Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 35 HERMANN RAGNAR * STEFANSSON + Hermann Ragn- ar Stefánsson, danskennari og dagskrárgerðar- maður, fæddist Reykjavík 11. 1927. Hann lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 18. júní. í dag minnumst við og kveðjum vin okkar Hermann Ragnar Stefánsson. Er nú horfinn einn ástsælasti einstakl- ingur sem þjóðin hefur alið - maður sem hafði víðtækari áhrif á samlanda sína en ýmsa grunar. Líf Hermanns snerist um fólk, mig og þig, hvort heldur sem það var í gegnum skátana, dansinn, æsku- lýðsstarfið, módelstarfið, bræðra- félagið, sjónvarpið, útvarpið eða annað. Öll þekkjum við brautryðj- andastarf hans í danssögu þessa lands, en hann haslaði sér einnig völl á öðrum sviðum þar sem frum- kvæðið kom frá honum. í sam- andregnu máli má segja að hann hafi feykt ferskum vindum megin- landsins og Ameríku með þeim afleiðingum að asklokið lyftist upp á gátt og samlandar urðu upplýst- ir um venjur og siði sem fundust ekki í arfleifð okkar. Hermann hafði einstaklega fágaða fram- komu og var auk þess hinn mesti fagurkeri sem vildi að við öll kynn- um að njóta þeirra stunda sem mestu máli skipta í lífi okkar. Við undirbúning slíkra stunda naut hann sín vel. Með Hermanni er horfinn einn vinsælasti útvarps- maður okkar - hin þægilega rödd og sterka persóna hafði skapað stóran hóp aðdáenda sem lét í sér heyra með eftirminnilegum hætti í framhaldi af nýlegu sjónvarpsvið- tali. Þrátt fyrir hin alvarlegu veik- indi sýndi þessi látni vinur minn að hann var sannur. Hans hjarta- hlýja geislaði svo frá sjónvarps- tækinu, að það hlýtur að hafa snert alla þá sem á horfðu. Þennan vin minn kveð ég nú með þakklæti og virðingu; megi hann í friði hvílast. Kristján Gislason. Við urðum markaðsstjórar, at- vinnumenn í fótbolta, leikarar, lög- fræðingar, stjórnmálafræðingar, verkamenn. Giftir menn, feður, fráskildir menn. Fullorðnir menn. En það vissum við ekki þá. Við áttum hveijir aðra og heimurinn okkar var Smáíbúðahverfið. Þá var það nóg. Við þurftum ekki meira. Innan þessa heims áttum við allir skjól í félagsmiðstöðinni Bústöðum og þar var Hermann. Það er ekki öllum gefið að umgangast ungl- inga, hvað þá að vinna traust þeirra. En Hermann var ekki eins og svo margt fullorðið fólk sem við ósjálfrátt bárum hann saman við. Hann virtist skilja okkur og kom frekar fram við okkur sem félagi en yfirvald. Honum var það eðlislægt að stjórna en það var alltaf gert af kunnáttu og um- hyggju þess sem elskar starf sitt og samferðafólk. Hann var okkur mikils virði og vegna hans urðu sumir okkar að betri mönnum. Færi betur ef þjóð- ir ættu fleiri slíka menn. Hermann lét líka drauma rætast og ferðirnar til Danmerkur og Bandaríkjanna munu aldrei gleym- ast. Það þarf áræði til að fara einn með stóran hóp unglinga utan og auðvitað reyndum við að bijóta reglur. Annað væri fráleitt. En yfir öllu vakti Hermann og enginn vissi betur hvar draga bæri mörk- in. í dag færi heill her manna fyr- ir svona unglingahóp en við þurft- um engan her, við höfðum Her- mann. Það er gæfa allra í lífinu að kynnast góðu fólki og Hermann var okkar gæfusmiður. Upptalningar eru óþarfi. Við eigum allir okkar persónulegu minningar sem við munum varðveita en ljóst er að mikill mað- ur hefur gengið hjá. Við sendum Unni og börnum þeirra Hermanns okkar inni- legustu samúðar- kveðjur. Þeirra missir er mestur. Hafi Hermann þökk fyrir allt. Halldór, Jón Bjarni, Lárus, Siguijón, Logi, Jóhannes og Björn. