Morgunblaðið - 20.06.1997, Page 56

Morgunblaðið - 20.06.1997, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/SJÓIMVARP-ÚTVARP FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVAIMNA MYNDBÖND Harthjónin leikin af Stefanie Powers og Robert Wagner voru heimilisvinir sjónvarpsáhorfenda fyrir allmörgum árum. Sjónvarpið ►20.40 Tveirgamal- kunnir úrvalsleikarar, James Gamer og Joanne Woodward, fara með hlut- verk mis-samlyndra hjóna á leið til jarðarfarar vinar síns í launfyndinni vegamynd, Jarðarförinni (Breathing Lessons, 1995) sem byggð er á Pulitz- erverðlaunaðri skáldsögu Anne Tyler. Fyrirtaks skemmtun og afbragðs vel leikin. Leikstjóri John Erman. ★ ★ ★ Sjónvarpið ►23.10 Égþekkiengin deili á áströlsku spennumyndinni A háskaslóð (The Blackwater Trail, 1996), sem íjallar um konu eina sem leitar liðsinnis fyrrum kærasta til að sýna fram á að lögreglumaðurinn bróðir hennar hafi ekki fallið fyrir eig- in hendi. Leikstjórinn Ian Barry á nokkrar sæmilegar spennumyndir að baki en í aðalhlutverki er bandaríski leikarinn Judd Nelson, ásamt Dee Smart og Peter Phelps. Stöð 2^13.00 og 0.45 Hin auðugu Harthjón, leikin af Robert Wagner og Stefanie Powers, voru heimilisvinir sjónvarpsáhorfenda fyrir allmörgum árum í sakamálasyrpunni Hart To Hart. Þetta tilþrifalitla léttmeti er nú endurvakið eins og svo margt annað af því taginu í Hart á móti hörðu (Hart To Hart Returns, 1993), undir leikstjórn hins gamalreynda leikstjóra Peters Hunt. Hér flækist Hart inn í morðmál og er þetta allt heldur mátt- laust fis. ★ 'h Stöð 2 ► 20.50 Og annar uppvakn- ingur, sá rangeygði spæjari í ryk- frakkanum Columbo rannsakar morð- mál tengt bankaráni í Coiumbo á teynistigum (Coiumbo: Undercover, 1994). Vincent McEveety leikstýrir Peter Falk og meðleikurum hans, Ed Begleyjr., Burt YoungogTyne Daly. Miðlungsgott sjáifsagt eins og annað í þessari uppvakningasyrpu. Stöð 2 ► 23.15 Alveg er það maka- laust hvað Ameríkanar endast til að kreista sömu sítrónurnar út í það óend- anlega og stendur alveg á sama þótt þær hafi verið vondar þegar í upphafi. Þannig er það með Hefnd busanna 4 (Revenge Of The Nerds IV: Nerds In Love, 1994), sjónvarpsmynd um ásta- mál hinna þreytandi busa. Aumingja Robert Carradine virðist ekkert annað fá að gera en busast áfram endalaust. Útskrifum liðið, í guðana bænum! Leik- stjóri Steven Zacharias. ★ '/2 Sýn ► 21.00 Undanrennan ræður ríkjum þetta fóstudagskvöldið, þegar Ríkissjónvarpinu sleppir. Hefndarhug- ur 2 (Nemesis 2: Nebuia, 1995) er framhald framtíðartryllis um hasar milli vélmenna og hinsegin manna á næstu öld. Ekki má milli sjá hvorir eru vélrænni. Leikstjóri Aibert Pyun. ★ Árni Þórarinsson Buster Keaton í endur- vinnslu BANDARÍSKIR kvikmyndagerð- armenn fara æ aftar í tímann til þess að finna myndir til að endur- gera. Nú stendur til að endur- vinna þögla gamanmynd frá árinu 1925. Hún ber titilinn „Seven Chances" og var það grínsnilling- urinn Buster Keaton sem átti heiðurinn af henni. Keaton lék aðalhlutverkið, leikstýrði, og klippti inyndina. „Seven Chances" fjallar um 26 ára gamlan piparsvein sem fréttir BUSTER Keaton var einn af snillingum þöglu gamanmyndanna. rétt fyrir afmælisdaginn að hann muni missa af sjö milljóna dollara arfi frá afa sínum ef hann er _ ekki kvæntur 27 ára gamall. I nýja handritinu, sem ber titilinn „Bachelor", er piparsveininn að verða 33 ára og arfurinn er kom- inn upp í 120 milljónir. Handritshöfunurinn Steve Co- hen keypti réttinn að „Seven Chances" og skrifaði nýtt hand- rit. „Eg varð að skrifa öll samtöl- in sjálfur og notaði ekkert af gömlu millitextunum. Mikið af hugmyndunum komu einfaldlega frá því að horfa á leik Keaton. Þetta var allt að finna í frammi- stöðu hans.“ sagði Cohen í nýlegu viðtali við Daily Variety. Það er New Line Cinema sem er með handritið í vinnlu. Ekki er búið að ráða í nein hlutverk og einnig er óákveðið hver leikstýrir myndinni. Braggablús Djöflaeyjan (Djöfiaeyjan) D r a m a ★ ★★'/2 Framleiðendur: Friðrik Þór Frið- riksson, Peter Rommel, Egil Öde- gaard. Leikstjóri: Friðrik Þór Frið- riksson. Handritshöfundur: Einar Kárason. Kvikmyndataka: Ari Kristinsson. