Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 27 __________AÐSEMDAR GREINAR Að fórna ríkidæmi STÓRIÐJA á ís- landi verður ekki reist án verulegra fórna og fórnimar snúast um náttúruperlur í lands- lagi, fallvötn, lífrænar auðlindir, heilbrigða náttúru, atvinnutæki- færi, skuldasöfnun og jafnvel mannsiíf. Þetta er reynslan út um allan heim. Stór- iðja eins og málm- bræðsla byggist á því að skaða náttúmna og verður aldrei til friðs hvorki gagnvart nátt- úru né mönnum. Betri er fugl í hendi... Vatnið á íslandi er ómetanleg auðlind, en ekki á þann hátt sem virkjanapostular halda fram. Fall- vötn eru einskonar lífæðar náttúr- unnar, sama hvort þau heita jökul- ár eða bergvatnsár. Vatnasvið þeirra er iðulega gi-íðarlega flókið þótt meginstraumar séu vel þekktir og auðsæir. Vatn streymir bæði ofan jarðar og neðan svo og sem grunnvatn. Berglög á hálendi Is- lands era einskonar völundarhús ferskvatns og sía fyrir uppsprettur. Þau hleypa vatni í sprungur og gegnum gljúp jarðlög og vatn streymir neðanjarðar árum saman jafnvel án þess að nokkur sjái eða viti hvar. Nægir að minna á berg- vatnsá í vestfírsku göngunum sem enginn hafði hugmynd um. Stærsta neðanjarðará landsins, Kaldá, vellur upp við Álverið í Straumsvík en hvar svo sem vatn sprettur upp - á heiðum, í ám og vötnum eða svala- lindum í sveitum lands- ins - er það gæðavatn og mikið ríkidæmi en farvegir þess era hluti af þúsunda ára þróun landslags. Stóriðja heimtar stórvirki, virkjanir og stíflur sem stemma uppi gríðarmikið vatn til miðlunar. Stór uppi- stöðulón era allt annað fyrirbæri en stöðuvatn. Lónin eru oft sveipuð fegurð og sakleysi stöðuvatna en því miður eru þau verulega skaðleg. Uppistöðulón virkar eins og baðkar og vatnið er oft að stórum hluta dautt og fúlt vatn. Þetta eru ekki heimatilbúnar getgátur heldur vandamál um allan heim þar sem fljót hafa verið stífluð. Vatnsgæði ánna minnka, súrefni verður af skornum skammti, einkum við botn. Vatnið súrnar og við það leysir það upp málma í botnlögum og bergi sem annars eru í full- komnu jafnvægi eins og jám og kvikasilfur. Með tíð og tíma meng- ast fiskur af þessum ástæðum. Fyrst kom þetta í ljós í Suður- Karólínufylki í Bandaríkjunum árið 1970 en ískyggilegustu niðurstöð- urnar eru frá Kanada. Þar var stöðug aukning á kvikasilfri í öllum uppistöðulónum sem sýni höfðu verið tekin úr strax frá upphafi. Á aðeins sex árum eftir Miídustíflu í La Grande í Kanada var kvikasilf- ur í blóði 64% Cree indiíána á svæð- inu komið yfir alþjóðleg hættu- mörk, en þeir lifa aðallega á fiski. Þegar vatnsgæði minnka gerist ótal margt er truflar lífheima straumvatna sem ekki eru tök á að tíunda hér, en minnkandi vatns- gæði draga meðal annars úr fisk- gengd. Algengt er að stíflur hafi eyðilagt náttúrulega fiskistofna ánna og það er takmörkuð gleði- frétt fyrir íslenska laxabændur, silungs- og laxveiðimenn. Stór uppistöðulón, segir Guðmundur Páll —------------------------ Olafsson í seinni grein sinni, eru allt annað fyrirbæri en stöðuvötn. Að fikta ífrjósemi sjávar Ennþá meira er í húfi. Á botn uppistöðulóna setjast næringarefni og bergsvarf sem kaliast jökul- gormur. Efni sem viðhalda árfar- vegum og lífkeðju bæði ánna og grunnsjávarins falla þar til botns að hluta eða mestu leyti. Við nátt- úrulegar aðstæður helst framburð- ur og næringarefni fallvatna í hendur við árstímasveiflur í líf- ríkinu svo sem æxlun, vöxt og þroska ungviðs. Bæði