Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 11
FRÉTTIR
Fjörutíu ára afmæli Barnaspítala Hringsins var í gær
Morgunblaðið/Jim Smart
ATLI Dagbjartsson heiðraði Árnínu Guðmundsdóttur fyrrverandi
yfirhjúkrunarkonu barnadeildarinnar í gær fyrir góð störf.
BÖRN úr Suzuki fiðluhópnum frá Tónskóla Sigursveins
fluttu nokkur lög á afmælinu í gær.
„Móðir skilur ekki svo
auðveldlega við barn sitt“
STARFSFÓLK og velunnarar
barnadeildar Landspítalans héldu
upp á fjörutíu ára afmæli deldarinn-
ar í K-álmu Landspítalans í gærdag.
Fjölmargir fluttu ávörp í tilefni dags-
ins og félagar úr kór Öldutúnsskóla
og Suzuki fiðluhópur frá Tónskóla
Sigursveins fluttu nokkur lög.
Bamadeildin tók til starfa hinn 19.
júní 1957 að frumkvæði kvenfélags-
ins Hringsins, en hefur borið heitið
Bamaspítali Hringsins eftir að starf-
semi hennar var flutt úr gömlu bygg-
ingu Landspítalans yfir í vesturáimu
spítalans í nóvember árið 1965.
í ræðu sem Atli Dagbjartsson
yfirlæknir Barnaspítala Hringsins
hélt í tilefni dagsins fór hann stutt-
lega yfír sögu barnadeildarinnar og
sagði að hún væri nátengd kvenfé-
laginu Hringnum. Löngu fyrir opnun
deildarinnar hefðu Hringskonur sett
sér það markmið að stofnaður skyldi
fullkominn barnaspítali í Reykjavík
og árið 1942 hófu þær söfnun fjár
til að ná því markmiði.
Atli sagði að með opnun deildar-
innar fyrir 40 árum hefði verið bætt
úr brýnni þörf fyrir sjúkrahús-
aðstöðu fyrir börn hér á landi, en
hún hefði verið fyrsta barnadeildin
sem tók til starfa við sjúkrahús á
íslandi.
Fyrstu árin var deildin staðsett á
þriðju hæð Gamla spítalans með 28
sjúkrarúmum. Tveir læknar hófu þar
störf, þeir Kristbjörn Tryggvason og
Magnús Ágústsson, en hjúkrunar-
konurnar voru fjórar með Árnínu
Guðmundsdóttur sem stjórnanda.
Barnadeildin flutti frá Gamla spítal-
anum yfir í núverandi húsnæði á
annarri og þriðju hæð E-álmu spítal-
ans árið 1965. Að sögn Atla voru
það Hringskonur sem ýttu á að deild-
in yrði flutt „og gáfu þær innrétting-
ar og aðra innviði deildarinnar af
stórum myndugleik eins og æ síðan
hefur einkennt þeirra framkomu við
Barnaspítala Hringsins,“ sagði
hann. „Það var því ekki einkennilegt
að upp frá því hafi deildin heitið
Barnaspítali Hringsins."
Við þennan flutning stækkaði
barnadeildin um helming, að sögn
Atla, sjúkrarúm urðu 60, læknum
fjölgaði um helmning og hjúkrunar-
fólki og öðru starfsfólki mun meira.
„Á þessum tíma voru Hringskonur
orðnar þokkalega ánægðar með
barnaspítalann sinn og töldu að vel
hefði til tekist," sagði Atli. „Það var
hins vegar þá ljóst að móðir skilur
ekki svo auðveldlega við barn sitt.
Hringskonur hættu ekki að hugsa
um barnaspítalann sinn og hafa æ
síðan haft velferð hans ofarlega á
blaði. Og fljótlega varð þeim ljóst
að jafnvel þessi nýja barnadeild var
bara áfangi á leiðinni til þess að búa
til raunveruiegan barnaspítala á ís-
landi,“ sagði hann ennfremur.
Stærsta barnadeild landsins
Atli sagði að Barnaspítali Hrings-
ins væri nú langstærsta barnadeild
landsins og að starfsmannafjöldi
væri nú vel á annað hundrað manns.
„Bamaspítalinn er orðinn fullþroska
stofnun sem hefur ákveðið fyrirsjá-
anlegt þróunarferli, stofnun sem
læknar, líknir, kennir og leggur til
rannsókna í barnalæknisfræði,"
sagði hann.
Atli minntist hins vegar á að Barn-
aspítalinn hefði sprengt utan af sér
veggina; húsrýmið væri orðið of lítið
og stæði þróun spítalans fyrir þrifum.
