Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 31
.rnasafni í Kaupmannahöfn lauk í gær
Morgunblaðið/Ásdís
ipmannahafnarháskóla. Mallgárd
málaráðherra Dana, þegar hann
mna til Islands hófst samkvæmt
ionungsbók eddukvæða. A þessu
igum.
Morgunblaðið/Ásdís
BJÖRN Bjarnason mennta-
málaráðherra.
JÓNAS Krisljánsson, fyrrver-
andi forstöðumaður Stofnunar
Arna Magnússonar.
byggja á latneskum predikunum
Gregoríusar mikla frá því um 600.
Þetta slitur er talið vera elsta íslenska
handritið sem varðveitt er og telst
vera um 850 ára gamalt,“ sagði
Mollgárd.
Hann sagði að það væri sér sér-
stök ánægja að geta staðfest að af-
hending handritanna til Islands hefði
gengið samkvæmt áætlun og án þess
að nokkurt handritanna hefði orðið
fyrir skaða. Samtals hefðu verið flutt
hingað í um 600 sendingum 1.666
eintök frá Árnasafni í Kaupmanna-
höfn og 141 eintak frá Konungsbók-
hlöðunni.
„Ég óska Háskóla íslands og Árna-
stofnun heilla og hamingju með starf-
ið í framtíðinni, um leið og ég ítreka
óskir um að hin góða og árangursríka
samvinna, sem tekist hefur milli Árna-
stofnananna tveggja í Kaupmanna-
höfn og Reykjavík, og felur í sér starf
við Orðabók Árnanefndar, geti þróast
í samræmi við óskir Árna Magnússon-
ar. Og með þessum óskum vil ég biðja
minn kæra vin, starfsbróður og form-
ann stjórnar Stofnunar Árna Magnús-
sonar á íslandi, Sveinbjörn Björnsson,
að koma svo ég geti afhent honum
handritin: Værs’go Stjórn!"
Þegar Sveinbjörn hafði tekið við
handritunum úr hendi Mollgárd sagði
hann erfiðleikum bundið að finna réttu
orðin yfir þann sögulega atburð sem
menn væru vitni að þennan dag.
„Efst í huga mínum er þakklæti til
dönsku þjóðarinnar og til Kaup-
mannahafnarháskóla sem var háskóli
okkar í 432 ár þangað til Háskóli ís-
lands var stofnaður 1911,“ sagði
Sveinbjörn.
Handritin líkust
skartgripaskríni
Að lokinni afhendingu handritanna
flutti Jónas Kristjánsson, fyrrverandi
forstöðumaður Stofnunar Árna Magn-
ússonar, ávarp og m.a. rakti hann
nokkuð aðdraganda og gang hand-
ritamálsins og gildi handritanna.
„Oft hefur verið á það bent að forn-
sögurnar bæta okkur íslendingum það
upp að við eigum engin gömul hús
og fáar fornar minjar. Þau eru okkar
dómkirkjur og konungahallir, jafnvel
okkar ijós og fjárhús sem við eigum
engin frá fornum tímum. Handritun-
um er líkt við skartgripaskrín sem
geyma í rituðu máli sögu okkar og
menningu frá fornum tímum. En þessi
skartgripaskrín, handritin með sinni
faliegu skrift og stundum skreyttum
upphafsstöfum, eru dýrgripir í sjálfum
sér, aðeins enn dýrmætari vegna
þeirra miklu bókmennta sem á þau
eru letraðar. Af þessum ástæðum
töldum við íslendingar svo mikilvægt
að fá handritin heim. Við erum nú
komnir inn í hringiðu heimsins, og
erlend áhrif dynja á tungu okkar og
menningu. Þá eiga handritin að vera
okkur líkt sem varnarveggur utan um
okkar menningarlegu arfleifð og hina
íslensku tungu sem er undirstaða
hennar," sagði Jónas.
