Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Klaus Kinkel um hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu
Sjávarútvegsmál gætu
valdið vanda í ESB
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands,
---------------------------------^-------
kom í stutta opinbera heimsókn til Islands
síðdegis í gær. Hann kvaðst ekki efast um
að Evrópusamruninn væri á beinni braut,
en sagði að sjávarútvegsmál gætu valdið
--------------------^--------------------
vandræðum gengju Islendingar í Evrópu-
sambandið. Urður Gunnarsdóttir og Karl
Blöndal fylgdust með heimsókn Kinkels.
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagði í nokkurra
klukkustunda heimsókn til íslands í
gær að hann teldi að fiskveiðimál
gætu valdið ýmsum vandkvæðum
gengju íslendingar í Evrópusam-
bandið. Hann sagði einnig ljóst
hvernig tekið yrðu á vandamálum,
sem kynnu að verða vegna Scheng-
en-samkomulagsins, en sérfræðing-
ar sínir fullyrtu að ekki yrði um
nein vandkvæði að ræða.
Kinkel kom til íslands frá Bonn,
en í upphafi vikunnar sat hann leið-
togafund Evrópusambandsins í
Amsterdam. Sá fundur var haldinn
til að leiða til lykta viðræður um
stöðugleikasáttmálann, sem kveður
á um forsendur þess að Efnahags-
og myntbandalag Evrópu (EMU)
gangi í gildi í upphafí ársins 1999.
Kinkel hamraði á því að Þýskaland
mundi uppfylla skilyrðin fyrir aðild
að EMU. Hann sagði einnig að Þ|óð-
veijar myndu geta dregið úr fjárlaga-
hallanum í samræmi við ákvæði stöð-
ugleikasáttmálans. „Svarið er af-
dráttarlaust já,“ sagði Kinkel.
Schengen-samstarfið
Á fundinum í Amsterdam var
samþykkt að Schengen-samstarfið
um afnám landamæra aðildarríkja
félli inn í stofnskrá Evrópusam-
bandsins. Það var fellt bæði inn í
fyrstu og þriðju stoð Evrópusam-
bandsins. Fyrsta stoðin varðar bind-
andi ákvarðanir fyrir aðildarríkin.
Kinkel var spurður hvað þetta mundi
hafa að segja fyrir íslendinga og
svaraði eftir að hafa ráðfært sig við
sérfræðinga í Bonn: „Málið virðist
þannig vaxið að öll þau vandamál,
sem gætu skotið upp kollinum við
það að Schengen var fellt inn í ESB,
verður tekið til umræðu í sérstökum
samningum milli Noregs, íslands og
bandalagsins. Það þýðir að komi upp
vandamál, sem sérfræðingar mínir
segja mér að muni ekki gerast, er
hægt að bera þau upp og leysa þau
með þessum hætti og því er ekki
ástæða til að hafa áhyggjur."
Helmut Kohl kanslari sagði fyrir
nokkrum árum að hann teldi að
EFTA-ríkin ættu heima í Evrópu-
sambandinu. Kinkel vildi sem minnst
um það segja hvernig íslendingar
ættu að snúa sér í Evrópumálum.
„Ég hvorki má né vil ræða það
mál. Ég hef mínar hugmyndir og
óskir, en ég skil að sjávarútvegurinn
gegnir lykilhlutverki fyrir ísland og
það er vitaskuld nokkuð, sem íslend-
ingar verða að velta rækilega fyrir
sér. Ef íslendingar gengju í Evrópu-
sambandið með sín fískveiðivanda-
mál gæti það valdið vaidið vandræð-
um. íslendingar verða sjálfir að
ákveða hvað þeir gera, það er ekki
okkar að veita ráð.“
Því hefur löngum verið haldið
fram að Kinkel standi í skugga
Helmuts Kohls kanslara.
