Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ljósmynd/Opera National De Lyon
GUNNAR Guðbjörnsson í hlutverki Rudolfos ásamt Andreu
Dankovu í hlutverki Mimiar.
Takmark-
aður fiókí
Gunnar
fékk góða
dóma í La
Boheme
París. Morgunblaðið.
GUNNAR Guðbjörnsson tenór
fékk góða dóma í Lyon fyrir síð-
asta hlutverk sitt sem fastráðinn
söngvari í óperu borgarinnar og
jafnframt stærsta hlutverkið til
þessa. Hann söng í maí aðalhlut-
verkið Rudolfo í La Boheme eft-
ir Puccini. Dómur Gerard Corn-
eloups í Lyon Figaro kom Gunn-
ari þægilega á óvart þar sem
þessi gagnrýnandi hefur verið
óvæginn hingað til. Hann segir
sömuleiðis að sér hafi komið
ánægjulega á óvart hvernig
Gunnar túlkaði Rudolfo. Það
hafi verið styrkur óperunnar.
„Þessi tenór úr söngvarahópi
hússins, með hljóm sem ekki hef-
ur getað kallast flauelsmjúkur,
hefur mikið sungið sömu hlut-
verkin og valdið mér nokkrum
heilabrotum. En það er engin
ástæða til að efast. Söngvarinn
hefur greinilega lagt mikla vinnu
í hlutverkið og mýkt túlkun sem
einkennist eins og endranær af
styrk á hátónum. En hann þorir
líka að beita blæbrigðum sem
gæða sönginn ennþá meira lífi.
Þótt líkamlega sé söngvarinn
heldur umfangsmikill, nær hann
tilfinningalegri dýpt í persónu
sem maður sér venjulega öðru-
vísi fyrir sér.“
I blaði Le toutLyon skrifar
Philippe Andriot að Boheme hafi
batnað við þessa endurupptöku
frá árinu 1991. Sviðið eftir Jean-
Paul Moye hafi nú verið minna
og fínlegra og tilfinning yfirleitt
meiri i uppfærslu leiksljórans
Denis Llorca. Hún hafi í heild
verið aðdáunarverð og fyllilega
náð að túlka Ijóðrænan streng í
sögu Henry Murgers. Söngvarar,
kór og sérstaklega hljómsveit
undir stjórn David Robertson fá
hrós hjá þessum gagnrýnanda.
Um Gunnar segir hann að hljóm-
ur raddarinnar hafi verið falleg-
ur, nákvæmni mikil í söngnum
og smekkvísi, en ef til vill örlítið
ójafnvægi á erfiðum hæstu tón-
um.
Þannig ber gagngrýnendum
ekki alveg saman, en Gunnar
kveðst ánægður þar sem hann
líti ekki enn á sig sem Puccini-
tenór og þetta hafi raun verið
fyrsta hlutverkið í „þyngra fagi“
óperunnar. Af komandi verkefn-
um Gunnars má nefna Almaviva
í Rakaranum frá Sevilla sem
Frankfurt-óperan sýnir næsta
vetur. Rannveig Bragadóttir
syngur Rósínu í þessari sömu
uppfærslu. Þetta verður ekki í
fyrsta sinn sem Gunnar syngur
erlendis með löndum sínum:
Hann var til dæmis með Kristni
Sigmundssyni og Viðari Gunn-
arssyni í Fídelíó í Wiesbanden.
Þá hefur Gunnari verið boðið
í tónleikaferð um Israel í apríl
1998, en það er Helmut Rilling,
hljómsveitarstjóri í Stuttgart,
sem vill fá Gunnar til að syngja
í Te Deum eftir Bruckner. Rilling
er einn þekktasti stjórnandi
Þjóðverja í trúarlegri tónlist.
MYNPLIST
Haínarborg/Sverris-
salur.IIafnarfjörður
HÖNNUN
Björg Pétursdóttir. Opið alla daga
nema þriðjudaga kl. 14-18 til 30. júni
í SVERRISSAL hefur Björg komið
fyrir tveimur verkum sem hún vann
í Textíldeild Myndlista og handíða-
skóla Islands, en þaðan útskrifaðist
hún í vor. Verk án titils eru þrír
ermalausir kjólar unnir úr flóka sem
allir hafa sama snið. Ljósir filtkjól-
arnir eru á grind samsettri úr vír,
frauðplasti og álþinnu sem undir-
strika form þeirra. Til að vega upp
á móti grófum iðnaðarefnunum sem
hún notar undir flókaefnið skreytir
hún þá með fíngerðari efnum: girni,
plastperlum og þræði. Verkið er frá
1996 og var gert sérstaklega fyrir
hugmynda og hönnunarkeppni
Smirnoff sem Björg vann á íslandi.
