Morgunblaðið - 20.06.1997, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsókn forseta-
hjónanna í Dalasýslu
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson og frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir heimsækja Dala-
sýslu í dag og á morgun.
Fæðingarstaður Leifs heppa Ei-
ríkssonar, Eiríksstaðir í Haukadal,
verða heimsóttir fyrri daginn.
Verður þar fjallað um hvemig
fæðingarstaður þessa merka land-
könnuðar geti öðlast aðdráttarafl
fyrir gesti víða úr veröldinni en
árið 2000 verða 1000 ár liðin frá
landafundi Leifs í Vesturálfu, seg-
ir í fréttatilkynningu. Formaður
Eiríksstaðanefndar, Friðjón Þórð-
arson, mun kynna starf nefndar-
innar og hugmyndir.
Á föstudag verða heimsótt ýmis
atvinnufyrirtæki og kynntar nýj-
ungar í ostagerð, mjólkurafurðum,
kjötvinnslu og í framleiðslu á
heilsuvörum.
Dvalarheimili aldraðra og
Stjórnsýsluhúsið í Búðardal eru
einnig á dagskrá fyrri daginn og
um kvöldið verður hátíðarsam-
koma í félagsheimilinu Dalabúð.
Laugardaginn 21. júní verða
merkir sögustaðir í sýslunni heim-
sóttir og einnig byggðasafnið að
Laugum. Farið verður að Staðar-
felli, meðferðarheimili SÁÁ. Þar
verður starfsemi SÁÁ kynnt sér-
staklega og rætt við starfsmenn
og heimilisfólk. Opið hús fyrir al-
menning verður í félagsheimilinu
Tjarnarlundi í Saurbæ. Þar munu
einnig ýmis fyrirtæki kynna starf-
semi sína.
Helgistund í kirkjunni á Skarði,
heimsókn í Ólafsdal, skoðun
hafnarframkvæmda og fram-
kvæmda við Gilsfjarðarbrú, heim-
sókn til grásleppukarla í Skarðsstöð
eru einnig á dagskrá laugardagsins.
ISLENSK GARÐYRKJA
Neytendaþjónusta Sjóvá-Almennra
Gefur út hand-
bók um vá-
tryggingar
TÆPLEGA 60 þús-
und viðskiptavinir
tryggingafélagsins
Sjóvá-Almennra eru þessa
dagana að fá inn um bréf-
alúguna handbók um vá-
tryggingar fyrir einstakl-
inga og heimili. Handbókin
er þáttur í starfi Neytenda-
þjónustu félagsins, sem
sett var á laggimar fyrir
tveimur árum. Bruno
Hjaltested er forstöðumað-
ur Neytendaþjónustunnar.
- Hvað er Neytenda-
þjónusta Sjóvá-Almennra?
„Neytendaþjónustunni
er ætlað að virka sem hlut-
iaus aðili og leysa ágrein-
ing um tjónsbætur og sinna
öðrum samskiptum félags-
ins og viðskiptavina þess.
Hún á að tryggja að mál
viðskiptavina sem telja sig órétti
beitta fái greiða og eðlilega
meðferð. Tekið er við kvörtunum
og ábendingum af öllu tagi og
kannað hvort afgreiðsla viðkom-
andi erinda hjá Sjóvá-Almennum
standist faglegt mat eða almenn-
ar kröfur um gæði og þjónustu.
Kvartanir geta verið af öllu tagi,
allt frá óánægju með framkomu
starfsfólks til mótmæla vegna
uppgjörs tjóns. Neytendaþjón-
ustan fjallar þó ekki um mat á
sakarskiptingu vegna ökutækja-
tjóns og grípur ekki inn í mál
fyrr en niðurstaða félagsins ligg-
ur fyrir.“
- Hver er reynslan af starf-
seminni?
„Reynslan af starfi Neytenda-
þjónustunnar sýnir glögglega að
brýn þörf var fyrir starfsemi af
þessu tagi. Hliðstæð þjónusta
vátryggingafélaga er þekkt er-
lendis, en hér eru Sjóvá-Almenn-
ar brautryðjandi á þessu sviði.
