Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Hjón handtekin í Barcelona „Leigðu“ barnaníðingi tíu ára son sinn Malaga. Morgunblaið. LÖGREGLAN í Barcelona á norðaustur Spáni hefur handtekið hjón sem „leigðu" bamaníðingi í borginni tíu ára son sinn um hveija helgi. í staðinn þáðu foreldramir gjafir og peninga. Elstu menn sem starfa að barnaverndarmálum í borginni kveðast ekki muna eftir viðlíka óhugn- aði og segjast þó ýmsu vanir. Barnaníðingurinn, sem nefnist Jaime L.D. og rekur tölvufyrirtæki í Barcelona, komst í kynni við fjölskyld- una með aðstoð þriðja aðila sem einnig er kynferðisafbrotamaður. Sá gerði honum grein fyrir aðstæðum fjölskyldunnar sem voru ömurlegar, faðirinn 39 ára og atvinnulaus, móðirin 34 ára vændiskona. Mexikó Mótmæla aftöku landa síns Mat&moros. Reuter. HNEYKSLUN og reiði einkenndi viðbrögð Mexikóbúa við fréttum um, að einn landa þeirra hefði ver- ið tekinn af lífi í Texas í Bandaríkj- unum. Kölluðu ættingjar hans af- tökuna morð en hann var fjórði Mexikóbúinn, sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum á þessari öld. Irineo Tristan Montoya, 30 ára gamall, var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt mann að nafni John Kilheffer árið 1985. Var hann stunginn 22 sinnum og líki hans kastað í skurð skammt frá Rio Grande. Var Tristan tekinn af lífí með banvænni sprautu i Huntsville- fangelsinu í Texas. Um 500 manns, þar á meðal ættingjar Tristans, lokuðu brú á landamærum ríkjanna til að mót- mæla aftökunni og hrópaði fólkið ókvæðisorð um stjómvöld í Texas og Bandaríkjunum þegar fréttist, að hann hefði verið líflátinn. Hefur þetta verið mikið hitamál í Mexikó en þar telja margir, að Bandaríkja- menn líti niður á fólkið fyrir sunn- an landamærin, ekki síst þá, sem fara norður yfír í leit að atvinnu. Drengurinn hafði alist upp á göt- um Ciutat Vella, hverfís í Barcelona þar sem vændiskonur og eiturlyfja- neytendur halda til. Bamaníðingur- inn vingaðist við drenginn og tók að færa honum gjafir. Síðan tók hann að einbeita sér að foreldrunum. Jaime L.D. heimsótti fjölskylduna og sá þá að allar aðstæður hennar voru skelfilegar. Hann bauð hjónun- um greiðslu gegn því að drengurinn dveldist hjá sér um helgar. Drengurinn bjó hjá níðingnum allar helgar á síðasta ári. Peningana nýttu foreldrarnir hins vegar til ferðalaga. Níðingurinn greiddi 30.000 peseta, um 15.000 krónur, fyrir hveija helgi. Læknar við hið virta sjúkrahús Sant Joan de Deú í Barcelona hafa staðfest að drengurinn hafi mátt þola öll form kynferðislegrar mis- notkunar. Drengurinn er nú í gæslu barnarverndaryfirvalda í borginni. Fangelsi yfirvofandi Hjónin hafa verið ákærð fyrir að hafa stundað vændi og eiga yfir höfði sér ailt að fjögurra ára fangels- isdóm. Níðingurinn er ákærður fyrir vændi og kynferðislega misnotkun. Talið er að hann muni fá sex til tólf ára fangelsisdóm. Milliliðurinn í þessu óhugnanlega máli sleppur hins vegar við refsingu þar eð ekki er unnt ákæra hann. Vitað er að hann hafði komist i sam- band við fjóra aðra unga drengi í þessu sama hverfi og gefið þeim gjafir. Hann hafði hins vegar enn ekki freistað þess að vinna hylli for- eldranna með gjöfum og telst því ekki hafa gerst sekur um refsivert athæfi. MGEtlSO ONE POPULATIOK ofelephants WILLHWE HEGATII/E COKS^ðlfENCI FORILL THE OTHE'S ‘i Friends of An'.i tfJs Reuter Díana prinsessa og Móðir Teresa í Bronx DÍANA prinsessa af Wales hneigir sig fyrir Móður Teresu, stofnanda Góðgerðartrúboðs- ins, eftir að þær hittust stutt- lega í Bronx-hverfinu í New York á miðvikudag, þar sem trúboð Móður Teresu hefur aðsetur. Baptistar bann- færa Disney Segja fyrirtækið hampa samkyn- hneigð á kostnað hinna gömlu gilda Dallas. Reuter. SÖFNUÐUR baptista í Suðurríkjum Bandaríkjanna, fjölmennasta kirkju- deild mótmælenda þar í landi, ákvað í fyrradag að sniðganga Walt Di- sney-fyrirtækið og dótturfyrirtæki þess. Er ástæðan sú að sögn, að það hefur varpað sinni gömlu ímynd fyr- ir róða og er í þess stað farið að hampa samkynhneigð. Samþykkt var með miklum at- kvæðamun á ársþingi baptista að Fílaveiðar leyfðar SAMÞYKKT var í gær á ráð- stefnu CITES, sem fjallar um dýrategundir í útrýmingarhættu, að slaka á sjö ára gömlu banni við verslun með fílabein. Verður þremur ríkjum, Zimbabwe, Botswana og Namibíu, leyft að fella fíla, sem eru umfram ákveðna tölu, og selja tennurnar til Japans. Fulltrúar 76 ríkja voru því meðmæltir en 21 á móti. 20 sátu þjá. Barðist bandariski full- trúinn gegn tillögunni en fulltrú- ar Evrópusambandsríkjanna sátu hjá. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Harare í Zimbabwe, voru ýmis samtök með kynningarbása og hér er einn gestanna að skemmta sér á „fílaveiðum". skora á fólk að sneiða hjá skemmti- görðum Disneys, verslunum og öðr- um dótturfyrirtækjum en þar á með- al er ABC-útvarps- og sjónvarps- stöðin. Andstæðingar samþykktar- innar sögðust telja, að áskorunin myndi lítil áhrif hafa en einn frammá- manna baptista, séra Richard Land, hélt öðru fram og sagði, að nú myndi Disney komast að því fullkeyptu. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækk- aði nokkuð við þessi tíðindi. Baptistum og ýmsum öðrum söfn- uðum gramdist þegar Disney ákvað að bjóða sambýlisfólki samkyn- hneigðra starfsmanna sinna aðgang að sjúkratryggingum og leyfði sam- kynhneigðu fólki að efna til sér- stakra „homma- og lesbíudaga" í skemmtigörðum sínum. í júní fyrir ári gáfu baptistar Disn- ey eitt ár til að láta af villu síns vegar en Land sagði, að fyrirtækið hefði í raun tvíeflst í ósómanum. Fyrirtækið hefur líka verið gagnrýnt fyrir blygðunarleysi og ofbeldi í kvik- myndaframleiðslu sinni og banda- rísku fjölskyldusamtökin halda því fram, að í „Konungi ljónanna" hafi verið um ræða samkynhneigt sam- band milli markattar og vörtusvíns og í „Litlu hafmeynni" hafi kynferð- islegur losti náð tökum á presti við brúðkaup. Fyrir baptistana var mælirinn hins vegar fullur þegar Ellen DeGeneres, sem fer með aðal- hlutverkið I sjónvarpsþáttunum „Ell- en“, tilkynnti, að hún væri lesbísk. Mynt úr gull- tönnum TALSMAÐUR svissneska seðlabankans segir að engar sannanir hafi fundist fyrir því að svissnesk mynt hafí verið slegin úr gulli úr tönnum fóm- arlamba helfararinnar. Ásak- anir þessa efnis komu fram í breskum sjónvarpsþætti og byggðust á efnagreiningu bandarísks háskóla. Þótti kvikasilfur sem fannst í mynt- inni benda til að gullið hafi komið úr tönnum. Svissneski talsmaðurinn sagði hins vegar að kvikasilfur sé notað við frumvinnslu gulls og það sé því ekkert á umræddum niðurstöðum að byggja. Forsætisráð- herra rekinn SKRIFSTOFA forseta Úkra- ínu sagði í gær að Pavlo Lazarenko, forsætisráðherra, hafi verið vikið úr embætti vegna heilsuleysis. Nánir samtarfsmenn forsætisráð- herrans segja hann hins vegar við góða heilsu og að svo virð- ist sem hann hafi einfaldlega verið rekinn. Forseti Úkraínu hefur lengi verið undir þrýst- ingi frá Vesturlöndum um að losa sig við Lazarenko, sem gagnrýndur hefur verið fyrir að mistakast að framkvæma efnahagslegar umbætur auk þess sem hann hefur setið undir ásökunum um spillingu innan stjórnkerfisins Nýir kóleru- faraldrar Æ FLEIRI kólerutilfelli hafa komið upp í heiminum á und- anförnum árum og er sjúk- dómurinn nú algengari en nokkru sinni fyrr. Að undan- förnu hafa kólerufaraldrar m.a. brotist út í Suður- og Mið-Ameríku, Bangladesh og á meðal flóttamanna frá Rú- anda. Þá hafa íbúar Perú, sem höfðu verið lausir við sjúk- dóminn í heila öld, aftur orðið hans varir, hvað eftir annað, á þessum áratug. Morðingi vill dauðadóm MAÐUR sem hefur játað á sig 52 morð í Úkraínu vonast eftir dauðadómi, jafnvel þó ríki fyrrum Sóvétríkjanna hafí orðið sammála um að afnema dauðarefsingu. Anatoly On- uprienko, sem er 38 ára, hef- ur m.a. játað að hafa myrt átta fjölskyldur og níu börn. Hann segist tilbúinn til að eyða æfinni í fangelsi, þar sem hann geri sér grein fyrir að gjörðir hans voru mjög grimmilegar, en heldur kjósa dauðadóm. Jarðskjálfti í Chíle JARÐSKJÁLFTI, sem mæld- ist 5,1 á Richterskvarða, reið yfir Santíagó, höfuðborg Chíle, á fimmtudag. Litlar skemmdir urðu, en yfirvöld vöruðu fólk við ferðum til Farallones, skíðasvæðis ná- lægt upptökum skjálftans, vegna hættu á skriðuföllum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.