Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
ÞAÐ stendur mikið til um helgina á Selfossi, þegar karnival-stemmning verður
mynduð í bænum undir nafni samstarfshópsins „Sumar á Selfossi".
Morgunblaðið/Sig. Fannar
SUMARSPRELL KÁ um seinustu helgi var forsmekkurinn að því sem koma skal
næstkomandi laugardag.
Fjölbreytt sumarhátíð
Hvammstanga - í ár halda Hún-
vetningar Bjartar nætur í íjórða
sinn. Hátíðin er orðin fastur liður í
mannlífi héraðsins og nokkir liðir
orðnir fastir í sessi. Kynningarrit
hátíðarinnar er komið út og hefur
því verið dreift vítt um land. Ber
það með sér að margt verður í boði
fyrir heimamenn og gesti þeirra og
einnig ferðafólk á leið um Húnaþing.
Af einstökum liðum má nefna:
Hinn 20. júní er Hlaðborð húsmæðra
á Vatnsnesi. Verður það í nýrri
Hamarsbúð og er rómað fyrir fjöl-
breytta rétti frá fyrri tímum í sveit-
inni í bland við nútímalegri rétti.
í Hrútafirði er boðið upp á göngu-
ferð hinn 21. júní, kaffihlaðborð og
myndasýningu í Tungubúð við
Síkárrétt. Atvinnulífssýning verður
á Hvammstanga 28. og 29. júní.
Mun þar verða lögð áhersla á fram-
leiðslu matvæla og iðnvarnings,
einnig handverk svo og margvíslega
þjónustu sem veitt er í héraðinu.
íþróttamót Ungmennasambands
Vestur-Húnvetninga, USVH verður
með nýju sniði 11. og 12. júlí þar
sem heiðurgestur verður Magnús
Scheving. Kirkjuhátíð verður á
Hvammstanga 19.-20. júlí. Vígð
verða tvö guðshús og haldið upp á
40 ára vígsluafmæli Hvammstanga-
kirkju. Endurvakin verður stemning
eldri tíma með 17. helgar dansleik
í Víðihlíð 16. ágúst en þessi dansleik-
ur var áður kallaður kaupakonu-
dansleikur.
Að lokum skal getið þess að í
ágúst verður minnst 1000 ára ártíðar
Grettis sterka Ásmundarsonar sem
fæddist á Bjargi í Miðfírði og átti
þar heimili og skjól um sína umbrota-
sömu ævi.
Framkvæmdastjóri Bjartra nátta
1997 er Björn Hannesson. Nánari
upplýsingar má fá í Upplýsingamið-
stöð ferðamála í Staðarskála í
Hrútafirði. Eins og sjá má verður
engin lognmolla í héraðinu í sumar.
Hafa ferðaþjónustuaðilar undirbúið
sig til að taka á móti gestum með
ýmsum tilboðum og margvíslegri
þjónustu.
Sumarsprell
á Selfossi
Selfossi - Það er jafnan mikið um
að vera yfir sumartímann, fólk
af höfuðborgarsvæðinu leggur
land undir fót og liggur ferðin
gjarnan austur fyrir fjall. Það
hefur skapast hefð í kringum
ýmsar uppákomur á Selfossi,
undir nafninu „Sumar á Scl-
fossi“, þar sem fyrirtæki á svæð-
inu sameinast um að mynda
karnival-stemmningu frá morgni
laugardags og fram á nótt.
Fjölmargar uppákomur verða
í gangi meðan á hátíðinni stend-
ur. Leiktæki fyrir börn, Ijald-
markaður, kjarakaup í verslun-
um á svæðinu og fjölmargt fleira.
Næstkomandi laugardag, þann
21., verður fyrsti laugardagurinn
af þremur sem tilheyrir þemanu
„Sumar á Selfossi".
Um siðustu helgi tóku Selfyss-
ingar smáæfingu fyrir karnivalið
og þá var júdódeild Selfoss með
uppboð á notuðum húsgögnum í
kjallara KÁ, en í verslunum KÁ
er sumarsprellið í fullum gangi.
Sumarsprellið verður í öllum
verslunum fyrirtækisins á Suður-
landi í sumar.