uppistöðulón og miðlun vatns samkvæmt orku- þörf trufla þessa starfsemi. Lífverur hafa fyrir löngu áttað sig á vorinu í ám og fljótum og lagað sig að þeim. Þegar vorið kemur í íslensk fallvötn taka þau að bólgna út og flytja með sér næringuna niður ár og út í sjó. Miðlun vatns til virkjana er af öðrum toga. Nýting raforku er mest yfir veturinn, minnst vor og sumar og á vorin þegar gengið hefur á forðann og vorleysingar eru í ám þá er dregið fyrir rennsl- islokurnar svo lónin fyllist. Nær- ingin kemst hvorki niður ár né til sjávar. Sagt er að ár sem misst hafi næringarefnin og framburðinn í uppistöðulónin séu hungraðar. Þær verða miklu ljósari yfirlitum en áður, líkt og Þjórsá er orðin, og þá taka þær að naga bakka sína og éta botninn. Aðstæður í ám snarbreytast og þar sem áður var mjúkur botn hentugur fyrir riðfiska að hrygna verður oft gróf- ur hnullungabotn, en við ósa ánna fer hafið að ganga á strandlengj- una. Framburður ánna, einkum jökulelfa, er gríðarlega mikiivægur fyrir þörungalíf sjávar og kann að vera lykilþáttur í ftjósemi grunn- sjávar við Island. Með þvi að binda jökulgorminn í fúlum pyttum uppi- stöðulóna áratugum saman, gæti verið grafið undan ríkulegri end- urnýjun lífrænnar starfsemi og framleiðni í hafinu i kringum land- ið. Enginn þekkir þessa líf- og efnafræði nákvæmlega eða alvar- Guðmundur Páll Ólafsson leg langtímaáhrif sem hlotist geta af þessu, en eitt er þekkt. Menn hræra ekki í vistkerfum jarðar án viðbragða frá náttúrunni og við- brögðin eru jafnan flóknari, torr- áðnari og alvarlegri en reiknað var með. Miðað við fyrirætlanir Lands- virkjunar verða öll helstu fallvötn á hálendi íslands norðan-, austan- og sunnanlands virkjuð. Flytja á fljót úr náttúrulegum farvegi sín- um. Enginn veit með vissu hvað þá gerist, en reynsla annarra þjóða er afleit, svo ekki sé meira sagt. Myndi flutningur Jökulsár á Fjöll- um úr farvegi sínum verða til þess að uppsprettur í Mývatni og Laxá þornuðu að einhverju leyti, eða lindir í Aðaldal og Öxarfirði? Eig- um við að prófa? Örlagavefur náttúrunnar þolir ekki fikt. Með miðlunum á vatni og því að taka jökulgorminn úr samhengi við líf- keðju strandsjávarins er ekki ein- ungis verið að bjóða náttúrunni byrginn __ heldur er tilveru ansi margra íslendinga ögrað. Er virkilega úr vöndu að velja? Vilja Íslendingar stofna stórkost- legustu auðlindum sínum í hættu vegna ímyndaðs gróðabralls í stór- iðju? Engar líkur era á því að arð- semisútreikningar standist. Það hafa þeir aldrei gert og ávallt svindlað á því reikningsprófi. Hins vegar er lítill vafi á að fiskgengd og framleiðni sjávar minnkar við strendur íslands ef skrúfað verður fyrir jökulgorm flestra stórfljóta á hálendi íslands. Það sem við vitum ekki er hversu alvarleg og marg- háttuð náttúru- og auðlindaspjöll hljótast af því. Höfundur er rithöfundur og náttúrufræðingur. Höftum gefið heilbrigðisvottorð Svar til Olafs Björnssonar Á SÖGUÞINGI sem haldið var í lok maí flutti sá er þetta ritar erindi um ísland og alþjóðaefnahagsstofn- anir á árunum 1945 til 1960. Lausleg end- ursögn af erindinu var birt í Morgpnblaðinu 3. júní sl. Á þinginu gerði ég stutta grein fyrir rannsóknum mínum á efnahags- málum og hagstjóm á íslandi á árunum upp úr stríði, en eins og kunnugt er voru höft lengur við lýði hér á landi og þau jafnframt mun strangari en víðast annar staðar. Mikilvægur þáttur í afnámi haftanna í öðrum löndum var