Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Hjartkær bróðir okkar,
KARL FRIÐRIKSSON
frá Eskifirði,
verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugar-
daginn 21. júní 1997 kl. 10.30.
Jóhanna Friðriksdóttir,
Kjartan Pétursson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
systir,
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR
(Dúna),
Eyrarvegi 14,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju á morgun,
laugardaginn 21. júní, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Rúdolf Jens Ólafsson,
Bjarni Ágúst Jónsson,
Inga Rannveig Rúdolfsdóttir,
Ólafur Þór Rúdolfsson,
Rannveig Kristinsdóttir,
Sigurbjörn Bjarnason,
Sigríður Erla Bjarnadóttir.
+
Hjartkær systir mín,
HÓLMFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR
píanókennari,
Laugarásvegi 44,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag,
föstudaginn 20. júní, kl. 13.30.
Dóra Sigurjónsdóttir.
Karen Ragnarsdóttir,
Ragnar Ágúst Kristinsson, Sigríður Þóra Hallsdóttir,
Helga Kristinsdóttir, Sigvaldi K. Jónsson,
Haraldur Kristinsson, Sveinfríður Unnur Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN HARALDSSON,
Hlíðarvegi 33,
ísafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugar-
daginn 21. júní kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
slysavarnadeildirnar á ísafirði.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
JAKOBÍNU GUÐRÍÐAR
JAKOBSDÓTTUR,
Brimnesvegi 18,
Flateyri.
Sigríður Sigursteinsdóttir,
Ólöf Guðríður Sigursteinsdóttir, Sigurður Magnússon,
Þorsteinn Sigursteinsson, Kolfinna Þórarinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur
minnar,
KISTÍNAR HANNESDÓTTUR
Stóragerði 36,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Magnea Katrín Hannesdóttir.
GEIR
STEFÁNSSON
+ Geir Stefánsson
fæddist í Traða-
gerði á Húsavík 12.
mars 1932. Hann
lést laugardaginn
7. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jónína Brynj-
ólfsdóttir, hús-
freyja, fædd 12.
september 1906 á
Vatnsleysuströnd
og Stefán Halldórs-
son, f. 25. septem-
ber 1899 á Hall-
bjarnarstöðum á
Tjörnesi, drukknaði
9.11. 1940. Systkini: Bryndís, f.
4.7. 1930, Hörður, _f. 9.3. 1936,
látinn, og Stefán Örn, f. 15.2.
1938.
Eftirlifandi eiginkona Geirs
er Ólafía Sigurðardóttir, f. 9.8.
1932, börn þeirra eru 1) Sigurð-
ur, f. 16.8.1953, eiginkona hans
Svana Pálsdóttir, f. 23.10 1953,
börn þeirra Freyja, f. 4.2. 1976,
Magnea, f. 9.12.1977, og Hjalti,
f. 2.10. 1982. 2) Stefán Rafn, f.
16.2. 1956, ókvæntur, 3) ívar,
Kæri tengdafaðir.
Þá er komið að kveðjustund.
Andlát þitt kom svo óvænt og sárt
er að kveðja. Við ætluðum að gera
svo ótal margt saman í framtíðinni.
Mig langar að kveðja þig með örfá-
um orðum.
Það var fyrir rúmum 24 árum sem
ég sá þig fyrst, þegar Siggi kynnti
mig fyrir fjölskyldu sinni. Þú tókst
strax svo vel á móti mér, að ég
hætti að vera feimin og varð bara
ég sjálf. Síðan höfum við átt marg-
ar ánægjulegar samverustundir. Þú
varst alltaf til í að skreppa í ferða-
lag, veiðitúr, gönguferð eða að
spjalla saman yfir kaffibolla. Þú
varst vel lesinn, fylgdist með hvað
var að gerast í kringum okkur og
hafðir ánægju af samræðum um
allt mögulegt. Frá slíkum stundum
fór ég fróðari.