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja góðan vin og samstarfs- mann Hermann Ragnar Stefáns- son, en hann lést á Landspítalanum 10. júní sl. Hermann og Unnur voru miklir vinir tengdaforeldra minna, og þannig kynntist ég hon- um fyrst. Seinna vann ég undir hans stjórn á Sjónvarpinu þegar hann stjórnaði Stundinni okkar og enn seinna vorum við samstarfs- menn hjá Æskulýðsráði Reykjavík- ur er við veittum forstöðu tveim fyrstu félagsmiðstöðvum borgar- innar, hann í Bústöðum og ég í Fellahelli. A okkar samstarf bar aldrei skugga og þó einhver aldurs- munur væri féll okkur vel að vinna saman. Mér fannst reyndar Her- mann aldrei vera gamall enda var viðkvæðið hjá honum að aldur væri afstæður og hver og einn réði því hvort hann væri ungur eða gamall. Það var alltaf skemmtilegt andrúmsloft í kringum hann Her- mann og alltaf gaf hann sér tíma til að tala við okkur yngra fólkið. Frásagnargleði hans var einstök og hann hreif alla viðstadda með sér með skemmtilegum sögum. En þó hann væri yfirleitt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kæmi þá hélt hann samt alltaf virðingu sinni og tók ég eftir því að unga fólkið sem hann umgekkst bar mikla virð- ingu fyrir honum. Og þegar sorgin knúði dyra hjá minni fjölskyldu þá voru Unnur og Hermann frá fyrsta degi boðin og búin til að hjálpa á alla lund. Já, hann var vinur í raun hann Hermann. Nú er hans lífshlaup á enda og eftir stöndum við með minningu um góðan mann sem gerði líf manns auðugra. Fyrir það þakka ég. Við hjónin sendum Unni og bömunum innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Friðþjófsson. Það er skrítin tilfinning að hugsa til þess að Hermann Ragnar, dans- kennarinn okkar, sé nú farinn og komi aldrei aftur. Þegar við systkinin byijuðum að læra dans var Hermann Ragnar einn af kennurunum okkar. Hann vildi sjá fallegan dans og hafði ein- stakt lag á að ná athygli okkar, eins og þegar hann sagði okkur að taka bananana úr eyrunum þeg- ar honum fannst við ekki hlusta nógu vel á sig. Þrátt fyrir að hann væri stundum svolítið strangur var hann samt svo góður og við litum á hann eins og afa okkar. Fyrir hann vildum við dansa vel. Hann fylgdist alltaf mjög vel með nem- endum sínum í dansinum þrátt fyr- ir að vera mikið veikur. Hann reyndi að horfa á okkur eins oft og hann gat en þegar hann komst ekki sjálfur sendi hann okkur ómet- anlega hvatningu, eins og þegar hann sendi okkur öllum rauðar rós- ir fyrir eina keppnina. Nú þegar hann er dáinn koma upp í hugann margar fallegar minningar um góðan mann og við vitum að hann mun lifa áfram í huga okkar. Við erum þakklát fyr- ir að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast Hermanni Ragnari Stefánssyni. Jóhanna Berta og Karl Bernburg. Þeir sem gleðja aðra á einhvern hátt eru miklir velgjörðarmenn. Þeir eiga inni Ijársjóð í hvers manns hjarta. Þeirra er því minnst löngu eftir að þeir eru horfnir vorum jarð- nesku sjónum. Glaðværð þeirra og ljúflyndi geymist í þakklátum hug- um manna. Hermann Ragnar Stefánsson naut óvenjulegra vinsælda sem maður og kennari. Hann kenndi dans um langt árabil, og átti þann- ig hlut að því að efla hamingju og lífsfyllingu margra, sem nutu leið- beininga hans í hinni göfugu list sem dansinn er. Um fimmtán ára skeið hafði Hermann Ragnar á hendi stjórn útvarpsþáttar, sem hann nefndi „Ég man þá tíð“. Þar lék hann lög, sem hlustendur völdu og höfðu áhuga á að heyra. Og eigi sleppti hann hendinni af þessum vinsæla þætti fyrr en dauðinn barði að dyr- um. Slíkur var dugnaður hans og tryggð við hlustendur í gegnum tíðina. Um nokkurt árabil stjórnaði Hermann Ragnar dansþætti, sem hann nefndi Saumastofugleði, og fór fram í Útvarpshúsinu við Efsta- leiti 1 í Reykjavík. Óhætt er að segja, að þáttur þessi naut óhemju vinsælda. En því miður var hann lagður niður. Þar með var einum vinsælum dagskrárlið færra. A einni þessari Saumastofugleði ávarpaði ég Hermann Ragnar, og lauk máli mínu þannig. Haltu svo áfram enn um sinn að auka þjóðinni kæti. Ég óska þér heilla, Hermann minn; - þú heldur vel þínu sæti! Nú hefur Hermann Ragnar lagt í hinstu förina, og ekki eykur hann þjóðinni kæti lengur, því miður. En þakka ber það sem hann lagði fram á þessum vettvangi. Hver, sem lagt hefur svipað