna nokkrum starfsmönnum að sá samn- ingur sem þeir voru ráðnir til að gegna með vissu starfsheiti muni ekki gilda áfram og það verði að semja upp á nýtt. Þetta snertir nokkra tugi starfsmanna. Raunveru- legar brottfarir sem rekja má til þessa verða hins vegar miklu færri,“ sagði Pétur. Sameiginleg íþróttadeild Ríkisút- varpsins hefur þegar verið lögð nið- ur, en í staðinn verða fréttamenn ráðnir inn á fréttastofur Útvarpsins og Sjónvarpsins. Sömuleiðis verður tæknideild Ríkisútvarpsins skipt í tvennt. Leikmyndadeild Sjónvarps mun renna saman við tæknideild Sjónvarps, sem kemur til með að heita tækni- og leikmyndadeild. Þá verður stofnuð sérstök markaðs- og þjónustudeild við Ríkisútvarpið og í henni verða núverandi starfsmenn auglýsingadeildar, en einnig verður þar sinnt tölvuþjónustu stofnunar- innar, textavarpi, almannatengslum og dagskrárkynningu. Pétur sagði að þessar breytingar hefðu í för með sér einhveija fækk- un starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fækkunin ætti sér m.a. þannig stað að ekki yrði ráðið í störf starfs- manna sem væru að hætta störfum sökum aldurs. Þriðja rásin Pétur sagði að Ríkisútvarpið hefði ennfremur til skoðunar að senda út á þriðju rásinni, en á henni yrði völdu efni af báðum rásunum útvarpað. Þessi rás yrði send út á langbylgju og myndi því nást úti á hafi og víða á hálendi íslands. Deilt um meðferð máls í skipulagsnefnd á fundi borgarstjórnar Fjórir af sjö nefndar- mönnum fjarverandi VIÐ umræður um fundargerð skipu- lags- og umferðarnefndar frá 9. júní sl. á fundi borgarstjómar í gær- kvöldi fundu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins að afgreiðslu máls- ins hjá skipulagsnefnd. Þegar tillaga Borgarskipulags og Minjaverndar um skipulag reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4 var lögð fram til kynningar á fundi nefndarinnar höfðu fjórir af sjö fund- armönnum vikið af fundi. Þeir þrír sem eftir voru samþykktu þá eftir- farandi bókun: „SKÚM [skipulags- og umferðarnefnd] fellst á fram- lagða tillögu að fyrirkomulagi á lóð- um og uppbyggingu í meginatriðum og þar með að gert sé ráð fýrir að flytja húsið Austurstræti 8-10 (ísa- foldarhús) á lóðina nr. 12 við Aðal- stræti. Framhald vinnu verði unnið í samráði við Borgarskipulag í sam- ræmi við verksamning, dags. 22. maí 1997.“ Auk þess að gagnrýna afgreiðslu málsins þegar aðeins þrír fundar- menn voru eftir á fundinum gerðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins m.a. þá athugasemd að umsögn borgarminjavarðar hefði ekki verið höfð til hliðsjónar. Einnig gagnrýndu þeir að verið væri að fjalla um jafn- stórt skipulagsmál, sem flutningur ísafoldarhússins væri, á sama tíma og heildstæð endurskoðun færi fram á deiliskipulagi miðbæjarins. Um málið hefði hvorki verið fjallað í borgarráði né borgarstjóm og fóru sjálfstæðismenn fram á að málið yrði tekið til nánari skoðunar. Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði augljósa formgalla á afgreiðslu málsins frá skipulags- nefnd og yrði það tekið þar upp að nýju. Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, tók fram í máli sínu á fundinum í gær að málið hefði verið fýrir skipulagsnefnd til kynn- ingar en ekki endanlegrar afgreiðslu. Umhverfismálaráð ætti eftir að koma að málinu auk þess sem það yrði kynnt í borgarráði á næstunni. Hún sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort flytja ætti ísafoldarhúsið og enn ætti eftir að kanna hvort yfir- leitt væri hægt að flytja það. Þá tók hún fram að vinna á einstökum lóðum miðbæjarins færi fram samfara endurskipulagningu hans. Bandamenn stranda- glópar vestanhafs FÉLAGAR úr leikhópnum Banda- mönnum voru strandaglópar vest- anhafs í rúma tvo sólarhringa vegna meira en tveggja klukkustunda sein- kunar sem varð á flugi Air Canada frá Toronto til Halifax og gerði það að verkum að þeir misstu af flugi Flugleiða frá Halifax til Keflavíkur. Bandamenn voru að