Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.06.1997, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997_____________________________________________________________MORGUNBLABIÐ FRÉTTIR Tuttugu vatnslitamyndir og málverk kærð til RLR vegna gruns um fölsun Vísbendingar um innbyrðis tengsl Tuttugu verk, vatns- litamyndir og málverk, voru kærð til Rann- sóknarlögreglu ríkis- ins í gær vegna gruns um meinta fölsun. AÐ SÖGN Ólafs Jónssonar, for- varðar, sem ber fram kæruna, eru sum þeirra verka sem getið er í kærunni í tengslum við verkin þrjú sem kærð voru fyrr á árinu til RLR. Öll verkin voru seld hérlend- is að sögn Ólafs hjá uppboðsfyrir- tækinu Gallerí Borg. „Sum verkanna tengjast inn- byrðis að gerð og ýmsu öðru leyti. Þannig er undirskirift á verki sem eignað var Þórarni B. Þorlákssyni hin sama á annarri mynd, undir- málningin á Kjarvals-verkinu sem var kært í mars og Kjarvals-verk- inu sem er kært nú, er nær hin sama, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ólafur. Ekki verið innrömmuð fyrr Ellefu verk af tuttugu eru vatns- litamyndir og tengjast tíu þeirra innbyrðis á þann hátt að þær eru unnar á sama pappír. „Verkin eru unnin á mismunandi tíma á tvenns konar teiknipappír og þessi pappír fínnst ekki í öðrum verkum Kjarvals. Þegar, eins og at- hugun hefur leitt í ljós, sami pappír er síðan notaður í vatnslitamyndum sem eignaðar eru öðrum höfundi, vakna eðlilega grunsemdir um að um falsanir sé að ræða,“ segir Ólaf- ur. „Verkin voru nýlega innrömmuð þegar þau voru boðin upp og höfðu aldrei verið römmuð inn áður. Þau bera ekki merki upplitunar, sem bendir til að þau hafi ekki komist í tæri við dagsljós, þ.e. ekki hangið uppi. Flest vh-ðist því benda til að sami aðili hafí haft verkin undir höndum." Hann segir með öllu ljóst að eitt verkanna sem merkt er Jóni Stef- ánssyni sé fölsun, því það hafi verið keypt á uppboði í Danmörku árið 1986 og var þá eftir annan lista- mann, Vilhelm Wils, samtíma- manns Jóns. Lélegt listrænt handbragð „Jafn óyggjandi sannanir liggja ekki fyrir varðandi hin verkin nítján, en grunurinn um að hin verkin séu fölsuð er nægjanlega rökstuddur og sterkur til að leggja fram kæru. Auk pappírs eins og áð- ur er nefnt, má nefna atriði eins og listrænt handbragð, sem er yfír höfuð lélegt á þessum verkum og langt fyrir neðan hæfni listamann- anna sem um ræðir, auk ýmissa tæknilegra þátta,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá RLR hefur rannsókn í tengslum við fyn’i kæru vegna verkanna mið- að ágætlega, en meðal annars hafi verið beðið eftir kæru vegna fleiri verka sem talin eru fölsuð. „Eftir ég lagði fram fyrri kæru, hef ég ekki leitað sérstaklega eftir að fá í hendur verk til að rannsaka með tilliti til hugsanlegrar fólsunar. Ymsir aðilar hafa hins vegar talið sig knúna til að sýna mér verk í VERK sem eignað er Kjarval og kallast Verndarinn. Öðrum megin er myndin eins og hún Iítur út séð með berum augum, en við hliðina eins og hún birtist undir útfjólubláu ljósi. Yfirmálning flúrljómar og birtist í eintóna dökkum lit, og má greina hana í lögun heysátu. þessu skyni, og í nokkrum tilvikum er nið- urstaðan þessi. Hvað varðar verkin í eigu Listasafns Islands og Kjarvalsstaða, verð- ur að líta til þess að listfræðingar sem annast innkaupin eru sjaldnast sérfróðir um tæknilega úrvinnslu verkanna, þ.e. striga, olíu og annað þess háttar. Mannleg mistök geta átt sér stað í mál- um sem þessum, ekki síst þar sem ei’fitt getur verið að fmna hvað er athugunar- vert fyn’ en verkin eru borin saman og þau greind út frá öðrum forsendum en þeim sem augað sér við fyrstu skoðun. Hvort sem einstaklingur eða stofnun kaupir falsað verk, liggur glæpurinn ekki hjá þeim; sökin er annars staðar.