Engin minnimáttarkennd
„Samkvæmt stjórnarskrá okkar
er það vitaskuld þannig að kanslar-
inn er í mikilvægu hlutverki," sagði
Kinkel þegar hann var spurður um
valdajafnvægið í stjóminni. „Ég er
ekki í neinni samkeppni við kanslar-
ans og okkur kemur einstaklega vel
saman. Báðir höfum við mikinn
Morgunblaðið/Arnaldur
HEIMSÓKN Klaus Kinkels, utanríkisráðherra Þýskalands, hófst
með hádegisverði í Perlunni. Reinhart Ehni, sendiherra Þýska-
lands, ræðir við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Kinkel
og Ingimund Sigfússon, sendiherra íslands í Þýskalandi.
Morgunblaðið/Ásdís
SIGRÍÐUR Snævarr, siðameistari utanríkisráðuneytisins, og dr.
Reinhart Ehni, sendiherra Þýskalands á íslandi, taka á móti Klaus
Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, og eiginkonu hans, Ursulu
Kinkel. Á eftir þeim koma Valgerður Valsdóttir og Ingimundur
Sigfússon, sendiherrahjón íslands í Þýskalandi.
áhuga á utanríkismálum. Ég hef
verið utanríkisráðherra Þýskalands,
stærsta ríkis Evrópu, í fímm ár og
ég á ekki við neina minnimáttar-
kennd að stríða."
Svo virðist sem gjá sé að mynd-
ast milli stefnu stjórnvalda í Evrópu
og skoðana almennings. Þegar leið-
togafundurinn var haidinn í Amster-
dam komu atvinnuleysingjar víða að
til að mótmæla. Þeir voru stöðvaðir
með rimlum lögreglu og girðingum
og komu hvergi nærri ráðamönnun-
um. 15 þúsund manns sáu um gæslu
og tryggðu að þeir gætu fundað í
friði. En eru þeir, sem stjórna Evr-
ópu, úr takt við vilja almennings?
ESB eini kosturinn
„Þetta er svartsýni. Allir í Evrópu-
sambandinu vita að ekki er um aðra
kosti að ræða fyrir hvert og eitt land
og því hef ég ekki trú á því að fram
komi tilhneiging fjandsamleg Evr-
ópu. Ég held að yrðu menn spurðir
í alvöruhvort hvort þeir vildu áfram
vera hluti af Evrópu, hvort þróa eigi
samstarfið og auka samrunann yrði
svarið játandi. Evrópa hefur oft stað-
ið frammi fyrir spurningunni um það
hvort lengra verði komist. Efasemd-
ir um Evrópusamstarfíð hafa oft
verið miklar, en áfram hefur verið
haldið vegna þess að það er ekki
um annað að ræða. Ég segi þetta
ekki fullur ákefðar heldur er ég ró-
legur og málefnalegur vegna þess
að þetta er sannfæring mín.“
Ákvörðun um stækkun Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) stendur
fyrir dyrum. Rússar hafa staðið gegn
stækkuninni frá upphafí, en fyrir
skömmu tókst samkomulag, sem fyrst
og fremst miðaði að því að sætta
stjómvöld í Moskvu við orðinn hlut.
Tímamótaárangur
á átta árum
„Rússar hafa alla tíð sagt að þeir
séu andvígir stækkun NATO, en
þeir séu raunsæir og viti að þeir
geti ekki stöðvað hana og því höfum
meðal annars vegna tillagna minna
stofnað samstarfsráð Rússa og
NATO. Þessi samþykkt var undirrit-
uð í París og hún sýnir að Rússar
vilja vera hluti af þessu nýja öryggi-
skerfi í Evrópu. Það er líka mjög
skynsamlegt. Það verður ekki um
neitt öryggi að ræða í Evrópu án
þátttöku þessa stóra og mikilvæga
lands. Þá kunna margir að segja að
það þurfi að mynda traust. En fyrir
átta árum var staðan sú að öðru
megin var Varsjárbandalagið og
hinu megin var NATO og nú er
skiptingin milli austurs og vesturs
horfin. Þá stóðu fjendur andspænis
hvorum öðrum, en nú höfum við
undirritað sameiginlega samþykkt.