„Flókaflíkur" með ísaumuðu Mand-
alamynstri var útskriftarverk henn-
ar úr MHÍ og er hér sett upp á ný.
Verkið er sérsmíðuð fataslá sem á
hanga pijónaðar ullarvoðir og eru
litaðar dökkrauðar. Flíkurnar eru
hannaðar þannig að notagildi þeirra
er takmarkað, til dæmis er ein flíkin
peysa með samfastar ermar. Flík-
urnar eru misjafnlega þæfðar en
flestar þeirra eru mjög lausar í sér
og teygðar og auka á grófleika hönn-
unarinnar. Björg hefur saumað í flík-
urnar mynstur eða táknmynd sem
stendur fyrir alheiminn sem heild í
austrænni heimspeki og kallast
Mandala. Erfítt er að greina mynstr-
in í flíkunum og merking þeirra er
óljós í samhengi við heildarmynd
verksins. Rauðar flíkurnar vekja
ónotalega tilfinningu þar sem þær
hanga á slánni tilbúnar til notkunar
þar sem notagildi þeirra er hannað
til að hamia eðlilegar hreyfingar.
Fyrrnefnda verkið er ljóðrænna
í útfærslu en það síðara. Einfalt
form filtkjólana hefði notið sín bet-
ur án grindar og ofhlaðinnar skreyt-
ingar þar sem þéttleiki flókans
mótar formið fyllilega. Seinna verk-
ið „Flókaflíkurnar" eru tilrauna-
kenndari í hönnun og jafnframt er
meira lagt upp úr heildarmyndinni
en minni áhersla lögð á markvissa
og vandaða efnisnotkun sem er eitt
grundvallaratriði hönnunar.
í aðalsal Hafnarborgar er sýning-
in „Flóki án takmarkana" og eru
þátttakendur tíu frá öllum Norður-
löndunum. Hér er fyrst og fremst
um handverkssýningu að ræða þar
sem ólík vinnsluferli verka unnum
úr flóka gefa til kynna hina ýmsu
eiginleika efnisins.
Anna Þóra Karlsdóttir, fulltrúi
íslands er með verk sem saman-
stendur af þremur flókateppum sem
hún vinnur með ólitaðri ull. Anna
notar togið úr ullinni, teiknar með
því og leggur á þelið. Náttúrulegir
litir ullarinnar fléttast saman
og/eða mynda síendurtekin form.
Hér er ullin ein og sér notuð til
hins ýtrasta í gerð teikninga úr
flóka á hugvitsaman og látlausan
hátt og er án efa besta verkið á
sýningunni. Asa Hátún frá Færeyj-
um vinnur sín verk fyrst og fremst
með notagildið í huga og hefur gert
tilraunir með gærur í hönnun
ýmissa muna og Charlotte Buch frá
Danmörku vinnur með áferð flóka-
efnisins og nýtingarmöguleika þess
í fataiðnaði með efnum eins og silki.
Aðrir sem eiga verk á sýningunni
eru Gunilla Paetau Sjöberg og Brita
Jacobsson frá Svíþjóð, Silja Puran-
en og Tuula Nikulainen Isojunno frá
Finnlandi May Jacobsen Hvist-
endahl og Ann-Heidi Nybrott frá
Noregi og Lene Nielsen frá Dan-
mörku. Sýningunni lýkur 30. júní.
Hulda Ágústsdóttir
ÍRIS Jónsdóttir í Galleríi Hringlist.
Hringlist -
gallerí o g
vinnustofa
ÍRIS Jónsdóttir sem nú í vor lauk
námi í málun við Myndlistar- og
handíðaskóla íslands opnaði ný-
lega gallerí og vinnustofu að
Hringbraut 921 Keflavík.
íris er með til sýnis og sölu
eigin verk. Einnig er hún með
listaverk eftir aðra listamenn,
m.a. grafíkverk, vatnslitamyndir,
olíu- og akrílmyndir, glerverk og
kerarnik.
