Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 25 LISTIR EIN af myndum Sun Sun Yiap. Kínverskur grafíklistamaður MYNDLIST ÍSLENZK GRAFÍK í HAFNARHÚSINU EINÞRYKK SUN SUN YIP Opið alla daga frá 14-18 til 22. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er ekki á hveijum dagi sem hingað rata listamenn frá Kína, hvað þá af þeirri gerð er vinna í nútímalist. Um er að ræða grafík- listamanninn Sun Sun Yip, sem fæddur er 1966 í Huhehote í Mong- ólíu en fluttist til Hong Kong 1973 þar sem hann gekk í hönnunardeild tækniskóla borgarinnar. Hann kom til Parísar árið 1989 og hefur unn- ið á grafíkverkstæðinu, Atelier Con- trepoint, frá 1992, þar sem frá upphafi (1927) var lögð áhersla á ætingu sem sjálfstæðan tjámiðil, en fram að því hafði helst verið lit- ið á tæknina sem ljölföldunartækni einvörðungu. Listamenn hófu undir leiðsögn stofnandans, Stanleys Williams Hayters, að vinna beint á plötuna og gerðu ýmsar tilraunir sem urðu uppspretta nýrra aðferða við vinnsluna. Hayter fluttist til Bandaríkjanna 1939, þar sem am- erískir myndlistarmenn nutu góðs af þekkingu hans, en sneri aftur til Parísar 1950. Tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og hafði nú mikil áhrif á framvindu grafík- listarinnar sem leiðbeinandi, sem surrealistar nutu einkum góðs af í vinnsluferli sínu. Taldist sjálfur til svonefndra abstrakt surrealista. Það er líka þannig að hvorki er langt í abstrakt né surrealisma í einþrykkinu, né þeirri tilraunastarf- semi sem því er samfara, jafnframt eru möguleikarnir nær óþijótandi. Einkum er spilað á tilviljanir en satt að segja er einþrykk þó með erfiðustu geirum grafíklistarinnar, gefur um leið ótakmarkaða mögu- leika á þokkalegum og viðunandi lausnum líkt og dúk- og tréristan. Myndir Sun Sun Yip í sýningarsal Grafíkfélagsins bera eðlilega keim af vinnu hans á verkstæðinu og margvíslegum tilraunum með miðil- inn og hið sérstaka vinnsluferli. Á stundum tekur liturinn fullmikið í og virkar að auki laus á yfirborð- inu. Auðséð er að hann hefur viljað kynna sér sem flestar hliðar tækn- innar og þá vill tilraunastarfsemin á stundum vera skynseminni yfir- sterkari, og hugsæið ekki nægilega með í leiknum. Eðlilega gerir lista- maðurinn sér far um að vera nú- tímalegur og þó er það svo, að er upprunin nær helst að þrengja sér fram nær hann jarðtengdustum árangri. Á kraftmikinn hráan hátt í myndunum „One thirty one“ (8) og „951218“ (13), en á afar fínleg- an í myndinni „Untitled" (11). Listamaðurinn er einnig með möppu meðferðis sem rýnirinn fékk að glugga í og telur unga manninn hafa verið nokkuð seinheppinn með val á myndum á veggina, í öllu falli sýndust honum nokkrar aðrar eiga meira erindi þangað. Bragi Ásgeirsson Vilja að borgin kaupi hús Jóns Engilberts FÉLAG íslenskra myndlistar- manna hefur sent Reykjavíkur- borg hvatningu um að kaupa hús Jóns Engilberts við Flókagötu. Á aðalfundi félagsins var eftir- farandi samþykkt:„Aðalfundur FÍM haldinn 13. maí 1997 hvetur Reylqavíkurborg til að festa kaup á húsi Jóns Engilberts við Flóka- götu. Húsið er ákjósanlegt sem gestavinnustofa fyrir islenska og erlenda listamenn og myndi bæta úr brýnni þörf. Reykjavíkurborg á sem kunnugt er vinnustofu og íbúð í Listhúsinu í Laugardal. Vinnustofan hefur staðið ónotuð. Þessa eign mætti nota upp í kaup- in á húsi Jóns Engilberts. Reykja- víkurborg verður menningarborg Evrópu árið 2000 og sem slík verð- ur hún að geta boðið upp á starfsaðstöðu fyrir erlenda og inn- lenda listamenn. Til þeirra hluta henta fá hús jafnvel og hús Jóns Engilberts." Á aðalfundinum fór einnig fram kosning til stjórnar og sýningar- nefndar FÍM. Stjórnin er nú skipuð þeim Guðbjþrgu Lind Jónsdóttur, formanni, Onnu Gunnlaugsdóttur, gjaldkera, Söru Vilbergsdóttur, ritara og meðstjórnendunum Pjetri Stefánssyni og Sesselju Björnsdóttur, en sýningarnefnd þeim Kristínu Geirsdóttur, Ólöfu Oddgeirsdóttur og Önnu Jóu. Kynnt voru þau verkefni sem stjórn og sýningarnefnd hafa unn- ið að undanfarin misseri. Má þar nefna undirbúning að fyrirhuguð- um íbúðarkaupum félagsins í Kaupmannahöfn, FIM-sýningu sem opnuð verður í októberlok nk. í Ásmundarsal þar sem um ör- verkasýningu með ákveðnu þema er að ræða. Kynnt var framlag FÍM til Listahátíðar í Reykjavík 1998 og sagt frá samstarfi Nýlista- safnsins og FÍM þar sem tíu með- limum félagsins hefur verið boðið að sýna í setustofu Nýlistasafns- ins. Þar hefur Hafsteinn Aust- mann þegar sýnt og yfirstandandi er sýning Ásgerðar Búadóttur. 