Hann sagði að þegar hreyft var
andmælum í Danmörku gegn afhend-
ingu handritanna hafi ein mótbáran
verið sú að um væri að ræða samnor-
ræn eða jafnvel samgermönsk menn-
ingarverðmæti sem ekki mætti flytja
til þessa afskekkta eylands, langt
burt frá Danmörku og öðrum Norður-
löndum.
„í samræmi við þetta felst það í
dönsku afhendingarlögunum að í Dan-
mörku skuli vera kyrr þau rit sem
varða sögu Danmerkur og annarra
landa en íslands. Og í beinu fram-
haldi af þessum skilmálum leggst þá
vitanlega á hendur Dönum sú skylda
að leggja rækt við þann danska og
sam-evrópska arf sem í handritunum
er fólginn, einkum þeim sem eftir
verða en einnig hinum sem til íslands
eru flutt. Og þessa skyldu hafa Danir
síðan rækt með þeirri miklu og ágætu
starfsemi sem fram fer í Árnastofnun
í Kaupmannahöfn."
Jónas sagði að þær tvær stofnanir
íslensk og dönsk sem ættu fund hér
á íslandi þessa dagana væru ekki stór-
ar. Á mælistiku heimsins væru þær
engu að síður góðir fulltrúar norrænn-
ar samvinnu eins og hún gerist best.
„Það er forn norrænn siður að
strengja heit að bragarfulli. Á þessari
hátíðarstundu, er við fögnum heim-
flutningi handritanna til íslands, skul-
um við stíga á stokk og strengja þess
heit að efla stofnanir okkar sem best
við megnum, svo að þær megi duga
og dafna um mörg ókomin ár,“ sagði
hann.
Um handrit, konur,
alnet og fleira
UNNIÐ er að því að koma handritum í safni Árna Magnússonar
á tölvutækt form en þannig getur hver sem er nálgast þau, hvar
sem er og hvenær sem er.
í tilefni af því að afhend-
ingu íslenskra handrita
úr safni Árna Magnús-
sonar og Konungsbók-
hlöðunni í Kaupmanna-
höfn til vörslu í Stofnun
Árna Magnússonar á ís-
landi er lokið efnir stofn-
unin til tveggja daga
málþings um handritin
sem fram fer í hátíðarsal
Háskóla íslands dagana
19. og 20. júní. Þröstur
Helgason fylgdist með
dagskrá þingsins í gær
en þá var meðal annars
rætt um þátt kvenna í
handritasögunni og yf-
irfærslu handritanna á
tölvutækt form.
FIMMTÍU gestir frá Dan-
mörku sækja þingið, allt
fólk sem hefur unnið með
handritin á einhvern hátt í
Kaupmannahöfn. Nokkrir úr hópi
þeirra flalla ásamt heimamönnum um
handritin út frá ýmsum sjónarhorn-
um á þinginu.
í gær tók fyrstur til máls Peter
Springborg, sem er forstöðumaður
Árnastofnunar í Kaupmannahöfn, og
Ijallaði um annað af síðustu tveimur
handritunum sem afhent voru íslend-
ingum til varðveislu í gær, AM 227
fol sem er annað aðalhandrit Stjórn-
ar, þýðinga úr Gamla testamentinu
með skýringum. Handrit þetta er frá
miðbiki fjórtándu aldar og hefur að
geyma fegurri lýsingar en flest önnur
handrit en um þær, varðveislu og
ástand handritsins fjallaði Peter.
Ólafur Halldórsson fjallaði því næst
um handritið AM 53 fol. og sýndi
fram á hvernig handritafræði og
textarýni afhjúpar tilurð þess. Guð-
rún Nordal fjallaði um handritið AM
622 4to sem hefur að geyma kveð-
skap frá sextándu öld. Aðalheiður
Guðmundsdóttir fjallaði um sagna-
kver frá Jóni Grunnvíkingi sem hann
skrifaði fyrir frænku sína Ragnheiði
Einarsdóttur veturinn 1750-51.
