Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ ÞAÐ stendur mikið til um helgina á Selfossi, þegar karnival-stemmning verður mynduð í bænum undir nafni samstarfshópsins „Sumar á Selfossi". Morgunblaðið/Sig. Fannar SUMARSPRELL KÁ um seinustu helgi var forsmekkurinn að því sem koma skal næstkomandi laugardag. Fjölbreytt sumarhátíð Hvammstanga - í ár halda Hún- vetningar Bjartar nætur í íjórða sinn. Hátíðin er orðin fastur liður í mannlífi héraðsins og nokkir liðir orðnir fastir í sessi. Kynningarrit hátíðarinnar er komið út og hefur því verið dreift vítt um land. Ber það með sér að margt verður í boði fyrir heimamenn og gesti þeirra og einnig ferðafólk á leið um Húnaþing. Af einstökum liðum má nefna: Hinn 20. júní er Hlaðborð húsmæðra á Vatnsnesi. Verður það í nýrri Hamarsbúð og er rómað fyrir fjöl- breytta rétti frá fyrri tímum í sveit- inni í bland við nútímalegri rétti. í Hrútafirði er boðið upp á göngu- ferð hinn 21. júní, kaffihlaðborð og myndasýningu í Tungubúð við Síkárrétt. Atvinnulífssýning verður á Hvammstanga 28. og 29. júní. Mun þar verða lögð áhersla á fram- leiðslu matvæla og iðnvarnings, einnig handverk svo og margvíslega þjónustu sem veitt er í héraðinu. íþróttamót Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, USVH verður með nýju sniði 11. og 12. júlí þar sem heiðurgestur verður Magnús Scheving. Kirkjuhátíð verður á Hvammstanga 19.-20. júlí. Vígð verða tvö guðshús og haldið upp á 40 ára vígsluafmæli Hvammstanga- kirkju. Endurvakin verður stemning eldri tíma með 17. helgar dansleik í Víðihlíð 16. ágúst en þessi dansleik- ur var áður kallaður kaupakonu- dansleikur. Að lokum skal getið þess að í ágúst verður minnst 1000 ára ártíðar Grettis sterka Ásmundarsonar sem fæddist á Bjargi í Miðfírði og átti þar heimili og skjól um sína umbrota- sömu ævi. Framkvæmdastjóri Bjartra nátta 1997 er Björn Hannesson. Nánari upplýsingar má fá í Upplýsingamið- stöð ferðamála í Staðarskála í Hrútafirði. Eins og sjá má verður engin lognmolla í héraðinu í sumar. Hafa ferðaþjónustuaðilar undirbúið sig til að taka á móti gestum með ýmsum tilboðum og margvíslegri þjónustu. Sumarsprell á Selfossi Selfossi - Það er jafnan mikið um að vera yfir sumartímann, fólk af höfuðborgarsvæðinu leggur land undir fót og liggur ferðin gjarnan austur fyrir fjall. Það hefur skapast hefð í kringum ýmsar uppákomur á Selfossi, undir nafninu „Sumar á Scl- fossi“, þar sem fyrirtæki á svæð- inu sameinast um að mynda karnival-stemmningu frá morgni laugardags og fram á nótt. Fjölmargar uppákomur verða í gangi meðan á hátíðinni stend- ur. Leiktæki fyrir börn, Ijald- markaður, kjarakaup í verslun- um á svæðinu og fjölmargt fleira. Næstkomandi laugardag, þann 21., verður fyrsti laugardagurinn af þremur sem tilheyrir þemanu „Sumar á Selfossi". Um siðustu helgi tóku Selfyss- ingar smáæfingu fyrir karnivalið og þá var júdódeild Selfoss með uppboð á notuðum húsgögnum í kjallara KÁ, en í verslunum KÁ er sumarsprellið í fullum gangi. Sumarsprellið verður í öllum verslunum fyrirtækisins á