Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
URVERINU
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 19
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
DÖNSKU nótaskipin ísafold og Geysir lönduðu um 700 tonnum
af síld hvort í Neskaupstað í vikunni.
Júpíter með 8.000
tonn af síldinni
Um 27.000 tonn af leyfilegnm
heildarafla eru enn óveidd
Arlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar lokið
Árferði yfirleitt gott út
af Suður- og Vesturlandi
ALLS var landað rúmlega 214.000
tonnum af norsk-íslenzku síldinni
hjá íslenzkum fiskimjölsverksmiðj-
um á vertíðinni í vor. íslenzku skip-
in lönduðu alls tæplega 206.000
tonnum samkvæmt upplýsingum
Samtaka fiskvinnslustöðva og er-
lend skip voru með um 8.600. Mestu
var landað hjá SR-mjöli á Seyðis-
fírði, 42.500 tonnum. Næst kom
Síldarvinnslan í Neskaupstað með
28.000 tonn og Hraðfrystihús Eski-
fjarðar var í því þriðja með 26.000
tonn. Um 27.000 tonn eru enn
óveidd af leyfilegum heildarafla.
SR-mjöl með samtals um
72.000 tonn
Aflahæsta skipið var Júpíter ÞH
með 8.165 tonn. Víkingur AK var
í öðru með 7.409 og Börkur NK í
því þriðja með 6.895 tonn. í með-
fylgjandi töflu má sjá afla allra ís-
lenzku síldarskipanna og er þeim
raðar eftir starfsrófsröð.
Nokkrar verksmiðjur tóku á móti
meuru en 10.000 tonnum. Auk
þeirra þriggja afkastamestu voru
það Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
með 23.000 tonn, Hraðfrystistöð
Þórshafnar, 16.000 tonn, Vinnslu-
stöðin í Vestmannaeyjum með tæp
13.000 tonn, SR-mjöl á Raufarhöfn
með 12.000 tonn og Lón á Vopna-
Allir mega
veiða í soðið
NORÐMENN hafa gefið út nýjar
reglur um fiskveiðar, sem ekki eru
stundaðar í atvinnuskyni. Öllum,
sem ekki eru skráðir sjómenn verð-
ur heimilt að veiða í soðið eða
stunda veiðar sér til ánægju og
yndisauka á handfæri, stöng, net,
á línu og í gildrur en aðeins er
leyfilegt að nota eina sjálfvirka
færavindu. Það mega sem sagt
allir sækja sjóinn í Noregi.
Aðrar takmarkanir á þessum
veiðum miðast við að net séu ekki-
lengri en 210 metrar, krókar á línu
séu ekki fleiri en 300 og gildrur
mega ekki vera fleiri en 20. Heim-
ilt er að vera með fleiri en eina
gerð veiðarfæra um borð. Tak-
markanirnar miðast við bát, ekki
fjölda manna um borð. Ekki er leyft
að stunda veiðar í troll, dragnót
eða hringnót.
Mega sejja fiskinn
Auk þessa gilda allar almennar
reglur um veiðar þessar, svo sem
bann við brottkasti á fiski, möskva-
stærð, svæðalokanir og fleira. Nú
er leyfilegt að selja físk, sem veið-
ist með þessum hætti, nema þau
tímabil, sem veiðar í atvinnuskyni
eru bannaðar. Á þeim tíma er engu
að síður leyfilegt að fiska í soðið
og í beitu.
firði með rúmlega 10.000 tonn.
SR-mjöl tók á móti síld í fjórum
verksmiðjum samtals nærri 72.000
tonnum.
Loðnuveiði hefst senn
Síldaraflinn fékkst að langmestu
leyti í maímánuði. Skipin voru í
landi á sjómannadag og eftir það
gengu veiðar illa og fengu sum
þeirra engan afia í júní. Kvótinn
er 233.000 tonn og því um 27.000
tonn eftir. Hyggjast sumar útgerðir
huga að síldinni þegar líður á sum-
arið, en loðnuveiðar mega hefjast
hinn fýrsta júlí næstkomandi.
