Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 1997 41 MINNINGAR SIGURBERGUR ÞÓRARINSSON + Sigurbergur Þórarinsson fæddist í Hafnarfirði 24. nóvember 1932. Hann lést á heimili sínu 20. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 29. janúar. Sigurbergur var fæddur 24. nóv- ember 1932 og lést 20. janúar sl. Þó langt sé um liðið síðan hann lést, þá er það söknuðurinn sem knýr mig til þessara skrifa. Mikill hlýtur söknuðurinn að vera í hjört- um hans nánustu, fyrst ég hef svona mikið tómarúm. Ég hóf störf hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins árið 1976 og þar kynntist ég Sigurbergi. Það var gaman að starfa með honum, hann var alltaf svo léttur í lund og einnig mjög góður starfsmaður. Hann gat geng- ið í störf allra starfsmanna utan húss sem innan. Ég hafði gaman af því að glettast svolítið við Sigur- berg, var að senda honum vísur og tókust fljótt góð kynni með okkur sem stóðu allt til dauðadags. Það er mikill missir í svona mönnum, hann var svo vandaður á öllum sviðum. Sigurbergur talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hann var líka mjög greindur og hafði ótrúlega mikla vídd á því sviði. Sigurbergur unni fagurri tónlist og var ekki nóg að hann þekkti tón- verkin og höfunda þeirra, heldur þekkti hann einnig allan söguþráð hvers verks. Við töluðum mikið saman um tónlist og lærði ég mik- ið af honum. Ég sakna mikið alls þess sem ég naut með honum og getur enginn annar fyllt það skarð. Það er aðeins til eitt eintak af svona mönnum. Hann var svo heiðarlegur og samviskusamur og hugsaði svo vel um heilsu sína þessi síðari ár eftir að hann veiktist, en samt fór þetta svona. Hann unni svo móður sinni, Guðrúnu, einnig börnum sín- um og bamabörnum. Hann talaði svo oft um þau öll á sinn ástúðlega hátt. Ég sagði oft við Sigurberg að hann væri maður með snilli- + Arnbjörg Lilja Jónsdóttir fæddist í Landeyjunum 6. febrúar 1905. Hún lést á heim- ili sínu í Reykjavík 31. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Nú, þegar Lilja frænka er látin, er horfin af sjónarsviðinu ein af uppáhaldsfrænkum okkar systkin- anna frá Ragnheiðarstöðum. Lilja missti föður sinn þegar hún var um tvítugt, og þá fluttist hún ásamt yngri systkinum sínum og móður sinni, sem var föðursystir okkar, til foreldra okkar, Sighvats og Kristín- ar, sem bjuggu þá í Ártúnum á Rangárvöllum. Ég man vel eftir Lilju frá mínum uppvaxtarárum. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún stendur við hliðina á mömmu, og ég sé þær fyrir mér á þönum við að útbúa mat handa gestum og gangandi. gáfu, en hann hló bara að því. Á hveiju kvöldi þegar ég bið bænirn- ar mínar, bið ég fyrir Sigurbergi og bið Guð að blessa hann og varð- veita. Söknuður minn er mikill, en minningin um mætan dreng mun lifa þótt hann deyi. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. (T.G.) Megi góður Guð styrkja alla hans nánustu. Blessuð sé minning Sigur- bergs Þórarinssonar. Guðrún M. Guðjónsdóttir. Eftir að Lilja hóf búskap og eign- aðist börn gat hún oftast komið heim til okkar í sveitina á sumrin, en þá vorum við flutt að Ragnheið- arstöðum í Fióa. Á sumrin þegar hún birtist fannst okkur sumarið vera komið. Þá fór allt af stað; karlarnir þustu út að slá, konurnar sneru hey- inu og krakkarnir hlupu með matinn eða fóru með hann á hestum út á engjar til fólksins. Lilja var mjög minnug og fróð kona. Hún sagði okkur oft frá fýrri tíð, t.d. frá fyrstu árunum sínum í Ártúnum. Það var notalegt að hlusta á hana. í gegnum frásagnimar skynjuðum við kærleika og vináttu hennar til foreldra okkar og fjöl- skyldunnar allrar. Og nú þegar Lilja er farin yfir móðuna miklu varðeitist hún og frá- sagnir hennar í minningu okkar sem eftir lifum, ásamt þakklæti fyrir allt. Margrét Sighvatsdóttir. ARNBJÖRG LILJA JÓNSDÓTTIR t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLLSTEFÁNSSON, Mýrargötu 20, (áður Blómsturvöllum 14), Neskaupstað, verður jarðsettur frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 21. júní kl. 14.00. Auðbjörg Njálsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Brynhildur Njálsdóttir, Þorieifur Már Friðjónsson, Ingólfur Njálsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Jón Nóason, bamabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og bróðir, JÓN EINAR EINARSSON, sem lést laugardaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Heydalakirkju laugardaginn 21. júní kl. 14.00. Sigurður H. Jónsson, Jónfna K. Björnsdóttir, systkini og barnabörn. - kjarni málsins! RAÐAUGLÝSIN NAUQUNGAR5ALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Jörðin Brautartunga, Stokkseyrarhreppi, þingl. eig. Hörður Jóelsson og Sævar Jóelsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, fimmtudaginn 26. júní 1997 kl. 11.00. Aukauppboð Laufskógar23, Hveragerði, þingl. eig. Kristjana Árnadóttir, Garðar Árnason, Jakob Þór Pétursson, Viðar Pétursson, Lilja Pétursdóttir, Rosemary E. Sveinbjörnsdóttir, Gestur Jónsson, Kristrún Jónsdóttir, Bína Jónsdóttir, Jóna Ingvars Jónsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir og Sævar Eyjólfur Svavarsson, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær, fimmtu- daginn 26. júní 1997 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Selfossl, 18. júni 1997. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Ólafstún 3, Flateyri, þingl. eig. Hólmfríður H. Guðjónsdóttir og Magnús Ingi Björgvinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins húsbréfa- deild, fimmtudaginn 26. júní 1997 kl. 14.30. Ólafstún 5, Flateyri, þingl. eig. Guðbjörn Páll Sölvason og Flateyrar- hreppur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rikisins, fimmtudaginn 26. júní 1997 kl. 14.00. Sæból II, Mýrahr., Isafjarðarbæ, þingl. eig. Elísabet Anna Pétursdóttir og Ágúst Guðmundur Pétursson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður rikisins og Grávara hf., þriðjudaginn 24. júní 1997 kl. 15.00. Sýslumaðurinn á fsafirði, 19. júni 1997. Tl L SÖLU Trjáplöntur Trjáplönturtil sölu á góðu verði. Aspir, reynitré, greni, birki, bakkaplöntur, víðir og runnar. Bjarkarholt 1, Mosfellsbæ, sími 566 6187. Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Víðivelli, Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, sem ertil sölu. íbúðarhúsið ertil afhendingar 1. júní 1998, en jörðin að öðru leyti fyrr eftir nánari samkomulagi. Á jörðinni er steypt íbúðarhús, 2 hæðir, 158 fm hvor hæð. Aðalíbúð er á efri hæð, en lítil íbúð ásamt bílskúr, þvottahúsi, snyrtingu og geymslum, á neðri hæð. Útihús eru: Fjós með 32 básum, við það þurrheyshlaða 755 rúmm. Fjárhús yfir 200 fjár, við það hlaða 445 rúmm. Flesthús er í 1/3 hluta af fjárhúsinu. Útihúsin þurfa verulegra endurbóta við. Ræktað land er 41 ha. Beitiland fremur rúmt. Ekkert greiðslumark er á jörðinni. Hlunnindi eru lax- og silungsveiði í Héraðs- vötnum. Skriflegumtilboðum skal skilaðtil Unnar Gröndal, Víðivöllum, 560 Varmahlíð, fyrir 1. júlí 1997. Allar nánari upplýsingar gefa Unnur Gröndal í síma 453 8277 og Halldóra Gísladóttir í síma 453 8297. Eigandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Lagersala Laugardaginn 21. júní 1997 frá kl. 13.00—16.00 síðdegis verður lagersala í Vatnagörðum 26, Reykjavík. Selt verður m.a.: Servíettur, plasthnífapör og kringlóttir borðdúkar, tilvalið í grillpartý, sumar- ferðalögin og í sumarbústaðinn. Einnig sport- veiðarfæri, sjóstangir, flugulínur, veiðistígvél og gerfibeitur, gott úrval. Garðljós á kostnaðar- verði. Ódýrir verkfærakassar, vinnupallarfyrir heimili. Línuskautarog hjólaskautar fyrir 3 til 7 ára, leikföng o.m.fl. Þetta verður síðasta lagersalan í bili. Komið og gerið góð kaup. Hér er um einstakt tækifæri að ræða. Visa og Euro kreditkort. G A SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLIF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Föstudagur 20. júní kl. 18.00 Sólstöðuganga á Heklu. Brott- för frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Gengið úr Skjólkví- um. Laugardagur 21.júnf kl. 20.00. Esja — Kerhólakambur um sumarsólstöður. Verð 1.000 kr. Einnig hægt að koma á eigin bí! að Esjubergi. Sunnudagur 22. júní. Hengils- svæðið, 3. áfangi, kl. 10.30 oq Selatangar, fjölskylduferð kl. 13.00. Næturganga yfir Fimmvörðu- háls og sólstöðuferð í Þórs- mörk 20.—22. júní. Brottför kl. 19.00. Mjög hagstætt afmælisverð á Fjölskylduhelgi í Þórsmörk 27.-29. júnf. Verð kr. 4.000 í skála og 3.500 kr. í tjöld. Frítt fyrir 10 ára og yngri og hálft gjald fyrir 11—15 ára með foreldrum sínum. Pantið strax. Ný árbók F.í. or komin út: „I fjallhögum milli Mýra og dala". Árbókarferð með Guðrúnu Ásu og Árna Björnssyni 5.-6. júlí. TILKYNNINGAR Dagskrá helgarinnar: Laugardagur 21. júnf ki. 13 Gjár og sprungur. Gengið verður um gjár og sprungur að Öxarárfossi, til baka um Fögrubrekku og fjallað um sögu lands og lýðs á Þingvöllum Nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Gangan hefst við Þjón- ustumiðstöð og tekur 21/2—3 klst. Sunnudagur 22. júní kl. 14 Guðsþjónusta í Þingvall- akirkju. Prestur séra Heimir Steinsson og organisíi Ingunn Hildur Hauksdóttir. Kl. 15.30 Þinghelgarganga. Gengið frá útsýnisskífunni á Haki um hinn forna þingstað undir leiðsögn séra Heimis Steinsson- Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.