Britta Olrik Frederiksen talaði um
greinarmerkjasetningu í elsta varð-
veitta danska handritinu, b 74 sem
hefur að geyma skánsk lög og fleira.
í lok fyrri fundar dagsins reifaði svo
Hans Bekker-Nielsen nokkrar hug-
myndir um handritafræði og bók-
menntasögu.
Fyrst til að taka til máls á seinni
fundi dagsins var Jonna Louis-Jensen
en hún fjallaði um handritið AM 241
a I fol sem hún vildi kalla Saltara en
það inniheldur Davíðssálma og er frá
fjórtándu öld. Svavar Sigmundsson
ijallaði um íslenskar bænabækur og
Margrét Eggertsdóttir sagði frá hlut
kvenna í handritasögunni. Tæknileg
mál voru svo rædd það sem eftir var
fundar. Eva Rode fjallaði um notkun
mynda af handritum við rannsóknir.
Matthew J. Driscoll sagði frá yfir-
færslu liandritanna á tölvutækt form
og Þorbjörg Helgadóttir sýndi fram á
hvemig nota má slíka tækni við rann-
sóknir. Að lokum sagði Einar Sigurðs-
son, landsbókavörður, frá SagaNet-
verkefninu þar sem unnið er að því
að koma handritum fornsagnanna og
rímnasafna á tölvutækt form.
Hér að neðan er rætt við tvo af
þessum fyrirlesurum og fjallað nánar
um efni erinda þeirra.
Kona yrkir og Snæfellsjökull
gengur á haf út og
Hekla veltur um koll
Margrét Eggertsdóttir hefur eink-
um fengist við að rannsaka líf og
skáldskap Hallgríms Péturssonar en
meðfram hefur hún kannað skáld-
skap kvenna frá því eftir siðaskipti
varðveittan í handritum. Margrét
segir að það sé frekar undantekning
ef kveðskapur eftir konu hefur varð-
veist í handriti.
„Það má vera að einhveijar konur
hafi verið síyrkjandi fyrr á öldum en
það hafi lítið af því verið skrifað nið-
ur; það er erfitt að segja til um það.
Áhuginn virðist hafa glæðst á nítj-
ándu öld en þá em þær
samt hafðar aftast í hand-
ritunum og allar saman í
einum hóp; í handriti
merktu Lbs 162 svo sem
Páll Pálsson skrifaði á nítj-
ándu öld em til dæmis
karlhöfundar hafði fremstir en síðan
átján kvenhöfundar í einni bendu í
eins konar aftanmála."
Annars segir Margrét að konur
hafi tengst handritum með ýmsum
hætti eða haft með þau að gera á
einhvern hátt. „Konur voru oft eig-
endur handrita. Það virðist hafa tíðk-
ast mjög mikið að skáld sendu hand-
rit sín til kvenna. Konur erfðu líka
frekar handrit, karlarnir fengu hins
vegar fasteignirnar.
Konur höfðu líka í sumum tilfellum
áhrif á efni handrita. Og svo var oft
ort til þeirra eða um þær. í handriti
frá sautjándu öld sem inniheldur
meðal annars kvæði eftir Steinunni
Finnsdóttur er til að mynda að finna
kvæði sem heitir Gamansþökk brag-
hagri stúlku send fyrir hennar ljóð-
mæli og er samkvæmt handritinu
eftir séra Benedikt Jónsson. Af titlin-
um að dæma hefði mátt ætla að
þetta væri hvatning til stúlkunnar
um að halda áfram að yrkja en svo
er aldeilis ekki; þarna er því lýst
hvernig yrkingar stúlkunnar valda
náttúruhamförum, Snæfellsjökull
gengur á haf út, Hekla veltur um
koll og Drangey sekkur á bólakaf.