Svalbarðs-
kirkja 40 ára
Húsavík - Fjörutíu ár voru liðin
30. maí frá því að Svalbarðskirkja
á Svalbarðsströnd var vígð af sr.
Ásmundi Guðmundssyni, biskupi.
Hún kom í stað kirkju sem reist
var 1846 og var orðin of lítil fyr-
ir söfnuðinn en var ekki aflögð
heldur flutt til Akureyrar og er
oft þjónað í því gamla og virðu-
lega kirkjuhúsi.
Þessara tímamóta var minnst
með hátíðarmessu hinn 2. þessa
mánaðar að viðstöddum biskup-
unum sr. Bolla Gústavssyni og sr.
Sigurði Guðmundssyni, sr. Emi
Friðrikssyni, prófasti, sr. Jóni
Bjarman og sr. Pétri Þórarins-
syni, staðarpresti. Biskupinn, sr.
Bolli, predikaði og þjónaði fyrir
altari ásamt hinum prestunum.
Að lokinni messu var kirkju-
gestum boðið til kaffidrykkju í
barnaskólahúsinu þar sem minnst
var liðinna ára og skemmt með
hljóðfæraleik og söng.
Morgunbladiö/Gunnlaugur
ÞAÐ var vel mætt á aðalfund Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi sem haldinn var í Stykkishólmi. Þar mættu hjartasjúklingar af öllu Vesturlandi,
Morgunblaðið/Silli
ÞEIR tóku þátt í 40 ára vígsluafmæli Svalbarðskirkju. F.v.: sr.
Sigurður Guðmundsson, sr. Pétur Þórarinsson, sr. Orn Friðriks-
son, sr. Jón Bjarman og sr. Bolli Gústavsson.
Hj artasjúklingar
þinga í Stykkishólmi
Stykkishólmur - Aðalfundur
Félags hjartasjúklinga á Vestur-
landi var haldinn í Stykkishólmi
14. júní sl. Félagið var stofnað
árið 1990. í félaginu er fólk sem
hefur fengið hjartaáfall eða
aðra hjartasjúkdóma og einnig
er það opið öllum þeim sem láta
sig málefni hjartasjúklinga
varða. í dag eru í félaginu 150
manns og hefur félagið starfað
vel á liðnum árum. Félagið er
aðili að Landssambandi hjarta-
sjúklinga, Hjartavernd. Félagið
beitir sér fyrir fræðslu um sjúk-
dóma sem tengjast hjartanu,
hvetur félagsmenn til að hreyfa
sig meira og styrkja og þá er
það mikilvægur þáttur í starfinu
að félagsmenn styrki hverjir
aðra í veikindum og miðli af
reynslu sinni til sjúklinga og
aðstandenda. Áhugi er innan
félagsins að koma á fót á Vestur-
landi HL-stöðvum og er undir-
búningsvinna hafin. Næsta verk-
efni félagsins er að standa fyrir
útilegu 9. ágúst nk. og er þá
félagsmönnum stefnt í
Hnappadalinn og verður m.a.
Gullborgarhellir skoðaður.
Aðalfundurinn var vel sóttur
og mættu í Stykkishólm yfir 40
félagsmenn. Formaður félagsins
er Magnús Þorgrímsson í Borg-
arnesi og með honum í stjórn
eru Sigurður Helgason, Hraun-
holtum, Kristján Lárentsínusson
í Stykkishólmi og Ágúst Eyjólfs-
son á Akranesi.
Árekstur
á Seyðis-
firði
NOKKUÐ harður árekstur
varð á Seyðisfirði á miðviku-
dag. Áreksturinn varð með
þeim hætti að fólksbíll stöðv-
aði við gangbraut til að hleypa
barni yfir götu, en jeppi, sem
kom á eftir honum, tók ekki
eftir því og ók á hann. Höggið
var mjög mikið og er fólksbíll-
inn nánast ónýtur og jeppinn
mikið skemmdur. Ökumaður
fólksbílsins fékk mikið högg á
sig og brotnaði sætið m.a. við
höggið. Ekki urðu alvarleg
slys á ökumönnum, en afleið-
ingar hálshnykksins eiga eftir
að koma í ljós.