skuldbindingar gagnvart alþjóð- legum stofnunum, svo sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum en ekki síður _ gagnvart Marshall-áætlun- inni. í fyrirlestri mínurn beindi ég sjónum að samskiptum íslands við þessar alþjóðaefnahagsstofnanir. Eg rakti samskipti við sjóðinn og dró fram nýjar uppiýsingar um ráðgjöf sjóðsins um hagstjórn. Þau skilyrði sem bundin voru Marshall- áætluninni og viku að afnámi hafta, réttri skráningu gjaidmiðla, jöfnuði í ríkisfjármálum o.fl. skiptu sköpum um hagstjórn á Norður- löndum. Við íslendingar fengum meiri framlög m.v. höfðatölu en nokkur önnur þjóð. Það gerðist þrátt fyrir að við hefðum ekki upp- fyllt þessi skilyrði nema að afar litlu leyti, en þessu olli framar öðra sterk samningsstaða við Bandaríkjamenn vegna varnarliðs- ins, eins og Valur Ingi- mundarson rekur í bók sinni I eldlínu kalda stríðsins. Þá vógu skrif margra hagfræðinga um gildi fijálsrar verslunar þungt í af- námi haftanna, rn.a. á Norðurlöndum. í fyrir- lestrinum fjallaði ég um álit svonefndrar hagfræðinganefndar, en ég hef áður skrifað um þetta álit í bþk minni Haglýsing ís- lands. Nefndin var sett á laggirnar í október 1946 og tilnefndi hver stjórnmálaflokkurinn sinn fulltrúa í nefndina Þeir voru hagfræðingarnir Gylfi Þ. Gíslason, Jónas H. Haralz, Klemens Tryggvason og Ólafur Björnsson og má með sanni segja að valinn maður hafi verið í hverju rúmi. Samkvæmt erindisbréf nefndar- innar skyldi hún gera athugun á ástandi og horfum í ijárhags- og gjaldeyrismálum. Henni var og falið að benda á leiðir sem til greina gætu komið til að ná settum mark- miðum í efnahagsmálum og fjalla um kosti þeirra og galla. Meðal markmiða í efnahagsmálum sem stefna bæri að væri „að tryggja skjóta og haldgóða framkvæmd nýsköpunarinnar á sviði atvinnu- lífsins, nauðsynlegustu opinberra framkvæmda af öðru tagi og nauð- synlegustu íbúðarhúsabygginga“. Ónnur markmið sem sett voru má telja sjálfsögð; full atvinna, lítil verðbólga og jöfnuður í viðskiptum viðútlönd. Álit nefndarinnar var nokkuð mikið að vöxtum, en það var gefið út og selt á almennum markaði. Þannig er álitið mikilsverður vitnis- burður um hugsun íslenskra hag- fræðinga og það fól einnig í sér ótvíræð skilaboð um hvað telja mátti traustar hagstjórnaraðferðir. Á Sþguþinginu hélt ég því fram að Álitið hafi átt sinn þátt í að höft voru jafn lengi við lýði og raun var hér á landi. Lítum á nokkra þætti í þessu áliti. í umfjöll- un um leiðir er þessi dómur lagður á það úrræði að lækka gengi krón- unnar: Hefði nefndin einarðlega varað við höftum, segir Sigurður Snævarr, hefðu þau vafalítið ekki reynst eins lífseig og raun varð á. Höfuðannmarkar gengislækkun- ar era þó samkvæmt ofansögðu í því fólgnir, að hún kemur jafnt nið- ur á öllum þeim aðilum, sem hún snertir, hvort sem hún er þeim í hag eða óhag, þannig að t.d. verð allra innfluttra vörutegunda, þarfra og óþarfra, hækkar jafnt, og verð allra innfluttra vörategunda, reikn- að í íslenskum krónum hækkar líka jafnt, hvort sem þörf framleiðend- anna fyrir verðhækkun er meiri eða minni. (bis. 57). Þetta er óður til sértækra að- gerða í efnahagsmálum. Boðskap- urinn er sá að stjórnvöld skuli hafa vit fyrir borguranum um hvað þarft sé og hvað óþarft. Nefndin Sigurður Snævarr finnur enga galla á gjaldeyris- og innflutningshöftum. Nefndin finn- ur þó að því hvernig höftin hafi verið framkvæmd, m.a. að eftirlit með notkun leyfa hafi ekki verið