“ Kært með samþykki safna Ég kæri myndirnar í eigu safnanna með þeirra samþykki. Þau gera það í þágu hagsmuna almennings, sem sýnir kjai’k- aða afstöðu og hefur væntanlega verið talsvert stórt skref að taka. Maður skyldi ætla að þeir aðilar sem t.d. koma að upp- boðsmálum listaverka, myndu sýna jafn ábyrga afstöðu og upplýsa af fúsum og frjálsum vilja um rétta eigendasögu verka, sem er lykilatriði í því að rekja uppruna þeirra." Undirbúningur kærunnar sem lögð var fram í gær hefur staðið yfii’ seinustu mán- uði að sögn Ólafs og tafíst heldur vegna þess að hann hafi kappkostað að vera var- færinn og hafa rökstuðninginn traustan. „Aðrir séi’fræðingar um listaverk sem ég hef sýnt umrædd verk, þar á meðal fjórir forverðir sérhæfðir í pappír, eni ekki í vafa um að eitthvað óeðlilegt sé á ferð, þótt svo að líta beri til þess að það er mönnum þungt áfall að svo mörg verk séu í umferð á ekki stærri markaði. VERK sem eignað er Jóni Stefánssyni og sýnir blómauppstill- ingu. I vinstri horni myndarinnar hafði verið málað yfir undir- skrift Vilhelms Wils og ártalið ‘12, en nafn Jóns Stefánssonar sett í hægra hornið þess í stað og sker sig greinilega frá bak- grunninum, eins og kemur glöggt fram undir útfjólubláu ljósi. Ársreikningar Reykjavíkurborgar árið 1996 Tekjur ekki verið hærri í fimm ár SWISSCARE poub G I V E N C H Y Kynning í dag, föstudag, kl. 14-18 Kynnum nýja Natural Glow kremið. Krem, sem kallar fram náttúrulegan Ijóma húðarinnar, eykur sólbrúnku, vinnur gegn öldrun húðar og er rakagefandi. Spennandi kaupauki. Kringlunni 4-6. ENDURSKOÐUNARSKÝRSLA með ársreikningi Reykjavíkurborg- ar var lögð fram á fundi borgar- stjórnar í gær. Útsvarstekjur árs- ins 1996 urðu rúmir 8,9 milljarðar og fasteignaskattur nam rúmum 2,4 milljörðum. Samkvæmt skýrsl- unni hafa tekjur borgarsjóðs ekki verið hærri síðustu fímm ár og kemur fram að arður af fyrirtækj- um borgarinnar og holræsagjald eiga stærstan þátt í tekjuaukningu milli áranna 1994 og 1995, þótt út- svarstekjur hafí einnig hækkað um- talsvert. Heildarskuldir voru 14.237,5 milljónii’ og var hlutfall skulda af skatttekjum 119,4% árið 1996. Var það í fyrsta sinn á þess- um áratug sem heildarskuldir borg- arsjóðs stóðu í stað milli ára. I fjármagnsyfírliti kemur fram að halli hefur verið á rekstri borg- arsjóðs sl. 5 ár og að hann hafí ver- ið fjármagnaður með lántökum. Hallinn náði hámarki árið 1994 en síðan hefur dregið úr honum og á síðasta ári var hann innan við helm- ingur þess, sem hann var árið 1994 og hefur í raun ekki verið minni í sex ár. Kostnaður við rekstur mála- flokka jókst miðað við árið 1995 um 337 milljónir. Þrátt fyrir aukna lán- töku léttist greiðslubyrðin á síðasta ári um rúmar 200 miUjónir. Bent er á að fjárfestingar hafi dregist sam- an siðustu fímm ár enda hafí tekju- afgangur ekki verið mikill og var heildarfjárfesting á síðasta ári rétt liðlega helmingur þeirrar upphæð- ar, sem varið var til fjárfestinga ár- ið 