Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Foreldri og farsæld SEGJA má að í dag, á síðasta áratug þess- arar aldar, hafi ein- staklingurinn aldrei haft það betra hvað efnisleg og ytri gæði varðar. Möguleikar hans til farsæls lífs hafa aldrei verið meiri. Möguleikar til mennt- unar, vinnu og sjálf- stæðrar hugsunar og framsetningu hennar eru næstum engin tak- mörk sett. Af framan- sögðu skyldi ætla að almenn farsæld ríkti í huga fólks. Vissulega hafa lífskjör batnað og sjálfsvitund aukist að sama skapi. Þessi efling sjálfsvitundar birtist bæði í jákvæðri og neikvæðri mynd. Jákvæða myndin er aukin vitund og skilningur á umhverfinu. Bar- átta fyrir mannréttindum, jafnrétti kynja til náms og vinnu og umburð- arlyndi kynþátta á milli. Líka er hægt að tala um neikvæða mynd er birtist í dekri við eigin forrétt- indi og flótta frá félagslegri ábyrgð. { dag er hægt að tala um óraun- sætt mat einstaklinga á lífinu eins og það er í raun fyrir meginþorra fólks. Segja má í yfirfærði merk- ingu að í sífellu dynur á nútímafjöl- skyidunni hvernig sem hún er skil- greind flóð af auglýsingum er læðir í huga og ýtir undir óánægju með það sem fjöiskyldan hefur, gylliboð er oftast á sér enga stoð í raunveru- leikanum. Afleiðingin er m.a. sú að þetta óraunsæja mat setur sinn svip á fjölskyldulíf nútímans. Það er hægt að tala um skekkju í veru- leikamynstri fólks, þar sem Kringl- an er draumaheimurinn, fólki er sagt að það eigi að vera grannt og vel klætt (dýr vörumerki). Sannleik- urinn er sá að meginþorri fólks fell- ur ekki inn í þessa staðalímynd og verður því óánægður með sjálfan sig. Ennfremur er hægt að greina siðferðisbrest í samfélaginu er lýsir sér í ábyrgðarleysi. Fólk tekur ekki skuldbindingar sínar alvarlega. Heiðarleiki, sjálfsstjóm og trú- mennska yfir litlu er ekki til hjá stórum hópi fólks. Framhjá því verður ekki horft að fjölskyldan á undir högg að sækja á öllum sviðum, efnahags- lega, siðferðilega og uppeldislega. Það er eins og öllum sé sama um allt og alla í kringum sig nema sinn eigin nafla. Viðhorf til fjölskyldunn- ar er neikvætt, foreldrahlutverkið er einskis metið, ekki pappírsins virði í samanburði við pappírinn á verðbréfamarkaðinum sem hægt er að fá skattaafslátt út á. Stéttir eins og leik- og grunnskólakennarar eru á launum er vart er hægt að lifa af. Þetta eru einstaklingarnir er m.a. leggja grunn að farsæld barna okkar eða svo skyldi maður ætla. Stundum heyrist sagt að um- hverfið móti manninn en maðurinn ekki umhverfið. í mínum huga felst í þessari yfirlýsingu uppgjöf, flótti, einhvers konar tilvistarflótti að ein- staklingurinn hafi lítið sem ekkert að segja um sitt eigið líf, eigin vel- ferð. Eg geri ráð fyrir að verið sé að skírskota til þess að hin hefð- bundnu hlutverk einstaklinga innan fjölskyldu hafi tekið breytingum frá því sem var, sennilega vegna ytri skilyrða. Vissulega er hægt að taka undir að ytri skilyrði hafi breyst þ.e.a.s. við lifum í borgarsamfélagi þar sem einstaklingar dvelja að Þór Hauksson heiman í vinnu eða við nám. Félagslegt sam- neyti er á allt öðrum grunni í dag en tíðkað- ist í sjálfþurftarbúskap aldamótanna, er fór að mestu fram í og við heimilið. Að vissu leyti erum við þrælbundin því umhverfi sem við höfum hlaðið upp í kringum okkur. Við eru í sífelldu kapp- hlaupi eftir lífsins gæð- um er við kunnum ekki almennilega að nefna á nafn, hvað þá að höndla. Tvennt er til í þessu, annaðhvort er um að ræða