koma af menningarhátíðinni Northern En- counters í Toronto, þar sem þeir sýndu Amlóðasögu. Listamennirnir urðu sjálfir að leggja út fyrir öllum kostnaði af töfinni. Sveinn Einarsson leikstjóri segir ljóst að ábyrgðin liggi hjá ferðaskrifstofunni Congress Travel, sem skipulagði ferðina, flug- félaginu Air Canada og skipuleggj- endum hátíðarinnar. Flugleiðir hafí hins vegar gert allt sem í þeirra valdi stóð til að leysa vandann og kveðst Sveinn afar ánægður með hlut Flugleiða í málinu. Aðeins er flogið tvisvar í viku frá Halifax til íslands en fimm sinnum í viku frá Boston. Því hélt hópurinn til Boston í þeirri von að ná flugi þaðan. Vegna lokunar á þjóðhátíð- ardaginn tókst ekki að ná sambandi við forráðamenn Flugleiða hér á landi fyrr en að morgni 18. júní. Leystu þeir þá fljótt og vel úr vandanum og fékk hópurinn sæti strax að kvöldi sama dags. Heim til íslands kom hópurinn svo snemma í gærmorgun, rúmum tveimur sólarhringum síðar en upphaflega var gert ráð fyrir. Algjörlega ófyrirgefanlegt „Þetta er auðvitað algjörlega ófyr- irgefanlegt og stafaði í raun af nísku skipuleggjendanna,11 segir Sveinn. Miðarnir voru gefnir út í tvennu lagi, annars vegar milli Toronto og Hali- fax með Air Canada, og hinsvegar með Flugleiðum milli Halifax og Keflavíkur. „Fyrir bragðið tók eng- inn ábyrgð á okkur. Við urðum sjálf að kaupa okkur hótelgistingu og gera allt sjálf þangað til Flugleiðir fréttu um málið og gripu til sinna ráða, þá gekk allt upp.“ Vegna fréttar Morgunblaðsins af hátíðinni sl. þriðjudag vill Sveinn taka fram að misskilningur sé að Bandamenn hafi boðist til að sýna Amlóðasögu í íslendingabyggðum í Manitoba en að þar hafí ekki reynst áhugi á því. Hið rétta sé að talað hafí verið við Bandamenn og spurt hvort þeir myndu geta bætt því við ef til þess kæmi. „Við sögðumst myndu hafa gaman af því ef það yrði skipulagt með nægilegum fyrir- vara en meira var það ekki,“ segir Sveinn. Hann segir ennfremur að báðum sýningunum á Amlóðasögu hafi verið mjög vel tekið og þær fengið góða dóma gagnrýnenda. HULDA Sigurbjömsdóttir afhjúpaði stein til minningar um Frúar- stíg, en Hulda var fyrsta konan sem kosin var í bæjarstjóm Sauðár- króks. Ámi Blöndal er fulltrúi „karlafélaganna" sem gáfu steininn. > í t I Sýningunni Konur á Króknum • hleypt af stokkunum Þvottar eru þema sýningarinnar DAGSKRÁIN Konur á Króknum hófst í gær á kvenréttindadeginum 19. júní með afhjúpun minningar- steins um Frúarstíg, götu sem konur á Sauðárkróki áttu frum- kvæði að því að byggja og fjár- mögnuðu á árunum 1897-1905. Að því loknu var sýningin Konur á Króknum opnuð formlega í barnaskólanum. „Sýningin fjallar um líf og störf kvenna á Sauðárkróki frá 1871 til dagsins í dag,“ segir Aðalheiður Arnórsdóttir, Lionsklúbbnum Björk. „Þvottar eru þema sýn- ingarinnar alveg frá því konur þvoðu í bala og þurftu að sækja vatn í bæjarlækinn." Aðalheiður segir að annars veg- ar sé stiklað á tuttugu árum í sögu kvenna og heimilanna í sýningar- básum. Þar séu heimilin sett upp eins og þau gætu hafa litið út á hveijum tíma. Hins vegar séu stór- ir flekar hringinn í kring um bás- ana þar sem stiklað sé á áratugum og kvennasagan sögð í máli og myndum. Kaffi og lummur að hætti Guðrúnar frá Lundi Kaffístofan Guðrúnarlundur, sem helguð er skáldkonunni Guð- rúnu frá Lundi, verður opin meðan sýningin stendur yfír. Þar kynna félögin í undirbúningshópnum starfsemi sína. Á göngum skólans er listsýning þar sem sýndir eru listmunir eftir yngri og eldri konur á Króknum. í kaffistofunni verða flutt erindi á hveiju kvöldi fram á laugardag og svo aftur á miðviku- dag i næstu viku. í gær var flutt erindið „Pilsaþytur“ eftir Aðalheiði B. Ormsdóttur og að því loknu léku fjórar konur á harmóníku. Morgunblaðið/Þorkell ÞAÐ var Kristín M. Sölvadóttir sem opnaði sýninguna Konur á Króknum, en Kristín er komin á tíræðisaldur. I I I I I I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.