íris sagði að í galleríinu myndu
ýmsir listamenn sýna verk sín
reglulega. Aðspurð sagðist hún
hæfilega bjartsýnn á reksturinn
en auk námsins í Myndllistar- og
handíðaskólanum stundaði hún
einnig nám við listaakademíuna
í Mílanó á Ítalíu á síðasta ári.
Hringlist er opin virka daga
kl. 13-18 og á laugardögum
11-13.
Víddir í
Slunka-
ríki
RAGNHILDUR Stefánsdóttir
opnaði sýningu í Slunkaríki á
ísafirði 17. júni sl.
Ragnhildur útskrifaðist frá
Skúlptúrdeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið
1981 og lagði síðan stund á
meistaranám í Bandaríkjun-
um.
Á sýningunni í Slunkaríki
sýnir hún skúlptúrverkið
Víddir sem unnið er í gúmmí.
Sýningin er opin fimmtu-
daga til sunnudaga kl. 16-18
og stendur til 29. júní.
Ingibjörg
Möller með
besta
handritið
í TILEFNI af 80 ára afmæli
Bandalags kvenna í Reykjavík,
þann 30. maí var árið tileinkað
barnabókinni. Auglýst var sam-
keppni um handrit að barnabók
og á hátíðarfundi sem haldinn
var í Ráðhúsi Reykjavíkur á af-
mælisdaginn voru verðlaunin af-
hent. Handrít Ingibjargar Möller
var valið besta handritið, sem ber
vinnuheitið „Ut og suður“. I áliti
dómnefndar kom meðal annars
eftirfarandi fram: „Persónusköp-
un vönduð, vel byggð og spenn-
andi, full af kímni, málfar lif-
andi, miðlar bjartsýni og von og
tekur á vandamálum af ábyrgð
og alvöru án þess að velta sér
upp úr þeim og skilur mikið eftir
handa lesanda til að hugsa um“.
Ingibjörg sagði í viðtali við
Morgunblaðið að sagan ætti að
sameina skemmti- og uppeldis-
gildi. „Þetta er saga sem gerist
árið 2014 þar sem söguhetjan rifj-
ar upp mjög viðburðaríkt sumar
árið 1997. Ein sögupersóna er
sjúklingur og ofverndaður af for-
eldrum sinum. Hann gerir upp-
steyt og vill lifa lífinu lifandi.
Hann fer ásamt þremur vinum
sínum út í Engey og þar drífur
ýmislegt á daga þeirra þar sem
einn úr hópnum týnist og við taka
æsispennandi atburðir. I Engey
Ljósmynd/Róbert Fragapane
INGIBJÖRG Möller tekur við verðlaunum úr hendi Þóreyjar
Guðmundsdóttur formanns Bandalags kvenna í Reykjavík. Þur-
íður Jónsdóttir formaður dómnefndar til hægri.
eru allmargar stríðsmii\jar, með-
al annars neðanjarðarbyrgi og í
eynni fer mestur hluti sögunnar
fram.“ Ingibjörg tók sér ferð á
hendur út í Engey síðastliðið
sumar og skoðaði meðal annars
helli einn sem skólabörn fundu
fyrir nokkrum árum og ákvað
að nota hann í sögunni og byrgið
sem allajafna er mjög erfitt að
finna.
Ingibjörg er höfundur bókar-
innar „Grillaðir bananar" hverr-
ar sögusvið er Hornstrandir. „Eg
kýs að láta sögur mínar gerast á
óbyggðu svæði á Islandi og ég
reyni að koma að örlítilli um-
hverfisfræðslu en aðalatriðið er
að gera skemmtisögu þar sem
einnig er reynt að örva málvitund
og orðaforða lesenda."
Ingibjörg tók undir þá skoðun
að í dag þurfi barnabækur að
innihalda meiri spennu heldur en
áður og að lestur sé á undanhaldi
enda margt í boði. „Þó merki ég
hægari breytingar meðai yngri
barna í þessu tilliti en rithöfund-
ar verða samt að vera meðvitaðir
um samkeppnina við aðra miðla.“
Ingibjörg sagðist vona að sag-
an kæmi út á þessu ári þó hún
segði of snemmt að fullyrða um
það að svo komnu máli.