17 nýir félagar gengu til liðs við félagið og hafa nýliðar ekki verið jafn margir um langt árabil. Tveir sannir listamenn TÓNLIST Listasa f n Kðpavogs SÖNGTÓNLEIKAR Magnea Tómasdóttir sópran, Gerrit Schuil pianó. Verkefni eftir Schu- bert, Liszt, Jón Ásgeirsson, Strauss, Messiaen og Britten. FYRSTA lag kvöldsins var reyndar ekki alveg á hreinu nótun- um, nokkuð sem sannir listamenn geta lent í í upphafi, þegar taugarn- ar eru spenntar. Þessi smáaðdrag- andi varði þó aðeins í byijunarlag- inu, Im Friihling, eftir Fr. Schu- bert, og varð slíkra óhreininda tæp- lega vart eftir það. Næstu tvö lög eftir Schubert, Im Abendroth og Der Zwerg, söng Magnea sérlega vel. í fyrra laginu með mjög góðri raddlegri skólun og í Dvergnum náði hún að magna upp spennu. Sannarlega sannfærandi og góð kynning á upphafi fyrstu tónleika á íslandi. Magnea hefur semsagt mjög vel skólaða rödd, sem þoldi vel álag heilla tónleika erfiðrar efn- isskrár, án þess nokkurn tíma að haggast, og áheyrandinn gat hlust- að afslappaður á dramatísku átökin, án þess að fá það á tilfinninguna að röddin færi nokkurn tíma út af línunni. Liszt-lögin þrjú, Comment, disaint ils, Síl est un charmant garc- on, eru allt annar heimur en þýsku ljóðin og Magnea náði ekki and- rúmslofti og sjarma þessara laga. Að mínu mati var aðalástæðan sú að hún tók ekki nógu skýrt utan um textann, sem verður að leika í munni söngvarans, svo og hitt að hún söng lögin of líkt því sem hún væri að syngja þýsk ljóð. Svartálfa- dans, eftir Jón Ásgeirsson, er tíu laga flokkur, við ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson. Lagaflokkur þessi er gefinn út 1992, en hugmyndin að mörgum laganna mun vera miklu, miklu eldri, jafnvel allt frá æskudögum Jóns. Sum þessara laga eru löng og minna ekki síður, í útfærslu sinni, á óperuaríur en venjuleg ljóð, en hvers vegna þurfa þau endilega að minna á venjuleg ljóð? Aðalatriðið er að hér er um ágætar tónsmíðar að ræða, að vísu mjög kröfuharðar, bæði á söngvara og píanóleikara og gætu orðið nokk- ur prófsteinn á getu íslenskra söngvara í framtíðinni. Magnea söng sex þessara laga, Undir skörð- um mána, Steininn, Stríð, Halló litli villikötturinn minn, Kvöldvísur um sumarmál og Svaitálfadans og gerði það með ágætum. Hún söng lögin dálítið undir þeim styrkleika sem skrifaður er og viitist það heppileg ákvörðun. Það eina sem vantaði var kannski húmorinn í þau laganna sem gáfu tilefni til þess, og kosið hefði ég meiri (Vínar-) vals í Svaitálfadansinn, sem verður nær því að teljast óspilandi í lokin. Gerrit Schuil er betri en enginn við píanóið. Hann notar hægri pedalann óvenju mikið, en gerir það þannig, að svona finnst manni lagið eigi að hljóma „Kapelmeister“spil, mundu einhverjir segja, en þessi notkun pedalans hefur ekkeit með hljóm- sveitarstjórann að gera, er á allt öðru plani. Síðari hluti efnisskrár- innar voru ljóð eftir Strauss, Mess- iaen og Britten og sumt hentaði Magneu vel, eins og lögin eftir Strauss og margt í Britten. Engu skal spáð um þróun raddar Magneu, hvoit hún lendir í Ros- enkavalier eða Mozart. En gangi henni vel með Elvíru sína í Köln! Ragnar Björnsson Nú er rétti tíminn til að kaupa nýjan tölvubúnað ----------- X QPeacock Pentium 166) r/ Intel 166 mhz örgjörvi 32 mb edo innra mlnni 1700 mb harður diskur 15" stafrænn flatur skjár Ati Mach 2mb skjákort 16 hraða geisladrif Soundblaster 16 25w hátalarar 1.44" disklingadrlf Lyklaborð og mús Wlndows 95 uppsett 6 íslenskir leikir fylgja (V^S (hp 690 bleksprautuprentarí^ Frábœr tveggja hylkja prentari fyrlr helmllið og skrifstofuna. Verð 22.990.- stgr (Nokla 1611 gsm síml ) Vinnuþjarkur som hefur sannað slg vlð íslenskar aðstæður. 110 tíma rafhlaða og sendlr og tekur á mótl stuttum skllaboðum. Verð 26,990.- stgr BTTölvur Grensásvegur 3 -108 Rvk Síml: 5885900 - Fax : 5885905 Oplð vlrka daga : 10 -19 Oplð laugardaga : 10 -16 Vefsíður: www.bttolvur.ls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.