Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 39 ASTA ÞÓRARINSDÓTTIR + Ásta Þórarins- dóttir, húsmóð- ir, var fædd í Reykjavík hinn 26. september 1913. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórar- inn Ástráður Sæ- mundsson, vélsmið- ur og járnsmiður, fæddur á ísafirði 15. júní 1888, d. 1949, og Sólveig Júlíanna Berg- sveinsdóttir, húsmóðir, sauma- kona og fiskverkakona, fædd á Mjóafirði 7. janúar 1891, d. 1960. Systkini Ástu eru: Dag- björg, f. 1914, Sigurberg, f. 1920 og Sæmundur, f. 1920, d. 1988. Hálfbróðir þeirra, sam- mæðra, var Ólafur Sigurðsson, f. 1910, d. 1996. Ásta giftist 2. febrúar 1940 Bjarna S. Guðjónssyni, vél- sljóra, f. á Suðureyri við Súg- andafjörð hinn 16. mars 1915. Sonur þeirra er Ásgeir Valdi- mar, vélstjóri, f. 18. mars 1952, kvæntur Ragnheiði Gunnars- dóttur og eiga þau þrjú börn. Útför Ástu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. Daginn sem Ásta frænka dó kom ég líkt og svo oft áður við hjá mömmu á leiðinni heim af leikskól- anum með Sólveigu litlu dóttur mína. Við mamma notum nefnilega gjarnan tímann á milli fimm og sjö til að líta til með gamla fólkinu okkar í Stigahlíðinni. Þessi dagur hafði ekki verið svo frábrugðinn öðrum og við dóttir mín komum biaðskellandi inn úr dyrunum, enda nýkomnar af sýningu hjá brúðubíln- um. Mamma beið með að segja mér fréttirnar þar til ég var sest niður í eldhúsinu hjá henni. Auðvitað mátti ég eiga von á að hún Ásta frænka færi að kveðja okkur, en einhvern veginn var ég samt ekki undirbúin undir það. Einhvern veg- inn hélt ég að aðdragandinn yrði lengri og ég fengi tíma til að kveðja hana. Hún hafði fengið lækninn til sín daginn áður og hann hafði sagt að hún væri bara með flensu og eftir það hafði henni liðið mikið betur. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að síðasta skiptið sem við hittumst var bara alveg eins og öll hin og við kvöddumst eins og við vorum vanar í dyragættinni hjá henni. Það var s'’o auðvelt að láta sér þykja vænt um hana Ástu frænku, því hún var alveg einstök mann- eskja, með óvenju stórt og hlýtt hjarta. Ég leit alltaf á hana sem nokkurs konar auka ömmu mína, og þótti vænt um hana sem slíka. Þær voru ófáar stundirnar sern ég dvaldi hjá ömmu og afa og Ástu og Bjama í Stigahlíðinni sem barn og í dag minnist ég þeirra með sér- stökum hlýhug. Ásta frænka var óþreytandi þegar kom að því að hafa ofan af fyrir mér og hún gat setið með mig og samið sögur um það hvernig við tvær myndum flytja í sumarbústaðinn okkar í Kjósinni og búa þar með fullt af dýrum. Við ætluðum til að mynda að hafa gul- ar, rauðar, grænar og bláar kanín- ur. Hún sagði mér Iíka gjarnan frá því þegar foreldrar mínir og systk- ini fóru til Danmerkur, en ég var eftir hjá henni og ömmu þá aðeins nokkurra mánaða gömul. Þær syst- ur rifust um að gefa mér pelann og gáfu mér alltaf helmingi of mik- ið að drekka, þannig að þegar mamma og pabbi komu heim var ég orðin vel bústin. Þá var ég líka búin að steingleyma mömmu og pabba og brosti ekki fyrr en Ásta frænka kom í heimsókn daginn eft- ir, en þá brosti ég út að eyrum. Þegar ég eltist hélt ég áfram að heimsækja Ástu frænku og nú síð- astliðin tvö ár hefur Sólveig litla dóttir mín fengið að njóta hennar líka og hún hefur svo sannarlega_ kunnað að meta það. Ásta frænka var líka alltaf að dást að henni og fannst allt svo sniðugt sem hún gerði og sagði. Þá var Sólveig litla ekki lengi að læra að hjá Ástu var alltaf von á einhveiju góðgæti og oft gaukaði hún að henni smá aurum til að hún gæti keypt sér eitthvað fallegt. Á tveggja ára afmæli Sólveigar litlu gáfu langamma og Ásta frænka henni peninga og þótt lítil væri vissi hún nákvæmlega hvað hún vildi kaupa. Hún valdi sér dúkku sem hún skilur helst aldrei við sig og við rifjum öðru hvoru ugp með henni söguna af því þegar Ásta frænka og langamma gáfu henni peninginn. Það er tómlegt að koma í Stiga- hlíðina núna og geta ekki kíkt að- eins til Ástu frænku í leiðinni. Sól- veig litla spyr líka um Ástu frænku sína og rifjar upp þegar við heim- sóttum hana á spítalann. Þegar við komum í Stigahlíðina hleypur hún beint strik að dyrunum hjá Ástu og skilur ekkert í því að við skulum ekki vilja fara þar inn. Við Siggi Óli og Sólveig viljum að lokum votta öllum aðstandendum Ástu frænku samúð okkar. Líf okk- ar allra verður snauðara án hennar. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér á lífsleiðinni, Ásta mín. Þín Marta Dögg. Hún Ásta frænka er dáin. Frétt- irnar komu mér ekki á óvart þar sem ég hafði frétt af veikindum hennar og nýlegri sjúkrahúslegu. Mig langar að skrifa fáeinar línur til að kveðja hana, þar sem ég á þess ekki kost að vera við jarðarför- ina. Það er erfitt að vera svona langt í burtu þegar veikindi eða dauðs- föll eiga sér stað í ijölskyldunni. Ásta frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, var okkur ávailt mjög kær. Amma mín og hún voru syst- ur og mjög nánar, svo Ásta var okkur systkinunum og okkar börn- um eins og önnur (lang-) amma. Þau fimm ár sem ég hef búið er- lendis hefur það alltaf verið mitt fyrsta verk í íslandsferðunum að heimsækja ömmu og kíkja aðeins yfír til hennar Ástu í leiðinni. Ásta frænka bjó í næstu blokk við ömmu og afa í Stigahlíðinni, svo það var hægðarleikur að heimsækja þær báðar í sömu ferð. Ef amma var ekki heima vissi ég alltaf hvar hana var að finna, en það var hjá henni Ástu. Ásta frænka var mjög gestrisin og dugleg að tína í okkur eitthvert góðgæti eða gefa okkur aur til að kaupa eitthvað fyrir börnin okkar. Það þýddi ekkert að mótmæla, þó svo við hefðum rétt verið að enda við veitingar hjá ömmu, eitthvað skyldum við fá í okkur. Ásta var líka mikil barnagæla. Strákarnir mínir voru alltaf tilbúnir að kyssa hana og kjassa, rétt eins og langömmu sína og afa, þó svo að langur tími liði oft á milli heim- sókna. Hún amma mín hefur nú misst mikið, þar sem það var stór þáttur í hennar daglega lífi að líta eftir Ástu og drekka með henni síðdegis- kaffið. Oftar en ekki fór hún yfír til Ástu meira af vilja en mætti. Þegar Ásta missti manninn sinn, hann Bjama Guðjóns, á síðastliðnu ári, höfðum við áhyggjur af því hvað yrði um hana. Amma inín og afí hafa verið henni mikil stoð og stytta og eins móðir mín og systir. Ég var fegin að heyra að móðir mín og amma hefðu verið hjá henni um stund daginn áður en hún dó. Ég hitti Ástu síðast um síðastlið- in jól. Daginn sem ég fór utan aftur fékk ég að kveðja hana í hinsta sinn. Alltaf var hún Ásta dugleg að fylgj- ast með og spyija um mig og mína. Hún leyfði mér líka að fylgjast með sínum barnabörnum, sem hún sá ekki sólina fýrir og var mjög stolt af. Nú er hún Ásta_ komin til hans Bjarna síns á ný. Ég vil biðja Guð að geyma þau bæði og hjálpa ástvin- um hennar, sérstaklega þó ömmu minni og afa, í sorginni. Hvíli hún Ásta okkar í friði. Dagbjörg og fjölskylda. Ásta Þórarinsdóttir lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. júní síðastlið- inn. Þrátt fyrir langvarandi heilsu- leysi Ástu og háan aldur vonaði ég að hún fengi að vera hjá okkur enn um sinn. Mann sinn Bjarna Guðjóns- son missti hún fyrir rúmu ári og eftir lát hans bjó hún ein í íbúð sinni í Stigahlíð. Þrátt fyrir að við sem næst henni stóðum mynduðum ákveðið öryggisnet þannig að alla daga kæmi einhver til hennar þá var hún samt ein þegar dauðinn vitjaði hennar og fínnst mér sú til- hugsun mjög sár. Við brottför Ástu finnst mér ákveðnum kafla vera lokið í lífí mínu. Svo Jengi sem ég man eftir mér hefur Ásta frænka, móðursyst- ir mín, verið stór hluti af lífí mínu. Hún veitti mér ást sína og um- hyggju, þá nutu börnin mín sömu elsku og síðan barnabörnin mín. Áttu þau öll í henni aðra móð- urömmu og langömmu. Mínar fyrstu minningar tengjast gjarnan Ástu, heimsóknum til hennar þar sem tek- ið var þannig á móti manni að mað- ur upplifði sig númer eitt. Alltaf vildi hún vera að gefa og margan fallegan og fáséðan hlutinn eignað- ist ég frá henni, en Bjarni