Reiknað er með að flest skipin í
flotanum fari þá á loðnuveiðar en
hugi jafnframt að síldinni gangi
loðnuveiðar treglega.
Síldaraflinn
Antares VE 81 4.102
ArnarnúpurÞH 272 1.705
Arney KE 50 3.800
Arnþór EA 16 2.940
Beitir NK 123 4.051
Bergur VE 44 3.196
Bergur Vigfús GK 53 1.725
Bjarni Ólafsson AK 70 4.887
BjörgJónsd. ÞH 321 3.858
Börkur NK 122 6.895
Dagfari GK 70 2.248
Elliði GK 445 5.067
FaxiRE241 3.914
Gígja VE 340 3.752
Glófaxi VE 300 1.646
Grindvíkingur GK 606 4.534
GuðmundurÓlafur91 2.334
Guðmundur VE 29 3.945
Guðrún Þorkelsd. SU 21 3.289
Gullberg VE 292 4.185
Háberg GK 399 4.071
Hákon ÞH 250 6.396
HeimaeyVEl 1.943
Hólmaborg SU 11 6.484
Huginn VE 55 2.928
Húnaröst SF 550 4.486
Höfrungur AK91 4.728
ísleifur VE 63 6.106
Jón Kjartanss. SU 111 5.317
Jón Sigurðsson GK 62 5.386
Jóna Eðvalds SF 20 2.143
Júlli DanÞH 364 815
JúpiterÞH61 8.164
Kap VE 4 6.355
Kap VEII 444 3.672
Neptúnus ÞH 361 5.300
Oddeyrin EA 210 5.358
Sighv. Bjarnason VE 81 4.083
Sigla SI 50 1.592
SigurðurVE15 5.440
Sólfell VE 640 3.452
SunnubergGK 199 4.676
Súlan EA 300 5.481
Svanur RE 45 3.258
Sæljón Su 104 472
Víkingur AK 100 7.409
VíkurbergGK 1 3.318
Þorsteinn EA810 4.202
Þórður Jónasson EA 350 3.733
ÞórshamarGK75 4.896
Örn KE 13 4.385
51 Samtals 208.122
ÁRLEGUM vorleiðangri á rann-
sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni
til athugana á almennu ástandi sjáv-
ar, næringarefnum, gróðri og átu á
íslenskum hafsvæðum er lokið. í
heild sýna niðurstöður hans yfirleitt
gott árferði í sjónum fyrir sunnan
og vestan land og innstreymi hlý-
sjávar á norðurmið undir svölum og
seltulitlum yfírborðssjó. Fyrir austan
og suðaustan land gætti aftur kalda
sjávarins úr Austur-íslandsstraumi
í talsverðum mæli.
Athuganir á 103 stöðvum
Athuganir voru gerðar á alls 103
stöðvum í hafinu umhverfis landið,
bæði á landgrunninu sjálfu og utan
þess. Auk hinna hefðbundnu rann-
sókna voru á völdum stöðvum gerð-
ar athuganir á koltvísýringi, sýnum
safnað til að kanna útbreiðslu meng-
andi og geisiavirkra efna, og hugað
að svonefndum setgildrum. Þá var
og safnað gögnum í tengslum við
þijú alþjóðleg verkefni á sviðum haf-
eðlisfræði, efnafræði og líffræði
Norðurhafa sem Hafrannsóknastofn-
unin er aðili að og studd eru af Evr-
ópusambandinu. Loks var rekduflum,
sem fylgst er með frá gervitunglum,
varpað út til könnunar á yfirborðs-
straumum. Helstu niðurstöður í leið-
angrinum voru eftirfarandi.
Ástand sjávar
Sjávarhiti í selturíka hlýsjónum
suður og vestur af iandinu var yfir
meðallagi (6-8°C) og seltan há
(35,0-35,2) en undanfarin ár hefur
hún verið fremur lág. Hlýsjávar
gætti einnig á landgrunninu fyrir
Norðurlandi austur fyrir Siglunes á
um 100 m dýpi (hiti 3-4oC; selta
34,9), en í yfirborðslögum var seltan
lág (34,2-34,8) og einnig hitastig
en það bendir til pólsjávar úr norðri.