Ég gleymi aldrei þegar þið Ólafía
komuð í heimsókn til okkar til Kaup-
mannahafnar þegar við bjuggum
þar um tíma. Þetta var fyrsta utan-
landsferð ykkar og þið voruð svo
áhugasöm og glöð yfir að fá að
kynnast nýjum stöðum og siðum.
Þetta voru ánægjulegir tímar fyrir
okkur öll og nutu dætur okkar þess
að hafa ömmu og afa í heimsókn,
kenna þeim dönsku og sýna þeim
nýja landið sitt. Góðar minningar
eigum við líka um ferð í Dýrafjörð
á æskustöðvar Ólafíu og fæðingar-
stað Sigga. Þá voru rifjaðir upp
gamlir tímar og skoðaðir margir fal-
legir staðir. Þú sást til þess að Hjalti
kæmist í veiði og voru það glaðir
veiðimenn sem komu með físka á
grillið. Margt fleira kemur upp í
hugann sem ég geymi fyrir mig.
Kæri Geir, þakka þér fyrir sam-
fylgdina og það sem þú varst mér
og mínum. Minningin um þig mun
lifa, hvíl þú í friði.
Þín tengdadóttir,
Svana.
Látinn er Geir frændi minn svo
allt of snöggt, langt fyrir aldur fram.
Á milli hans og pabba míns ríkti
mikil vinátta allt frá barnæsku
þeirra og hélst hún sönn allt þar til
pabbi minn lést fyrir sjö mánuðum.
Fyrir tryggð Geirs við pabba í veik-
indum hans í gegnum árin mun ég
ætíð minnast hans með þakklæti.
Guð blessi elsku fallega frænda
minn með brosið bjarta og faðminn
hlýja. Ég veit að vel hefur verið
tekið á móti honum.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfír storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Olöf Sigurðard. frá Hlöðum.)
Elsku Ólafía, Guð gefi þér og fjöl-
skyldu þinni blessun og styrk á þess-
um erfiðu tímamótum.
f. 16.2. 1958, eigin-
kona hans Sigrún
Ásta Gunnlaugs-
dóttir, f. 30.4. 1958,
börn þeirra: Anna
Rós, f. 7.9. 1977,
Ólafía Björk, f.1.9.
1981, og ívar Örn,
f. 9.5. 1983, 4) Geir-
þrúður, f. 1.11 1961,
sambýlismaður
hennar Unnar
Björn Jónsson, f.
23.11. 1967, börn
hennar Silja, f. 15.4
1982, Míu-grét Ing-
unn, f. 30.6. 1985,
og Davíð Geir, f. 29.5. 1987.
Geir á eina dóttur fyrir hjóna-
band, Jóhönnu, f. 9.10. 1951.
Geir stundaði sjómennsku frá
14 ára aldri allt til 1964, þá vann
hann ýmis störf i landi, m.a. hjá
Steypustöðinni Verki hf. og
Skipasmíðastöðinni Stálvík og
sl. þijátiu ár starfaði hann í lög-
reglunni í Hafnarfirði.
Utför Geirs fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Frænda mínum þakka ég fyrir
allt og allt.
Kveðja,
Sigríður Vala Jörundsdóttir.
Við mennimir erum oft minntir
á hversu lífið getur tekið skjótan
endi. Okkur vinnufélögum Geirs
Stefánssonar lögreglumanns var
bmgðið við hið skyndilega fráfall
hans, er hann lést við skyldustörf
laugardaginn 6. júní sl. Geir veiktist
fyrir tæpu ári og var frá störfum í
stuttan tíma. Hann var þó ákveðinn
í að láta veikindin ekki hafa áhrif
á sitt daglega líf, hann lagði sig
fram við að styrkja sig og að ná
fullum bata.
Geir hóf störf í lögreglunni í
Hafnarfírði fyrir tæpum 30 ámm
og starfað þar óslitið síðan. Við
fyrstu kynni gat hann verið hijúfur.
Hann var snöggur til svars svo
stundum sveið undan og ávallt var
ljóst hver skoðun hans var á mönn-
um og málefnum.
Geir var mikill útivistarmaður og
stundaði fjallgöngur og veiðiskap.