endumýjaða vitund um tilgang lífsins og öðlast þannig mögulega vitund um frelsi sitt og ábyrgð eða fylla upp í tilvistartómið með alls kyns ráðum er oftar en ekki reynist flótti frá raunveruleik- anum er kemur alltaf til okkar aft- ur og minnir á sig. í mínum huga er mikilvægt að við könnumst við og viðurkennum samtíð okkar. En með því er ekki verið að segja að ef við emm sátt við lífið eins og það er eigum við ekki að gera neitt í því. Öðru nær, við eigum í sífellu að bijóta niður veggi vanans og sjá hvert það Ieið- ir okkur. Uppalendur dagsins í dag eru í djúpri tilvistarkreppu mitt í alsnægtum þæginda og upplýsinga- samfélaginu. Við höfum einfaldlega tapað áttum. Eða hvað segir könn- un sú er rannsóknarstofnum upp- eldis og menntamála gerði og birt- ist í Morgunblaðinu 15. janúar sl.? „Tæpur fjórðungur íslenskra unglinga hefur orðið drukkinn þrettán ára eða yngri - íslenskir unglingar kljást við fleiri vandamál vegna áfengisneyslu en jafnaldrar þeirra í mörgum Evrópulöndum. Hassneysla íslenskra unglinga er fyrir ofan meðallag og amfetamín- neysla fímmtán ára unglinga í 10. bekk grunnskólans, er algengari hér en á hinum Norðurlöndunum.“ Það þarf ekki fijótt ímyndunarafl til að ætla að samskiptaerfiðleikar við foreldra/aðstandendur er fylgi- fiskur þessarar neyslu. Hafa verður í huga að hér er verið að ræða um börn. Hvað veldur? er spurningin sem kemur upp í hugann og er það kannski í samræmi við það norm er ríkir í samfélaginu. Tilfinninga- legt umrót og krafa um skjót svör, óskilgreindar kröfur er það sem nútíminn öskrar í eyru. Neyslusam- félagið kallar á úreldingu hug- mynda, tækni og tilfínninga helst í gær. Við lifum ekki lengur í einum heimi. Talað er um heim barna, unglinga, unglingamenningu er löngum hefur verið hálfgerð upp- reisn gegn hversdagsmynstri heims fullorðinna (vinna, borða sofa). Umhverfíð og miðlar eins og kvik- myndir, tónlist flytja oftar en ekki þau skilaboð að hamingjuna sé að fínna í öfgakenndum lifnaði, þveröf- ugt við fullorðna fólkið lifir æskan aðeins fyrir daginn í dag rétt eins og það verði enginn morgundagur. Hver tími á sitt tungumál, sína rödd, sinn heimsendi. Spurningin er hvort við höfum eða öðlumst skilning á honum. Foreldri/uppalandi dagsins í dag veit oftar en ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga er leiðir barn þess til þroska og eða farsældar í hverfulum heimi nútímans. Heimur æsku gærdagsins er eitthvað er [■.EIFHEIT z unœen SÍÐUMÚU 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI21 - SÍMI551 3336 ekki á við í dag ef við lítum á umhverfið og tækni alla á dögum úreldingar og skyndilausna. Þrátt fyrir breytingar og eða framfarir eftir því hvernig á það er litið vil ég leyfa mér að halda því fram að tilfinningin að vera foreldri/upp- alandi sé sú sama í dag og hefur verið um aldir. Umhverfí allt og ytri skilyrði hafa vissulega breyst. Fjölskyldan á undir högg að sækja, segir Þór Hauksson, efna- hagslega, siðferðilega og uppeldislega. Ein staðreyndin er sú að megin- þorri ungmenna í dag er úr tengsl- um við daglegan raunveruleika for- eldra sinna, læra þar af leiðandi ekki nema að takmörkuðu leyti og oft á neikvæðan hátt að bera ábyrgð á nánasta umhverfí sínu. Pjöldi barna elst upp í þessu þjóðfélagi hjá öðru foreldri. Margur drengur- inn er ekki elst upp hjá föður fær oftar en ekki ranga mynd af föðurí- myndinni t.d. sem gereyðandinn Schwarzenegger svo einhver nær- tækur sé nefndur. Ekki