Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 9 FRÉTTIR Stefnt að nýrri skipan atvinnuflug'kennslu um næstu áramót STEFNT er að því að ný skipan á kennslu til atvinnuflugs verði tekin upp hérlendis með stofnun Flugskóla Islands hf. á næstunni en samþykkt voru lög um skólann á Alþingi sl. vetur. Um mitt ár 1999 ganga í gildi nýjar reglur JAA, Flugöryggissam- taka Evrópu, um flugkennslu og verða öll aðildarlöndin, ísland þar á meðal, að hafa tekið reglumar upp þá. Á vegum samgönguráðuneytisins og flugmálastjórnar er nú unnið að undirbúningi stofnunar Flugskóla íslands hf. samkvæmt hinum ný- samþykktu lögum. Segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri æskilegast að skólinn taki til starfa í ársbyrjun 1998, með því gefíst aðlögun í rúmt ár að reglugerð JAA. Flugmálastjórn hefur undanfarin ár rekið bóklegan skóla fyrir verðandi atvinnuflug- menn. Er námið byggt upp á nám- skeiðum en til að öðlast fullgilt at- vinnuflugpróf þurfa flugnemar að sitja námskeið í tvær annir og hafa tekið 200 flugtíma en verklegu flug- kennsluna hafa ýmsir flugskólar annast. Ríkið hefur lagt skólanum til um 10 milljónir króna árlega en auk þess greiða flugnemarnir um 150 þúsund krónur í skólagjöld og fyrir námsbækur. Samfelldara nám Ingveldur Dagbjartsdóttir, deild- arstjóri skírteinadeildar Loftferða- eftirlitsins, tjáði Morgunbiaðinu að nokkrar breytingar á flugkennslunni yrðu með tilkomu JAA reglugerðar- innar. Mögulegt væri að reka námið á tvennan hátt, þ.e. annars vegar með áfanganámi, aðskildum bókleg- um og verklegum námskeiðum eins og verið hefði en þá yrðu nemendur að uppfylía ströngustu kröfur. Hin leiðin væri sú að verklegt og bóklegt nám væri í umsjá sama aðila og námið samfellt. Þá væri gert ráð fyrir að flugkennsla til atvinnuflugs hæfist strax þegar flugnemi býr sig undir einkaflugpróf og að bókleg og verkleg kennsla væri samfelld allan tímann þar til atvinnuskírteini feng- ist. Væri námið stundað eftir heild- stæða kerfinu væri krafist 150 far- tíma en áfram yrði krafist 200 tíma ef menn stunduðu áfanganám, hlið- stætt því sem nú væri. Þá sagði Ingveldur ljóst að þeir sem rækju atvinnuflugskóla með þessum hætti yrðu að hafa ýmsan tækjakost, til dæmis flughermi, m.a. til að hægt yrði að þjálfa áhafnarsamstarf fyrir tveggja manna flugvélar. Markmið nýju reglnanna sagði Ingveldur vera að samræma nám og atvinnuflugréttindi flugmanna í Evrópu. Reglugerðir um flugkennsl- una og námskrá væru mjög ítarleg gögn. Flugskóli með heildstætt nám yrði að hafa þijá fasta starfsmenn: Skólastjóra og tvo yfirkennara, ann- an sem bæri ábyrgð á verklegum þáttum og hinn á bóklegum. Skóla- stjóri og yfirkennari verklega þáttar- ins yrðu að koma úr hópi atvinnu- flugmanna. Yfírkennari verklegu kennslunnar yrði að hafa 1.000 far- tíma reynslu sem flugstjóri og 1.000 tíma úr flugkennslu og sá sem bæri ábyrgð á bóklegu kennslunni yrði að hafa til að bera mikla og víðtæka reynslu sem kennari bóklegra greina. Ráðherrafundur EFTAíGenf Innra starf EFTA rætt HELSTU umræðuefni ráðherra- fundar EFTA, sem haldinn var í Genf í Sviss í gær, voru innra starf EFTA, EES-samningurinn, sam- skipti EFTA við ESB og samskipti EFTA við þriðju ríki. Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og um- hverfisráðherra, sat fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra. Þá áttu ráðherrar EFTA einnig fundi með þingmannanefnd og ráð- gjafarnefnd EFTA. Þar skiptust ráð- herrarnir m.a. á skoðunum um nið- urstöður leiðtogafundar ESB í Amst- erdam 16.-17. júní og hugsanleg áhrif þeirra á EES. Þar var einnig rætt um samskipti EFTA við þriðju ríki, Efnahags- og myntbandalagið, innri markað ESB, atvinnumál Evr- ópu, stefnuna í orkumálum Evrópu og málefni Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar. í tengslum við ráðherrafund EFTA var undirritaður fríverslun- arsamningur milli EFTA-ríkjanna og Marokkó, en samningurinn felur í sér fríverslun með iðnaðarvörur, sjávarafurðir og unnar landbúnað- arafurðir. Samningurinn kemur í kjölfar svipaðra samninga sem EFTA-ríkin hafa gert við_ ríki Aust- ur-Evrópu, Tyrkland og ísrael. Þá undirrituðu ráðherrarnir einnig samstarfsyfírlýsingar milli EFTA- ríkjanna og Jórdaníu og Líbanon um aukna samvinnu ríkjanna. Sportveibihomíh meb enn meira úrval og sama lága verbib l Guðmundur Örn umsjónarmaður Sportveiðihornsins er þaulvanur veiðimaður hvort heldur er í laxveiði, silungsveiði, á sjóstöng eða í skotveiði. Hann er öllum hnútum kunnugur og ráðleggur þér um val á réttum búnaði. Nú bjóðum við í fyrsta sinn sérsniðnar vöðlur eftir máli. Tökum málin á staðnum - tilbúnar daginn eftir! Byrjaðu veiðiferðina á hagstæðum innkaupum - í Sportveiðihorni Ellingsen. Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugard. 10-14 r Þekkt og rótgróið N veitingahús til leigu eða sölu Eitt þekktasta veitingahús borgarinnar er til leigu eða söiu Á efri hæð er glæsilegur matsölustaður og í kjalla er rekinn einn vinsælasti barinn (pubb) borgarinnar. Veitingahúsið leigist með vönduðum húsgögnum, bæði í veitingasal og kjallara, ásamt fullbúnu eldhúsi á efri hæð. Staðurinn er með fullu vínveitingaleyfi. Miklir möguleikar fyrir rétta aðila. Upplýsingar veitir Arnar eingöngu á skrifstofunni. Stóreign ehf., Austurstræti 18, sími 551 2345. MAXI COSI PLUS 0 - 10 kg. Léttur og rúmgóður. Kr. 10.900. ALLT FYRIR BORNIN Klapparstíg 27, s. 552 2522. MAXI COSI PRIORI 9 - 18 kg. Þægilegur stillanlegur stóll. Kr. 14.900. Pottar í Gullnámunni 12.-18. júní 1997: Silfurpottar: Dags. Staður Upphæð kr. 12. júní Sunnukráin, Akureyri.............. 61.718 12. júní Háspenna, Laugavegi............... 87.852 12. júní Háspenna, Hafnarstræti............ 77.279 14. júní Háspenna, Laugavegi.............. 414.279 15. júní Kringlukráin..................... 124.552 15. júní Háspenna, Laugavegi............. 186.091 16. júní Ölver............................ 178.632 16. júní Háspenna, Laugavegi.............. 114.854 16. júní Háspenna, Laugavegi............... 82.092 17. júní Rauða Ijónið..................... 117.103 ,< 17. júní Videomarkaðurinn, Kópavogi..... 54.649 § 18. júní Háspenna, Laugavegi.............. 191.743 S < Q Q Staða Gullpottsins 19. júní kl. 8.00 var 13.550.000 kr. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.