Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tveir ungir menná gjörgæslu PILTUR á sautjánda aldursári var fluttur, alvarlega slasaður, með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur að morgni 17. júní, eftir að hafa orð- ið fyrir fólksbíl á Garðagrund á Akra- nesi. Hann hlaut mikið höfuðhögg og einhver meiðsl á handleggjum. Að sögn læknis á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er pilturinn enn meðvitundarlaus en hann er kom- inn úr öndunarvél. Þá varð alvarlegt vélhjólaslys í Njarðvík seinni part mánudags. Slysið varð með þeim hætti að öku- maður vélhjólsins missti vald á hjól- inu þegar hann var að fara fram úr bíl á Hafnarbraut. Við það skall maðurinn á götuna og hentist í stein- vegg skammt frá. Maðurinn var með hjálm en getum hefur verið að því leitt að hann hafi ekki verið nógu vel festur. Morgunblaðið/Þorkell Forseti ASF í heimsókn NÝR forseti, Edward P. Gallagh- er, tók í fyrra við forystu hjá American-Scandinavian Found- ation (ASF) í New York en ASF eru óháð samtök sem stuðla að samskiptum Bandaríkjanna og Norðurlandanna á sviði mennta- mála og menningar. Gallagher er staddur hér á landi í heimsókn ásamt Kristjáni T. Ragnarssyni, lækni og prófessor í New York, en hann er einn af varaforsetum félagsins. Myndin er tekin er þeir hittu nokkra af velunnurum Am- erican-Scandinavian Foundation á fundi á Hótel Holti. Frá vinstri eru Sigurður Helgason, fyrrver- andi stjórnarformaður Flugleiða, Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins, Kristján T. Ragnarsson, Edward P. Gallagher, dr. Jóhann- es Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóri, og Þórður S. Óskars- son, formaður Íslensk-ameríska félagsins. I \ 1| ffjm \JLbbl AUK hópsins sem lauk rekstrarnáminu eru í fremri röð fyrir miðju þau Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri og Valdimar K. Jónsson sljórnarfor- maður Endurmenntunarstofnunar. Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands 24 nemendur útskrifaðir úr rekstrar- og viðskiptanámi NEMENDUR í þriggja missera námi Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands í rekstrar- og við- skiptagreinum voru brautskráðir sl. föstudag í 13. sinn. Var um að ræða 24 nemendur sem luku þriggja missera námi. Frá ársbytjun 1990 hefur Endurmenntunarstofnun boðið upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskiptagreinum fyrir fólk með reynslu í rekstri og stjórnun. AIls hafa um 350 manns lokið náminu. Helstu þættir þess eru rekstrarhagfræði, reikningshald og skattaskil, fjármálastjórn, stjómun og skipulag, starfsmanna- stjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttarregl- ur og viðskiptaréttur, þjóðhag- fræði og haglýsing og stefnumót- un. Tveggja missera framhalds- nám stendur til boða annað hvert ár. Bestum árangri að þessu sinni náði Sigrún Guðmundsdóttir lög- fræðingur hjá ríkislögmanni, ágætiseinkunn 9,11. Aðrir sem luku prófinu em Daníel Arason Lífeyrissjóði Suðurnesja, Daníel Lárusson Morgunblaðinu, Dögg Káradóttir Stéttarfélagi félagsráð- gjafa, Erna Guðmundsdóttir Blindrafélaginu, Friðrik Halldórs- son Söluturninum Óðinstorgi, Guð- mundur Bjömsson Skátasambandi Reykjavíkur, Guðrún Hildur Haf- steinsdóttir Búnaðarbanka íslands, Hulda Birna Guðmundsdóttir Nor- diska Genbanken, Ingvar Ragnars- son Myllunni-Brauði hf., Jóhanna Engilbertsdóttir Ásgeiri Einarssyni hf., Jóhanna Reynisdóttir Vatns- leysustrandarhreppi, Kristín Ó. Ragnarsdóttir Marel hf., Kristján Geir Arnþórsson Reiknistofu bank- anna, Margrét Óskarsdóttir Lands- virkjun, Oddný Árnadóttir íslands- banka, Ólafur Loftsson Bóksölu kennaranema, Ólafur Þorsteinsson íslenskum aðalverktökum, Sigríð- ur Pálsdóttir Samvinnusjóði ís- lands, Sigurður Þorleifsson Tækni- þjónustu Sig. Þorl. ehf., Sig-uijón Hansson SPRON, Steinunn Bjarnadóttir SAS á íslandi, Þóra Þórarinsdóttir Menntaskólanum við Hamrahlíð og Þórunn Kristins- dóttir Búnaðarbanka íslands. Lús á höfuð- borgarsvæðinu „VIÐ HÖFUM orðið vör við fjórar bylgjur af lúsafaraldri frá áramót- um,“ segir Jón Ingvarsson, lyfsali Hringbrautarapóteki. „Vandamálið er raunar að þegar lúsafaraldur kemur upp í barnaskóla eða leikskóla þá virðast aðgerðir ekki nógu markvissar í því að með- höndla allar fjölskyldur samtímis og þrífa skóla og Ieikfimisali á sama tíma.