1992. Rekstur málaflokka of liár I skýrslu borgarendurskoðanda segir að ýmislegt horfí til bóta í rekstri borgarsjóðs, þegar reikn- ingar ársins 1996 séu skoðaðir en að rekstur málaflokka sé þó enn of hár miðað við skatttekjur og að mjög brýnt sé að leita leiða til að ná honum niður, annaðhvort með nið- urskurði einhverra liða eða með því að auka tekjur. Markviss lánastýr- ing hafí skilað árangri en áfram- haldandi fjármögnun með lántöku sé íþyngjandi fyrir borgarsjóð. Fram kemur að í fjárhagsáætlun ársins 1996 hafí verið gert ráð fyrir rúmum 11,1 milljarði til málaflokka og fjárfestinga en í ársreikningi sé gert ráð fyrir i-úmum 11,8 milljörð- um og er mismunurinn 719,4 millj- ónir, sem skýrist af aukafjárveit- ingum og endurskoðun fjárhagsá- ætlunar sem samþykkt voru af borgarráði. I skýrslunni kemur fram að tekj- ur borgarsjóðs síðustu fimm ár frá borgarfyrirtækjum hafi numið 5.653,3 milljónum á meðalverðlagi 1996. Hafa þær hækkað úr 740,2 milljónum árið 1992 í 1.499,7 mölj- ónir árið 1996 eða um 102,6%. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 1997 er gert ráð fyrir að fyrirtækin skili borgarsjóði 1.496,3 milljóna arði og mun borgarsjóður því fá 7.149,6 milljónir á sex árum miðað við meðalverðlag árið 1996. Árið 1996 var hagnaður þeirra borgar- fyrirtækja sem gert er að greiða arð í borgarsjóð 950,6 milljónir en arðgreiðslur námu 1.499,7 milljón- um. Eigið fé fyrirtækjanna rýrnaði þvi um 549,1 milljón á árinu vegna arðgreiðslna. Óraunsæi í fjárhagsáætlun Borgarendurskoðun vekur at- hygli á undir liðnum skipulags- og byggingamál að sama óraunsæi á sér stað þriðja árið í röð í fjárhags- áætlunagerð. Árið 1996 hafi þess verið vænst að seldar yrðu eignir að verðmæti 300 milljónir en aðeins seldist fyrir 154 milljónir. Gert var ráð fyrir að keyptar yrðu eignir fyrir 75 milljónir en í árslok höfðu verið keyptar eignir fyrir 420 mölj- ónir og var stærst þeirra kaup á eign Skeljungs hf. í Skerjafirði fyr- ir 117 milljónir. „Café Iðnó“ í Keflavík „CAFÉ Iðnó“ er nafn á nýju kaffí- húsi sem opnað verður í tengslum við Hótel Keflavík í byrjun júlí. Verður staðurinn til húsa í gler- húsi áfóstu hótelinu en glerið er úr viðbyggingu Iðnó í Reykjavík sem tekin var niður fyrr í sumar. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir lengi hafa vantað kaffíhús í Keflavík til mótvægis við þá mörgu skyndibitastaði sem þar séu. Segist hann ætla að reyna að skapa kaffihúsamenningu, svip- aða og tekist hafi í Reykjavík og hafi honum þótt sjálfsagt að nota þetta nafn með tilliti til uppruna glersins. Sæti verða fyrir 40 til 50 manns og er ráðgert að hafa stað- inn opinn til miðnættis. Verið er að undirbúa uppsetningu glersins með því að ganga frá sökklum og gerir Steinþór ráð fyrir að kaffi- húsið verði opnað fyrstu vikuna í júlí. Ný herbergi í notkun Fleiri nýjungar eru einnig í boði hjá Hótel Keflavík, ný 850 fermetra líkamsræktarstöð, Lífs- stfll, verður opnuð bráðlega í kjallaranum, svo og þrír nýir veit- ingastaðir í húsi tengdu hótelinu, Subway, staður með kínamat og fiskréttastaður. Steinþór Jónsson segist leigja út rekstur þessara staða en útvegar alla aðstöðu. Þá hafa 10 ný herbergi verið tekin í notkun til viðbótar þeim 18 sem bættust við í fyrra og eru þau nú alls 67. ! i t I í ( I s 4 5 i c I 1 H í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.