var í sigl- ingum og kom heim með hluti sem ekki sáust annars staðar. Hélst þessi gjafmildi hennar fram til dauða- dags. Þau hjón Ásta og Bjarni voru höfðingjar heim að sækja og heim- ili þeirra stóð öllum opið. Gestrisni þeirra var einstök enda oft margt um manninn. Alltaf var passað upp á að eiga nægan mat og drykk og eiginlega fannst manni að ísskápur- inn þeirra væri þannig að hann gæti ekki tæmst. Hér á árum áður þegar fólk hafði oft lítið sem ekkert á milli handanna var oft margt við matar- og kaffíborðið hjá Ástu. Allt- af átti hún nóg handa öllum og nutu vinkonur hennar og þeirra böm þess gjarnan. Ásta hafði stórt hjarta, viðmótið sem mætti manni var umhyggja, elska, jákvæðni og áhugi á högum Ijölskyldunnar og annarra. Litlar sögur af yngstu meðlimum fjölskyldunnar vom vel þegnar. Þá var hlegið og glaðst saman og rifjaðar upp eldri sögur af þeim úr fjölskyldunni sem voru vaxnir úr grasi. Bamabörnin Ásta Lilja, Elín Marta og Bjarni Gunnar vom Ástu og Bjarna mjög hjartfólg- in og var glaðst yfir hveiju þroska- spori þeirra. Syrgja þau nú ömmu sína. Móðir mín Dagbjörg og Ásta voru mjög nánar, bjuggu hlið við hlið í nær 40 ár og höfðu daglegt samband. Missir móður minnar verður mikill. Gréta Ingólfsdóttir frænka Bjama var Ástu bæði heimilishjálp og ekki síður vinkona, á hún bestu þakkir skildar fyrir alúðina. Ég veit að Gréta missir mikið við fráfall Ástu. Þá vil ég þakka þá vináttu og umhyggju sem Ágústa Sumar- liðadóttir sýndi frænku minni. Ág- ústa, sem býr á sömu hæð og Ásta bjó, leit til hennar oft á dag og fór yfir á hveiju kvöldi til að fullvissa sig um að allt væri í lagi. Var það okkur §ölskyldunni ómetanlegt ör- yggi. Ég þakka einnig Lilju frá Háteigskirkju, sem heimsótti Ástu vikulega, svo og góða heimaþjón- ustu heilsugæslustöðvar Hlíðahverf- is. _ Ég votta Ásgeiri frænda mínum og fjölskyldu hans mína dýgstu sam- úð. Blessuð veri minning Ástu Þór- arinsdóttur. Sólveig Ásta (Lolla). + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR frá Reykjarfirði, Skólastíg 6, Bolungarvík, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolugarvík laugardaginn 21. júní kl. 14.00. Sigrún Guðmundsdóttir, Ingólfur Birkir Eyjólfsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Elín Guðmundsdóttir, Þórður Adolfsson, Matthildur Guðmundsdóttir, Viggó Bjarnason, Árni Friðrik Guðmundsson, barnaböm og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur okkar, faðir, bróðir og barna- barn, SIGURÐUR ÖRN ARNARSON flugþjónn, Löngumýri 39, Garðabæ, lést af slysförum í Manchester þriðjudaginn 17. júní. Karen Sigurðardóttir, Örn Jóhannsson, Kolbrún Karen Sigurðardóttir, Jóhann Már Arnarson, Svanhvít Arnardóttir, Hugljúf Jónsdóttir, Jóhann Indriðason. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG STEINA ÞORSTEINSDÓTTIR, Brekkugötu 12, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði 18. júní síðastliðinn. Ámi Sigvaldason, Sigríður Tómasdóttir, íris Sigvaldadóttir, Þorsteinn Sigvaldason, Guðleif Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, KRISTJÁN SIGURGEIRSSON, Aðalstræti 9, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 18. júní. Guðmunda Árnadóttir, Árný Kristjánsdóttir, Helgi Sigurðsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Helgi Ingólfsson, Margrét Jóna Kristjánsdóttir, Gísli Hermannsson, Sigurgeir Kristjánsson, Áslaug Geirsdóttir og systkini hins látna. + Ástkær faðir okkar og tengdafaðir, INGÓLFUR HELGASON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 18. júní. Hjörtur Ágúst Magnússon, Jóna Margrét Sigurðardóttir, Helgi Ingólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Maggi Guðjón Ingólfsson, Sigrún Valgarðsdóttir. C I + Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR S. GUÐJÓNSSON, Lækjargötu 10, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga þriðjudaginn 17. júní. Vigdís Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ■«r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.