“ Aukning virðist hafa verið síðari árin, að sögn Jóns. „Ef til vill er engin einhlít skýring á því,“ segir hann. „En það virðist úr takti við tímann að eftir því sem hreinlæti er aukið komi svona faraldur upp í síauknum mæli.“ Lúsin hefur myndað aukið þol Ráðið við lús er fyrst og fremst að bæta almennan þrifnað og með- höndla hana þegar hún kemur upp með tilætluðum lúsalyfjum, sem eru bæði lausnir á húð og hársápa. „Virkni þessara lyfja virðist þó ekki vera sem skyldi,“ segir Jón. „Vegna fjölda tilfella hefur lúsin myndað sér aukið þol og virðast lúsa- lyfin ekki duga nógu vel. Enda er það alþekkt að það sem verður fyrir áreiti aftur og aftur myndar mót- stöðu gegn áreitinu." Kostnaður fyrir fjölskyldur á hvert höfuð er um 1.600 til 1.700 krónur ef miðað er við tvær skolan- ir og algengasta lyfið, að sögn Jóns. Þetta er ódýrasti möguleikinn, en ef einhverjir erfiðleikar koma upp verður kostnaðurinn meiri. Að hans mati getur þessi mikli kostnaður verið hluti af skýringunni á því að fólk taki ekki þátt í fyrirskip- uðum aðgerðum af hálfu stjórnenda barna- og leikskóla. „Afleiðingin er sú að það er aldrei verið að eyða lúsinni í öllum höfðum á sama tíma, heldur aðeins að hluta til. Sem þýð- ir að lúsin getur alltaf tekið sig upp aftur.“ Langbylgjan í loftið Ólafsvík - Á Gufuskálum er unnið af miklum krafti við að koma upp sendum og tækjum sem senda út langbylgju en þar voru áður lóran- sendar. Að sögn þeirra sem vinna við þetta er stefnt að því að lang- bylgjan verði komin í loftið 26. júní nk. og eiga þá allir landsmenn vestan við mitt landið að heyra vel og truflunarlaust í langbylgjunni. Þegar fréttaritari var á ferð voru rafvirkjarnir Siguijón, Reynir og Sigurður að koma raflögnum fyrir í sendunum. Morgunblaðið/Guðlaugur Wium TIL LEIGU VIÐ DUGGUVOG 914 fm atvinnuhúsnæði, innréttað fyrir matvælaframleiðslu að kröfum EES. Getur samt hentað hvers konar annarri atvinnu- starfsemi. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ársalir ehf - fasteignasala Lágmúla 5, 108 Reykjavík sími 533 4200. Kjalarnes og Reykjavík Kosið um sameiningu á morgun KOSIÐ verður um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 21. júní nk., og verða kjörstaðir opnir milli klukkan 10 og 22. Kosning utan- kjörstaða er þegar hafi og fer hún fram hjá sýslumönnum, fógetum og í sendiráðum erlendis. Á kjör- skrá í Reykjavík eru 77.527 og í Kjalarneshreppi eru 343. Gert er ráð fyrir að niðurstaða verði feng- in um eða eftir miðnætti aðfara- nótt sunnudags. Engin lágmarks þátttaka er til- tekin til að kosningin teljist lögleg að sögn Gunnars Eydal, skrifstofu- stjóra borgarstjórnar, og benti hann á að þegar kosið var um sameiningu Reykjavíkur, Mosfells- bæjar, Kjalarness, Kjós og Sel- tjarnarness árið 1994 hafi þátttak- an verið 24,1% í Reykjavík. Verði sameining samþykkt nú á báðum stöðum, þ.e. í Reykjavík og á Kjalarnesi, þarf að koma til laga- setning samkvæmt sveitar- stjórnarlögum, þar sem sameining sveitarfélaganna nær yfir kjör- dæmamörk. í Kjalarneshreppi verður kosið í félagsheimilinu Fólkvangi en í Reykjavík verður kosið á fimm kjörstöðum. I Feliaskóla fynr Breiðholtshverfi, í Árbæjarskóla fyrir Árbæjarhverfi, Seláshverfi og Artúnsholt, í Foldaskóla fyrir Grafarvogshverfí, í Laugardalshöll fyrir borgarhverfin frá og með Snorrabraut að Elliðaám og í Ráð- húsinu fyrir borgarhverfin vestan Snorrabrautar. Auk þess verða kjördeildir opnar á Elliheimilinu Grund frá kl. 10-12, á Hrafnistu frá kl. 13-15 og í Hátúni 12 frá kl. 16-22. Kjósendum er skylt að gera kjör- stjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.