Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 13
FRÉTTIR
tsso
Fyrstu viðkomustaöirnir eru:
Hyrnan í Borgarnesi, föstudaginn 20.júní, kl. 16-18 • ESSO-StÖðÍn Við Ægisíðu, laugardagimt 21-júní, kl. 12-14
Skútan á Akranesi, sunnudaginn 22.júní, kl. 14-16
Eins og undanfarin ár verður heilmargt um að vera
þar sem Sumarlestin kemur við hverju sinni.
, ftaalvinninaarnir í „ei|[|1Hnl #er9a (|| sí„,s
ft|\\\veisja í boði , 4rék ,
^ fiV&asownnar íBorgarnesi ^ \s Hc* SíííSSS!S
^ S®i9*ti frá Mónu ^ G°s °9 Sfíakk frá Ölgeröine'
^Uottkastali 0g ffeiri leiktæk' ^ posaleikur
og fleita
ABalvinningur í Stimpilleiknum: VW Polo frá Heklu
Vegabréfið er hœgt að fá á bensínstöðvum ESSO um allt land
og á upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn.
2. vinningur: Easy-Camp Petit tjaldvagn frá EVRÓ
Uppgræðsla hafin
í Landnámi Ingólfs
SAMTÖKIN Gróður fyrir fólk í
Landnámi Ingólfs eru að hefja upp-
græðslu í Ullarnesbrekkunum í
Mosfellsbæ í samstarfi við Lands-
virkjun.
Við uppgræðsluna verða ein-
göngu notuð lífræn efni, þ.e.a.s.
blanda af húsdýraáburði, mómold,
garðaúrgangi og slegnu grasi. Sáð
verður og plantað harðgerum gras-
tegundum, runnum, tijám og öðrum
tegundum plantna, eftir því sem
best hentar á hveijum stað.
Að uppgræðsluverkefninu munu
vinna um 30 sumarvinnuunglingar
á vegum Landsvirkjunar, en fyrir-
tækið hefur á undanförnum árum
haft um 200 unglinga í sumarvinnu
víðs vegar um landið, þar sem þeir
hafa sinnt störfum á stöðvum
Landsvirkjunar, unnið að upp-
græðslumálum og hlotið menntun
á sviði umhverfismála.
Fyrsta skref af mörgum
„Þetta er fyrsta skref þessara
samtaka, sem eru tveggja mánaða
gömul og hafa það háleita markmið
að reyna að græða upp og fegra
Landnám Ingólfs. Þessa þrjú þús-
und ferkílómetra þar sem 70% þjóð-
arinnar búa,“ segir Ingvi Þorsteins-
son, náttúrufræðingur og formaður
samtakanna.
„Við erum að ganga þetta skref
í samvinnu við stærsta fyrirtæki
landsins, Landsvirkjun. Það gat nú
varla betra verið. Þetta er aðeins
fyrsta skrefið af mörgum og við
ætlum að halda áfram með öllum
þeim kröftum og fjármunum sem
okkur standa til boða.“
Útivistarsvæði framtíðarinnar
„Við erum ánægð með að Ullar-
nesbrekkurnar í Mosfellsbæ urðu
upphafsstaður þessa landgræðslu-
átaks,“ segir Jóhann Sigurjónsson
bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Þessar
gryfjur hafa lengi verið okkur þyrn-
ir í augum. Það eru aðeins tvö ár
síðan bærinn keypti þetta land með
það fyrir augum að græða það upp.
Við höfum unnið að því eins og við
höfum haft efni til.
í umhverfisskipulagi bæjarins,
sem unnið er að um þessar mundir,
kemur fram að þetta svæði, ásamt
svæðinu upp með Varmánni, verður
þungamiðjan í útivistarsvæði bæj-
arins. Þannig að þetta er okkur
mjög kærkomin aðstoð við upp-
græðsluna."
Gróðurþekjan á undanhaldi
Ástæða er til að ætla, samkvæmt
upplýsingum frá samtökunum
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ing-
ólfs, að gróðurþekjan í Landnáminu
Misnotkun
á símkerfi
LÖGREGLUNNI í Reykjavík var
á miðvikudag gert viðvart um
misnotkun á símkerfinu, en nokk-
ur samsvarandi tiivik hafa komið
upp á seinustu árum.
Málavextir eru þeir að talið er
að íbúi húss við Bragagötu hafi
farið inn í tengibox á jarðhæð og
tengt síma sinn inn á annað síma-
númer en sitt eigið. Viðkomandi
handhafi símanúmersins varð var
við þessa misnotkun og gerði að-
vart. Starfsmaður á vegum Pósts
og síma fór á vettvang til að
breyta tengingunum til fyrra
horfs.
sé enn á undanhaldi, þrátt fyrir
margháttaðar landgræðsluaðgerð-
ir. Aðeins á friðuðum svæðum geti
gróður talist í framför.
Stefna samtakanna er að nýta
til uppgræðslunnar þau 60 til 70
þúsund tonn af húsdýraáburði,
mómold, grasi og garðaúrgangi,
sem árlega eru grafín í jörð eða
fargað er á annan hátt á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Samkvæmt lauslegri áætlun
samtakanna eru verðmæti áburðar-
efnanna í þessum lífræna massa
um 100 milljónir.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORSTEINN Hilmarsson, Ósk Siguijónsdóttir, Sigurður Sigmundsson, Jónas Sigurðsson, Þuríður
Ingvadóttir, Gunnar Schram, Ingvi Þorsteinsson, Þórður H. Ólafsson, Helga Thoroddsen, Jóhann
Sigurjónsson, Ingi Arason og Oddgeir Þór Árnason.
emméssís
Fáðu þér Vegabréf og vertu með i Stimpilleiknum í sumar. Stimpilleikurinn
gengur út á að safna stimplum í Vegabréfið og þátttöku í vinningspotti
í lok sumars, þar sem meðal annars verður dregið um VW Polo frá Heklu
og Easy-Camp Petit tjaldvagn frá EVRÓ. í Vegabréfinu má einnig finna
ýmsar áhugaveröar upplýsingar fyrir ferðamenn og miða í Vegabréfspottinn,
en úr honum verður dregið á hverjum föstudegi í tíu vikur í sumar,
í beinni útsendingu á Rás 2.
HERWIU
mpp&mui
GRmrn FYRtR FÓÍK
I LANDNAMl INGOLFS
í LANDSVIRKJUN
OG MOSFELLSBÆR