Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveir ungir menná gjörgæslu PILTUR á sautjánda aldursári var fluttur, alvarlega slasaður, með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur að morgni 17. júní, eftir að hafa orð- ið fyrir fólksbíl á Garðagrund á Akra- nesi. Hann hlaut mikið höfuðhögg og einhver meiðsl á handleggjum. Að sögn læknis á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er pilturinn enn meðvitundarlaus en hann er kom- inn úr öndunarvél. Þá varð alvarlegt vélhjólaslys í Njarðvík seinni part mánudags. Slysið varð með þeim hætti að öku- maður vélhjólsins missti vald á hjól- inu þegar hann var að fara fram úr bíl á Hafnarbraut. Við það skall maðurinn á götuna og hentist í stein- vegg skammt frá. Maðurinn var með hjálm en getum hefur verið að því leitt að hann hafi ekki verið nógu vel festur. Morgunblaðið/Þorkell Forseti ASF í heimsókn NÝR forseti, Edward P. Gallagh- er, tók í fyrra við forystu hjá American-Scandinavian Found- ation (ASF) í New York en ASF eru óháð samtök sem stuðla að samskiptum Bandaríkjanna og Norðurlandanna á sviði mennta- mála og menningar. Gallagher er staddur hér á landi í heimsókn ásamt Kristjáni T. Ragnarssyni, lækni og prófessor í New York, en hann er einn af varaforsetum félagsins. Myndin er tekin er þeir hittu nokkra af velunnurum Am- erican-Scandinavian Foundation á fundi á Hótel Holti. Frá vinstri eru Sigurður Helgason, fyrrver- andi stjórnarformaður Flugleiða, Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, Kristján T. Ragnarsson, Edward P. Gallagher, dr. Jóhann- es Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóri, og Þórður S. Óskars- son, formaður Íslensk-ameríska félagsins. I \ 1| ffjm \JLbbl AUK hópsins sem lauk rekstrarnáminu eru í fremri röð fyrir miðju þau Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri og Valdimar K. Jónsson sljórnarfor- maður Endurmenntunarstofnunar. Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands 24 nemendur útskrifaðir úr rekstrar- og viðskiptanámi NEMENDUR í þriggja missera námi Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands í rekstrar- og við- skiptagreinum voru brautskráðir sl. föstudag í 13. sinn. Var um að ræða 24 nemendur sem luku þriggja missera námi. Frá ársbytjun 1990 hefur Endurmenntunarstofnun boðið upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskiptagreinum fyrir fólk með reynslu í rekstri og stjórnun. AIls hafa um 350 manns lokið náminu. Helstu þættir þess eru rekstrarhagfræði, reikningshald og skattaskil, fjármálastjórn, stjómun og skipulag, starfsmanna- stjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttarregl- ur og viðskiptaréttur, þjóðhag- fræði og haglýsing og stefnumót- un. Tveggja missera framhalds- nám stendur til boða annað hvert ár. Bestum árangri að þessu sinni náði Sigrún Guðmundsdóttir lög- fræðingur hjá ríkislögmanni, ágætiseinkunn 9,11. Aðrir sem luku prófinu em Daníel Arason Lífeyrissjóði Suðurnesja, Daníel Lárusson Morgunblaðinu, Dögg Káradóttir Stéttarfélagi félagsráð- gjafa, Erna Guðmundsdóttir Blindrafélaginu, Friðrik Halldórs- son Söluturninum Óðinstorgi, Guð- mundur Bjömsson Skátasambandi Reykjavíkur, Guðrún Hildur Haf- steinsdóttir Búnaðarbanka íslands, Hulda Birna Guðmundsdóttir Nor- diska Genbanken, Ingvar Ragnars- son Myllunni-Brauði hf., Jóhanna Engilbertsdóttir Ásgeiri Einarssyni hf., Jóhanna Reynisdóttir Vatns- leysustrandarhreppi, Kristín Ó. Ragnarsdóttir Marel hf., Kristján Geir Arnþórsson Reiknistofu bank- anna, Margrét Óskarsdóttir Lands- virkjun, Oddný Árnadóttir íslands- banka, Ólafur Loftsson Bóksölu kennaranema, Ólafur Þorsteinsson íslenskum aðalverktökum, Sigríð- ur Pálsdóttir Samvinnusjóði ís- lands, Sigurður Þorleifsson Tækni- þjónustu Sig. Þorl. ehf., Sig-uijón Hansson SPRON, Steinunn Bjarnadóttir SAS á íslandi, Þóra Þórarinsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð og Þórunn Kristins- dóttir Búnaðarbanka íslands. Lús á höfuð- borgarsvæðinu „VIÐ HÖFUM orðið vör við fjórar bylgjur af lúsafaraldri frá áramót- um,“ segir Jón Ingvarsson, lyfsali Hringbrautarapóteki. „Vandamálið er raunar að þegar lúsafaraldur kemur upp í barnaskóla eða leikskóla þá virðast aðgerðir ekki nógu markvissar í því að með- höndla allar fjölskyldur samtímis og þrífa skóla og Ieikfimisali á sama tíma.