Þá iðju hugðist hann ekki leggja
af þrátt fyrir áföll. Hann var þegar
farinn að horfa til fjalla með heim-
sóknir í huga. Eins og áður ætlaði
hann ekki á fellin heldur klífa fjöll-
in. Fyrir nokkm hafði hann ætlað
að ganga á Skarðsheiðina með fé-
laga sínum en vegna veðurs orðið
frá að hverfa.
Lögreglan í Hafnarfírði þakkar
Geir fyrir þjónustuna og óskar hon-
um velfarnaðar á þeirri leið sem við
öll eigum eftir að ganga.
Við sendum samúðarkveðjur til
eiginkonu Geirs, barna hans og ann-
arra ástvina.
Egill Bjarnason.
Enginn veit hver er næstur. Ekki
hefði ég trúað því ef mér hefði ver-
ið sagt að hann Geir móðurbróðir
minn yrði næstur. Síðast þegar við
sáumst var hann svo glaður og hress
að sjá. Ég er þó glöð í hjarta yfir
að ég og dætur mínar eigum góðar
minningar sem enginn getur tekið
frá okkur frá heimsóknum hans og
Ólafíu til okkar. Geir var alveg sér-
staklega barngóður og þær fengu
að njóta þess rétt eins og ég hef
fengið alla tíð. Við söknum hans
sárt en minningamar létta okkur
söknuðinn.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
i hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Kæra Ólafía og fjölskylda, við
vottum ykkur innilega samúð á
þessum erfiðu tímum.
Bryndís, Sören og dætur.
ÞORA
JÓNSDÓTTIR
+ Þóra Jónsdóttir fæddist á
Hesti á Sauðárkróki 26.
september 1926 og ólst þar upp
I foreldrahúsum. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 29. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Jón
Jónsson og Anna Egilsdóttir.
Þóra var yngst níu systkina.
Árið 1951 giftist hún Stefáni
Jónssyni frá Hallgilsstöðum í
Hörgárdal og bjuggu þau þar
til ársins 1977 er þau fluttust
að Brekkugötu 29, Akureyri,
og hafa búið þar síðan. Eignuð-
ust þau þrjú börn: 1) Jósefína
Stefánsdóttir, f. 13.12. 1949,
börn hennar eru Anna Þóra og
Kristján. 2) Jón Melstað, f. 9.4.
1951, d. 17.9. 1977, börn hans:
Katrín Melstað, Stefán Þór og
Hákon Melstað. 3) Birgir, f. 2.9.
1957, börn hans: Ellý Dröfn,
Halldóra Stefania, Ása Margrét
og Jón Melstað.
Þóra vann utan heimilis hin
síðari búskaparár á Hallgils-
stöðum og allt til september
1996, síðast við elliheimilið í
Skjaldarvik.
Útför Þóru fór fram á
Möðruvöllum í Hörgárdal 6.
júní.
og mikil hamingja er fólgin í því
að gefa af sjálfum sér og það gerð-
ir þú svo sannarlega. Það er svo
erfitt að hugsa til þess að við getum
ekki farið til þín, talað við þig og
hlegið með þér. Missir skilur alltaf
eftir svo mikið tómarúm. Það er svo
leiðinlegt að kveðja þig, en við höf-
um alltaf minningarnar um þig í
huga okkar og gleymum þér aldrei.
Elsku amma, takk fyrir allt. Þú
varst einstök.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær.
Þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þöpin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala.
Og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Ellý, Halldóra, Ása, Jón
og Kristófer.
Elsku amma. Okkur langar að-
eins til að fá að minnast þín í örfá-
um orðum. Það er svo ömurlegt ef
einhver fer svona snögglega þegar
enginn á von á. Þú sem alltaf varst
svo hress. Þú varst alltaf að sauma
og föndra eitthvað, þú sast aldrei
auðum höndum. Og við höfðum svo
gaman af því að koma til þín og
sjá allt sem þú varst búin að gera.
Þú varst alltaf svo hamingjusöm
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.