Það væri því ánægjulegt að einmitt
á þessum tímamótum hefði verið efnt
til samkeppni um hönnun nýrrar
byggingar fyrir Barnaspítala Hrings-
ins og að sú bygging væri trúlega
eitthvað í líkingu við það sem Hrings-
konur sáu fyrir árið 1942 þegar þær
hófu fjársöfnun sína fyrir stofnun
barnaspítala.
Eftir ræðu sína heiðraði Atli Ám-
ínu Guðmundsdóttur fyrrverandi
yfirhjúkrunarkonu á Barnaspítala
Hringsins með því að færa henni
blóm sem þakklætisvott fyrir störf
hennar fyrir veiku börnin og Barna-
spítala Hringsins.
Að því búnu flutti Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra
ávarp, þar sem hún sagði m.a. að
stofnun bamadeildarinnar árið 1957
hefði valdið straumhvörfum í umönn-
un sjúkra bama. Þá færði hún, fyrir
hönd heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins, Bamaspítala Hrings-
ins gjafabréf til listaverkakaupa fyrir
anddyri nýs bamaspítala.
Barnaspítala Hringsins bárust
fleiri góðar gjafir og heillaskeyti í
tilefni af afmæiinu. Steinunn Helga
Sigurðardóttir listamaður gaf til að
mynda þijú málverk eftir sjálfa sig,
sem hún kallar Englabörn í alls-
nægtum, og Sólveig Baldursdóttir
myndhöggvari gaf höggmynd sem
hún nefnir Drottning.
Þá færði Elísabet Hermannsdóttir
fyrir hönd Hringskvenna Barna-
spítalanum peningagjöf til kaupa á
tveimur nýjum tækjum. Annars veg-
ar er um að ræða tæki til fjargrein-
inga hjartsláttartruflana og hins
vegar lungnastarfsemismælir fyrir
fyrirbura.
Barnaspítala
á Landspítalalóð
Hönnunar-
samkeppni
auglýst
DÓMNEFND um samkeppni á
hönnun Barnaspítala Hringsins á
Landspítalalóð hefur auglýst hönn-
unarsamkeppni spítalans. í gær
vom fjörutíu ár liðin frá opnun
Barnaspítala Hringsins á Landspít-
alanum.
Siv Friðleifsdóttur, alþingismað-
ur og formaður nefndarinnar segir
að samkeppni þessi verði í tveimur
áföngum. I þeim fyrri eiga að koma
fram hugmyndir hönnuða um stað-
setningu mannvirkis innan skil-
greinds samkeppnisreits, þar sem
m.a. á að gera grein fyrir aðkomu,
aðlögun að nærliggjandi byggð og
tengingu við aðliggjandi og nær-
liggjandi hús. í síðari áfanganum
eiga þijár hugmyndir, sem hafa
verið valdar úr fyrsta áfanganum,
að keppa áfram. Þar er ætlunin
að keppendur vinni frekar úr hug-
myndum sínum.
Siv gerir ráð fyrir að byggingin
verði tilbúin til notkunar um alda-
mót og muni kosta um 1 milljarð
króna. Nýi spítalinn á að rúma um
50 sjúkrarúm og þar eiga að vera
sjö deildir, til dæmis vökudeild,
gjörgæsludeild og handlæknis-
deild, auk grunnskóla og leikað-
stöðu svo annað sé nefnt.
Siv telur að það sé almenn sam-
staða meðal heilbrigðisstétta, að-
standenda sjúkra barna og stjórn-
valda að þessi bygging sé for-
gangsverkefni innan heilbrigðis-
þjónustunnar. „Það er mjög brýnt
að bæta aðbúnað sjúkra bama og
foreldra þeirra og því er það
ánægjulegt að tilkynna um hönn-
unarsamkeppni að nýjum barnasp-
ítala í tilefni af fjörutíu ára af-
mæli Bamaspítala Hringsins,“
segir hún.
Samkeppnisgögn verða afhent
frá og með 24. júní næstkomandi
hjá Arkitektafélagi íslands og skal
skila fyrsta áfanga eigi síðar en
9. september á þessu ári.
Bjóðum nú GSM síma á veröi sem ekki hefur þekkst
hingað til... 1 m m
pyn9d 1
IX 0 9M
2
40 Kls':
Í5ogl|
2 KlsA- l
66 Klst-
wS-i
2 K»st:
taltírn'
33 k»st.
b.ötí^*
ziogr-
/2 K»st-
ta»t»rr^»
tOKlst.
bíðtími
erum
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
VERIÐ VELKCMW I VERSLUN OKKAR