þennan er vaknar úrillur á morgnana og kem- ur þreyttur heim á kvöldin. Ég tel mig ekki alhæfa neitt er ég segi að hafi einhverntímann verið erfítt að vera foreldri þá er það í dag. Hver á að setja mörkin? Hver eru mörk aga og ofstjórnar? Við lifum í samfélagi ópersónuleikans, þar sem stofnanir ráða talsverðu um hamingju barna okkar. Er það svo? Eða viljum við láta svo vera vegna þess að það er auðvelt að kasta ábyrgðinni á herðar einhvers ann- ars, einhverrar óskilgreindrar stofn- unar úti í bæ. Eitt er það sem eng- in stofnun hveiju nafni sem hún nefnist getur komið í stað, en það er mannverndarhlutverk fjölskyld- unnar í því felst frumþörf mannsins fyrir nánum mannlegum tengslum sem borin er uppi af gagnkvæmri ást, tillitssemi og virðingu. Ef ekki í skjóli fjölskyldunnar, hvar á þá að leggja grunninn að farsælu lífí, þroska einstaklingsins sem félags- veru? Hamingjuna er ekki hægt að verðleggja í beinhörðum peningum. Samfélag nútímans, sem ber ein- kenni neyslu ber enga virðingu fyr- ir því er fæst ókeypis. Því dýrari sem hlutirnir eru því eftirsóknar- verðari eru þeir. í samfélagi okkar er manneskjan metin eftir menntun og störfum og titlum en sjaldnar eftir innri verðleikum. Engin viður- kenning er þeim veitt er elur farsæl- an hamingjusaman þjóðfélagsþegn. Getum við sagt að samfélag okk- ar í heildina sé sjúkt. Til að ná heilbrigði, farsæld, dugar ekki með- ul ásökunar á eitthvað óskilgreint utan veggja heimilis er getur kall- ast tónlist, fjölmiðlar, ríkisstjórnin eða bara fúll á móti. Grunnurinn að farsæld einstaklingsins byijar heima í vöggu og endar ekki við fermingu. Farsæld foreldis og fram- vísun hennar til barns/barna er sú að við lítum í heiðarleika í eigin barm. Eða eins og tvær ungar stúlk- ur sögðu í tímaritsviðtali jafningja- fræðslu framhaldsskólanema „að við horfum ekki fram hjá því að við svíkjum undan skatti ef við mögulega getum, drekkum eins og svín, stelum, mergsjúgum félags- málastofnun, hreykjum sjálfum okkur og svívirðum hvert annað, börn og náungann." Ef þetta er sýn unga fólksins á heim fullorðinna ættum við ekki að klóra okkur í höfðinu með spurn á vör? Hvar er farsældin? Hef ég verið svikinn um hana? Málið er að við höfum ekki verið svikin um neitt. Frekar er hægt að tala um að við svíkjum okkur sjálf, því við berum sjálf ábyrgð á okkar eigin velferð. Farsæld okkar og barna okkar er að fínna innra með okkur. Við eig- um að dusta yfirborðsmennskurykið af og hætta að krefjast alls af öðr- um. Berum óbrigðula umhyggju fyrir bömum okkar, hún kemur ekki utan frá, frá ópersónulegu samfélagi, nei, miklu heldur frá okkur sjálfum. Samfélagið, umhverfið er ætíð háð skilyrðum um kaup kaups. En það er ekki eða ætti ekki að vera í sambandi foreldri og bams. Höfundur er prestur í Árbæjarkirkju. Búnaðarþingskosn- ingar á Suðurlandi HINN þriðja júní síðastliðinn fóru fram búnaðarþingskosning- ar á Suðurlandi. Fjöl- miðlarnir hafa lítið sagt frá þeim. Þó era þær allrar athygli verðar. Við síðustu kosning- ar 1994 hættu tveir fulltrúar er lengi höfðu setið á Búnaðarþingi fyrir Sjálfstæðismenn á Suðurlandi. Þeir Her- mann Siguijónsson í Raftholti og Jón Ólafs- son í Geldingaholti. Eggert Báðir höfðu sómt sér Haukdal vel og eru þökkuð störfin. Sæti þeirra tóku Eggert Pálsson á Kirkjulæk, mikill fyrir- myndarbóndi og Kjartan Ólafsson, ráðunautur. Aðdragandi Þegar kom að því að ákveða lista Sjálfstæðismanna í mars síðastliðn- um höfðu „Johnson, Drífó