Er það ekki tímamótaárangur á að-
eins átta árum? Menn verða að líta
á björtu hliðamar."
Klaus Kinkei ræðir við Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson
Aherslumunur í afstöð-
unni til stækkunar NATO
Morgunblaðið/Ásdís
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, býður Kinkel velkominn.
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, ræddi í gær við Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra og
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Lýsti Halldór yfír ánægju með fund-
inn, en þó hefði verið áherslumunur
í nokkrum málum. Þjóðveijar væru
meðal annars sveigjanlegri en ís-
lendingar um stækkun Atlantshafs-
bandalagsins (NATO).
„Við ræddum um stækkun Atl-
antshafsbandalagsins, Evrópumál,
fískveiðimál, Norðurskautsráðið og
ýmis önnur mál,“ sagði Halldór.
„Þetta var að mínu mati afar góður
fundur. Við vorum sammála um
flesta hluti, en þó var einhver
áherslumunur í nokkrum málum.“
Einnig var rætt um álag eða
kvótaskerðingu við útflutning físks.
Þar er um að ræða að kvóti skerðist
ef óunninn fiskur er sendur á Þýska-
lands- og Bretlandsmarkað. Þjóð-
veijar telja að þetta dragi úr sölu á
óunnum físki til Þýskalands.
„Álagið hefur verið Þjóðveijum
þyrnir í augum," sagði Halldór. „Við
höfum hins vegar ekki viljað breyta
því vegna þess að það er hluti af
okkar fískveiðistefnu, en það er í
sjálfu sér alit til umræðu. Það eru
líka ýmis mál, sem við vildum færa
til betri vegar gagnvart Evrópusam-
bandinu þannig að við erum tilbúnir
til að ræða það. En það voru engin
loforð gefín.“
Kvaðst Halldór þar meðal annars
eiga við tollamál á síldarafurðum,
humri og fleiri tegundum sjávaraf-
urða.
„Við ræddum einnig um Schengen
og ég hef enga ástæðu til að ætla
annað en að við fínnum þolanlega
lausn á þeim málum,“ sagði Hall-
dór. „Síðan fórum við mjög ítarlega
yfír Evrópumálin og fískveiðistefnu
bandalagsins. Það kom fram á þess-
um fundi að hann taldi ekki miklar
líkur á því að það yrði samþykkt
mikil breyting á þeirri stefnu á
næstu árum.“
Halldór kvaðst hafa gert Kinkel
grein fyrir þeirri afstöðu íslendinga
að fara ætti varlega i að stækka
NATO og hleypa fáum inn í upp-
hafi. Hleypa mætti fleiri ríkjum inn
síðar. íslendingar vildu að ríkin yrðu
þijú, en gætu sætt sig við þá mála-
miðlunarlausn að hleypa inn fjórum.
Á fundi með
forsætisráðherra
„Við ræddum leiðtogafundinn í
Amsterdam og hvemig Þjóðveijar
skildu niðurstöðu hans, en þar er
enn margt óljóst," sagði Davíð Odds-
son. „Hann lýsti yfir ánægju með
margt í henni, t.d. stöðugleikasátt-
málann, þótt ekki hafí náðst miklir
áfangar. Kinkel kvaðst telja að nið-
urstaðan auðveldaði stækkun í aust-
ur og að tími gæfist til að lagfæra
hluti sem út úr stæðu.“
Schengen-samkomulagið var
einnig rætt á fundi Davíðs og Kink-
els.
„Kinkel sagði Þjóðveija gera sér
grein fyrir sérstöðu íslendinga og
þeim vandamálum sem myndu skýr-
ast í viðtölum við sérfræðinga á
næstunni," sagði Davíð. „íjóðveijar
hefðu alltaf verið fylgjandi því að
skapa möguleika fyrir Islendinga og
Norðmenn til þess að taka þátt í
því. En það er augljóst að menn
verða að fara betur ofan í það sem
gerðist varðandi Schengen áður en
menn geta metið það nákvæmlega."