Við vitum auðvitað ekki hvernig
kvæðið var sem fékk séra Benedikt
til að fella þennan þunga dóm en af
þessu má ef til vill draga einhverjar
ályktanir um þær viðtökur sem skáld-
skapur kvenna fékk.
Niðurstaðan er sem sé sú að hlut-
ur kvenna í íslenskri handritamenn-
ingu er minni en maður vonaði.
Þó má draga nokkrar ályktanir
um konur og líf þeirra út frá þeim
heimildum sem þó eru varðveittar
um þær í handritunum. Og það leik-
ur heldur enginn vafi á því að hand-
ritin eru ein af fáum heimildum sem
við höfum um líf kvenna á síðari öld-
um.“
Handritin á alnetið
M_atthew J. Driscoll er fræðimaður
við Ámastofnun í Kaupmannahöfn og
vinnur að því að koma handritum
safnsins, bæði þeim sem eru varðveitt
hér á landi og þeim sem em geymd
í Kaupmannahöfn, á tölvutækt form.
Hægt verður að nálgast handritin og
helstu upplýsingar um þau á alnetinu
og skiptir þá í raun og vem ekki
máli lengur hvar handritin em geymd
upp á rannsóknir á þeim.
„Ætlunin er að mynda öll handrit
safnsins," segir Matthew. „Ný skrá
verður gerð yfir handritin í samráði
við bókasöfn um allan heim og í henni
verður hægt að leita að handritum
út frá ýmsum forsendum og flokkum,
út frá staðsetningu þeirra, aldri, efni,
lýsingum, fyrrverandi eigendum og svo
framvegis. Ef þú vilt til
dæmis komast að því hvaða
handrit einhver ákveðinn
maður átti sem var uppi á
sautjándu öld þá leysir töl-
van úr því. Einnig ef þú
vilt finna öll handrit sem
Njáls saga er varðveitt í; í dag gæti
það tekið heilan dag að finna slíkar
upplýsingar í prentuðum skrám.“
Hægt er að stækka myndir af
handritunum í tölvunni og lýsa,
dekkja eða skerpa þær eftir þörfum.
Tölvan ætti því að geta auðveldað
rannsóknir á handritunum og kennslu
um þau. „Og þá skiptir heldur ekki
máli hvar í heiminum menn eru
staddir, það þarf einungis að hafa
aðgang að alnetinu. Með þessu mynd-
um við sem sé sameina handrit Árna-
safns á ný eftir að við höfum eytt
aldarfjórðungi í að skijpta þeim í
tvennt á milli Dana og Islendinga.
Verkefnið ætti að geta klárast á
um það bil tíu árum ef við göngum
út frá því að við birtum mynd af
hverri einustu síðu en safnið er í
heild ein milljón síðna. Við erum byrj-
uð á handritaskránni sem ég sagði
frá áðan en hingað til höfum við
aðallega verið að skoða þá möguleika
sem eru fyrir hendi. Við höfum ekki
enn sótt um neina styrki, verkefnið
er ekki mjög dýrt en til að koma
okkur vel af stað myndum við þurfa
tuttugu milljónir íslenskra króna til
stofnananna tveggja í Kaupmanna-
höfn og Reykjavík.”
Matthew segir að þetta verkefni
skarist lítið við SagaNet-verkefni
Landsbókasafnsins þótt þar sé verið
að vinna að svipuðum hlutum. „Efnið
skarast lítið, aðeins um tíu prósent af
því efni sem við erum að vinna með
munu einnig verða í þeirra útgáfu. Það
má hins vegar vera hveijum manni
ljóst að þessi vinna mun skila sér
margfalt í vinnuhagræði og vafalaust
einnig í auknum áhuga á handritunum.
Ég sé það til að mynda fyrir mér að
handritin og fræðin sem þeim tengjast
hafí meira aðdráttarafl fyrir ungt fólk
í þessu formi, þó ekki sé nema vegna
þess að þau eru aðgengilegri."
Tölvan ætti að
auðvelda
rannsóknir á
handritunum