Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 20.06.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ1997 17 LAINIDIÐ Morgunblaðið/Hallgrímur Kalintún í Flóanum Gaulveijabæ - Umtalsvert kal er í túnum í Flóanum líkt og um allt Suð- urland. Ástand túna er reyndar mjög misjafnt milli bæja. Þar ræður lega túna, hvort liggja á þeim svellalög yfír veturinn og einnig jarðvegsgerð. Dæmi eru um að 40% túna séu metin skemmd eftir kal á einstöku bæjum. Undanfarið hafa einstöku bændur unnið við að vinna verstu túnin upp og rækta grænfóður en í lökustu tilfellum neyðast menn til að sækja slægjur annað til að fá næg hey. Þó ástand teljist ekki mjög alvarlegt hér um slóðir er þegar ljóst að hey verða að öllum líkindum mun minni en í meðalári af völdum kulda og kals þetta vorið. Gömul fall- byssa sýnd í Grandarfirði Grundarfjörður - Ekki verður skotið úr fallbyssunni í bráð, sem Friðgeir Hjaltalín afhjúpaði hér í Grundarfirði hinn 14. júní sl. Það var einmitt Friðgeir sem fann tvær fallbyssur við sand- töku í Kirkjufeilssandi. Fallbyss- urnar voru í frönskum hvalfang- ara sem strandaði hér í Grundar- firði árið 1720. Fallbyssur af þessari tegund voru fyrst gerðar skömmu fyrir 1500 og segja „herfræðingar" hér að þetta sé fyrsta gerð „heil- steyptra fallbyssna“. Lengd hlaupsins er um 230 cm og hlaupvídd um 10 cm. Þar sem fallbyssa þessi hefur legið lengi í söltum sandinum verður hún að vera í mikilli „afvötnun" til að hreinsa úr henni sýrur sem komnar eru í málminn. Smiði byssuvagnsins annaðist listasmiðurinn Þorsteinn Frið- finnsson í samráði við Inga Hans Jónsson. Stefnt er að því að hafa fall- byssuna til sýnis um helgar þetta afmælissumar í Grundarfirði. Eins og kunnugt er minnast Grundfirðingar þess í sumar að 100 ár eru frá því að byggð tók að myndast hér í þorpinu. Sérstakur fáni hefur verið gerður af þessu tilefni og blaktir hann við hún í sumar. Veitt utan kvóta Fjörug’t bryggju- fiskirí Þórshöfn - Veiðigleðin var mikil á gömlu olíubryggjunni hér á Þórshöfn í súldinni um daginn en þorskurinn óð alveg að bryggjusporðinum og gein gráðugur við önglinum. Feður og synir veiddu hlið við hlið, sagan endurtekur sig í sjávarplássunum, og aldurs- munurinn virtist hverfa á full- orðnum mönnum og litlum strákum. Þeir gerðu að aflan- um jöfnum höndum og þorsk- urinn var feitur og fullur af loðnu, þó sumir segja að þessi loðna sé alls ekki til í sjónum núna. Þegar spurt var hvort þeir ætluðu að borða fiskinn, svaraði Amþór Jóhannsson því að fiskurinn væri allur handa hröfnunum tveimur sem væru heima í garðinum hans. Vandamálið væri hins vegar á hvaða kvóta ætti að skrá afl- ann og það mál var óleyst þegar fréttaritari yfirgaf bryggjupollana. . Brennu-Njáls saga er mest og frægust íslendinga sagna. Hún gerist á árunum um 1000, segir frá raunverulegum persónum og atburðum, en er jafnframt stórbrotið skáld- verk. Hún er rituð um 1280 og er einn af hápunktum íslenskrar sagnaritunar. Þúsund árum síðar standa atburðir sögunnar lesendum hennar lifandi fyrir hugskotssiónum. Rangárbing er aðalsögusviðið; Rjótshlíð, Þingskálar, Rauðaskriður, Hlíðarendi, Bergþórshvoll Pórsmörk - sagan talar til okkar við hvert fótmál. Nú gefst tækifæri til að heimsækja söguslóðir Njálu og sjá vandaða sýningu um efni sögunnar og tíðaranda víkingaaldar. Komið í fótspor Qunnars, Skarphéðins og Njáls og sjáið hvern fjársjóð fornsögurnar geyma. SKARPHÉÐINN VÍGUR ÞRÁIN, OTTO BACHE, LISTASAFN ÍSLANDS, MYNDSTEF. Sýning á Hvolsvelli um víkingaöld og Njáls sögu hópferðir með leiðsögn um söguslóðir í Rangárþingi SYNINQIN er opin dagleqa KL10 -19 STUTTAR FERÐIR UM NJÁLUSLÓf) KL 13 ALLA HELQINA! Sælubúið fcrðíiþjónusta a Hvolsvelli vcilirallar upplýsingar í símu 487-8781 SÖC/USHTRIÐÁ HVOLSVIrLIJ cr samstdrfsverkcfni sveitarfclaga í Rangárþingi. SOGUSETRIÐ Á HVOLSVELLI MumjM í - a ' ,‘ðm’ : 1:7 J T - ■ ■ * .. il'.. V’ ..-•V-Í''' ' -Ife SÍDA ÚR NJÁLUHANDRITI, STOFNUN ARNA MAGNUSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.