Meira er um að fólk leiti eftir
upplýsingum af ýmsu tagi en
búist var við og þannig er oft
hægt að leiðrétta margs konar
misskilning. Minna er hins vegar
um að fólk hafi samband vegna
óánægju með tilteknar
ákvarðanir félagsins eða uppgjör
tjóns. Tölur erlendis frá benda
til að breytt niðurstaða fáist í
15-20% ágreiningsmála eftir að
neytendaþjónusta vátrygginga-
félags tekur þau til athugunar.
Það má meðal annars rekja til
þess að við endurskoðun koma
oft fram ný atriði sem geta
breytt niðurstöðum, alveg eins
og í dómskerfinu.“
- Leysast öll mál sem koma
á borð Neytendaþjónustunnar?
„Því miður er það _________
ekki svo einfalt, en
langflest mál leysast
þó. Ef Neytendaþjón-
usta Sjóvá-Almennra __________
telur viðbrögð félags-
ins óaðfinnanleg eða ef við-
skiptavini þykja tillögur okkar
um úrbætur ófullnægjandi bend-
um við viðskiptavininum á hvaða
leiðir séu færar fyrir hann til að
leita réttar síns og aðstoðum
hann jafnvel við málskot, sé þess
óskað.“
- Hvaða upplýsingar er að
finna í handbókinni um vátrygg-
ingar?
„Utgáfa handbókarinnar er
þáttur í starfi Neytendaþjónustu
Bruno Hjaltested
► Bruno Hjaltested er fædd-
ur í Reykjavík árið 1933 og
lauk stúdentsprófi frá Versl-
unarskóla íslands árið 1954.
Hann starfaði í 30 ár hjá Sam-
vinnutryggingum og gegndi
þar stöðu aðstoðarfram-
kvæmdasljóra frá 1974 til
1987. Hann hóf störf hjá
Sjóvá-Almennum árið 1988 og
er nú forstöðumaður Neyt-
endaþjónustu félagsins. Bruno
er ekkill og á einn son.
Kappsmál að
viðskiptavinir
þekki rétt sinn
félagsins og er hún okkur vitan-
lega sú fyrsta sinnar tegundar
hér á landi. Hún gefur fólki
tækifæri til að fá heildarsýn yfir
vátryggingar sínar og leysir því
úr brýnni þörf. í henni er til
dæmis einfalt krossapróf sem
fólk getur fyllt út og öðlast þann-
ig vitneskju annars vegar um
hvaða vátryggingar bjóðast og
hins vegar hvort einhversstaðar
séu veikir hlekkir í þeirri vá-
tryggingavernd sem það hefur
keypt sér. Jafnframt er vísað á
hvar nánari upplýsingar sé að
fínna um álitaefni. Af öðru efni
má nefna helstu upplýsingar um
vátryggingar fjölskyldunnar,
ráðleggingar um forvarnir og
ítarlegt yfirlit um meðferð
ágreiningsmála, svo eitthvað sé
nefnt.“
- Hvert er markmiðið með
útgáfu handbókarinnar?
„Það er fyrst og fremst kapps-
mál okkar hjá Sjóvá-Almennum,
eins og reyndar allra íslensku
vátryggingafélaganna, að fólk
sé meðvitað um hvernig það er
vátryggt og þekki réttindi sín
og skyldur eins vel og auðið er.
Að baki liggur mikil
vinna, því það er ekki
einfalt að ná utan um
jafn víðfeðmt mál á
um það bil 30 blaðsíð-
um. Lögð var áhersla
á að skrifa ekki á „vátrygginga-
máli“, heldur setja efnið fram á
skýran og aðgengilegan hátt
fyrir alla. Handbókin verður
send nú í vikunni til allra við-
skiptavina Sjóvá-Almennra sem
eru með vátryggingar í einka-
geiranum og fer því inn á stóran
hluta heimila í landinu. Nýir við-
skiptavinir munu fá handbókina
afhenta, en hún getur einnig
gagnast fleirum en þeim sem
skipta við Sjóvá-Almennar.“