af mörkum og Hermann Ragnar í þágu lífs- gleði og lífsfyllingar, er gæfumað- ur. Þjóðin þakkar honum við leiðar- lokin göfugt ævistarf. Auðunn Bragi Sveinsson. Nú hefur þú, elsku Hermann minn kvatt okkur. Ég var um það bil sjö ára þegar ég ákvað að prófa að fara í dans- skólann til þín. Þú hafðir kennt pabba að dansa þegar hann var smápjakkur og nú ætlaði ég að reyna fyrir mér. Eins og allir sem þú hafðir samskipti við fundu, fann ég strax þessa hlýju og jfirvegun sem alltaf fylgdi þér. Ast þín á börnum þínum og barnabörnum var ótvíræð og ást á fólkinu í kringum þig. Þú og Unnur konan þín voruð alltaf að gera eitthvað_ fyrir okkur krakkana í dansinum. Ég man þeg- ar hópurinn frá þér ætlaði í fyrsta skipti að fara á alþjóðlega keppni í Blackpool, þá voruð þið Unnur búin að smyija handa okkur morg- unmat klukkan fimm að morgni og þú mættur niður í dansskóla til að kveðja okkur. Þú varst alltaf þarna, á öllum danskeppnum, til að hvetja og styðja, þrátt fyrir mikil veikindi. En dansinn var þér svo mikið og ótrúlegt að nokkur maður skuli hafa sýnt þennan brennandi áhuga fram á síðustu stundu. En það var ekki þinn stíll að gefast upp og barðist þú með huganum og hjartanu í veikindum þínum og varst alltaf svo ákveðinn og vongóður. Að lokum, Hermann minn, lang- ar mig svo til þess að þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig. Fyrir hlýjuna og hvatninguna, allar ógleymanlegu stundirnar. Guð varðveiti þig, Hermann Ragnar Stefánsson. Elsku Unnur og fjölskylda, Guð veri með ykkur. Elín Birna Skarphéðinsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, ELLERT ÁGÚST MAGNÚSSON prentari, Hólmgarði 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 17. júní. Anna Ársælsdóttir, Auður Ellertsdóttir, Magnús Grétar Ellertsson, Arndís Ellertsdóttir, Ásrún Ellertsdóttir, Ársæll Brynjar Ellertsson, Elín Anna Ellertsdóttir, Eyjólfur Hlíðar Ellertsson, Jón Helgi Haraldsson, Guðjón Guðjónsson, Sigríður Vilborg Vilbergsdóttir, Mats Wibe Lund, Sævar Guðjónsson, Inga Jóna Heimisdóttir, Ingvi Friðriksson, Ásta Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýlismaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL ÁSMUNDSSON húsasmíðameistari, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlið, áður á Grettisgötu 84, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Hjallaseli 55. Anna Kristinsdóttir, Guðbjörg Þorkelsdóttir, Ásmundur K. Þorkelsson, Ellen Þorkelsdóttir, Kristín E. Þorkelsdóttir, Helga I. Þorkelsdóttir, Guðmundur V. Þorkelsson, Páll Guðjónsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Gunnar B. Kristinsson, Kristján B. Samúelsson, Guðmundur H. Haraldsson, Jóna S. Sigurðardóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + GUÐFINNA BJÖRG LÁRUSDÓTTIR frá Stóra-Kambi, lést þriðjudaginn 17. júní. Jarðsett verður að Búðum laugardaginn 28. júní kl. 13.30. Sveinn Indriðason, Sigurást Indriðadóttir, Lára Indriðadóttir, Björn Indriðason, Ingjaldur Indriðason, Kolbeinn Ólafur Indriðason, Kristleifur Indriðason, Sigrún Kristbjörg Árnadóttir, Kristinn Júlíusson, Ingveldur Þórarinsdóttir, Elísabet Björk Snorradóttir, Guðríður Jóhannesdóttir og fjölskyldur. + Elskulegur eiginmaður minn, faður okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HELGASON, Smáratúni 5, Selfossi, lést miðvikudaginn 18. júní sl. Jarðaförin auglýst síðar. Margrét Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Edda Guðmundsdóttir, Kristján Gíslason, Jón Gunnlaugsson, Susan A. Faull, Katrín Bjarnadóttir, Karl H. Hillers, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR, Kleppsvegi 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum að kvöldi 17. júní sl. Fyrir hönd aðstandenda, íris Eggertsdóttir, Hjördís B. Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson, Grétar Sigurðsson, Jónas Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.