“ Aukning virðist hafa verið síðari árin, að sögn Jóns. „Ef til vill er engin einhlít skýring á því,“ segir hann. „En það virðist úr takti við tímann að eftir því sem hreinlæti er aukið komi svona faraldur upp í síauknum mæli.“ Lúsin hefur myndað aukið þol Ráðið við lús er fyrst og fremst að bæta almennan þrifnað og með- höndla hana þegar hún kemur upp með tilætluðum lúsalyfjum, sem eru bæði lausnir á húð og hársápa. „Virkni þessara lyfja virðist þó ekki vera sem skyldi,“ segir Jón. „Vegna fjölda tilfella hefur lúsin myndað sér aukið þol og virðast lúsa- lyfin ekki duga nógu vel. Enda er það alþekkt að það sem verður fyrir áreiti aftur og aftur myndar mót- stöðu gegn áreitinu." Kostnaður fyrir fjölskyldur á hvert höfuð er um 1.600 til 1.700 krónur ef miðað er við tvær skolan- ir og algengasta lyfið, að sögn Jóns. Þetta er ódýrasti möguleikinn, en ef einhverjir erfiðleikar koma upp verður kostnaðurinn meiri. Að hans mati getur þessi mikli kostnaður verið hluti af skýringunni á því að fólk taki ekki þátt í fyrirskip- uðum aðgerðum af hálfu stjórnenda barna- og leikskóla. „Afleiðingin er sú að það er aldrei verið að eyða lúsinni í öllum höfðum á sama tíma, heldur aðeins að hluta til. Sem þýð- ir að lúsin getur alltaf tekið sig upp aftur.“ Langbylgjan í loftið Ólafsvík - Á Gufuskálum er unnið af miklum krafti við að koma upp sendum og tækjum sem senda út langbylgju en þar voru áður lóran- sendar. Að sögn þeirra sem vinna við þetta er stefnt að því að lang- bylgjan verði komin í loftið 26. júní nk. og eiga þá allir landsmenn vestan við mitt landið að heyra vel og truflunarlaust í langbylgjunni. Þegar fréttaritari var á ferð voru rafvirkjarnir Siguijón, Reynir og Sigurður að koma raflögnum fyrir í sendunum. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium TIL LEIGU VIÐ DUGGUVOG 914 fm atvinnuhúsnæði, innréttað fyrir matvælaframleiðslu að kröfum EES. Getur samt hentað hvers konar annarri atvinnu- starfsemi. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ársalir ehf - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík sími 533 4200. Kjalarnes og Reykjavík Kosið um sameiningu á morgun KOSIÐ verður um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 21. júní nk., og verða kjörstaðir opnir milli klukkan 10 og 22. Kosning utan- kjörstaða er þegar hafi og fer hún fram hjá sýslumönnum, fógetum og í sendiráðum erlendis. Á kjör- skrá í Reykjavík eru 77.527 og í Kjalarneshreppi eru 343. Gert er ráð fyrir að niðurstaða verði feng- in um eða eftir miðnætti aðfara- nótt sunnudags. Engin lágmarks þátttaka er til- tekin til að kosningin teljist lögleg að sögn Gunnars Eydal, skrifstofu- stjóra borgarstjórnar, og benti hann á að þegar kosið var um sameiningu Reykjavíkur, Mosfells- bæjar, Kjalarness, Kjós og Sel- tjarnarness árið 1994 hafi þátttak- an verið 24,1% í Reykjavík. Verði sameining samþykkt nú á báðum stöðum, þ.e. í Reykjavík og á Kjalarnesi, þarf að koma til laga- setning samkvæmt sveitar- stjórnarlögum, þar sem sameining sveitarfélaganna nær yfir kjör- dæmamörk. í Kjalarneshreppi verður kosið í félagsheimilinu Fólkvangi en í Reykjavík verður kosið á fimm kjörstöðum. I Feliaskóla fynr Breiðholtshverfi, í Árbæjarskóla fyrir Árbæjarhverfi, Seláshverfi og Artúnsholt, í Foldaskóla fyrir Grafarvogshverfí, í Laugardalshöll fyrir borgarhverfin frá og með Snorrabraut að Elliðaám og í Ráð- húsinu fyrir borgarhverfin vestan Snorrabrautar. Auk þess verða kjördeildir opnar á Elliheimilinu Grund frá kl. 10-12, á Hrafnistu frá kl. 13-15 og í Hátúni 12 frá kl. 16-22. Kjósendum er skylt að gera kjör- stjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.