og Steini“ komið fyrir óveðurskýi I lofti. Nú skyldi Gutta setja ofan. Eggert Pálsson á Kirkjulæk hafði hrasað á svellinu og var ekki hæfur á lista. Boðað var til fundar í Gunn- arshólma þar sem fáir útvaldir máttu mæta. Halldór Gunnarsson í Holti var kosinn í stað Eggerts. Um leið og úrslitin lágu fyrir á fundinum birtist A.J. í öllu sínu veldi. Hann hafði enn -einu sinni „unnið afrek“ með því að skipa út myndarbónda fyrir prest. Enn einu sinni,að eigin áliti, sigrað heiminn. Hefði almennur fundur sjálfstæð- isbænda í Rangárvallasýslu verið haldinn hefði Eggert fengið megin- þorra atkvæða. Skömmu eftir þessi úrslit ræddu ýmsir S-listamenn og Sjálfstæðismenn við Eggert að hann byði sig fram á S-lista. Óvænt tíðindi A tæplega fímmtíu manna fundi í Rangárvallasýslu þar sem saman voru komnir Fram- sóknar- og Sjálfstæðis- menn var Eggert Páls- son kosinn með flestum atkvæðum fundar- manna til að taka íj'órða sæti á S-lista. Fyrir lá að það var ör- uggt sæti til Búnaðar- þings. Eins og gengur í kosningum var nokkur óánægja meðal S-lista- manna _um frambjóð- endur. Átti það við um allt héraðið. Margir S-listamenn fögnuðu komu Eggerts á list- ann. Hinum harðari fannst þar kominn „ljóti andarung- inn“ og af þeim orsökum sátu ýms- ir harðir Framsóknarmenn heima í kosningunum. Þátttaka og úrslit í fyrri kosningum 1986 ca. 82% 1990 ca. 79% 1994 ca. 66% 1997 ca. 50,9% Árið 1990 fékk B-listi 836 atkvæði Árið 1990 fékk D-listi 461 atkvæði Árið 1994 fékk S-listi 424 atkvæði Árið 1994 fékk F-listi 339 atkvæði Árið 1994 fékk E-listi 224 atkvæði Árið 1997 fékk S-listi 632 atkvæði Árið 1997 fékk F-listi 213 atkvæði Eins og kom fram hér að framan hefur þátttaka í búnaðarþingskosn- ingu á Suðurlandi farið minnkandi. Almenn óánægja er meðal bænda um afkomu sína. Sameining Búnað- arfélags íslands og Stéttarsam- bands bænda hefur ekki minnkað báknið né skilað bændum fram á leið. Bændurnir era skornir, en ekki þeir sem hjá þeim vinna. Persónulegur sigur I ljósi úrslita búnaðarþingskosn- inga 1994 eru kosningarnar 3. júní síðastliðinn hinar merkustu. Þátt- takan milli kosninga minnkar að vísu um 16% sem er veralegt, og kemur að sjálfsögðu við báða lista. Eðlilegt var að reikna með að stærri hluti E-lista atkvæða færi á S-lista. Sigurvegari kosninganna er Egg- ert Pálsson á Kirkjulæk. Greinilegt er (m.a. að teknu tilliti til E-lista) að á annað hundrað atkvæða Sjálf- stæðismanna á Suðurlandi fer með Eggerti yfir á S-Iista. Með því Búnaðarþingskosning- arnar á Suðurlandi, segir Eggert Haukdal, eru áfall fyrir flokksræðið í landinu. tryggir það honum ekki einungis glæsilega kosningu heldur skila þessir Sjálfstæðismenn Maríu í Geirakoti inn á Búnaðarþing þar sem hún sómir sér vel umfram klerkinn í Holti. Eftirmál Þetta er í hnotskum sannleikur- inn um búnaðarþingskosningarnar á Suðurlandi. Sjálfstæðismenn tryggðu S-listanum fimmta mann- inn inn, en undarlegt var hvað margir Framsóknarmenn sátu heima. Frambjóðendur S-listans geta vel við unað, þótt beri af hjá fjórða og fímmta manni. Ósigur F-Iistans er eftirminnileg- ur. Búnaðarþingskosningarnar á Suðurlandi eru áfall fyrir flokks- ræðið í landinu og báða stóru flokk- ana þótt höggið sé þyngra „Steina- megin“. Bændastéttin á þessum flokkum ekki miklar þakkir að gjalda í dag. Að lokum þrátt fyrir allt. Lengi lifi „Johnsen, Drífó og Steini“ fyrir sín miklu afrek! Höfundurerfv. alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.