Suður- landi í sumar. Svalbarðs- kirkja 40 ára Húsavík - Fjörutíu ár voru liðin 30. maí frá því að Svalbarðskirkja á Svalbarðsströnd var vígð af sr. Ásmundi Guðmundssyni, biskupi. Hún kom í stað kirkju sem reist var 1846 og var orðin of lítil fyr- ir söfnuðinn en var ekki aflögð heldur flutt til Akureyrar og er oft þjónað í því gamla og virðu- lega kirkjuhúsi. Þessara tímamóta var minnst með hátíðarmessu hinn 2. þessa mánaðar að viðstöddum biskup- unum sr. Bolla Gústavssyni og sr. Sigurði Guðmundssyni, sr. Emi Friðrikssyni, prófasti, sr. Jóni Bjarman og sr. Pétri Þórarins- syni, staðarpresti. Biskupinn, sr. Bolli, predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt hinum prestunum. Að lokinni messu var kirkju- gestum boðið til kaffidrykkju í barnaskólahúsinu þar sem minnst var liðinna ára og skemmt með hljóðfæraleik og söng. Morgunbladiö/Gunnlaugur ÞAÐ var vel mætt á aðalfund Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi sem haldinn var í Stykkishólmi. Þar mættu hjartasjúklingar af öllu Vesturlandi, Morgunblaðið/Silli ÞEIR tóku þátt í 40 ára vígsluafmæli Svalbarðskirkju. F.v.: sr. Sigurður Guðmundsson, sr. Pétur Þórarinsson, sr. Orn Friðriks- son, sr. Jón Bjarman og sr. Bolli Gústavsson. Hj artasjúklingar þinga í Stykkishólmi Stykkishólmur - Aðalfundur Félags hjartasjúklinga á Vestur- landi var haldinn í Stykkishólmi 14. júní sl. Félagið var stofnað árið 1990. í félaginu er fólk sem hefur fengið hjartaáfall eða aðra hjartasjúkdóma og einnig er það opið öllum þeim sem láta sig málefni hjartasjúklinga varða. í dag eru í félaginu 150 manns og hefur félagið starfað vel á liðnum árum. Félagið er aðili að Landssambandi hjarta- sjúklinga, Hjartavernd. Félagið beitir sér fyrir fræðslu um sjúk- dóma sem tengjast hjartanu, hvetur félagsmenn til að hreyfa sig meira og styrkja og þá er það mikilvægur þáttur í starfinu að félagsmenn styrki hverjir aðra í veikindum og miðli af reynslu sinni til sjúklinga og aðstandenda. Áhugi er innan félagsins að koma á fót á Vestur- landi HL-stöðvum og er undir- búningsvinna hafin. Næsta verk- efni félagsins er að standa fyrir útilegu 9. ágúst nk. og er þá félagsmönnum stefnt í Hnappadalinn og verður m.a. Gullborgarhellir skoðaður. Aðalfundurinn var vel sóttur og mættu í Stykkishólm yfir 40 félagsmenn. Formaður félagsins er Magnús Þorgrímsson í Borg- arnesi og með honum í stjórn eru Sigurður Helgason, Hraun- holtum, Kristján Lárentsínusson í Stykkishólmi og Ágúst Eyjólfs- son á Akranesi. Árekstur á Seyðis- firði NOKKUÐ harður árekstur varð á Seyðisfirði á miðviku- dag. Áreksturinn varð með þeim hætti að fólksbíll stöðv- aði við gangbraut til að hleypa barni yfir götu, en jeppi, sem kom á eftir honum, tók ekki eftir því og ók á hann. Höggið var mjög mikið og er fólksbíll- inn nánast ónýtur og jeppinn mikið skemmdur. Ökumaður fólksbílsins fékk mikið högg á sig og brotnaði sætið m.a. við höggið. Ekki urðu alvarleg slys á ökumönnum, en afleið- ingar hálshnykksins eiga eftir að koma í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.