Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 57

Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 57 M YN DBÖN D/KVIKM YIM Dl R-ÚTV ARP-S JÓIM VARP Upprenn- andi Evrópu- stjömur ÞÓ að Frakkar kvarti og kveini yfir erfiðleikum í kvikmynda- gerð er framleiðslan hjá þeim alltaf virk og nýjar stjörnur koma fram á sjónarsviðið á hveiju ári. Þessir leikarar eru oft geysivinsælir í heimalandi sínu þó að nöfnin séu ekki þekkt annars staðar. Þeir sem hafa hlotið náð fyrir augum bíógesta undanfarið eru Charles Berling (>,Ridicule“), Laurence Cote („Les Voleurs"), Albert Dupontel (>,Bernie“), Clotilde Courau („Fred“, ,,Marthe“), og Alain Chabat („Didier"). Þar sem „Ridicule" var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna rataði hún til ís- lands en líklega komast hinar fnyndirnar ekki hingað nema í myndbandsformi. Chedric Klapisch er ungur kvikmyndaleiksljóri sem á tvær af söluhæstu frönsku myndunum á síðasta ári. Þær heita „Un air de famille" og Kattarhvarfið. Klapisch hefur vakið eftirtekt bandarískra kvikmyndafram- leiðanda en segist ekki hafa áhuga á Hollywood. „Ég er Frakki og vil gera myndir um Frakkland." Á Ítalíu eru einnig nokkrir ungir kvikmyndaleiksljórar sem heilla landsmenn sína. David Ferario slóg í gegn með þriðju niynd sinni, gamanmyndinni Allt á niðurleið. Pappi Corsicato hef- ur vakið athygli með sérstökum stíl í myndunum „Libera", og Svarthol, og Mario Martone hlaut mikið lof frá gagnrýnendum fyr- ir „L’amore molesto". Valerio Mastrandrea, Stefania Rocca, og Asia Argento eru ung- ir leikarar á uppleið á Ítalíu. Matrandrea lék bæði í Allt á nið- urleið og annarri vinsælli gaman- mynd, Að rækta körfukál í Mim- HELENA Bonham Carter Bonham Cart- er og Branagh saman á ný HELENA Bonham Carter og Kenn- eth Branagh sem léku seinast saman í „Mary Shelley’s Frankenstein" ætla að vinna saman í „The Theory of Flight". Myndin fjallar um konu sem þjáist af vöðvarýrnunarsjúk- dómi, og samskipti hennar við mann- inn sem hugsar um hana. Það er Paul Greengrass sem leikstýrir myndinni en Richard Hawkins skrif- aði handritið. Tökur eiga að fara af stað í sumar í London og Wales. Bonham Carter hefur síðustu ár verið að reyna að losna út úr hlut- verkum í búningadrömum og lék til að mynda í Woody Allen-myndinni „Mighty Aphrodite", en Branagh stefnir á að leika í sinni fyrstu Allen- mynd í haust. JAVIER Bardem er talinn arftaki Antonio Banderas á Spáni. ASIA Argento er upprenn- andi ítölsk kvikmyndastj arna. ongo. Stefania Rocca hefur vakið athygli fyrir leik sinn í „Nirv- ana“, sem Gabriele Salvatore leikstýrir, og Á röngunni í leik- stjórn Rob Tregenza, en báðar myndirnar voru sýndar á Cann- es-kvikmyndahátíðinni. Asia Argento, dóttir ítalska hryllingsmeístarans Dario Arg- ento, hefur leikið í myndum leik- sljóra eins og Michele Placido, Carlo Verdone, og Peter Del Monte, auk þess að hafa leikið fyrir pabba sinn í „The Stendhal Syndrome“. Nýjasta mynd henn- ar er reyndar bresk en ekki ít- ölsk, „B Monkey" í leikstjórn Michael Radford. Á Spáni er einnig að finna nokkur nýstirni meðal leikstjóra og leikara. Manuel Gomez Pe- reira hefur heillað Spánverja með gamanmyndunum Munn við munn og Ástin getur eyðilagt heilsuna. Kvikmyndaleikstjórinn Alex de la Iglesia er meira í list- ræna kantinum með hryllings- myndirnar Stökkbreytingar og Dagur dýrsins. Nýjasta mynd hans var tekin upp með ensku tali í Nýju-Mexíkó. Hún ber titl- inn „Perdita Durango" og fara Rosie Perez og Javier Bardem með aðalhlutverkin. Javier þessi Bardem er talinn arftaki Antonio Banderas. Hann lék m.a. í Munn við munn og „Jamon, Jamon“ sem Bigas Luna leikstýrði. Af nýrri myndum má nefna að Bardem fer með lítið hlutverk í nýjustu mynd Pedro Almadovar „Live Flesh“. Annar spænskur sjarmur sem hefur vakið athygli undanfarin ár er Carmelo Gomez. Hann er í tveimur nýjum myndum, Jörð í leikstjórn Julio Medem og Leyndarmál þjartans í Ieikstjórn Montxo Armendariz. símtæki Samnetssímar geta haft á bilinu muó Tn átta símanúmer hver, og hvert númer sína hringingu. Talgæðin eru mbiri, og þar eð númera- birting er innifahn í samnetinu er hægt að siá hvbr er að hringia þótt síminn sé í notkun. Samnetssímtækið skráir þau númer sem ekki er svarað til að hægt sé að hringja í þau síðar. 800 7007 Gjaldfzjálst þjónustunúmer »»6STUIR 08 SÍMINF NÓATXJN GÓÐ TILBOÐ! mamma BESW MZM 400 - s teBUBWr NÓATÚN NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP.* FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI6, MOS. • JL-HÚSIVESTURIBÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.