Dýpra utan landgrunnsins gætti svo
kalda sjávarins að norðan (0-2°C).
Ástandi sjávar á norðurmiðum í vor
svipar mjög til þess sem var vorið
1996. Á landgrunninu fyrir Aust-
fjörðum og dýpra úti í köldum Aust-
ur-íslandsstraumi voru hiti og selta
lægri en 1996 og kalda tungan, með
hitastigi undjr 0°C, teygði sig lengra
til suðurs. Á Rauða torginu, djúpt
úti fyrir Austíjörðum, gætti hlýsjáv-
ar að sunnan í meira mæli en oft
áður. Skilin milli hlýsjávar og kald-
sjávar á landgrunninu fyrir Suðaust-
urlandi virtust ná lengra vestur fyr-
ir Stokksnes en í meðalári og var
hitastig við botn fyrir Austur- og
Suðausturlandi því lágt.
Næringarefni og
þörungagróður
Talsverður gróður var vestur og
norðvestur af landinu og líkur á
áframhaldandi vexti utan grunnslóð-
arinnar því þar var ekki farið að
ganga verulega á næringarefnaforð-
ann. Á norðurmiðunum hafði plöntu-
svifið náð hámarki og næringarefnin
í yfirborðslögum voru uppurin. Sjór-
inn var áberandi lagskiptur og því
ólíklegt að gróður verði mikill fram
eftir sumri. í takt við reynslu fyrri
ára var gróður tiltölulega rýr á
áhrifasvæði Austur-íslandsstraums-
ins fyrir norðaustan og austan land-
ið. Á þeim slóðum voru næringarefn-
in þó ekki takmarkandi fyrir vöxt
plöntusvifs. í hlýsjónum sunnan-
lands var yfirleitt lítill gróður næst
landi en annars staðar á landgrunn-
inu og utan þess var yfirleitt mikill
gróður.
Áta
Á heildina litið var átumagn við
landið í vorleiðangri í meðallagi en
á einstökum svæðum voru þó frávik
miðað við undanfarin ár. Áð venju
reyndist átumagnið mest í kalda
sjónum djúpt norðaustur og austur
af landinu, þar sem stórar en hæg-
vaxta kaldsjavartegundir voru al-
gengastar. Á þessum slóðum var
átumagnið talsvert yfir langtíma-
meðaltali. Vestanlands var átumagn
í meðallagi. Undan suðurströndinni
og fyrir Norðurlandi var átumagn
hins vegar yfirleitt undir meðaltali.
Séu niðurstöður um átu bornar sam-
an við vorið 1995 kemur í ljós að á
austurmiðum var átumagn minna
en þá, á suður- og vesturmiðum var
átumagnið svipað en aftur minna
en 1996 á norðvestur- og norðurmið-
um.
Leiðangursstjóri í vorleiðangri
1997 var Ólafur S. Ástþórsson og
skipstjórar Ingi Lárusson (fyrri
hluta) og Guðbjartur Gunnarsson
(seinni hluta).
SUMIR LATA SIG BERAST
MEÐ STRAUMNUM
- á meðan aðrir standa upp úr
Abu Garcia Black Max stangirnar
eru geröar úr grafít og meö
vönduöum lykkjum sem veita
litla mótstöðu. BM stangirnar
eru bæöi fyrir opin hjól og lokuö
og meö þeim fylgir vandaöur poki.
~Abu
Garcia
Veiöistangirnar í Abu Garcia 500
línunni eru ódýrar, en þú getur
veriö viss um aö fá mikiö fyrir
peningana þína. Stangirnar eru
léttar og skemmtilegar, geröar
úr blöndu af fíber og grafít.
ABU GARCIA STANGIR:
Verö frá kr. 2.950
Fæst í öllum betri veiöiverslunum um land allt