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Aðalhlutverk: Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson, Sig- urveig Jónsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson, Halldóra Geirharðs, Sveinn Geirsson. 99 mín. Island. Skífan. 1997. Útgáfudagur: 18. júní. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Þetta er sagan sem allir íslend- ingar þekkja og flestir hafa lesið. Sagan um hina litríku ijölskyldu í Thule-kampinum og nokkur af- drifarík ár í lífi meðlima hennar og annarra íbúa braggahverfisins. Loks höfum við fengið að sjá heimsmetið hans Hreggviðs, bílinn hans Badda og aðra hluti sem einungis hafa birst okkur á prenti. Friðrik Þór er einn okkar besti leikstjóri og hefur með mynd sinni, Djöflaeyjunni, sannað það enn og aftur hvers hann er megnugur á bak við kvikmyndavélina. Hann leysir hið vandasama verkefni að koma persónum þessara ástkæru bóka Einars Kárasonar fagmann- lega af hendi, því allir sem lesið hafa bækur Einars hafa einhveija skoðun á hvernig persónur eins og t.d. Karólína 0g Baddi, ættu að líta út og vera í framkomu. Einar Kára- son hefur unnið mjög gott handrit upp úr bókum sínum Þar sem Djöflaeyjan Rís og Gulleyjunni og ættu margir að kannast við setning- arnar úr bókunum, sem renna lip- urlega frá munni leikaranna. Aðal- hlutverkin eru vel mönnuð og þá sérstaklega Gísli Halldórsson í hlut- verki fjölskylduföðurins Tómasar, en Gísli gæðir hlutverk sitt miklum húmor og hin minnsta hreyfing hjá honum varpar ljósi á mikla tilfinn- ingadýpt sem blundar í persónu Tómasar og nokkrum sinnum fær að gægjast upp á yfirborðið. Baltas- ar Kormákur hefur útlit og viðhorf Badda á hreinu og er afbragðsgóð- ur að sýna ferli þessa ofurtöffara sem breytist svo í nær algeran aum- ingja. Sigurveig Jónsdóttir gerir það að verkum að engin önnur en hún virðist geta leikið hina snar- rugluðu Karólínu aftur. Halldóra Geirharðs er frábær í hlutverki Dollýjar og Sveinn Geirsson er mátulega aumkunarverður í hlut- verki Danna, en hann sýnir aldrei neinn stórleik. Aukahlutverkin eru flest í góðum höndum og gnæfir þar Hreggviður í túlkun Magnúsar Ólafssonar yfir öllum. Ingvar E. Sigurðsson sem Sigurjón eða Gijóni öðru nafni er góður í hlutverki sínu nema hvað röddin var hálffáránleg og minnir frekar á rödd illmennisins í talsettum teiknimyndum. Það er alltaf stutt á milli hláturs og gráts í myndinni og fannst mér stundum aðeins of mikil depurð og vonleysi ríkja, því ekki minntist ég þess úr bókunum. Allt útlit myndarinnar er til fyrirmyndar og tímabilið birt- ist trúverðuglega á skjánum. Jólas- enan þar sem fjölskyldan gengur bragga á milli til að óska nágrönn- um sínum gleðilegra jóla er dæmi um virkilega vel útfærða senu í myndinni. 011 tæknivinnsla er eins og best verður á kosið. Þrengslun- um í bröggunum og vesældarlegu umhverfinu er frábærlega komið til skila með snilldarlegri kvikmynda- töku Ara Kristinssonar. Tónlist Hilmars Arnar er ávallt fastur liður í myndum Friðriks og eins og fyrri daginn svíkur hún engan. Ólíkt mörgum myndum, sem gerðar eru dag, hefði Djöflaeyjan mátt vera lengri og með þvi hefðu nokkrar minni persónur fengið að njóta sín og frásögnin orðið nokkuð heil- steyptari. Við höfum öll einhveija skoðun um hvað betur mætti fara í mynd- inni, en því verður ekki neitað að Friðriki Þór hefur tekist afar vel upp með kvikmyndauppfærslu sína á Djöflaeyjunni. Ottó Geir Borg MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Þytur í laufi (Wind in the Willows)-k ★ Moll Flanders (Moll Flanders)k ★ ★ Draugurinn Susie (Susie Q)k'h Jólin koma (Jingle AH the Way)k ★ Leyndarmál Roan Inish (The Secret ofRoan Inish)k ★ 'h Eigi skal skaða (First Do No Harm)~k ★ ★ Ótti (Fear)k ★ 'h Jack (Jack)k ★ Vondir menn í vígahug (Marshaii Law)k 'h Helgi í sveitinni (A Weekend in the Country)k ★ ★ Köld eru kvennaráð (The First Wives Club)k ★ ★ Ofbeldishefð (Violent Tradition)k -k'h Óvæntir fjölskyldumeðlimir (An Unexpected Family) ★ ★ ★ Flagð undir fögru skinni (Pretty Poison) ★ 'h Eiginkona efnamanns (The Rich Man ’s Wife)k 'h

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.