nægjanlegt. Það er kjarni tillögu- gerðar nefndarinnar að sett yrði á laggirnar sérstök stofnun, Fjár- hagsráð, er samræma skyldi allar leyfisveitingar. Undir lok skýrsl- unnar er fjallað um ráðstafanir í sambandi við innflutningsverslun- ina. Þar er þvi haldið fram að skipulag innflutningsverslunarinn- ar torveldi eftirlit og framgang haftanna vegna þess að verslunin sé í höndum of margra aðila. Telur nefndin upp þijár leiðir sem komi til greina til að bæta úr. í fyrsta lagi að auka hlutdeild neytenda- hreyfingar í verslun (væntanlega er hér átt við kaupfélögin), í öðru lagi að löggilda aðeins ákveðinn fjölda innflytjenda og í þriðja lagi telur nefndin koma til greina að hið opinbera tæki sjálft innflutn- inginn allan eða verulegan hluta hans í sínar hendur. Nefndin sér þó bæði kosti og galla við síðast- nefndu leiðina og ekki er ljóst hver tillaga nefndarinnar er í þessum efnum. Einn nefndarmanna, pró- fessor Ólafur Björnsson, gerir at- hugasemd við umfjöllun mína á Söguþinginu í grein er birtist í Morgunblaðinu 13. júní sl. Meg- inathugasemd hans er sú að hag- fræðinganefndin hafi verið tækni- leg ráðgjafanefnd og „ekki spurt um persónulegar skoðanir okkar sem einstaklinga eða heildar". Ól- afur rekur í þessu sambandi að í erindisbréfi hafi markmið efna- hagsstefnunnar verið sett fram, eins og ég rek að ofan. Ég get ekki falhst á þessa skýr- ingu prófessors Ólafs og leyfi ég mér að gera við hana nokkrar athugasemdir. í fyrsta lagi er hagfræði ekki nákvæm vísinda- grein og í því felst að ráðgjöf um leiðir að gefnum almennum mark- miðum er fjarri því að vera ein- göngu tæknilegt úrlausnarefni. Þetta var stjórnmálamönnunum vel ljóst og því var það að flokk- arnir tilnefndu hver sinn hagfræð- inginn í nefndina. í öðru lagi vek- ur Álitið sérstaka athygli fyrir það hversu þær skoðanir um hagstjórn sem þar eru settar fram eru gildis- hlaðnar, eins og sja má af tilvitn- un hér að ofan. í þriðja lagi er markmiðið um framgang nýsköp- unaráætlunarinnar eina markmið- ið sem máli skiptir, því hin eru öll sjálfsögð. Sú niðurstaða að herðing haftanna hafi verið tækni- lega eina Ieiðin til að ná því mark- miði er vægast sagt vafasöm. Loks vekur sú skoðun Ólafs að nefndin hafi einungis gegnt tæknilegu hlutverki upp spurning- ar um hlutverk og ábyrgð hag- fræðinga gagnvart stjórnmála- mönnum. Fjarri lagi var að Álitinu væri tekið með fögnuði hvarvetna og spunnust nokkrar deilur um það. í ævisögu Ólafs Thors, er Matthías Johannessen skrifaði, kemur t.d. fram að Ólafur Thors reiddist áliti nefndarinnar mjög. Það sem ég gerði að umræðu- efni á Söguþinginu var að nefndin gerði engar athugasemdir við höft- in sem efnahagslegt úrræði en fann öðrum leiðum margt til for- áttu. Það mætti raunar komast svo að orði að nefndin hafi gefið höft- unum hagfræðilegt heilbrigðisvott- orð, án nokkurs fyrirvara. Hefði nefndin einarðlega varað við höft- um hefðu þau vafalítið ekki reynst eins lífseig og raun varð á. Það er síðan önnur saga að er fram liðu stundir unnu ýmsir íslenskir hagfræðingar, ekki síst þeir er þessa nefnd skipuðu, ötullega að afnámi haftanna, en þar skiptu efnahagsaðgerðirnar í mars 1950 og Viðreisnin í febrúar 1960 sköp- um. Höfundur er hagfræðingur, höfundur bókarinnar Haglýsing íslands. PCI lím og fúguefni C. m íÁ 1 11 1H 1A ■ ÍSia’ U 1 1 J:1 JL ± Stórhöfða 17, við Guliinbrú, sfmi 567 4844

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.